Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Rítstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Símj 63 27 00
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992.
Tommi í Hard Rock:
Ætlaraðstökkva
íteygjuúr
55metrakrana
Tómas Tómasson í Hard Rock Café
ætlar aö verða fyrsti íslendingurinn
til aö stökkva teygjustökk úr 55
metra krana. Tommi mun stökkva
úr krananum á sunnudaginn kl. 17.00
við Kringluna. Hann segist lengi hafa
gengið með það í maganum að prófa
teygjustökk en það er vinsælt í
Bandaríkjunum og víðar. Á eftir
Tomma munu fleiri þekktir menn
stökkva úr krananum sem kemur frá
Danmörku.
„Elsta manneskjan, sem stekkur
teygjustökk reglulega í Bandaríkjun-
um, er rúmlega áttræð kona. Ég er
nú ekki mikill bógur en hlýt að geta
stokkið eins og hún,“ sagði Tómas.
Hann hefur tvisvar stokkið í fallhlíf
en aldrei prófað teygjustökkið. Hann
viðurkennir að hann sé svolítið loft-
hræddur.
„Héðan af er að hrökkva eða
stökkva. Það er búið að kynna þetta
víða og nú er of seint að hætta við,“
sagði hann. „Fjölskyldan mín veit að
ég er nú einu sinni svona gerður og
kippir sér ekkert upp við þetta.“
-JJ
HafnarQörður:
Um 25 lítrar af óblönduðum spíra
fundust í fjörunni við Hvassahraun
í Hafnarfirði. Spírinn var í brúsum
á bauju. Sá sem fann spírann til-
kynnti jafnframt að sjór hefði komist
í brúsana. Um smygl er að ræða.
-bjb
BústaðuríKjós:
Eldur í strompi
Slökkviliðið í Reykjavík var kallað
í nótt i sumarbústað í landi Möðru-
dals í Kjós. Kviknað haíði í einangr-
un í kringum stromp en húsráðendur
voru búnir að slökkva eldinn þegar
slökkviliðið ni'ætti á vettvang. Bú-
staðurinn var vaktaöur í klukkutíma
áeftir. -bjb
Arnfetamímnaðurmn:
Varðhald í
hálf an mánuð
Dómari úrskurðaði í gær um
gæsluvarðhald yfir manninum sem
var tekinn með hálft kíló af amfetam-
íni síðastliðinn mánudag. Maðurinn
fer í 14 daga gæsluvarðhald sem er
helmingi styttra en fíkniefnalögregl-
an óskaði eftir. -bjb
Ákvörðun um sjávarafla næsta árs:
Átök magnast
í ríkisstjórn
- Þorstein ogDavíðgreinirennverulegaá
Þorstein Pálsson, Davíð Oddsson gangi. á að ekki verði veidd nema 190
og Friðrik Sophusson greinir enn Einn af ráðherrum Sjálfstæðis- þúsund tonn af þorski á næsta ári
á um hvort aflaheimildir Hagræö- flokksins sagði í samtali við DV að en Davíö Oddsson vill ganga lengra
ingarsjóðs eigi að koraa til úthlut- ráðherrarnir væru lítið sem ekkert og vill að veidd verði 220 til 230
unar eða ekki. Þorsteinn vill að farnir að ræða þau mál sem væru þúsund tonn af þorski. Með því
þeim 12 þúsund tonnum, sem sjóð- erfiðust, eins og Hagræðingarsjóö, yrði jafnstöðuleiðin farin og með
urinn ræður yfir, verði úthlutað en og því væri ekki enn komið í ljós henni leikinn biðleikur til eins árs.
