Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Síða 2
2
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992.
Fréttir
Stjómarliðar takast á um mjólkina við gerð nýs búvömsamnings:
Halldór hótar afsögn
vegna afstöðu krata
- telur að dráttur á frágangi samnings sé orðinn sér pólitískt hættulegur
Djúpstæður ágreiningur er í ríkis-
stjórninni milli Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks um útfærslu á bú-
vörusamningi við bændur sem taka
á giidi 1. september. Samkvæmt
heimildum DV hefur Halldór Blöndal
landbúnaðarráðherra haft á orði við
samstarfsmennn að málið sé orðið
sér póhtískt hættulegt og því kunni
hann að segja af sér náist ekki sam-
komulag á næstunni er byggi á
samningi bænda og fyrri ríkisstjóm-
ar.
Að auki mun landbúnaðarráð-
herra vera ósáttur við niðurskurð
umfram önnur ráðuneyti vegna fjár-
lagagerðar fyrir 1992. Samkvæmt
heimildum DV verða ýmsar stofnan-
ir sem heyra undir ráðuneytið að
sæta tugmilljóna skerðingu. Ekki
hefur náðst í Halldór vegna þessa
máls en hann er nú staddur í kjör-
dæmi sínu á Norðurlandi eystra.
Meðal bænda og talsmanna þeirra
ríkir nú mikil óvissa enda illmögu-
legt að skipuleggja mjólkurfram-
leiðslu næsta árs fyrr en gengið hefur
verið frá samningi. Til að mynda er
alls óvíst hvort beingreiðslur komi í
stað niðurgreiðslna eða bætur fyrir
framleiðslusamdrátt eins og sjö-
mannanefnd lagði til í áfangaskýrslu
nýverið.
Mikill dráttur hefur orðið á máhnu
vegna afstöðu krata sem vilja stór-
felldan niðurskurð á framlögum rík-
isins til landbúnaðarins. Samninga-
nefnd ríkis og bænda hefur verið nær
óstarfhæf að undanfomu þar sem
kratar telja sig ekki geta samið um
neitt fyrr en póUtísk samstaða hefur
náðst um málið innan ríkisstjórnar-
innar. Nefndin fundaði síðdegis í gær
án þess að samkomulag næðist.
FuUtrúi Alþýðuflokks í nefndinni
er Guðmundur Ólafsson hagfræðing-
ur en fyrir hönd landbúnaðarráð-
herra situr Sigurgeir Þorgeirsson,
aðstoðamaður hans. Að auki sitja í
nefndinni fimm fulltrúar bænda, auk
fuUtrúa fjármálaráðuneytis, land-
búnaöarráðuneytis og viðskipta-
ráðuneyds.
I tíð síðustu ríkisstjómar undirrit-
aði Stemgrímur J. Sigfússon, þáver-
andi landbúnaðarráðherra, samning
við bændur og er í honum meðal
annars kveðið á um að heildarstuðn-
ingur við mjólkurframleiðsluna
verði svipaður og verið hefur. Sam-
kvæmt því myndi ríkissjóður verða
að veita mjólkurframleiðendum allt
að 16 milljarða í styrki á samnings-
tímanum, eða fram til ársins 1998.
-kaa
Það hefur ekki verið amalegt aö vinna við útistörf í góða veðrinu undan-
fama daga. Þessir ungu menn létu lika vel af byggingarvinnunni þegar Ijós-
myndari DV hitti þá. DV-mynd JAK
Sauöflárræktin:
Fjöldagjaldþrot blasir við
„Búist er við 20% flötum niður-
skurði á framíeiðslurétti sauðflár-
bænda í haust. Slæmt efnahags- og
atvinnuástand gerir aö verkum að
margir bændur hafa ekki að öðru að
hverfa," segir í frétt frá Upplýsinga-
þjónustu landbúnaðarins.
