Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992.
15
Yffir hengif lugið í tveimur stökkum?
„Atvinnumál í landi má að einhverju leyti leysa mað því að stemma
stigu vð gámaútflutningi," segir m.a. í greininni.
Hart hefur verið deilt um áreið-
anleik niðurstöðu hinna fjölmörgu
vísindamanna sem mæla með 40%
niðurskurði á þorskafla. Mál þessi
eru margslungin en þjóð, sem á
alla sína aíkomu undir fiskveiðum,
ekki síst þorskveiðum, hefur ekki
efni á að taka áhættu.
Hrynur hrygningarstofn
þorsks?
Stærsta spumingin nú er: Hve
mikið má veiða án þess að taka
áhættu? Ýmsir hafa bundið vonir
við að ekki þyrfti að taka allan
skellinn í einu og tillögur Hafrann-
sóknastofnunar um fiskveiðar
næsta ár mátti með góðum vilja
túlka á þann veg. Fulltrúar þeirrar
stofnunar vöruðu þó jafnframt við
því að yrði sú leið farin gæti það
leitt til hruns hrygningarstofns-
ins.
Undir það tók síðan breski sér-
fræðingurinn John Pope er hann
kynnti mat sitt á tillögum Alþjóða
hafrannsóknaráðsins. Hann taldi
hættuna á hruni hrygningarstofns-
ins svo mikla að líkja mætti henni
við það að standa á brún hengi-
flugs. Við þær aðstæður ráðlagði
hann íslendingum að hörfa í stað
þess að halda áfram
Ýtrustu gætni þörf
Það er einkenni veiðimannasam-
félagsins að taka áhættu. í heimi
ofveiði, ofneyslu og takmarkaöra
náttúruauðæfa er þörf fyrir annan
hugsunarhátt. Um það geta allir
verið sammála. Hitt er deiluefni
hvenær komið er að hættumörkum
og hvemig skuli þá bregðast við.
Ég tel að ekkert komi til greina
annað en ýtrasta gætni við vernd-
un þorskstofnsins. En þá verður
líka að vera hægt að benda á úr-
ræði á móti. Á það hefur nokkuð
KjaUaiinn
Anna Ólafsdóttir
Björnsson
þingkona Kvennalistans
skort af hálfu stjórnvalda. Og þar
sem grasið virðist grænna handan
hengiflugsins er beinlínis verið að
etja mönnum út í að reyna aö
stökkva yfir. Gallinn er sá að leiðin
er ekki fær og enginn stekkur
óskaddaður yfir í mörgum stökk-
um.
Því tel ég nauðsynlegt að doka
við og helst að stíga eitt skref til
baka og minnka aflann verulega á
næstu árum á meðan við erum að
byggfa hrygningarstofninn upp.
Hrun síldarstofnsins við ísland fyr-
ir liðlega tveimur áratugum er lex-
ía sem við getum lært af.
Kvótaskerðing en ekki
byggðahrun
40% niðurskurður á þorskveiði-
heimiidum yrði sársaukafuil að-
gerð sem kæmi hart niður á byggð-
arlögum víðs vegar um landið. Til
slíkra aðgerða verður ekki gripið
nema með öflugum hiiðarráðstöf-
unum. Því miður búum við ekki
við þann byggðakvóta sem við
kvennalistakonur lögðum til er
kvótakerfinu var komið á. Þá hefði
verið meiri stöðugleiki í rekstri fyr-
irtækja í ýmsum byggðum lands-
ins. Og þá ættum við 20% kvótans
í varasjóði til ráðstöfunar í neyð-
artilvikum sem þessum.
Staðan er önnur nú. Mörg fyrir-
tæki ramba á bjarmi gjaldþrots og
sumum þeirra verður ekki bjargað.
Því verður að finna úrræði til að
mæta skerðingunni. í þeim efnum
verða stjórnvöld, sveitarfélög, fyr-
irtæki og einstaklingar að leggjast
á eitt. Ljóst er að grípa verður til
sérstakra ráðstafana á þeim stöð-
um sem harðast verða úti. Mögu-
legt er, með lagabreytingum, að
færa veiðiheimildir á milli staða.
Það leysir þó engan veginn allan
vanda og ekki margir staðir sem
væru aflögufærir.
Einn vandi verður ekki leystur
með því að skapa annan. Því fer
fjarri að öll tiltæk ráð séu fullnýtt.
Atvinnumál í landi má að ein-
hverju leyti leysa mað því að
stemma stigu vð gámaútflutningi.
Sjálfsagt mál er að vega allan afla
hér á landi og bjóða til kaups. Og
fleiri úrræði eru til innan veiða og
vinnslu. Leggja verður fé til rann-
sókna og tilraunaveiða á vannýtt-
um stofnum. Einnig þarf að auka
allar hafrannsóknir.
