Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Side 20
Ífií)VlKUDAGUR 22. MÍ‘W4
Ferðir
Jórunn Eggertsdóttir og Sveinn Tyrfingsson.
Versalirvið Sprengisandsveg:
Fólk er að leita eftir
einveru og kyrrð
- segir Jórunn Eggertsdóttir
Versalir. Tignarlegt nafn og yfir-
leitt tengt við höll í Frakklandi. En
við íslendingar eigum líka okkar
Versali. Staðurinn er aö vísu ekki í
aifaraleið og gosbrunnamir eru eitt-
hvað færri en á samnefndum stað í
Frakklandi en náttúrufegurð er ekki
síðri. Hér er um að ræða Versali sem
er þjónustumiðstöð við Sprengi-
sandsveg. í nágrenninu bjó eitt sinn
Fjalla-Eyvindur og stutt er í Þjórsár-
ver svo eitthvað sé nefnt. Til nánari
útskýringar má geta þess að miðstöð-
in er miðja vegu á milh Nýjadals og
Hrauneyjarfossvirkjunar. I Versöl-
um er hægt að gista, kaupa veiting-
ar, tjalda og stinga inn hrossum ef
þess gerist þörf. Versahr standa á
svartri auðninni og eru sannkölluð
vin.
Umferðin eykst
stöðugt
„Þetta hófst þannig aö á sínum tíma
reisti Landsvirkjun vinnubúðir
þama og búðimar komust síðar í
eigu Ása- og Djúpárhrepps. Við feng-
um húsið á leigu til þessarar starf-
semi og opnuðum 1987. Eins og gefur
að skilja hefur ekki verið lagður sími
eða rafmagn í Versah svo við fengum
okkur rafstöð og notum farsíma til
að ná sambandi við umheiminn.
Vatn fáum við úr brunni," sagði Jór-
unn Eggertsdóttir sem ásamt manni
sínum, Sveini Tyrfmgssyni, rekur
Versah. Þau hjón em bændur og búa
á Lækjartúni í Ásahreppi. Ástæðan
fyrir því að þau hófu þennan rekstur
er fyrst og fremst samdráttur í hefð-
bundnum landbúnaði en einnig
vantaði þau eitthvað fyrir bömin
fimm að gera á sumrin. „Við sáum
fram á að við hefðum ekki nóg fyrir
þau að gera og þá datt okkur þetta í
hug. Það var enga þjónustu að hafa
á þessum slóðum og ég tel reyndar
nauðsynlegt að svona starfsemi sé á
þessum slóðum. Ástæðan er ekki síst
öryggi þeirra sem ferðast um hálend-
ið. Umferðin á þessum slóðum eykst
stöðugt. Reyndar er ferðamanna-
tíminn stuttur, aðeins júh og ágúst.
Jórunn sagðist geta fuhýrt að a.m.k.
tíu þúsund manns legðu leið sína
fram hjá Versölum umrædda tvo
mánuði. Samkvæmt upplýsingum
frá Vegagerð ríksins fara daglega 37
bílar að meðaltah framhjá Versölum
í júlí og ágúst.
Lífsnauðsynleg
þjónusta
„Þetta er ansi mikið fyrirtæki og
það hefur hlaðið utan á sig enda hef-
ur umferðin aukist frá því sem var.
Það er ekki aðeins að við séum með
aha almenna þjónustu heldur sér
dóttir okkar líka um veðurathhgaiúr
fyrir Veðurstofu íslands svo dæmi
sé tekið. Auk heldur útvegum við
fólki veiðileyfi í Kvíslaveitur. Húsið
er um 200 fermetrar og þess má geta
að hreppamir aðstoðuðu okkur við
að koma þeim í gott horf svo hægt
yrði að anna umferðinni. Við getum
hýst 24 í herbergjum," sagði Jórunn.
