Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992. 21 Messur Árbæjarkirkja.Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Sr. Þór Hauksson messar. Áskirkja. Sumarferð safnaðarfé- lags og kórs Áskirkju á Snæfells- nes. Lagt upp frá Áskirkju kl. 8.00. Breiðholtskirkja. Engin guðs- þjónusta vegna sumarleyfis. Bent er á guðsþjónustu í Árbæjar- kirkju. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Fermd verður Eva Ýr Gunn- laugsdóttir, Hvassaleiti 139, Rvk. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. Dómkirkjan. Messa kl. 11.00. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Dómkórinn syngur. Sr. Hjalti Guðmundsson. Eyrarbakkakirkja. Messa kl. 10.30. Sóknarprestur. Fella- og Hólakirkja. Kvöldguðs- þjónusta kl. 20.30. Prestur Guð- mundur Karl Ágústsson. Söng- hópurinn Án skilyrða sér um tón- listarflutning. Kaffi eftir guðs- þjónustu. Grensáskirkja. Prestar og starfs- fólk kirkjunnar er í sumarleyfi. Viðhald og viðgerð fer fram á kirkjunni. Prestar Háteigskirkju annast þjónustu á meðan. Hailgrímskirkja. Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag- ur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Hámessa kl. 11. Sr. Arngrimur Jónsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Langholtskirkja. Kirkja Guð- brands biskups: Hámessa kl. 11. Sr. Flóki Kristinsson. Laugarneskirkja. Guðsþjónuta kl. 11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir. Fimmtudagur: Kyrrðárstund kl. 12. Orgelleikur, altariganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu að stundinni lok- inni. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Mið- vikudagur: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja. Engin guðsþjónusta vegna sumarleyfis starfsfólks. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja. Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Fjórða tónleika- helgin í Skálholti Sumartónleikar í Skálholtskirkju verða haldnir á morgun og á sunnu- dag. Þetta er fjórða tónleikahelgi sumarsins og ber yfirskriftina Barokk og nýsköpun. Á morgun kl. 15 bjóða Guðrún Ósk- arsdóttir semballeikari, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Rannveig Sif Sigurðardótttirr sópran áheyr- endum í franska barokkveislu. Þau flytja verk eftir Hotteterre, Leclair, Boismortier o.fl. Guðrún Óskarsdótt- ir er einn af fáum semballeikurum á íslandi og hefur verið við nám er- lendis í mörg ár. Kolbeinn Bjamason er löngu þekktur fyrir frábæran flautuleik og er m.a. aðstandandi Caput-hópsins. Rannveig Sif er nú við nám í Hollandi og leggur sérstak- lega stund á barokksöng. Heimsfrægur blokkflautuleikari, Dan Laurin frá Svíþjóð, kemur einn- ig fram. Hann flytur einleiksverk fyrir ýmsar gerðir af blokkflautum á laugardaginn kl. 17 og sunnudaginn kl. 15. Hann frumflytur m.a. verk eftir Þjóðveijann Markus Zahnhaus- en. Það hefur aldrei heyrst opinber- lega áður og er því um alheimsfrum- flutning að ræða. -KMH Hópurinn sem sér um tónlistina á fjórðu sumartónleikum i Skálholtskirkju sem fram fara nú um helgina. Hallgrímskirkja: Dúóið Lewark- Portugall Egbert Lewark trompetleik- ari og Wolfgang Portugall orgelleikari eru nú á hljóm- leikaferðalagi hér á landi og ætla að halda tónleika í Hall- grlmskirkju á sunnudaginn kl. 17. Þeir hafa leikið opinberlega frá árinu 1985 undir heitinu Duo Lewark-Portugall og oðlast margháttaðar viður- kenningar og lof fyrir. Leikur þeirra er til á geisladiskum og hljómplötum. Á tónleikunum í Hallgrímskirkju flytur dúóíð verk eftir Telemann, Samuel Scheidt, Bach og Hándel. Auk þess leikur Wolfgang á orgelið Preludíu og fúgu í c-moll eftir Bach ásamt sál-' malagi og 9 partítum eftir Pachelbel. Þetta verða lokatónleikar dúósins I Íslandsförínni en áður hafa þeir leikið á Akur- eyrí, Dalvík, Hóladómkirkju og Reykjahlíðarkirkju á