Stjórnvöld fjárfesti í framtíð-
inni
En betur má ef duga skal. Það er
hæpið að allt leysist með tilfærslu
og nýsköpun innan útgerðar og
fiskvinnslu. Eitt er t.d. augljóst.
Niðurskurður á opinberum fram-
kvæmdum er ekki hyggilegur þeg-
ar svona er ástatt í atvinnumálum.
Auknar opinberar framkvæmdir
skapa atvinnu og margar þeirra
eru þjóðhagslega arðbærar. í sam-
ráði við sveitarfélög, fyrirtæki og
einstaklinga er nú lag að brydda
upp á nýsköpun í atvinnulífi, jafn-
vel þótt það kosti fé úr opinberum
sjóðum á meðan verið er að stunda
nauðsynlegar rannsóknir og til-
raunastarfsemi.
Sú stefna hefur reynst okkur dýr
að fjárfesta fyrst í stað þess að
kanna ítarlega markað, fram-
leiðslukostnað og verðlagningu.
Nægir þar að nefna rangar aöferðir
ýmissa við fiskeldi. Nú er verið að
gera raunsæjar tilraunir með lúðu-
eldi þar sem áhersla er lögö á und-
irbúning og rannsóknir áður en
farið er út í framleiðslu í stórum
stíl.
Þörf er á ákveðnu áhættufé á
meðan á rannsóknum og tilrauna-
framleiðslu stendur. Mörg sam-
bærileg dæmi eru til þar sem fjár
er þörf áður en hægt er að tryggja
arð og brýnt að jafnt einkaaðilar
sem opinberir læri að fjárfesta í
framtíðinni í stað þess að þurfa ei-
líflega að greiða gjaldþrotaskuldir
fortíðarinnar.
Þær aðgerðir, sem ég bendi á,
þýða sumar hveijar tímabundna
útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð.
En þær eru fjárfesting í framtíðinni
og skila sér sem arður þótt síðar
verði.
Anna Ólafsdóttir Björnsson
„Sú stefna hefur reynst okkur dýr að
fjárfesta fyrst í stað þess að kanna ítar
lega markað, framleiðslukostnað og
verðlagningu. Nægir þar að nefna
rangar aðferðir ýmissa við fiskeldi.“
Víðtækustu mótmæli í skipulagssögu Kópavogs:
Hvernig bregst
bæjarstjórnin við?
Greinarhöfundur segir að siðastliðið sumar hafi bæjarstjórn Kópavogs
samþykkt að ekki skuli byggja á utivistarsvæðinu við Vighól.
Eins og flestum Kópavogsbúum
er kunnugt rann frestur til að gera
athugasemdir við fyrirhugaöa
skipulagsbreytingu við Heiðavall-
arsvæði í Kópavogi út hinn 15. júlí
sl. en þar hafði bæjarstjórn Kópa-
vogs fallist á að heimila kirkju-
byggingu eins og frægt er orðið.
Þetta var í annað sinn sem um-
rædd skipulagsbreyting var kynnt
bæjarbúum þar sem Skipulag rík-
isins hafði sent máhð aftur til um-
fjöllunar í héraði þar eð fyrirhuguð
stofnanabygging samræmdist ekki
áður gefnum heimildum. Mál þetta
hefur ekki aðeins vakið feiknaat-
hygh og umræður í Kópavogi held-
ur einnig um land allt og þá ekki
síst meðal kirkjunnar manna og
áhugafólks um náttúruvernd al-
mennt.
En hví skyldi þetta mál vekja svo
mikla athygli og hafa m.a. leitt til
stofnunar sérstakra náttúruvemd-
arsamtaka í Kópavogi, Víghóla-
samtakanna, sem nú eru að verða
ein fjölmennustu samtök í bænum?
í stuttu máli þetta:
1. Sl. sumar samþykkti bæjar-
stjórn Kópavogs með eins at-
kvæðist mun (6-5) að hverfa frá
stefnu bæjaryfirvalda í Kópa-
vogi sl. þrjá áratugi að ekki skuli
byggja á útivistarsvæðinu við
Víghól en þaðan gefur að líta
mesta útsýni til allra átta á höf-
uðborgarsvæðinu.
