Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Side 4
4
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992.
Fréttir
Ármannsfell íhugar að skila umdeildum lóðum í Kópavogi:
Erum að berjast
upp á líf og dauða
- segir Armann Öm Armannsson framkvæmdastjóri
„Staðan er erfið og við erum að
beijast upp á líf og dauða. Það er
ekkert leyndarmál. Þjóðin er öll söm-
ul á svartsýnistrippi langt umfram
það sem eðlilegt getur talist. Við er-
um ein ríkasta þjóð í heimi en það
er eins og allir haldi að sér höndum
við framkvæmdir. Þetta er þjóðinni
afar óhollt,“ segir Ármann Óm Ár-
mannsson, framkvæmdastjóri Ár-
mannsfells.
Stjóm Ármannsfells ræddi á
stjómarfundi í síðustu viku þann
möguleika að skila lóðum á Nónhæð
sem fyrirtækið fékk úthlutað hjá
Kópavogsbæ í fyrra. Úthlutun lóð-
anna var mjög umdeild á sínum tíma
og gagnrýnd af minnihlutanum í
bæjarstjórn. Var Gunnar Birgisson,
formaður bæjarráðs, meðal annars
ásakaður um að hygla Ármannsfelh
en hann sat um nokkurt skeið í stjóm
fyrirtækisins.
Fyrir fundinn höíöu bæjaryfirvöld
lofað að taka við lóðunum yrði eftir
því leitað. Samkvæmt skipulagi á að
byggja 210 íbúðir á því svæði sem
Ármannsfell hefur til umráða.
Að sögn Ármanns hefur enn engin
ákvörðun verið tekin um hvort lóð-
unum verði skilað. Málið sé hins
vegar til daglegrar skoðunar.
Þreifmgar hafa átt sér stað varð-
andi hugsanlega kaupendur að íbúð-
um. Samtök aldraðra hafa sýnt mál-
inu áhuga en lítil eftirspum mun
hins vegar vera eftir íbúðum fyrir
aldraða um þessar mundir. Þá hefur
Búseti sýnt málinu áhuga en skortir
íjármuni til kaupa. í ár hefur Búseti
einungis lánsloforð fyrir 10 íbúðum
í Kópavogi.
Ármannsfell vinnur um þessar
mundir sem verktaki við byggingu
um 200 íbúða á höfuðborgarsvæðinu
og á Selfossi. Fyrirhugað var að hefja
framkvæmdir á Nónhæð í vor án
þess að af þvi hafi orðið. Fjárhagslega
hefur þrengt mjög að fyrirtækinu
upp á síðkastið. Þess má geta í þessu
sambandi aö sölugengi á hlutabréf-
um í Armannsfelli hefur lækkað um
þriðjung frá því á sama tíma í fyrra.
-kaa
DV
Umferö vinnuvéla:
Góð reynsla
af banninu
- 300 skilti á 170 stöðum
Að sögn Guðmundar Inga Sig-
urðssonar hjá umferðardeild lög-
reglunnar í Reykjavík hafa engir
hnökrar komið upp í utnferð
vinnuvéla ura höfuðborgarsvæð-
ið eftir að hún var takmörkuð 1.
júli síðastliðinn. Hefur lögreglan
þurft að hafa lítil sem engin af-
skipti af ökumönnum vinnu- og
dráttarvéla.
Guðmundur sagði að eigendur
vinnuvéla hefðu brugið á það ráð
aö flytja tækin á vöruböspöllum
eða dráttarvögnum. „Þaö var
svolítið hringt til okkar með
kvartanir fyrstu dagana en siðan
ekki meir,“ sagði Guðmundur
Ingi.
