Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLl 1992. 31 Ferðir Þjóðhátíðin í Eyjum: Þar sem kynslóða- bilið þekkist ekki Ómar Garðaissan, DV, Vestmaiuiaeyjum; Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum á sér meira en aldargamla sögu og er orðin afar rótgróin í hugmn eyja- skeggja. Oft hafa menn velt því fyrir sér hvers vegna hún stendur af sér allar aðrar útihátíðir og er ár eftir ár ein sú íjölmennasta. Ástæðurnar eru eflaust margar en eitt er það sem sker sig úr og það er sú staðreynd að á þjóðhátíð þekkist ekkert kyn- slóðabil. í Herjólfsdal skunda allir, ungir sem aldnir, til að að eyða þar saman þremur dögum í gleði og söng. Annað sem gerir sitt til að skapa þjóðhátíðinni sérstöðu er að haldið er fast í gamlar hefðir. Sem dæmi má nefna brennuna á Fjósakletti, bjargsig, íþróttakeppni og fleira sem þykir ómissandi. Spilað á tveimur pöllum Undirbúningur þjóðhátíðarinnar er i höndum íþróttafélagins Þórs þetta árið. Framkvæmdir eru hafnar í Heijólfsdal og á allt að vera tilbúið fóstudaginn 31. júlí þegar hátíðin hefst. Sigmar Georgsson, fram- kvæmdastjóri Þórs, sagði við DV að reynt yrði að vanda til þjóðhátíðar- innar eins og kostur er. Hljómsveit- imar Sálin hans Jóns mín og Todmo- bile skemmta á stóra sviðinu og með verða Geiri Sæm og Pétur Kristjáns- son. Eyjahljómsveitin Presto spilar á minni pallinum. Meðal skemmti- krafta eru m.a. Jóhannes Kristjáns- son eftirherma, Dixi band, 13 manna sönghópur úr Eyjum, Örvar Kristj- ánsson, trúbadoramir Richard Scobie og Siggi Kristins og trúðar sem skemmta yngstu gestunum. Mesta flugeldasýning allratíma Brennan á Fjósakletti verður á sín- um stað í dagskránni á fostudags- kvöldið. Á laugardagskvöldið er flug- eldasýning sem á að vera sú stærsta sem Islendingar hafa enn fengið að kynnast og er það gert vegna afmæl- is Þórs sem er á næsta ári. Á sunnu- dagskvöldið er svo brekkusöngurinn undir stjórn Áma Johnsen. Sérstakarfjöl- skyldubúðir Sigmar segist hafa orðið var við mik- inn áhuga fólks á fastalandinu að koma á þjóðhátíðina. „Það er fólk á öllum aldri sem vill koma og ekki síst fjölskyldufólk. M.a. vegna þess var ákveðið að koma upp sérstökum fjölskyldubúðum utan aðaltjald- svæðisins í dalnum. Þessi áhugi gerir það m.a. að verkum að miðaverð er óbreytt frá síðasta ári eða 6.500 krón- ur og 6000 krónur í forsölu án þess að slakað sé á gæðum.“ Sigmar segir líka áð nýr Heijólfur og hinar nýju Fokker 50 flugvélar Flugleiða geri sitt til að laða að fólk. Þá er þriöji ferðamöguleikinn, með Leiguflugi Vals, sem býður ódýrar ferðir frá Bakkaflugvelli og Selfossi. Sem dæmi má nefna að flug aðra leið- ina kostar kr. 1000 frá Bakka til Eyja. Flugleiðir bjóða pakka sem inniheld- ur flug báðar leiðir frá öllúm við- komustöðum félagsins og miða á þjóðhátíðina. Sem dæmi má nefna að frá Reykjavík kostar pakkinn kr. 10.900. Starfsmenn Heijólfs eru með sérstaka þjóðhátíðarpakka í undir- búningi. Útihátíd á Eiðum: mætir á svæðið Frá undirbúningi þjóðhátíðar í síðustu viku. Unga fólkið var að mála þegar Ijósmyndarann bar að garði. DV-mynd ÓG Um verslunarmannahelgina verð- ur haldin útihátíð á Eiðum sem eru 15 km frá Egilsstöðum. ÚÍA stendur fyrir hátíðinni sem hefst fóstudaginn 31. júlí og stendur fram á mánudag. Fram koma hljómsveitirnar GCD, Stjómin, Jet Black Joe, Undir tungl- inu, Af lffi og sál, Óson, Víkingasveit- in og Maggi og g...naglamir. Kraft- lyftingajötuninn Magnús Ver styrkir hátíðina og valinn verður Eiðajötunn ’92. Háð verður blautbols- og söngv- arakeppni. Útvarp Eiðar verður starfrækt alla helgina. Þess má geta að GCD er að koma fram í fyrsta skipti síðan í fyrra, en meðlimir GCD em Bubbi Morthens, Rúnar Júlíusson, Bergþór Morthens og Gunnlaugur Briem. Sætaferðir verða frá Akureyri, Húsavík, Höfn og fleiri stöðum. Loft- brú verður mynduð milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Flugleiðir bjóða mótsgestum sérstaka afsláttarpakka. Að sögn mótshaldara er öll aöstaða á svæðinu til fyrirmyndar. Stutt er í góðar snyrtingar og tjaldstæði eru í fallegu umhverfi. Eitt stærsta og glæsilegasta svið allra tíma hefur verið reist á svæðinu. Auk þess sem hijómsveitimar nota pallinn á kvöld- in verður dagskrá frá kl. 13 til 19 á laugardag og sunnudag. Eins og fyrr sagði verður haldin söngvarakeppni á Eiðum. Keppend- ur munu syngja með Stjóminni eða GCD. Vegleg verðlaun verða veitt sigurvegaranum. Væntanlegir þátt- takendur em beðnir um að skrá sig í síma 97-11353. Verð aðgöngumiða er kr. 6000, 14 ára og yngri fá ókeypis inn en verða að vera í fylgd með foreldra. Á sunnudag frá kl. 8 að morgni kostar kr. 3000 inn á svæðið. ÞAR SEM ALLT FÆST TIL VEIÐINNAR m útiðtbúðið ú ^ U NÓATÚNI 17 - SÍMI 814085 - 622702 Meiraum útihátíðir á bls.32og33 Fj'öldi landsfrægra skemmtikrafta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.