Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992.
7
i>v Sandkom
Paðcrekki
bara hagfræöi
semkennder
viöKarlFri-
edrich Hier-
onymus von
Muncliliausen
friherra. þýska
iiösforingjann
semvaruppiá
ádánduöldog
varsögumaðm-
íöfgafullum
lygisögum.
Ðavíð Oddsson forsætisráðherra
vakti á því athygli í DV um daginn
aö það væri hagfræði kennd við
Miinchhausen, sem gat hafið sig upp
á hárinu samkvæmt lygisögunum, að
halda að hægt væri að bj arga hruni
þorsksinsmeð öðrum peningum. Átti
hann þá við þær skoðanir að ekki
ætti að selja kvóta Hagræðingarsjóðs.
Svona til gamans má geta þess að
einníg er talað um munchhausen-
heilkenni.
Munchhausen-
heilkenni
Þettafyrir-
brigði erskil-
giæintsemþrá-
iáturuppgerð-
ai-kvillimoð ;í
svotrúverðug-
umlíkamleg-
um sjúkdóms-
einkennum að
sjúklingurinn
erítrekaðfagð-
urmnásiúkra-
húsogjai'nvel
skorinnuppán
marorsakir
fmnist. Orðið heílkenni er nýleg þýð-
ing á erlenda orðinu sy ndrom og
hljóöar s vo: heild einkenna og teikna
sem vitað eða áiitið er að auðkenni
kvilia, sjúkleika eða meinsemd.
Geðleysi
Vestfirðinqa
Leiðaráhöf-
undurVest-
firskafrétta-
blaðsinstelur
aöVestfirðing-
areigiuðgefa
gaumaöoriium
Morgunblaðs-
ins.Vitnarleið-
arahöfutidur-
inn í leiðara
Morgunblaðs-
insumvanda
Bfldudalsog
ástæður hans þar sem segir: „Að því
er Bfldudal og Vestfirði varðar er
augljóst mólað kvótakerfið hefUr
tekið frá Vestfirðingum þaö forskot
sem þeirhöfðu öldum saman vegna
nátægðar við fengsæl fiskimið. Það
geðleysi Vestfirðinga að rísa ekki upp
sem einn maður gegn þessu kerfi,
sem ásamt öðru er að leggja sjávarút-
veg þeirra í rust, er óskilj anlegt" í
leiðara Vestfirska fféttablaðsins seg-
ir að seint verði þingmaðurinn Matt-
hías Bjarnason vændur um geðleysi
en aðrir Vestfirðingar eru eins og
áður sagði hvattir til að hugleiða orð
Morgunblaðsins.
Skiltastríó
Striöhefur
herjaöumaug-
iýsingaskiltiá
Akureyriað
undanförnu.
Baejaryfirvöld
hafaskipað
nefndsemfalið
hefurveriðað
semjareglur
umauglýsinga-
skiltiþvínú
viröist frmn-
skógarlögmál
vera igildiiuh þáu. Kaupmenn hafa
sett upp skilti á umferðareyjar ýmist
án þess að spyrja leyfis eða gert það
þrátt fyrir synjun bygginganefndar.
Frá þessu er greint í Degi á Akureyri
sem einnig segir fiá þvi að dæmi séu
um að aðilar hafi sett upp skilti i
skjóli nætur en síðan hafi keppinaut-
arnir tekiðþau niður ískjóli næstu
nætur.
Umsjön: Ingíbjörg Bára Sveinsdótlir
Fréttir
Akureyri:
Miðstöð endur-
vmnslu a Islandi
„Langtímamarkmiðið er að Akur-
eyri verði miðstöð endurvinnslu á
íslandi. í morgun gengum við frá
starfssamningi við þann mann sem
mun leiða verkið í upphafi en innan
skamms tíma verður fyrirtækið
skráð og leitað eftir aðilum sem vilja
taka þátt í stofnun hlutafélagsins,"
sagði Hólmsteinn Hólmsteinsson,
framkvæmdastjóri Malar og sands
hf. á Akureyri. Búið er að ákveða
nafn á fyrirtækið en það verður skírt
Úrvinnslan hf. Undanfarna mánuði
hafa Hólmsteinn, Sveinn Heiöar
Jónsson húsasmíðameistari og Þór-
arinn Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri Gúmmívinnslunnar, kannað
mögulegar nýjungar í atvinnumál-
um á Akureyri. Þeir félagar stað-
næmdust við endurvinnslu af ýmsu
tagi en Gúmmívinnslan hefur ein-
mitt verið leiðandi á því sviði. Allt
frá upphafi hafa þeir unnið að þess-
um málum í náinni samvinnu við
atvinnumálanefnd Akureyrar og
Iðnþróunarfélag Eyjaljarðar.