Höfuöborgarbúar hafa ekki far-
ið varhluta af þeim umferðar-
skiltum sem sett voru upp vegna
takmörkunar á umferð vinnu-
véla. Þau eru nánast úti um allt
Samkvæmt upplýsingum frá
Reykjavíkurborg voru gerð rúm-
lega 300 ný skílti sem fóru upp á
uml70stöðum. -bjb
Jón Páll Halldórsson á ísaflrði:
Þetta verður erf itt
- kvótinn nú um 40% af því sem hann var fyrir 12 árum
„Þetta verður öllum erfitt. Ég held
að það sé alveg ljóst aö þetta verður
öllum erfitt," sagði Jón Páll Halldórs-
son, framkvæmdastjóri Norðurtang-
ans á ísafirði, um þær hugmyndir
sem eru uppi um fiskveiðar á næsta
ári. ^
Jón Páll sagði að auknar veiðar á
öðrum tegundum kæmu ekki í stað-
inn fyrir þorsk en vissulega hjálpuðu
þær veiðar til. Hjá Norðurtanga hef-
ur þorskur verið liðlega helmingur
alls afla sem þar er unninn. „Það var
mun meira áður fyrr eða 60 til 70
prósent," sagði Jón Páll.
„Við höfum beinlínis gert kröfu til
þess,“ sagði Jón Páll þegar hann var
spurður hvort hann teldi Vestfirð-
inga vilja misskiptingu á kvóta. „Það
hefur verið gert áður. Loðnuskipin
fengu þorsk- og rækjukvóta þegar
loðnuaflinn var skertur. Þetta er
ekki nýtt fordæmi sem er verið að
skapa. Það er þess vegna sem
rækjukvótinn er dreifður um allt
land. Það var verið að hygla loðnu-
skipunum með rækjukvóta. Þetta er
ekkert nýtt - þetta er leið sem Hall-
dór Ásgrímsson fór alltaf þannig að
Þorsteinn sækir fordæmið til forvera
síns. Við hefðum að sjálfsögðu viljaö
fá þorsk." Jón Páll taldi ekki hægt
að misskipta þorskinum á næsta
fiskveiðiári nema úthluta veiðiheim-
ildum Hagræðingarsjóðs.
„Við áttum okkar hlutdeild úr 460
þúsund tonnum þegar Steingrímur
Hermannsson var sjávarútvegsráð-
herra og ef nú er verið að tala um
190 þúsund tonn sést hver skerðingin
er orðin á tólf árum. Viö höfum reynt
að bæta okkur þetta með öðrum fisk-
tegundum," sagði Jón Páll Halldórs-
son. -sme
Miðskólinn verður til húsa í húsnæði Miðbæjarskólans við Tjörnina.
DV-mynd EJ
Miðskólinn að fara af stað:
Yngsta bekkjardeildin f ullskipuð
„Yngsta bekkjardeildin fyrir 9 ára
böm er fullkskipuð en umsóknir um
eldri deildimar, þ.e. 10.11 og 12 ára,
mættu vera fleiri. Ef við fyllum þær
ekki er hugsanlegt að við verðum
með þrjár bekkjardeildir í staðinn
fyrir fjórar," sagði Bragi Jósepsson,
ritari skólanefndar hins nýja skóla,
Miðskólans í Reykjavík.
Bragi sagði að stefnt væri aö því
að feta í fótspor ísaksskóla. Komið
hefði á daginn aö umsóknir bama
þaðan væm hlutfallslega fleiri held-
ur en annars staðar frá. Til dæmis
lægju fyrir 11 umsóknir frá bömum
sem yrðu ekki 9 ára fyrr en um ára-
mót 93/94. Þetta væm allt böm úr
ísaksskóla
„Skólagjaldið verður 15 þúsund
krónur á mánuði og er rétt að taka
það fram aö þetta er heilsdagsskóli,“
sagði Bragi. „Bömin em þama í
samfelldu skólastarfi í 7-8 klukku-
stundir á dag. Þau fá heitan mat í
hádeginu og geta búið sig undir
næsta kennsludag í ró og næði. Skól-
inn verður einsetinn þannig að hver
bekkjardeild fær sína kennslustofu.
Ef allt fer sem horfir fáum við fjórar
aðalstofur á neðri hæð Miðbæjar-
skólans. Staðsetningin er því mjög
hentug. Markmið skólans er í raun
og vera aðeins eitt, að veita nemend-
um góða og markvissa kennslu sem
skilar árangri."
