Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1992, Blaðsíða 2
28 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992. BOar Ný kynslóð Toyota Corolla frumsýnd í Evrópu í liðinni viku og hér á landi eftir tvær vikur: Stærri og rúmbetri í fjórum mismunandi gerðum - „algerlega nýr frá grunni/' segir aðalhönnuðurinn, Takayasu Honda, í viðtali við DV-bíla „Þetta er aö mínu mati algerlega nýr bíll frá grunni þótt vissulega sé byggt á reynslu fyrri ára,“ sagði Takayasu Honda, aðal tæknihönnuð- ur sjöundu kynslóðar af Toyota Cor- olla sem sýnd var bílablaðamönnum í Evrópu í fyrsta sinn í vikunni. Toyota stefndi blaðamönnum til holxenska strandbæjarins Noordwijk aan Zee, skammt frá Amsterdam, í vikunni og var undirritaður með í þeim hópi. Erindið var að kynnast þessum nýja bíl og fara í reynslu- akstur. „Þetta er búin að vera stíf en ánægjuleg fimm ára vinna,“ sagði Honda, hönnuður bílsins, við okkur. „Og aö þessu sinni var einna mesta vinnan lögð í það að mæta ört vax- andi kröfum Evrópumanna um stað- albúnað í bílnum jafnframt því að gera innanrýmið betur úr garði og Mlnægja plássþörf væntanlegra kaupenda í Evrópu." Stærri en áður Það fyrsta sem vakti athygh þegar þessir nýju bílar voru skoðaðir er að línur ahar eru miklu ávalari en áður og faha vel að því sem við höfum áður séð í Toyota Camry og Carina E. Þá er þessi nýja kynslóð töluvert stærri en áður. Svo dæmi sé tekið er hatchback-gerðin 100 mm lengri, 30 mm breiðari og 15 mm hærri en eldri gerðin. Hjólahaf er 35 mm meira og sporvíddin er 30 mm meiri að framan og 40 mm að aftan. Þá er far- angursrýmið stærra. Strax í upphafi er boðið upp á íjór- ar mismunandi gerðir: Hatchback, hftback, sedan og station-gerð. Jafn- framt er boðið upp á mismunandi útgáfur eftir búnaði. Reynsla fyrri ára sýnir að hatch- back-gerðir seljast best í Evrópu og því var lögð áhersla á að koma fram með hönnun sem henlaði þeim markaði. í þriggja hurða útgáfunni er bílhnn mun sérstæðari í úthti en áður hefur sést frá Toyota, lágur nið- ursveigður framendi og frekar hár og mikih afturendi sem gefur sér- stætt útht, svipað því sem áður hefur sést í bhum frá Opel og eins í Re- nault 19, svo dæmi séu tekin af handahóti. Þá er hatchback-bílhnn einnig fá- anlegim í fimm hurða útgáfu sem vegna stórra glugga og hönnunar er sérlega rúmgóður. Liftback-bíllinn er að mati undir- ritaðs best heppnaða gerðin af þess- ari nýju kynslóð Coroha. Sportlegt útht, einkum vegna vel heppnaðrar hönnunar á afturendanum gefur bílnum skemmtilegt yfirbragð. „Klassískasti“ bílhnn í hópnum er sedan-bílhnn, eða hefðbundinn fólks- Sedan-billinn er næsta klassískur í útliti og svipar nokkuð bæði til Camry og Carina E hvað heildaryfirbragð snertir þótt hann hafi sinn eigin svip. Ford Escort XR311987, eklnn 70.000, fallegur bfll. Verð kr. 700.000 staðgreltt. BÍLALEIGA SÍMI (91)674949 Hatchback-geröin i þriggja hurða útfærslu er skemmtilega sportlegur bill og samsvarar sér vel, sérstaklega frá þessu sjónarhorni. bhl með skotti. Þessi gerð bíla er sú söluhæsta í heiminum og það er í raun þessi bhl sem er grunnurinn í hönnuninni að sögn Takayasu Honda, hönnuðar bílsins. Sedan-bílhnn á án efa eftir aö falla vel að markaðnum hér á landi en það hefur sýnt sig að „venjulegir" fólks- bOar eiga nú betur upp á pallborðið aftur eftir mikla markaðshlutdeild bíla af hlaðbaksgerð í mörg ár. Fjórða útgáfan er svo station-gerð- in sem nú fellur mun betur að hehd- arlínu hinna bUanna en áður og ber þess merki að hafa verið hannaður sem shkur frá grunni en ekki aðeins Iacocca og Concorde Hér situr Lee lacocca, stjórnarformaður bandaríska bilaframleiöandans Chrysler, stoltur framan á nýjasta trompi verksmiðjanna, einum af LH-sedan bílum Chrysler sem kallast Concorde en í baksýn er hin eina og sanna Concorde í eigu breska flugfélagsins British Airways. Myndin var tekin á Kennedyflugvelli i New York fyrir nokkrum dögum. Af hálfu Chrysler eru miklar vonir bundnar við LH-bílana sem eru i flokki millistórra bíla og þetta verður síðasta útspil lacocca í bílaiðnaðinum fyrir Chrysler því hann lætur af embætti seinna á þessu ári en Concorde mun koma á markað f nóvember. fólksbíll með „kassa“ líkt og stund- um hefur viljað brenna við hjá bíla- framleiðendum og þar hefur Toyota ekki verið undantekning. Station-bílar eiga stöðugt stærri hlut af bílamarkaðnum hér á landi og sennilega á þessi gerð nýju Coroh- unnar eftir aö ná hyhi kaupenda og að mati undirritaðs eiga jafnvel margir eigendur eldri Corohabíla af hlaðbaksgerð eftir að renna hýru auga th stationbhsins. Efnismeiri Það er greinhegt að þessi nýja Cor- oha er ekki aðeins stærri en fyrir- rennarinn heldur er bhhnn í hehd „efnismeiri“ ef svo má að orði kom- ast. Innréttingar ahar eru viðameiri og það fmnst strax þegar gripið er um stýrishjól og gírstöng að gæðin hafa aukist. Mælaborð og stjómtæki hafa feng- ið að hluta nýtt útht þótt í sumum bhunum, sem vom kynntir fyrir okkur blaðamönnum í Noordwijk, hafi veriö hálfsnautleg mælaborð verða þeir bhar, sem koma á markaö hér á landi, með „fullbúnu" mæla- borði, eða öhum helstu mælum, þar á meðal snúningshraðamæh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.