Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Síða 18
36
MIÐVIKUDAGUR 22. JULI 1992.
Ég hefi vond klæði og
hryggir mig ekki þó að
ég slíti þeim eigi ger
- dagstund með Tryggva Gunnarssyni Flateyjarjarli
Flatey á Breiöafirði er einn þeirra
staöa sem íslendingar verða aö heim-
sækja. Eyjan, sem var gerð að frið-
landi 1975, var ein helsta miðstöð
menningar og lista um miöja 19. öld,
auk blómlegrar verslimar um langt
skeið. En á Breiðafirði eru margar
aðrar eyjar sem vert er að vita um.
Hergilsey norðan Flateyjar er þekkt-
ust fyrir þátt Ingjalds Hergilssonar í
Gísla sögu Súrssonar. Hann sagði við
Börk hinn digra er hann hótaði að
drepa haxm fyrir stuðning við Gísla:
„Ég hefi vond klæði og hryggir mig
ekki þó að ég slíti þeim eigi ger.“ í
HergÚsey er Vaðsteinaberg, mjög
fagurt stuölaberg, en einmitt þar stóð
Ingjaldur er hann mælti þetta. Af
öðrum eyjum má ekki gleyma Odd-
bjamarskeri sem er ein ystu eyja á
Breiðafirði. Þar var fymun fengsæl
útgerðarstöð. Þótt Oddbjamarsker
sé aöeins lítill h.ílmi vom þar mest
27 verbúðir árið 1703. Heit uppspretta
er í fjöraborði og varð að sækja
drykkjarvatn á fjörunni.
Eyjamareru
matarkista
Tryggvi Gunnarsson, sem rekur
Flateyjarferjuna, er einn þeirra aðila
sem geta farið með gesti í siglingu á
milli eyjanna. Hann er uppalinn í
Flatey - kom þangað fjögurra ára
gamall og dvelur nú í Flatey á sumr-
in. Draumurinn er sá að geta búið
allt árið um kring í eyjunni og hver
veit nema það takist. Svanhildur
Jónsdóttir, móðir Tryggva, er bóndi
á hálfri Flatey. „Eyjarnar hafa alltaf
verið matarkista og hér er gott að
vera. Ég hefði ekkert á móti því að
sjá þessar eyjar í blómlegri byggð.
Hver veit nema það geti gerst en
þetta er alltaf spuming um kröfur
og lífsstíl."
Fyrir fjóram áram keypti Tryggvi
Sómabát sem gat tekið allt að 12 far-
þega. Upphaflega var báturinn
keyptur til fiskveiða og til að sinna
byggðum eyjum í samvinnu við
rekstraraðila flóabátsins Baldurs. En
smátt og smátt drógust fiskveiðarnar
saman enda kom á daginn að ekki
var verra að gera út á ferðamenn.
Þvi fór svo að Tryggvi keypti annan
bát sem tekur 20 farþega. Bátminn
er með sætum fyrir farþegana og í
honum er m.a. salemi. Tryggvi er
enn í samvinnu við flóabátinn og nú
geta ferðamenn t.d. farið með Baldri
frá Stykkishólmi út í Flatey, gengið
um eyjuna en heimsókninni til Flat-
eyjar lýkur með siglingu á bátnum
hans Tryggva. En þar fyrir utan má
segja að Tryggvi sé ætíð til taks.
Hann sækir hópa upp á Stað á
Reykjanesi, á Brjánslæk og flytur út
í Flatey, gengur með fólki um eyj-
una, segir því sögu hennar og fer síð-
an með það upp á land.
I fuglaskoðun.
Fólkhefuráhuga
á sögunni
„Nú er verið að gera tilraun til aö
hafa vikulega fasta ferð upp á Reyk-
hóla. Farið verður frá Flatey kluick-
an hálftíu, frá Reykhólum klukkan
hálfellefu og á ný frá Flatey klukkan
sex síðdegis. Þessi tilraun er gerð
vegna þess að öll Austur-Barða-
strandarsýsla er orðin eitt sveitarfé-
lag og segja má að hér sé veriö að
reyna að koma á samgöngum innan
héraðsins. Þetta munum við reyna í
júlí og ágúst á laugardögum og ég er
Eyjajarlinn er hln glæsilegasta snekkja.
DV
að vona að áframhald verði á þessu,“
sagði Tryggvi Gunnarsson. „Auk
þess sem ég er í samvinnu við Baldur
er algengt að fólk fái mig til að fara
með sig á milli eyjanna. Þá eru ferð-
imar skipulagöar af því í samvinnu
við mig. Stundum vill fólk fara í dags-
ferðir sem era síður en svo nokkuð
vandamál."