Davíð og Friðrik vilja að þau verði hvort samstaða tækist eða ekki. Á þeim tíma vinnst betra svigrúm
seld eins og gert er ráð fyrir í lögum Helgin sem fer i hönd verður mjög til að takast á við þann vanda sem
um sjóöinn. Ráðherrar Alþýðu- þýðíngarmikil og getur ráðíð úr- við blasir.
flokks hafa haldið sig til hllðar i slitum um hvort ráöherrar Sjálf- Raddir heyrast um óskir um
málinu en talið er að þeir styðji stæðisflokksins ná saman í þessu gengisfellingu. Meðal þeirra, sem
frekar Davíð og Friðrik en Þor- máli eða ekki. Ef ekki næst sam- þannigtala.erMatthiasBjamason.
stein. staða mim það hafa ófyrirsjáanleg- Einar Oddur Kristjánsson á Flat-
„Komi til uppgjörs mun Alþýðu- ar afleiðingar varðandi samstarf eyri sagðist i morgun frekar vilja
flokkurinn styöja Davíö ffekar en DavíðsogÞorsteinssemekkihefur kostnaðar- og skattalækkanír en
Þorstein,“ sagði krati sem tekur verið gott fyrir. gengisfellingu.
þátt í þeirri vinnu sem nú er í Þorsteinn Pálsson leggur áherslu -sme
Annar sjómaðurinn borinn úr þyrlunni. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem þyrlur Varnarliðsins sækja
veika sjómenn frá Eystrasaltslöndunum í löngu sjúkraflugi. DV-mynd S
Sprenging í Breiðholti:
Helltu bensíni
í brunn
Nokkrir pörupiltar í Breiðholti, á
aldrinum 12 til 14 ára, gerðu sér lítið
fyrir í gærkvöld og helltu bensíni f
götubrunn og kveiktu í. Töluverð
sprenging hlaust af. Um 40 kílóa
brunnlok þeyttist um 40 metra upp
í loft. Engan sakaði í sprengingunni.
Lögreglan náði piltunum skömmu
síðar. -bjb
Slaktgengi
íslendinga
íslensku sveitinni á Evrópumóti
yngri spilara í bridge hefur gengið
illa í síðustu umferðum og er nú
komin niður í 12. sæti af 23 þjóðum
að loknum.15 umferðum. í 14. umferð
tapaði hðið óvænt, 9-21, gegn Eist-
lendingum sem hafa verið í neðsta
sæti allt mótið en síðan kom naumur
sigur gegn Svíum, 17-13, í 15. umferð.
Lið Þjóðverja hefur tekið á mikinn
sprett og er nú í efsta sæti með 272
stig en í öðru sæti er Ítalía með 269
stig. Norðmenn og Pólveijar eru
jafnir í 3.-4. sæti með 263 stig. Róður-
inn verður eflaust þungur hjá ís-
lensku sveitinni í síðari hluta móts-
ins því hún á eftir að spila við fjórar
efstu sveitirnar. -ÍS
Harður árekstur
í gærkvöld varð harður árekstur á
mótum Snorrabrautar og Egilsgötu í
Reykjavík. Tveir bílar skullu saman
með þeim afleiðingum að ökumaður
annars bílsins var fluttur á slysa-
deild. Bílamir eru mikið skemmdir.
-bjb
Vamarliðið:
Sjúkraf lug eftir
tveim Eistum
Tvær þyrlur Varnarhðsins og elds-
neytisvél fóru í langt sjúkraflug í gær
eftir tveim eistneskum sjómönnum.
Þeir voru fárveikir um borð í togara
sem var staddur 240 sjómílur suð-
vestur af Reykjanesi. Þyrlumar fóru
af stað í hádeginu og komu með
mennina um fjögurleytið að Borgar-
spítalanum. Annar var með bráða
botnlangabólgu og hinn með inn-
vortis verki.
Þetta er í annað sinn á skömmum
tíma sem þyrlur Varnarhðsins sækja
veika sjómenn frá Eystrasaltslönd-
unum í löngu sjúkraflugi. í síðustu
viku var^sjómaður frá Litháen með
botnlangabólgu sóttur. í bæði skiptin
var beðið um þyrlu Landhelgisgæsl-
mrnar en hún getur aðeins flogið 150
sjómílurútfrálandinu. -bjb
LOKI
Bara að hann teygi sig
ekki of langt!
Veðriðámorgun:
Viða léttskýj-
aðáSuð-
vesturlandi
Á hádegi á morgun verður
norðaustlæg átt og rigning eða
súld á Norður- og Austurlandi og
5-10 stiga hiti. Víða verður létt-
skýjað suðvestan til og hiti allt
að 16 stig.
Veðrið í dag er á bls 36.
borgarar
Kgntucky
Fried
Ghicken
TVÖFALDUR1. vinningur