„I upphafi mun nýi starfsmaður-
inn, Valdimar Gunnarsson umbúða-
fræðingur, kanna mögulegar leiðir í
endurvinnslu á pappír, plasti og
timbri. Við viljum skapa verðmæti
úr þessu hráefni og þar erum við t.d.
með í huga húsaeinangrun úr papp-
ír. Á því sviði erum viö í samvinnu
við fyrirtæki á Norðurlöndunum þar
sem þessi aðferð er þekkt og viður-
kennd. Nú þegar erum við búnir að
fá sýni frá þessum samstarfsaðilum
okkar og þau hafa þegar hlotið viður-
kenningu opinberra aðila. Það kann
Þórarinn Kristjánsson:
Auka þarf
endurnýtingu
„Það liggur fyrir að það verður að
gera eitthvað varðandi enduryinnslu
og endumýtingu úrgangs á íslandi.
Þó að það sé takmarkaður skilningur
á þessu í dag verður það ekki svo um
ókomna framtíð," sagði Þórarinn
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Gúmmivinnslunnar. Fyrirtæki hans
framleiðir ýmsar vörur úr þeim
gúmmísalla sem fellur til í landinu
og raunar er eftirspurnin eftir fram-
leiðsluvörum Gúmmívinnslunnar
slík að nauðsynlegt hefur reynst að
flytja inn gúmmísaUa. Á miðvikudag
komu t.d. 15 tonn af gúmmísalla að
utan til Gúmmívinnslunnar. „Það er
e.t.v. ekki skemmtilegt að þurfa að
kaupa sorp erlendis frá þegar nóg er
til af því hér heima. En við stöndum
frammi fyrir því að það þarf að safna
saman hjólbörðum og mala þá. Við
ráðum ekki við það eins og staðan er
í dag. Gangi okkur hins vegar vel að
markaðssetja þær vörur sem nú eru
framleiddar vonast ég til þess að inn-
an fárra ára getum við fjárfest í vél-
um sem mala hjólbarða í smátt.“
Þórarinn sagði að þeir sem stæðu
að stofnun nýja fyrirtækisins, Úr-
vinnslunnar, væru allir atvinnurek-
endur og gerðu sér mæta ,vel grein
fyrir hvernig ætti að standa að
rekstri. „Hitt er aftur annað mál að
við þurfum aukinn skilning stjóm-
valda og raunar þjóðarinnar í heild.
M.ö.o. þurfum við aö ná til okkar
vissum tegundum úrgangs til aö geta
nýtt hann og notað. Ætlunin er að
framleiöa seljanlegar vörur úr úr-
ganginum," sagði Þórarinn Kristj-
ánsson.
-ask
Meðal annars verður leitað leiða til að nýta rúllubaggaplastið sem fellur til
í sveitum landsins.
e.t.v. að hljóma sérkennilega að hægt
sé að búa til húsaeinangrun úr papp-
ír en í hann er blandað ákveönum
efnum sem gerir einangrunina
brunaþolna. Einangruninni er blásið
í holrúm og milliveggi," sagði Hólm-
steinn.
Til að byrja með mun nýja fyrir-
tækið ílytja inn einangrun frá nor-
rænu samstarfsaðilunum og kanna
hvemig íslenskur byggingariðnaður
tekur henni. Jafnhtiða innflutningn-
um verður leitaö leiða til að nýta
plastið sem fellur til í sveitum lands-
ins. Hér er fyrst og fremst um að
ræða rúllubaggaplastið. Hólmsteinn
sagði að tii væru ákveðnar leiðir í
því efni og hafa þeir félagar tekið upp
samstarf við sænskan aðila sem
kann til verka á þessu sviði. Ætlunin
er að blanda pappírs- og trjáefnum
við baggaplastið en með vélbúnaði
er hægt að móta „viðarkubba" úr
hráefninu. Sem dæmi um notkunar-
möguieika má nefna millikubba í
svonefnd Evrópubretti. „Á þetta
tvennt munum við horfa í upphafi
en við setjum markið hátt. Við viljum
hafa forystu um endurvinnslu á
gúmmíi en á því sviði hefur Gúmmí-
vinnslan á Ákureyri verið fremst í
flokki. Gler er líka á dagskrá hjá
okkur. Viö höfum áhuga á aö endur-
vinna það auk fleiri efna sem of
snemmt er að nefna. í stuttu máli
viljum við gera allt til að nýta það
sorp sem til fellur í landlnu."
