Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1992, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992.
35
Bílar
Þegar bíll rennur til í beygju
- er það oftast ökumanninum að kenna
Mörg umferðaróhöpp í þjóðvega-
akstri verða vegna þess að ökumenn
missa stjóm á bílnum og hann renn-
ur til í beygju, oft í lausamöl. Margir
ökumenn skella skuldinni á bílinn,
kenna því um að hann sé framhjóla-
drifinn eða afturhjóladrifinn, eða þá
að hann sé með sjálfskiptingu.
Staðreyndin er hins vegar sú að
það skiptir alls ekki svo miklu máli
hvort bíliinn er með drifið á fram-
eða afturhjólunum, og enn minna
máli hvort hann er með handskipt-
um gírkassa eða sjálfskiptingu. Þetta
er nær alltaf undir ökumanninum
sjálfum komið.
Þeir sem rannsakað hafa aksturs-
hæfni bíla og ökumanna í útlöndum
hafa búið til heilmiklar formúlur fyr-
ir því hvenær bíll byijar aö renna til
í beygju. Slíkar formúlur gagnast lítt
venjulegum ökumönnum því verði
þeir fyrir því að bíllinn renni til í
beygju þá er það þeim sjálfum að
kenna.
Orsökin getur verið of hraður akst-
ur (sem trúlegast er langalgengasta
orsökin hérlendis), of snöggt átak á
stýrið, of harkalega stigið á hemla,
eða að vélin er látin halda of snöggt
á móti, sömuleiðis ef skipt hefur ver-
ið í of lágt hraðastig í gírkassa, eða
það sem er algengast: Að beygja og
bremsa í einu.
Bíllinn rennur til að
framan
1 Það getur jafnt komið fyrir fram-
hjóladrifna og afturhjóladrifna bíla
að renna til í beygju með framend-
ann.
Þetta vill helst til þegar bílar koma
á of miklum hraða inn í beygjuna.
Þetta gerist á þann hátt að miðflótta-
aflið, sem leitast við að toga bílinn
beint áfram, verður sterkara en veg-
gripið sem á aö halda bílnum við yfir-
borð vegarins og á þann hátt að fylgja
þeirri stefnu sem stýrið hefur sett
framhjólunum. Þegar togkraftur
miðflóttaaflsins verður sterkari en
viðloðun hjólanna við yfirborð veg-
arins nær bíllinn því ekki lengur að
fylgja stefnu framhjólanna og heldur
beint áfram.
Miðflóttaaflið er býsna lúmskt afl
því það margfaldast með auknum
hraða. Eða með öðrum orðum: Þegar
hraöinn er tvöfaldaður fjórfaldast
miðflóttaaflið og þetta er bein orsök
til þess að margir óreyndir ökumenn
hafa runnið til í hálku eða lent úti í
skurði þegar ekið hefur verið á of
miklum hraða við varhugaverðar
aðstæður.
Þegar við lítum nánar á framhjóla-
diifna bíla er það svo með þá að ef
komið er aö beygju sem bíllinn
myndi ráða léttilega við á óbreyttum
hraöa en annaðhvort er dregið
snögglega úr hraðanum eða hann
aukinn með snöggri inngjöf þá gæti
svo farið að hann rynni harkalega
til að framan.
Röng inngjöf
Mörg umferðaróhöpp verða vegna
þess að stigið er of harkalega á bens-
íngjöfina eða gírað er of snöggt niður
þegar komið er í beygju, sem verður
til þess að framhjóladrifmn bíll held-
ur beint áfram í stað þess að beygja.
Við venjulegar aðstæður má reikna
með því að framhjóladrifinn bíll sé
viðkvæmari fyrir því að renna til að
framan í beygju.
Verði ökumaður fyrir því að bíllinn
byrji að renna til að framan er auð-
veldast að koma sér úr vandanum
með því að rétta stýrið af þannig að
hjólin visi eins og bíllinn stefnir og
um leið er stigið á kúplinguna til að
ijúfa afliö frá drifrásinni til hjól-
anna. Því næst er stýrinu snúið ró-
lega í þá átt sem ætlunin er að aka
$ SUZUKI
Tegund Arg. Ekinn Stgrverð
Sumki Swih GL,3d. '90 26 þ. 560 þ.
