Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992. 35 x>v Vandinn að velja gönguskó Hvemig gönguskó ber að kaupa? Þessi spuming vefst fyrir mörgum- því úrvalið er gífurlegt. Svarið er lík- lega eitthvað á þá leið að skómir verða að henta viðfangsefninu og það þekkir göngumaðurinn best. Að velja sér skó Helgi Eiríksson, félagi í Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík, segir um gönguskó að í grundvallaratriðum sé tilgangur skónna að hlífa fætinum gegn mismunadi hrjúfum jarðvegi og því veröi gerð og gæði skósólans að miðast við aðstæður. „Þeir veröa einnig að hlífa ökklanum og veija fótinn gegn veðri og vindum og því er mikilvægt að efni og frágangur sauma standi undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar," segir Helgi. En þægindin skipta einnig miklu máli. Þægilegast er að ganga í skóm sem falla vel að fætinum, fylgja ilinni vel eftir þegar gengið er en em þó með það góðum sóla að hann verji ihna vel gegn grýttum jarðvegi. Ef sóhnn er of mjúkur, eins og á venjulegum íþróttaskóm, er hætta á að maðurinn flnni fljótt til sárinda. Leður og gerviefni Gönguskór eru til í ýmsum útfærsl- um. Algengastir em leðurskómir en gönguskór úr blönduöum efnum, s.s. leðri, næloni og plasti, sem hafa það að markmiði að létta skóna verða sífellt algengari. Leðrið hefur mikið shtþol, er mjög vatnsþohð og andar. Helstu ókostir þeirra eru aö þeir eru þungir og ekki vatnsheldir. Þegar leðurskór verða vatnsósa tekur lang- an tíma aö þurrka þá. Til aö leysa þetta vandamál hafa komið á markað leðurskór með goretex sokk hið innra. Goretexið eykur vatnsþol skónna og er nánast vatnshelt en andar og hleypir út fótraka en vatni ekki inn. Skór samsettir úr nokkmm teg- undum efna hafa vaxið aö vinsæld- um. Snið á skóm Snið skófatnaðar skiptir miklu máh. Lögun fóta er mjög mismun- andi eftir einstaklingum og því getur sama skótegundin hentað tveim ein- staklingum misvel. Uppháir göngu- skór, þ.e. skór sem ná vel upp á legg- inn og styðja þar af leiðandi vel viö ökkla, fót og legg, henta veiðimönn- um og jeppamönnum ágætlega en síður þeim sem stunda fjahaferðir af miklu kappi. Algengasta snið skófatnaðar er meðalháir skór sem ná rétt yfir ökkl- ann. Þeir em jafnframt tíl í fjölmörg- um útfærslum og misstífum sólum, jafnt til almennrar notkunar að vetri sem sumri. Léttir og lágir íþróttaskór eða „fjallatrimmskór" úr ýmsum blönd- um af efnum em ekki vænlegir ferða- skór nema fyrir þá sem fara stutt og bera lítið eða ekkert. Hvemig skó þarf ég? Flokka má gönguskó niður í fjóra flokka: skó með mjúkum sóla, skó með hálfstífum sóla, skó með alstíf- um sóla og plastskó. Skór með mjúkum eða hnum sóla em heppilegastir til ahra venjulegra gönguferða. Þeir verða að vera með sóla með góðu gripi og uppfyha kröf- ur um vandaðan frágang. Eins og fyrr segir eiga vaxandi vinsældum að fagna skór úr blöndu af næloni og leðri, skór sem anda vel og em jafnframt vatnsheldir (goretex). Vart er hægt að mæla með nema dýrari tegundum. Skór með hálfstífum sóla em ákjós- anlegir fyrir þá sem ganga mikiö með þunga hakpoka í ójöfnu landslagi, en skór með alstífum sóla em ætlaðir fyrir erfiöar aðstæður. Plastskór em fýrst og fremst ætlaðir th notkunar á vetuma og einkum af þrælvönum fjallamönnum. Ferðir Helga Steindórsdóttir. DV-mynd ÞÁ Bóndakona á áttræðis- aldri í ferðaþjónustu ÞórhaDur Ásrrumdssan, DV, Sauöárkróki; „Maður verður að hafa eitthvað að gera. Ég hafði ekki hehsu th búskap- ar. Húsnæðið var th