Stjórnir Búnaðarfélags íslands og
Stéttarsambands bænda funduðu um
þetta mál í gær og samþykktu álykt-
im þar sem bent er á leiðir til að
milda áhrif þess mikla samdráttar
sem fyrirsjáanlegur er í sauðflár-
ræktinni. Þar er m.a. bent á þörfina
á að réttur bænda til atvinnuleysis-
bóta verði viðurkenndur. Auk þess
er nefnt að leitað verði leiöa til aö fá
það verð sem fæst erlendis fyrir kjöt
sem fellur utan nýja kvótakerfisins,
greiðslumarksins, og að atvinnuráð-
gjöf verði stórefld í dreifbýlinu. Þá
er hvatt til þess að Framleiönisjóður
aðstoði við markaðsleit og vöruþró-
unfyrirerlendamarkaði. ask
Dregið í áskriftargetraun D V:
Toyota Carina E til Reykjavikur
Það var sjötíu og fimm ára Reyk-
víkingur, Gunnar Gíslason, til heim-
ilis að Gnoðarvogi 64, sem reyndist
vera hinn heppni áskrifandi þegar
dregið var úr nöfniun skuldlausra
áskrifenda á miðvikudaginn en
Gunnar og kona hans, Kristín Wa-
age, veittu bflnum viðtöku í Kringl-
unni í gær.
Næst verður dregið um Opel Astra
frá Jötni hf. þann 26. ágúst næstkom-
andi en enn á eftír að draga út fimm
bíla í getrauninni.
-JR
Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður:
Enginn árangur eftir
tuttugu ára friðun
- fiskifræðinekkertannaðenreiknilíkan
„190 þúsund tonn þýða rústun á
helmingi íslensks sjávarútvegs og
skelfilegt upplausnarástand. Þetta er
ekki framkvæmanlegt," sagði Krist-
inn Pétursson, fyrrverandi alþingis-
maður og fiskverkandi á Bakkafirði,
þegar hann var spurður hvað honum
þætti um þær hugmyndir sem væru
uppi um þorskveiðar á næsta ári.
„í fyrsta lagi standast þessar for-
sendur ekki og það er búið að heila-
þvo þjóðina eins og búið er að heila-
þvo bandarísku þjóðina um að það
sé verið að útrýma hval. Fiskifræðin
er ekkert annað en reiknilíkan sem
menn fást ekki tfl að taka augun af
eitt augnablik. Þetta reiknilíkan
vinnur þannig að það tekur ekkert
tillit til umhverfisaöstæðna. Það tek-
ur ekkert tfllit tfl fæðuframboðs í
hafinu sem er grundvallaratriði í öll-
um búskap. Reiknilíkanið tekur ekki
tíllit til stærðar annarra stofna,
flölda sjávarspendýra og sjófugla.
Reiknilíkanið er afmörkuð tflgáta
um vísindi. Það er verið að tilrauna-
keyra þjóðimar við norðanvert Atl-
antshaf með þeim árangri að eftír
tuttugu ára tflraunakeyrslu með
friðun á friðun ofan, stækkun
möskva, útfærslu landhelgi, lokun
svæða og meiri friðun standa þjóð-
imar við norður Atlantshaf með
þijátíu prósent af þeim afla sem þær
höfðu áður en friðunin byrjaði. Þess-
ir visindamenn hafa ekki sagt okkur
af hverju."
- Sókn hefur aukist.
„Sóknin hefur ekki aukist, hún
hefur snarminnkað, sérstaklega í
tveggja, þriggja ára fisk. Af hverju
er ekkert tfl af þessum fiski? Þeir
hafa ekki vfljað svara þessu. Það er
búið að stækka möskvana í botn-
vörpunni um 300 prósent. Samt segja
þeir að sóknin hafi aukist. Hvemig
ætla þeir að rökstyðja það? íslands-
metin í nýliðun þorsks hafa orðið
þegar stofninn hefur verið álíka stór
og hann er núna. 1973, 1983 og 1984
var stofninn álíka stór og hann er
núna. Þetta var líka sagt 1973 og 1983.
í fyrra tflfellinu, 1973 til 1976, veidd-
um við að meðaltali 370 þúsund tonn
á ári þrátt fyrir að ástandið væri
sambærflegt og nú. Stofninn snar-
stækkaði á eftír vegna þess hversu
nýliðunin var mikfl 1973. Sama sagan
endurtók sig 1983.“
- Hvað áttu við, ert þú að gefa í skyn
að starfsmenn Hafrannsóknastofn-
unar vití ekki hvað þeir eru að gera?