Suzuki Swih GL, 5 d. '90 34 þ. 600 þ.
Suzuki Swih GTi '87 88 þ. 490 þ.
SuzukiSwihGLX1,3,3d. '87 71 b- 450 þ.
SuzukiSwih GA,3d. '88 74 þ. 390 þ.
Suzuki Swih GL, 3 d., sjálfsk. '88 89 þ. 420 þ.
Suzuki Swih GL, 5 d., sjálfsk. '91 29 þ. 650 þ.
Suzuki SwihGLX1,6,4d. '90 40 þ. 790 þ.
SuzukiFox 410 '86 91 þ. 440 þ.
Suzuki Fox 410 '88 62 þ. 540 þ.
Suzuki Fox 410 '88 64 þ. 540 þ.
Suzuki Fox 410 m/blæju. 33" dekk '87 69 þ. 520 þ.
Ford Sierra 2000,5 d. '85 74 þ. 430 þ.
Lada Sport, 4 gira '87 41 þ. 280 þ.
Econoline E350. disil, 12 manna '91 23 þ. 2.400 þ.
Daihatsu turfao, 3 d. '87 76 þ. 430 þ.
BMW316i.3d. '89 43 þ. 1.250 þ.
Subam E10 4x4 '86 91 þ- 250 þ.
Lancia Y10 '88 23 þ. 280 þ.
Lada 1200,4 d. '88 63 þ. 150 þ.
Lada Sport, 5 gíra '87 66 þ. 280 þ.
Ford Escort Laser1300 '86 74 þ. 300 þ.
Skoda Rapid 130 '87 56 þ. 95 þ.
Lada Sport, 4 gira '90 34 þ. 450 þ.
Volvo 245 st., sjálfsk. '87 14Ðþ. 650 þ.
Ford Sierra 1.6,5 d. '85 96 þ. 290 þ.
Chev. Monza SLE, 4 d.. sjálfsk. '87 81 þ. 280 þ.
Daihatsu Charade TS '87 76 þ. 300 þ.
Fiat Uno 60s, 5 d. '91 16 þ. 590 þ.
Daihatsu Cuore, 5d. '88 61 þ. 230 þ.
$ SUZUKI
SUZUKIBÍLAR HF.
SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100
Bílar með framhjóladrifi haga sér ekki eins í beygju og bílar með afturhjóladrifi en þetta er nokkuð sem hver
ökumaður verður að kynnast af eigin raun og læra aö meta aðstæöur og viðbrögð rétt hverju sinni, en rangt mat
á aðstæðum getur orsakað aö billinn lendi útaf veginum.
og þá á bíllinn í flestum tilfellum að
hlýða og halda í rétta átt.
Þegar bíllinn rennur
til aö aftan
Ef bíllinn hins vegar byijar að
renna til að aftan endar það oft með
því að ökumaðurinn missir algerlega
vald á honum og bíllinn byijar aö
snúast í hringi á veginum þar til
hann lendir á Ijósastaur eða endar
úti í skurði. Óhöpp af þessu tagi valda
oft mestum slysum vegna þess að
bílamir eru margir hveijir ekki
byggðir til að þola stór högg frá hlið.
Það að bíllinn rennur til að aftan
er í sumum tilfellum því að kenna
að í beygju er ýmist stigiö harkalega
á eldsneytisgjöfina eða henni sleppt
snögglega.
Þegar ekið er inn í beygju á aftur-
hjóladrifnum bfl með átak á drifhjól-
unum á bfllinn það til að „yfirstýra"
eins og kallað er því afturendinn leita
út á við eins og pendúll. Ef snöggt
er gefið inn eða eldsneytisgjöfinni er
sleppt snögglega á ökumaðurinn það
á hættu að miðflóttaaflið, sem dregur
afturendann út á hlið, verði sterkara
en viðloðunin við veginn.