2. Með þessu lét meirihluti hæjar-.
stjórnar undan nokkrum sauð-
þijóskum valdamönnum í
Digranessöfnuði sem nauðað
hafa í bæjarstjórninni sl. 20 ár
um kirkju á þessum stað. Hér
er um að ræða fólk sem byggir
KjáHaiinn
Árni Stefánsson
ritari Víghólasamtakanna,
samtaka um náttúruvernd
í Kópavogi
á miðaldaguðfræði, þ.e. því
hærra sem kirkjan stendur því
guðdómlegri er gemingurinn. í
hugrnn þessa fólks víkja því
náttúruverndarsjónarmið fyrir
kenningunni. (Sálfræðileg við-
brögð af þessu tagi eru löngu
þekkt í sögunni, gjarna kallað
að festast í teóríunni og á slíkt
fólk bíta að sjálfsögðu engin
rök.) Tvívegis hefur fjöldi safn-
aðarmanna kvartað formlega
við biskup yfir vinnubrögðum
þessa fólks en sökum hinnar
þekktu fundarleti okkar íslend-
inga hafa menn ekki nennt að
fjölmenna á aðalsafnaðarfundi
til að gefa þessum mönnum frí
og kjósa aðra í þeirra stað. Á
síðasta aðalsafnaðarfundi var
fundarmönnum meinað að ræða
kirkjumálið, fundi shtið og
mönnum vísað á dyr. í ár hefur
aöalsafnaðarfundur, sem vera
átti í maí, énn ekki verið hald-
inn. Hluti safnaðarins hefur nú
farið fram á að sameinast næstu
sókn, Hjahasókn, og fært fyrir
því gild rök.
Bæjarstjórnarmeirihlutinn
hrekst undan
Vitanlega velta Kópavogsbúar
þvi fyrir sér hvað olli því að fyrir-
staðan í bæjarstjórninni brast,
hvers vegna bijóta á upp einróma
samþykkt aðalskipulags bæjarins
th 20 ára til að troða stórhýsi inn
á útvistarsvæði, 35-40 metrum frá
víðsýnasta útsýnisstað bæjarins,
gegn margítrekuðum mótmælum
íbúa Heiðavaharsvæðis og almenn-
ings í bænum. Menn spyrja sem
svo: Er ekki líklegt að menn, sem
hrekjast út í svo alvarleg skipu-
lagsmistök, geri einnig alvarleg
mistök víðar, völdu flokkarnir
rétta menn til forystu til að fara
með málefni okkar?
Hvar er fylgið við kirkju-
bygginguna?
Til að auðvelda bæjarbúum að
koma á framfæri mótmælum gegn
þessu skipulagsslysi gengu nokkrir
meðhmir Víghólsamtakanna í hús
síðustu kvöldin áður en hinn for-
mlegi frestur rann út. Þótt aðeins
væri farið í hluta bæjarins og víða
komið að auðum híbýlum, enda á
sumarleyfistíma, urðu menn satt
að segja undrandi á því að stuðn-
ingur við kirkjubyggingu á þessum
stað var vart finnanlegur og nánast
ekki th hjá fólki undir fertugu.
I lok hins thskhda frests kom svo
í ljós að um 2000 manns höfðu
mótmælt umræddri skipulags-
breytingu. Fasteignaeigendur við
Heiðavallarsvæði mótmæltu einn-
ig og taka m.a. fram í greinargerð
sinni að verði ekki staðið við gefin
fyrirheit gagnvart þeim muni þeir
leita réttar síns fyrir dómstólum. -
Sl. vetur mótmæltu um 250 manns
fyrirhugaðri skipulagsbreytingu
við Hjahabrekku/Nýbýlaveg þar
sem bæjaryfirvöld vildu reisa há-
hýsi í stað lágra bygginga. í því til-
fehi voru íbúar í næsta nágrenni
að veija rétt sinn á grundvehi
skipulagslaga. Þar höfðu íbúarnir
sigur - bæjaryfirvöld hurfu rétti-
lega frá áformum sínum - þar var
vissulega lýðræðislega á málum
tekið. Því er spurt: Hvernig hregð-
ast bæjaryfirvöld og bæjarstjórn
Kópavogs við nú þegar fyrir hggja
víðtækustu mótmæh fyrr og síðar
í skipulagssögu bæjarins?
Kirkjumálið í Kópavogi er því
komið á annað og alvarlegra stig.
Það snýst nú í raun um það hvaða
virðingu valdhafar bera fyrir þegn-
um sínum og rétti þeirra th að hafa
áhrif á ákvarðanatöku í lýðræðis-
þjóöfélagi.
Einn ágætur eldri íbúi þessa bæj-
ar sagði við mig um daginn: „Hvað
er eiginlega að gerast í Kópavogi?
Fyrir meira en þijátíu árum var
það klappað og klárt að aldrei
skyldi byggt fyrir útsýnið fahega
við Víghól. Nú þurfum við bæði að
halda úti lögfræðingi og stofna sér-
stök samtök til að veija þessa perlu
okkar fyrir kirkjunni og nýgræð-
ingunum í bæjarstjóminni. En
þetta er þó ekki með öllu iht, þeir
þurfa að taka endanlega afstöðu
núna á næstunni - þá vitum við
hvar viö höfum þá!“ Er annars
nokkru við þetta að bæta?
Árni Stefánsson
„Því er spurt: Hvernig bregðast bæjar-
yfirvöld og bæjarstjórn Kópavogs við
nú þegar fyrir liggja víðtækustu mót-
mæli fyrr og síðar í skipulagssögu bæj-
arins?“