En hvað er það sem gestir era að
sækjast eftir? Tryggvi sagði að það
væri ekki síst sagan sem átt hefur
sér stað í eyjunum. „Ég reyni að
flétta saman sögu í nútíð og fortíð,
segi fólki líka frá náttúrufari. Máski
má segja að ég reyni að tala eins
mikið og ég get og ég má fullyrða að
það líki frekar vel. Sumir hafa t.d.
áhuga á fomum búskaparháttum en
aðrir vilja heyra eitthvað um fugla-
lífið. Fari ég í Hergilsey segi ég fólki
frá Gísla Súrssyni og hvernig fólk
bjó í eyjunni hér á árum áður, svo
dæmi séu tekin.“
Linsumar líktust
eldvörpum
„Það er afar misjafnt hvað fólk
þekkir til íslendingasagnanna og
hvaða skilning það hefur á þeim þátt-
um hennar sem ég reyni að greina
því frá. En ef við tökum Hergilsey
áfram sem dæmi þá er ég frekar
heppinn. Gísla saga Súrssonar er
kennd í skólum og þetta er fræg saga
enda hefur verið gerð um hana kvik-
mynd eins og frægt er orðið. Yfirleitt
þekkja útiendingar ekki íslendinga-
sögumar en vissulega hafa oft komið
erlendir menn með umtalsverða
þekkingu."
Útlendingar koma þó fyrst og
fremst til Flateyjar til að skoða fugla.
í því sambandi nefndi Tryggvi að
fyrir nokkra komu þrír Frakkar um
borð. í upphafi spurðu þeir hvort
hægt væri að sjá fugl og að sjálfsögðu
var svarið jákvætt. Tryggva er það
sérstaklega minnisstætt að lin'sur
myndavélanna líktust helst eldvörp-
um, svo stórar og miklar voru þær.
Linsumar voru svo þungar að þeir
lögðu þær gjaman á axlir hver ann-
ars rétt eins og um væri að ræða
vopn í striði. „Ég byrjaði á því að
fara með þá að kletti skammt frá
Flatey. Þessi klettur er sérstakur fyr-
ir þá sök að í honum er að finna
marga þá sjófugla sem verpa við
Breiðafjörð. Það er afar aðdjúpt að
klettinum og ég gerði mér lítið fyrir
og nánast lagði við klettinn. í upp-
hafi vissu þeir ekki hvað í ósköpun-
um þeir áttu að gera við tólin, þungu
og miklu. Brátt áttuðu þeir sig og
lögðu fínu græjunum og tóku upp
einfaldari tæki og léttari. Ég býst við
að heima hjá sér eigi margir útiend-
ingar í erfiðleikum með að festa
dýralíf á filmu. Þeir era m.ö.o. óvan-
ir því að geta komist svona nálægt
fuglum og öðra þvi sem þeir hafa
áhuga á. Eg er búinn að koma þama
svo oft að það hggur við að skarfur-
inn og ritan þekki mig og bátinn með
nafni. Fuglamir era ekkert hræddir
við bátinn og sitja fyrir eins lengi og
nokkur nennir að taka myndir eða
skoða.“
Þaðervístsport
að blotna
Þegar blaðamenn ræða við menn
eins og Tryggva er gjaman spurt
hvort viðkomandi hafi lent í sögu-
legri svaðilfor. Að sjálfsögðu var slík
spuming borin upp. Tryggvi hló og
sagðist því miður - eða sem betur fer
- ekki geta sagt frá neinu slíku. Að
sjálfsögðu hefur hann þó orðið fyrir
hefðbundnum bilunum á borð við
stíflaðar olíusíur en slík mál hafa
ætíð haft farsælan endi. „Það hefur
þó komið fyrir að fólk hefur verið
statt hér í Flatey í frekar slæmu veðri
og endilega viljað fara á sjó þrátt fyr-
ir að ég hafi dregið úr því. Afleiðing-
in hefur aldrei orðið önnur en sú að
menn hafa komið blautir í land. En
það er víst sport í því líka. Aldrei
hefur komið fyrir að menn hafi losað
sig við hádegismatinn um borð hjá
mér. Einu sinni varð að vísu koma-
bam lasið um borð en það er líka
eina tilvikið. Reyndar er ég með há-
seta um borð. Þetta er sextán ára
strákur, Guðjón Ólafsson, sem hefur
verið viðloðandi útgerðina frá upp-