„Ég sé ekki annað en þetta snúist
um það eitt að sanna að þetta reikni-
líkan sé rétt. Þaö gerir ráð fyrir að
maturinn í hafinu bíði á lager og
verði tflbúinn tfl neyslu þegar stofn-
inn stækkar, þetta er grundvallar-
misskflningur. Það er mikið álag á
beitflöndin í hafinu. Þá er fyrsta
spumingin þessi, er pláss fyrir stór-
an þorskstofn? Ég tel það vera mjög
hæpið. Þetta er allt misskilningur,
þetta er mesti missldlningurinn í
allri íslandssögunni. Þetta er tilgáta
um vísindalega kenningu sem hefur
ekki verið sönnuð. Fiskifræðinga
greinir á. Meirihluti þeirra aðhyllist
friðunarstefnuna. Það em líka tíl
fiskifræðingar sem aðhyllast grisj-
unarstefnu sem er algjörlega á önd-
verðum meiði við hina. Efnisleg
umflöllun um hvorir hafa meira tfl
síns máls hefur ekki farið fram.
Það er búið að ráöleggja í mörg ár
að stíga skref tfl baka tfl að fara var-
lega. John G. Pope segir okkur ná-
lægt bjargbrún. Hann hefur samt
engar visbendingar um hvar brúnin
er. Það eina sem hann segir er að til
öryggis skulum viö stíga skref tfl
baka. Tfl öryggis stigum við afturá-
bak þegar við færðum út landhelg-
ina, þegar allir útlendingar fóm loks
út úr landhelginni, eins þegar við
stækkuðum möskvana um 300 pró-
sent, úr 90 miUímetrum í 155. Tfl
öryggis stigum við skref tfl baka þeg-
ar við lokuðum svæðum og vemduð-
um smáfisk. Eftir sem áður er það
staðreynd að eftir því sem við höfum
farið aftar hefur árangurinn orðið
lakari. Ég og fleiri, sem erum á ann-
arri skoðun, megum búa við það að
það er híað á okkur,“ sagði Kristinn
Pétursson, fyrrverandi alþingismað-
ur og fiskverkandi á Bakkafirði.
-sme
lii
„Viö viljum taka alvarlegt mark
á visindamönnunum. Þeir em meö
þær bestu upplýsingar sem við höf-
um,“ sagði Jóhann Ársælsson, al-
þingismaður og fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í sjávarútvegsnefiid
Alþingis. Þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins kom saman til fundar
vegna ástands fiskistofnanna.
Jóhann segir að á fundinum hafi
aflir verið þeiirar skoðunar að ekki
megi heimila meiri þorskvelðar en
Hafrannsóknastoftmn leggi tfl og
eins kom fram sú skoðun að afla
yröi frekari gagna um hrygningar-
stofninn og hrygningarsvæðin. Jó-
hann benti á að John G. Pope hefði
sagt aö þaö væra einu gögnin sem
hann hefði ekki verið fullkomiega
„Það þarf að táka á rekstrar-
vanda sjávarútvegsins. Nú em
menn aö éta upp sjóðinn sinn, það
er sveiflujöfnunarsjóöinn. Það
blasir viö enn meiri taprekstur og
á því verður að taka,“ sagði.Jó-
hann.
Hann sagði
leggja áherslu á að byggðasjónarm-
íð réðu ferðinni við úthlutun Ðsk-
veiðiheimilda og tók fram að sinn
flokkur hefði afltaf verið á móti
sölu veiðiheimilda Hagræðingar-
sjóðs. Þá sagðist Jóhann vflja að
þaö sem bætt yröi við í öömm teg-
undum en þorski yröi reiknað í
þorskígildistonnum og með þvi
tryggt að enginn sketfist umfram
annan. Hann sagðist og vilja aö
kvóti Hagræðingarsjóös yrði not-
aður til að styðja þær byggðir sem
verststæðu. -sme