Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1992, Qupperneq 8
ee
38
I.AUGÁRDAGUR 25. JÚLÍ 1992.
BOar
Áttundi vinningsbíllinn í áskriftargetraun DV dreginn út:
„Ævintýrin gerast enn"
- sagði Gunnar Gíslason, 75 ára Reykvíkingur, sem fékk glæsilega Toyota Carina E 2000
„Ég er nú ekki kominn niður á jörð-
ina enn,“ sagði Gunnar Gíslason, sjö-
tíu og fimm ára Reykvíkingur, sem
var svo heppinn að hljóta áttunda
bíiinn sem dreginn var út í áskriftar-
getraun DV, glæsilegan Toyota Car-
ina E 2000.
Við drógum nafn Gunnars, sem býr
að Gnoðarvogi 64 í Reykjavík ásamt
konu sinni, Kristínu Waage, úr pott-
inum á miðvikudagsmorgun en atvik
höguðu því svo til að það var ekki
fyrr en í hádeginu á fimmtudaginn
sem þau hjónin komu að skreyttum
vinningsbílnum á neðstu hæð
Kringlunnar tíi að veita honum við-
töku.
Þótt Gunnar hafi haft eilítið lengri
tíma en aðrir vinningshafar í áskrift-
argetrauninni okkar að átta sig á því
að vera orðinn eigandi að jafnglæsi-
legum vinningsbU og hann var að
veita viðtöku þá var hann rétt svo
búinn að átta sig á þessu.
„En ævintýrin gerast enn,“ sagöi
Gunnar þegar við vorum að koma
bílnum út úr Kringlunni og gera
hann kláran tíl aksturs og það var
ekki laust við að þeir mörgu við-
skiptavinir Kringlunnar sem fylgd-
ust með afhendingu bUsins renndu
til hans öfundaraugum þegar honum
var ekið á brott eftir að allt var orðið
klárt til brottferðar.
Gunnar var vélstjóri tíl sjós í mörg
ár en síðustu árin áður en hann fór
á éftirlaun vann hann sem járnsmið-
ur í landi.
Fyrir átti Gunnar þriggja ára Audi
80 en þar áður áttí hann Toyotu, „Co-
roUa DX, alveg ágætís bU,“ sagði
Gunnar. Hann sagðist skipta reglu-
lega um bUa og þeir væru orðnir
Ueiri en hann mundi í augnablikinu
en hann hefði snemma eignast sinn
fyrsta hU. í dag vUdi hann hafa þá
sjálfskipta, það væri svo miklu þægi-
legra í bæjarakstri.
„Annars var hann bróðir minn aö
kaupa sér svona bU fyrir nokkrum
vikum,“ sagði Gunnar þegar hann
virti fyrir sér rennUega Toyotuna.
„Ég dreif hann í það að kaupa bíl-
inn.“
Enn fímm bílar eftir í
pottinum
Enn er mikUl möguleUd fyrir
Hér tekur Gunnar Gíslason við lyklunum að glæsilegum Toyota Carina E 2000 úr hendi Jóhannesar Reykdal, annars umsjónarmanna DV-bíla. Við hlið
Gunnars er Kristin Waage, eiginkona hans, og yst til vinstri er Emil Grímsson, markaðsstjóri Toyotaumboðsins, P. Samúelssonar hf. DV-mynd JÁK
skuldlausa áskrifendur DV að
hreppa jafnglæsilegan vinning og
Gunnar því enn eru fimm bUar eftir
í pottinum.
Næst verður dregið um Opel Astra
frá Jötni hf. en það verður þann 26.
ágúst sem það kemur í Ijós hvaða
áskrifandi verður svo heppinn að
hljóta vinninginn.
Það eina sem áskrifendur þurfa að
gera er að gæta þess að vera skuld-
lausir þegar dregið er um það hvaða
áskrifandi verður svo heppinn að
hljóta næsta bíl.
-JR
Volkswagen og Suzuki:
Samvinna um evrópskan smábíl
- verður smíðaður í verksmiðjum Seat í Barcelona
Volkswagensamsteypan og
Suzuki Motor Corporation í Japan
hafa komist að samkomulagi um
sameiginlega þróun og smíði á evr-
ópskum smábU en eins og áður
hefur komið fram hér í DV BUum
hafa þessir aðUar haft þetta í skoð-
un ffá haustinu 1991.
í dag munu þeir dr. Carl Hahn,
stjómarformaður Volkswagen AG,
Juan Antonio Diaz Alvarez, stjórn-
arformður SEAT S.A. á Spáni, og
Osamu Suzuki, stjómarformaður
Suzuki, undirrita samkomulag um
smíðina í Barcelona.
Samkomulagið gengur út á að
þessir þrír aðUar muni þróa smábU
sem smíðaður verði í verksmiðjum
Seat, Zona Franca, í Barcelona.
Reiknað er með um 150.000 bUa
framleiðslu á ári og að þeir fari
aðaUega á Evrópumarkað.
Tækifærí til að gera góð bílakaup fyrir helgina!
TEGUND
ARG.
STAÐGR.VERÐ TILBOÐSVERÐ
Opel Kadett 1985
Toyota Carina 1986
Charade 4 d.. sjsk. 1988
Peugeot 309 1988
Lada Samara 1986
Subaru 1800 GLF 1983
Toyota Camry 1983
Renault9 1983
Lada Sport 1987
Mazda 323 1985
Ford Escort 1985
VWGolfCL 1988
370.000,- 300.000,-
490.000,- 450.000,-
510.000,- 460.000,-
460.000,- 390.000,-
150.000,- 90.000,-
150.000,- 100.000,-
270.000,- 220.000,-
200.000,- 150.000,-
280.000 230.000,-
330.000,- 280.000,-
350.000,- 300.000,-
610.000,- 560.000,-
OPIÐ: Virka daga kl. 10-19 og laugardaga kl. 13-17
ENGIN UTBORGUN
RAÐGREIÐSLUR TIL 18 MANAÐA
SKULDABRÉF TIL 24 MÁNAÐA
Bflaumboðið hf.
Krókhálsi 1 Reykjavík - Sími 686633 - Sími í söludeild notaðra bíla er 676833