Afturendinn skríður út og bfllinn
byijar að snúast. Svona hættulegt
skrið á afturendanum getur einnig
orðið hjá óreyndum ökumanni sem
beygir snögglega vegna einhvers sem
verður fyrir honum, köttur hleypur
yfir veginn eða bíll sem kemur frá
hliðargötu. Þegar ökumaðurinn
beygir snögglega og réttir síðan stýr-
ið jafn snögglega til baka þá getur
afturendi bílsins byijað að virka eins
og pendúll og þegar ökumaðurinn
reynir loks að rétta stýrið af í ör-
væntingu í þriðja sinn missir hann
vald á bflnum og hann byijar að snú-
ast í hringi.
Rjúfa aflið
I tflfellum sem þessum skiptir
harla litlu hvort ekið er um á bíl með
drif á fram- eða afturhjólunum, það
sama gerist í báðum tilfellum: Bíllinn
byijar að snúast.
Um leið og ökumaðurinn finnur
fyrstu merki þess að bfllinn er að
byija að skríða til að aftan á aö stíga
samstundis á kúplinguna og ijúfa
þannig aflið til hjólanna. Því næst
er stýrinu snúið snöggt í þá átt sem
bíllinn á aö stefna.
Jafnskjótt og þess verður vart að
hliöarskrið afturendans er að
minnka er stýrinu snúið hægt til
baka en framhjólin eiga alltaf aö
snúa í þá átt sem ætlunin er að aka.
Hvað varðar akstur á bfl með sjálf-
skiptingu er það í flestum tilfellum
einfaldara en með handskiptum gír-
kassa og þarfnast engrar sérstakrar
kunnáttu eða æfingar. í stað þess að
stíga á kúplinguna nægir að sleppa
eldsneytisgjöfinni og stýra bflnum
eins og aö væri hann með venjuleg-
um gírkassa.
Reynið aldrei að selja sjálfskipting-
una á N eða hlutlausan. Það er ein-
faldlega ekki tími til þess þegar eitt-
hvað bjátar á og auk þess er hætta á
því að skemma skiptinguna með því
að reka hana í afturábak í öllu óða-
gotinu.
Framhjóladrif eða
drif á afurhjól?
Margir lesendur DV-bfla hafa spurt
okkur hvort sé betra bflar með drif
á framhjólum eða afturhjólum? Við
þessu er ekkert einfalt svar og það
eru alls ólíkir aksturseiginleikar sem
skilja þama á milli.
Staðreyndin er sú aö langflestir
bílar á markaöi í dag em með drif á
framhjólunum. Það em raunar að-
eins þýsku framleiðendumir Merce-
des Benz og BMW sem halda fast við
afturhjóladrifið. Volvo hélt einnig
lengi í afturhjóladrif eingöngu en þaö
er farið bila á þeim bæ líka. Japönsku
framleiðendumir era nær eingöngu
komnir með framhjóladrif og flestir
þeir evrópsku líka.
Almennt talað era framhjóladrifh-
ir bflar rásfastari í beinum akstri en
þeir era viðkvæmari fyrir því að
framendinn vill renna tfl í beygjum
ef ógætilega er ekið. Hins vegar geta
ökumenn fljótlega „lært“ á sinn bfl
og fundið út hvemig hægt er að láta
framhjóladrifið „hjálpa til“ þegar
ekiö er í beygju með lausamöl.
Afturhjóladrifnir bílar era ekki
eins rásfastir í beinum akstri vegna
þess að afturendinn þarf að ýta fram-
endanum áfram. Hins vegar getur
afturhjóladrif hjálpaö bflnum í gegn
um beygju ef því er beitt rétt.
Bfll með fram- eða afturhjóladrifi
er nokkuð sem hver og einn verður
að velja eftir akstursmáta og aðstæð-
um. Hins vegar lítur út fyrir það að
þetta val verði að engu innan fárra
ára ef þróun sídrifs á öll hjól verður
svipuð og nú er því þá verða allir
bílar komnir með aldrif innan fárra
ára. -JR
Bílútvarp meb
Innbyggður geislaspilari, geislaspilara
útvarp með FM og AM
bylqjum, 70 W maqnari,
Fader, Loudness o.fí. o.fl.
Verð aðeins 36.980,- eða
31^m~stgr.
Komdu og skobaðu úrvalib!
SKIPHOLT119
SÍMI29800