Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Síða 10
28
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992.
Bifiöst
Glæsilegur gististaður
í frábæru umhveffí
Bifröst í Borgarfirði er sumarhótel sem búið er öllum þeim
þægindum sem ferðamaður vill njóta á góðum gististað.
• Gisting fyrir alla fjölskylduna.
• 26 rúmgóð herbergi og svefnpokapláss.
• Vandaður matur — verð við allra hæfi.
• Sérréttaseðill réttir dagsins.
• Fjölbreytt hlaðborð á sunnudögum.
• Fullt vínveitingaleyfi.
• Einstök náttúrufegurð - óteljandi gönguleiðir.
Ferðir
Laugarás í Biskupstungum:
Eins og lítið þorp
í Mið-Evrópu
Laugaráshverfi er þéttbýliskjarni
með 110 íbúum, skammt frá Skál-
holti. Tilvera íbúanna byggist að
langmestu leyti á ylrækt. Mikið heitt
vatn kemur þar úr jörðu og hefur
lítið þurft að gera til þess að virkja
það.
Frá þeim tíma er menn uppgötvuðu
aö hægt væri að nýta jarðvarma til
ræktunar grænmetis hefur ylrækt-
arbýlum stöðugt farið fjölgandi og
eru þau nú orðin 20. Framan af var
aðallega ræktað grænmeti en afskor-
in blóm, pottablóm, kryddjurtir og
garðplöntur er nú ræktaö í um helm-
ingi garðyrkjustöðvanna.
gróðursældin. Öspin er aöaleinkenn-
istré staðarins og má finna þar eiri-
hver hæstu tré landsins. Aðalvegur-
inn í gegnum þorpið hggur í gegnum
trjágöng. Stutt er til margra þekktra
ferðamannastaða.
Á undanfornum árum hefur þjón-
usta við ferðamenn aukist talsvert. í
Laugarási er verslunin Laugartorg.
Þar er hægt að fá bensín og olíuvörur
og auk þess íslenskt grænmeti beint
úr gróðurhúsunum. Fyrir nokkrum
árum var tekið í notkun tjaldstæði
sem á fáa sína líka hérlendis og er
það rekið í tengslum við verslunina.
Tjaldstæðiö er frekar lítið en er af-
girt með 10 m hárri ösp og birki. Af
þessum sökum er þama alltaf gott
skjól. Að sjálfsögðu er þarna öll
hreinlætisaðstaða fyrir hendi, þ.á
m. sturta. Þetta tjaldstæði er ein-
göngu ætlað fjölskyldufólki og öðr-
um þeim sem em að leita að rólegum
stað til hvíldar.
Fyrir nokkrum dögum var Skálinn
opnaður. Þar gefst fólki færi á að
setjast inn og fá sér kafíi og kökur
auk þess sem þar em seld pottablóm
og íslenskt grænmeti. í Laugarási er
einnig garðplöntusala í garðyrkju-
stööinni Engi og auðveldar það mjög
sumarbústaðareigendum aðgang að
ótrúlegum fjölda tegunda til að
planta við sumarbústaði sína.
Leitið upplýsinga og gerið pantanir á Hótel Bifröst.
Hótel Bifröst, Borgarfirði, sími 93-50000.
HAUTT {/ÓS^RAUTT fyÓSf
y^EROAR
Hvað geturferða-
maðurinn gert?
Laugaráshverfi er að stórum hluta
falið milh tveggja ása og sést ekki
langt að. Skálholt er aðeins í 2 km
fjarlægð en jafnvel þaðan er ekki
hægt að gera sér grein fyrir byggö-
inni í Laugarási. Ef ekið er í austur
frá Skálholti er engu líkara en komið
sé inn í þorp í Mið-Evrópu! Shk er
PAuX
Dalvík er ákjósanlegur staður
fyrir ferðamenn, jafnt
einstaklinga sem fjölskyldufólk.
Rómuð náttúrufegurð
Svarfaðardals er innan seilingar
og miðnætursólin er hvergi
áhrifameiri en í Vámúla
(Ólafsfjarðarmúla).
í Böggvisstaðafjalli ofan Dalvíkur
er skíðaland gott, lax- og
silungsveiði er í Hrísatjörn og
Svarfaðardalsá og berjalyng
þekur hlíðar fjallanna.
Innan Dalvíkurer9 holu
golfvöllur og þar skammt frá er
stærsta hesthús landsins,
Hringsholt. Þar er hægt að leigja
hesta og fara útreiðartúra um
nágrennið. Veitinga- og gisti-
aðstaða á Dalvík er fyrsta flokks
og tjaldsvæðið í hjarta bæjarins
er til fyrirmyndar.
Á Dalvík geta allir átt ánægju-
legar stundir í náinni snertingu
við dalinn, fjöllin og tröllin.
ÍMLI/1K
Palurínn fjöllín og TröUín
Tvelr eigenda Skálans, Ásta Skúladóttir, t.v., og Aðalheiður Helgadóttir.
Leirubakki í Landsveit:
Gisting, heitir pottar
og kaffihlaðborð
við rætur Heklu
Jón Þórðaison, DV, Rangárþingr
I glænýju gistihúsi viö rætur
Heklu, nánar tiltekið að Leirubakka
í Landsveit, gefst svöngum feröa-
löngum kostur á að staldra við og
gæða sér á veitingum af glæsilegu
kafíihlaðborði. Það eru hjónin Gísh
Sveinsson og Ásta B. Olafsdóttir,
staðarhaldarar á Leirubakka, sem
eiga veg og vanda af kafíihlaðborð-
inu sem er á boðstólum á sunnudög-
um mihi kl. 14 og 18.
Á Leirubakka er nýbyggt stórhýsi
sem ætlað er ferðamönnum. Þar er
nánast allt th alls, heitir pottar, gufu-
baö, eldhús, grillaðstaða og uppbúin
rúm eða svefnpokapláss eftir óskum.
Þar er einnig sjoppa, hensínstöð og
lítil matvöruverslun verður opnuð
innan skamms. Nánari upplýsingar
í síma 98-76591.
Nýja gistiheimilið á Leirubakka.