ask
Ástand skálarústanna að Stöng:
Alvarlegt mál og nauðsynlegt
að hefja f ramkvæmdir strax
segir Guðmundur Magnússon, settur þjóðminjavörður
Ástandið að Stöng er alveg óvlðunandi, segir Guðmundur Magnússon,
settur þjóðminjavörður. Myndin sýnir skálarústirnar. DV-mynd GVA
„Skyldum okkar til að sinna verk-
efnunum er ekki fylgt eftir með fjár-
framlögum. Ég er sammála Vilhjálmi
um að það er alveg óviðunandi að
ástandið að Stöng sé með þeim hætti
sem nú er,“ segir Guðmundur Magn-
ússon, settur þjóðminjavörður frá 1.
júní síðastliðnum. Vilhjálmur Örn
Vilhjálmsson fomleifafræðingur
benti á það í viðtali viö DV í gær að
skálarústimar aö Stöng lægju undir
skemmdum. Ekkert hefði verið gert
við skálann yfir rústunum í fjölda
ára. Vilhjálmur kvaðst hafa sent
þjóðminjaverði skýrslu um ástand
rústanna fyrir þremur ámm. Síðan
hefðu engar viðgerðir fariö fram á
skálanum. Það væri beinlínis upp-
blástur inni í skálanum og uppruna-
legar veggjahleðslur hryndu niður
vegna vatns sem ætti greiðan að-
gang.
„Eg frétti fyrst af þessu máli í apríl
á fundi í fomteifanefnd. Þá lagði
þjóðminjavörður, Þór Magnússon,
fram skýrslu Vilhjálms til kynning-
ar. Tilefni þess að þetta var tekið
fyrir á fundinum var það að Vil-
hjálmur var að sækja um leyfi til
þessara rannsókna sem hann stund-
ar núna. Af því tilefni vildi Þór að
menn vissu af því að grípa þyrfti til
ráðstafana því ástandið væri aö
verða slæmt á Stöng.“
Guðmundur kveðst þá hafa spurt
hvemig efitirliti með Stöng væri hátt-
að. „Mér var sagt að þóðminjavörður
og annað starfsfólk Þjóðminjasafns
færi þangað reglulega til eftirhts á
hveiju ári og reyndu að lagfæra það
sem þyrfti í húsinu og hlæðu hleðsl-
ur sem fallið hefðu yfir veturinn.
Stærri viðgerðir fæm fram á nok-
kurra ára fresti."
Á fundi með þjóðminjaráði, sem er
yfirstjórn Þjóðmirýasafns, í júní síð-
astiiðnum kynnti Guðmundur
skýrslu Vilhjálms. Hún hafði ekki
áður verið kynnt fyrir ráðinu sem
tók til starfa í ársbyijun 1990. „Mér
þótti þetta alvarlegt mál. Ég tel nauð-
synlegt að hefja framkvæmdir að
einhveiju leyti strax í sumar en það
em engir fjármunir á fjárveitingum
til safnsins á þessu ári til að gera
neitt stórt."
Að sögn Guðmundar er eftirht með
fomleifum eins og Stöng í höndum
fomleifadeildar Þjóðminjasafns
samkvæmt nýjum þjóðminjalögum
frá 1990. „Það er einn starfsmaður
sem á að annast allar fomleifarann-
sóknir á íslandi og hafa eftirlit með
öllum fornminjum og annast alla
fomleifaskráningu og öll mál sem
upp koma. Yfirvöld hafa ekki sýnt
þessu mikinn skilning og skýrir þetta
hvers vegna málið er í ólestri. Við
tölum um okkur sem söguþjóð og að
sögustaðir eigi að vera aðdráttarafl
fyrir ferðamenn en tvískinnungur-
inn kemur í ljós þegar kemur að því
að setja peninga í að halda þessu við.“
Guðmundur segir fleiri staöi en
Stöng liggja undir skemmdum. Mik-
ill átroðningur hafi verið í Hvanna-
lindum á Austfjörðum. „Það var
ákveðið að minni tillögu að veita 50
þúsund krónur til að byggja útsýnis-
palla. Það hefur reyndar verið uppi
hugmynd að gera slíkt á Stöng. Við
fengum nýléga fregnir að fornminjar
að Gásum við Eyjafjörð væra eklti í
nógu góðu standi og erum að senda
mann norður til að athuga máhð.“
Aðspurður sagði Guðmundur að fé
það sem safnaðist í söfnunarbaukinn
að Stöng til viðhalds bænum væri
lagt inn á reikning. Taldi Guðmund-
ur að aðeins væri um að ræða nokk-
ur hundmð krónur sem söfnuðust á
hveiju sumri.
-IBS