„Móttökurnar hafa verið afar góðar
síðan við hófum starfsemina. TU
dæmis hafa margir ferðamenn lýst
því yfir að hún sé nánast lífsnauð-
synleg. Ef við hættum þessu einn
góðan veðurdag væri það nánast
ábyrgðarhluti ef enginn tæki við. Það
eru hvorki meira né minna en 140
kílómetrar frá Versölum niður í
Bárðardal og um 100 kílómetrar nið-
ur í byggð að sunnan. Alla þessa leið
Veit aðeins um einn f s-
lending sem kom á hjóli
- segirlngibjörgíVersölum
„Það er alveg æðslegt að vinna
héma. Vinnustaðurinn er aht
öðmvísi en alhr aðrir vinnustaðir
landsins. Hér hittir maður alls kon-
ar fólk. Útsýnið er frábært og engu
öðm líkt,“ sagði Ingibjörg Sveins-
dóttir, sem er að hefja sitt sjötta
sumar í Versölum. Á vetuma
stundar hún nám við Fjölbrauta-
skólann við Armúla. Sumir skóla-
félaganna eiga erfitt með að skilja
hvemig hægt er að vera svo fjarri
mannabyggð en Ingibjörg sagðist
hvergi annars staðar vilja vera yfir
sumarið. Flestir þeirra sem sækja
Ingibjörgu heim koma t.d. úr
Bárðadal, þegar ferðalagið hefst á
Norðurlandi, en að sunnan er farið
upp Landveginn eða Skeið. Aðrir
koma Fjahabaksleið, svo dæmi séu
tekin. Starfsmenn Versala em þrír
talsins.
Einn í slendingur
hefur komið á hjóli!
Útlendingar em í meirihluta við-
skiptavina Versala. Sumir koma
hjólandi, aðrir ganga og enn aðrir
em á bílum. íslendingar eru lítt
gefnir fyrir hjólreiðar sem sést
e.t.v. best á því að frá upphafi hefur
Ingibjörg aðeins séð einn Frónbúa
á hjóh. Sá hinn sami hefur reyndar
komið tvisvar. „Við komum núna
24. júní en vegurinn var opnaöur
skömmu síðar. Fljótt upp úr því
komu fyrstu gestimir en hér gista
bæði hópar og einstaklingar. Út-
lendingar em margir afar hrifnir
af nafninu á staðnum. Þetta er í
sjálfu sér skiljanlegt þar sem þeir
tengja nafnið Versalir viö annan
og þekktari stað. Verið hér fyrir
innan heitir Stóraver og þessi stað-
ur hét upphaflega Stóraversahr.
Þegar smiðimir vora að vinna við
smíði hússins fannst þeim þetta
mikil salarkynni. Þannig var nafn-
ið Stóraversahr til. Það var fljót-
lega stytt í Versalir.“
Þjóðverjar líklega
í meirihluta
Ferðamenn í Versölum geta gert
sitt htið af hverju. í samtah við
móður Ingibjargar var nefnt að
menn gætu farið í Eyvindarver eða
Þjórsárver. Ingibjörg sagði að til
viðbótar mætti nefna að gönguleið-
ir væru margar og spennandi.
„Hingað koma fuglaskoðarar og
viljá sjá heiðargæsina en aðrir vhja
bara sjá fjöllin. Kyrrðin er aðdrátt-
arafl. Einu sinni kom hingað mað-
ur frá Bandaríkjunum og hann
gisti í heha viku bara th að komast
frá erlinum í stórborginni. Annars
kemur hingað fólk frá öhum mögu-
legum og ómögulegum löndum en
líklega eru Þjóðverjar í meirihluta.
Bakpokafólki hefur ekki fækkað
nema síður væri en ferðafólki á
reiðhjólum hefur hins vegar fjölgað
th muna. Sjálfsagt er erfitt að vera
á hjóh á þessum slóðum en þetta
fólk lætur sig ekki muna um það.
íslendingar em ekki mikið gefnir
fyrir að hjóla á hálendinu."
Versahr em opnir frá klukkan
átta á morgnana th ellefu á kvöld-
in. Ingibjörg sagði að raunar væm
starfsmennimir á vakt ahan sólar-
hringinn því þeir era elskusáttir.
við að vera vaktir upp um miðjar
nætur ef þess gerist þörf. Síminn
er 985-22161.
Ingibjörg og Sólveig voru að mála og taka til þegar Ijósmyndarann bar
að garði.