staðar og það lá eiginlega beinast við aö fara út í þetta,“ sagði Helga Steindórsdóttir, húsfreyja á Fitjum í Lýtingsstaða- hreppi. Helga vhaði ekki fyrir sér að fara ein síns hðs í ferðaþjónustu fyr- ir tveimur ámm þrátt fyrir að vera orðin 72 ára gömul. Helga missti mann sinn, Sigurð Einarsson, fyrir mörgum árum og nokkuð er síðan bömin fóra að heiman. í 25 ár hafði hún böm 1 sumardvöl og yfirleitt voru einhver þessara bama heima hjá henni á vetuma. Flest vora böm- in 24 yfir sumarið. „Seinustu árin var ég búin aö fækka talsvert hjá mér en bama- börinn komu líka th mín. Þegar ég hætti með bamaheimihð fannst mér ómögulegt að hafa ekki eitthvað að gera,“ segir Helga. Gistirýmið á Fitj- um er 12 uppbúin rúm í íbúðarhús- inu. Einnig er hægt að bæta við nokkrum dýnum fyrir þá sem vhja sofa f svefnpoka. Hægt er að fá morg- unmat og Helga segist einnig útvega hádegis- og kvöldmat ef fólk pantar með fyrirvara. Fyrir sunnan íbúðarhúsið á Fitjum er snyrthegt tjaldstæði og aðstaða öh th fyrirmyndar. Meira segja er þar hús sem Helga lét smíða en í því em salemi og sturtur. Líklega er þetta betri aðstaða en gerist á mörgum fjöl- sóttum ferðamannastöðum landsins. „Það hefur verið dáhtið um að ferðamenn og fjölskyldur gisti hér eða notfæri sér tjaldstaBðið. Annars hef ég htið auglýst. Það varð talsverð aukning hjá mér síðasta sumar og ég er bara nokkuð bjartsýn á „traff- íkina" í sumar." Til Mývatns um Sprengi- sand og til baka Áætlunarferðir tvisvar í viku með kunnugum leiðsögumanni. Leitið nánari upplýsinga. Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 683222. Síldarævintýri Siglufirði 1992 Fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina. Stórkostleg síldarhátíð á Siglufirði dagana 30.7.-3.8. Síldarsöltun á Drafnarplani. Útiskemmtanir á sviði í miðbænum. Skemmtiatriði flutt af Siglfirðingum. Síldardansleikur - landlegudansleikur. Dansað inni og úti. Uppákoma í Hvanneyrarskál - Skarðsvegur opinn. Hótel amng Sauðárkróki - Sími 95-36717 Hjá okkur eru 72 herbergi, flest með snyrtingu og baði, þar af er ein „svíta“ sem er tilvalin fyrir brúð- kaup, afmæli og önnur hátíðleg tækifæri. í matsal flytja söngvarar og tónlistarmenn lifandi tónlist fyrir matargesti. Réttur dagsins, bamamatseðill og gimileg- ur sérréttaseðill. Koníaksstofan er opin öll kvöld. Einn- ig viljum við minna á „Sæludaga Áningar“ og ýmis tilboð sem við bjóðum. Það er stuttur krókur út á „Krók“. Verið velkomin - starfsfólk Hótels Áningar. HOISIDA HONDA ACCORD ER í FYRSTA . . . . . . sæti í Bandaríkjunum sem söluhæsti fólksbíllinn undan- farin þrjú ár og var heiðraður sem sá bíll sem eigendur voru ánægðastir með. Accord hlaut einnig verðlaunin um Gullna stýrið í sínum flokki í Þýska- landi. Það er ekki hægt að segja að Accord sé sportbíll, en hann er eins nálægt því og hægt er að komast sem fjöl- skyldubíll. Það má því kannski segja að Accord sé fjöl- skyldusportbíll. Utlitshönnun Accord er sérlega vel heppnuð og innréttingar í alla staði vel úr garði gerðar. Accord er með sextán ventla, tveggja lítra vél og nýja hönnun á Isveifarás sem | dregur mjög úr titringi. Accord er stórgóður bíll sem uppfyllir ströngustu kröfur sem Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.548.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. gerðar eru til fjölskyldubíla. Accord ár- gerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, virka daga kl. 9:00 - 18:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.