Bragi sagði að nú lægju fyrir 14 um-
sóknir frá kennurum. Þeir yrðu
ráðnir eftir verslunarmannahelgina
þegar séð yrði hvemig nemendur
skiluðusér. -JSS
---42----
Hjálmar Guðjónsson, ingvar Guðjónsson og Þröstur Steindórsson hvíla lúin bein. Asamt rúmlega þrjátíu öðrum
unglingum hafa þeir verið önnum kafnir í sumarvinnu hjá Landsvirkjun í Búrfelli við garðrækt, slátt og ýmislegt
viðhajd. Unglingarnir, flestir 16 til 20 ára, eru bæði úr Árnessýslu og Reykjavík. Nokkrir eru svo hrifnir af sveita-
sælunni að þeir koma sumar eftir sumar. DV-mynd GVA
Sjóslysið undan Noregi:
Ekkert talsamband milli skipanna
- sagði Bjöm Ketilsson við sjópróf
Við sjópróf síðastliöinn miðviku-
dag upplýsti Bjöm Ketilsson, ís-
lenskur skipstjóri með danskan rík-
isborgararétt, að ekkert talsamband
hefði verið milli ísafoldar og norska
flutningaskipsins Kamillu fyrir sjó-
slysið síðasthðið sunnudagskvöld. Þá
rákust skipin skyndilega saman með
þeim afleiðingum að Kamilla sökk á
innan við mínútu og 6 manns fómst.
Einn skipveiji bjargaðist um borð í
Isafold.
Bjöm sagðist við sjóprófin hafa séð
Kainillu nokkru áður en skipin
skullu saman og engin hætta virtist
vera á ferðum. Síðan hefði Kamilla
skyndilega komið í veg fyrir ísafold
og þrátt fyrir viðvömnarflaut hefði
ekki tekist að koma í veg fyrir árekst-
ur.
ísafold var ekki með kveikt á al-
þjóölegri ueyðarkallsrás heldur á
venjulegri rás. Á alþjóðlegu rásinni
heyrðist neyðarkall frá Kamillu
skömmu fyrir áreksturinn.
„Samstuðið við Kamillu virkaði ekki
sterkt á ísafold. Ég trúði ekki mínum
eigin augum þegar ég sá Kamillu
hverfa með stefnið niður og var horf-
iö sjónum okkar á innan við mín-
útu,“ sagði Bjöm meðal annars við
sjóprófin.
-bjb
Dómur fallinn í stóra hassmálinu á Akureyri:
Dæmdir í 3 og 2 mánaða fangelsi
Dómur er genginn í svokölluðu
stóra hassmáli sem upp kom á Akur-
eyri í vor. Tveir menn frá Akureyri,
36 og 39 ára, vom ákærðir og sak-
felldir í málinu. Þeir em dæmdir fyr-
ir sölu og neyslu á hassi. Annar var
dæmdur í 3 mánaða fangelsi og hinn
1 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Hjá báðum dragast frá 5 dagar í
gæsluvarðhaldi. Ákærðu er gert að
greiöa málskostnaö að mestu og þau
fíkniefni og áhöld sem hald var lagt
á í vor vom dæmd til upptöku. Alls
er um 32 grömm af hassi að ræða og
þijár hasspípur.
Málavextir eru þeir að síðla sumars
1991 keyptu tvímenningarnir 31
gramm af hassi á Sauðárkróki og
fluttu það til Akureyrar til eigin
neyslu að mestu leyti. í janúar 1992
keyptu þeir um 20 grömm af hassi
fyrir 30 þúsund krónur í Reykjavík
og neyttu þess. Þá er öðram þeirra
gefið að sök að hafa í fyrri hluta fe-
brúar 1992 keypt í Reykjavík um 20Ö
grömm af hassi fyrir 240 þúsund
krónur og fengið það sent til Akur-
eyrar.
Ákærðu er báðum gefið að sök aö
hafa selt hassið á Akureyri og neytt
þess. Alls seldu ákærðu um 105
grömm. Söluverðið var 1500 krónur
fyrir grammið, sem þýðir alls tæp 160
þúsund króna söluvirði. í byijun
mars síðastliðinn lagði lögreglan
hald á alls 33 grömm á vinnustöðum
þeirra ákærðu á Akureyri.
Þann 20. júní síðastliðinn var dóm-
urinn kveðinn upp af Ásgeiri Frið-
jónssyni, áður sakadómara í ávana-
og fíkniefnamálum, nú héraðsdóm-
ara í Reykjavík. Mánuði síöar var
dómurinn birtur og hafa ákærðu
tveggja vikna frest til að áfrýja.
-bjb