veg- um Sumartónleika á Norður- landi. -KMH Stórmót hestamanna á Hellu Jön Þóröaison, DV, Suðurlandi: Um helgina fer fram stórmót sunn- lenskra hestamanna að Gaddstaða- flötum við Hellu á Rangárvöllum. Mótið hófst í gær með kynbóta- dómum, en að því standa níu hesta- mannafélög af Suðurlandi, frá Hellis- heiði í vestri að A-Skaftafellssýslu í austri. Mótiö verður með nýju sniði og bryddað upp á mörgu nýju, bæði hvað varðar umgjörð og innihald. Þar ber fyrst að nefna að selt verður inn fyrir hvern dag. Verð á að- göngumiðum er stillt mjög í hóf, t.d. kostar aðeins kr. 500 hvom dag. Boð- ið verður upp á opna töltkeppni í fyrsta sinn á stórmóti. Yfir 50 hross eru skráð til leiks og hefst forkeppni kl. 18 á morgun, laugardag, en úrslit ráðast á sunnudag kl. 15.30. Fyrstu kerrukappreiðar hérlendis verða háðar á sunnudaginn kl. 12. Keppt verður bæði í brokki og skeiði. Þá má nefna að stórt sölutjald verð- ur á svæðinu, en Gulh í Reiðsporti mun flytja búðina austur yfir heiði. Veitingahúsið Brúarsporðinn á Sel- fossi sér um allar veitingar á móts- svæðinu og býður upp á pitsur og ýmiss konar rétti. Á laugardagskvöld verður kvöldvaka sem mótshaldarar Yfir 50 hross eru skráð til leiks á hestamótinu á Hellu sem fram fer nú um helgina. kjósa að kalla „Gleðistund eftir Her- ýmiss konar afþreying, en stefna hestamennsku. mann“ og hefst hún kl. 20.30. mótshaldara er að allir íjölskyldu- Mótið hefst kl. 9 á morgun með Á svæðinu verður barnagæsla, meðlimir geti haft gaman afhelginni keppni í B-flokki gæðinga og á leiktæki fyrir böm, hestaleiga og þó einhverjir séu ekki alveg á kafi í sunnudag kl. 12 með kappreiðum. Sr. Flóki Kristinsson, sóknarprestur við Langholtskirkju. DV-mynd BG Hugvekj a Tjaning er öllum mönnum ásköp- uð og eðlislæg. En hún er jafnframt áunnin hegðun og manninum lærist seinna á æfingunni að hefja hana upp yfir hversdagsleikann og gera að list. Við berum réttilega lotningu fyrir listinni, erum þakklát fyrir snilligáfu mannanna. En við værum bæði blind og sljó ef við gerðum ekki greinar- mun á list sem er einlæg og sönn og hinni sem er uppgerð og innantómt hismi. Móöir, sem vaggar barni sínu í svefn, raular við rúmstokkinn. Söngur hennar er ekki tónlist í eigin- legri merkingu þess orðs, en er þó e.t.v. æðri nokkurri sönglist af því hann kemur frá hjartanu, er fullur af væntumhyggju og einlægni. Það er svo með allt mannlegt at- ferli að það hefur á sér fleiri en eina hlið. Kurteisi hættir t.d. að vera að- laðandi þegar hugur fylgir ekki máli en verður vanaverk eitt. Hún getur við vissar aöstæður snúist upp í önd- verðu sína, orðið ókurteisi, jafnvel smeðja sem við forðumst og býður við. Þannig er þvi farið um trúrækni og helgiathafnir, þær geta orðið van- anum að bráð, misst innihald en er viðhaldið af hégóma þeirra sem þrá athygli og lotningu annarra. Við metum venjur helgisiðanna mikils og eigum að gera það. En þær eiga framar öllum athöfnum mann- anna að fela í sér einlægni og heO- indi. Að öðrum kosti eru þær ekki einungis ónýtar heldur einnig hættu- legar. Innantómur vani er leiður og þreytandi. Einkum fer hann trúnni illa. Þetta þekkti Jesús Kristur úr samtíö sinni. Hann sagði við hina trúræknustu og hlýðnustu menn síns tíma: „Vei yður fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér líkist kölk- uðum gröfum, sem sýnast fagrar að utan, en innan eru fullar af dauðra manna beinum og alls kyns óþverra. Þannig eruð þér, sýnist hið ytra rétt- látir í augum manna, en eruð hið innra fullir hræsni og ranglætis." Og í guðspjalli sunnudagsins segir hann: „Gætið yðar fyrir falsspá- mönnum, er koma til yðar í sauða- klæðum, en eru hið innra glefsandi vargar; af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkjaþá." Séra Flóki Kristinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.