Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992. 23 Kvikmyndir húmorinn oft góður. Ekki alslæm. -G E Greiöinn, úrið og stórfisk- urinn ★★ Akkúrat það sem ég hafði búist við af Frökkum og Bretum að gera saman farsa. Leikhópurinn heldur myndinni uppi. -GE Veröld Waynes ★★ !4 Losaraleg saga en Wayne og Garth eru óneitanlega mjög fyndnar týpur. Húmor- inn einum of „local" fyrir okkur. -GE Refskák ★★★ Ein af örfáum spennumyndum sem eru spennandi allt til endaloka. Övenju snjallt handrit og stílhrein leikstjórn. -GE Steiktir grænir tómatar ★★★ 'A Stórgóð mynd sem fjallar um mannlegar tilfinningar, vináttu og áhrifamátt frá- sagna. Toppleikur í öllum hlutverkum -IS LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Beethoven ★★ Ekki merkileg saga en alveg pottþétt fyrir krakka. Fullorðnum mun heldur ekki leið- ast. -GE Stopp eöa mamma hleypir af ★Vi Stallone er ekki slæmur gamanleikari og Getty er góð en sagan er nauðaómerkileg formúluklisja frá upphafi til enda. -GE Töfralæknirinn ★★ Öspennandi saga dregur úr áhrifum stór- leikara og ægifagurra frumskógarslóða. -GE REGNBOGINN Sími 19000 Ógnareðli ★★★★ Siðlaus..spennandi..., æsandi..., óbeisluð..., óklippt..., spennandi..., ógeðs*íeg..., óafsökuð..., glæsileg..., tælandi..., spennandi..., frábært... (nei, ég fæ ekki prósentur). -GE Lostæti ★★ /2 Skemmtileg framtíðarsýn frá tveimur teiknimyndahöfundum. Myndin er meiri stílæfing en nokkuð annað. -GE Léttlynda Rósa ★★★ Mjög fagmannlega unnin mynd um alvar- legt tilfelli brókarsóttar og þau vandamál sem skapast í kringum það. Frábær leikur góðra leikara. -Is SAGA-BÍÓ Sími 78900 Vinny frændi ★'/2 Formúlugamandrama á hálfum hraða. Of hæg til að vera spennandi og of langt milli góðra brandara til að vera fyndin. -GE Amór Guðjohnsen mun leika í nýrri stöðu gegn ísraelsmönnum á sunnudaginn, í stöðu aftasta varnarmanns. Sterkt íslenskt lið mætir liði ísraels - í æfingaleik í knattspymu á sunnudaginn íslendingar og ísraelsmenn leika vináttulandsleik í knattspyrnu á Laugardalsvellinum klukkan sex á sunnu- dag. Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir komandi átök í undankeppni heimsmeistarakeppn- innar í knattspymu. íslendingar mæta til leiks með sterkt lið og íimm at- vinnumenn, sem leika erlendis, munu leika með íslenska liðinu. Það em þeir Siguröur Grétarsson, Grasshoppers, sem er fyrirliði hðsins, Arnór Guðjohnsen, Anderlecht, Þorvaldur Örlygsson, Nottingham Forest, Ólafur Þórðar- son, Lyn, og Guðni Bergsson hjá Tottenham. Aðrir leik- menn í íslenska hðinu eru markverðimir Birkir Kristins- son, Fram, og Friðrik Friðriksson, ÍBV, Valur Valsson, UBK, Kristján Jónsson, Fram, Andri Marteinsson, FH, Baldur Bjamason, Fylki, Baldur Bragason, Val, Arnar GrétarssonjUBK, Rúnar Kristinsson, KR, Sigurður Jóns- son, ÍA, Hörður Magnússon, FH, og Valdimar Kristófers- son, Fram. Arnór mun leika í stöðu aftasta varnarmanns Ásgeir Ehasson landshösþjálfari hefur lengi haft hug á því að prófa Arnór Guðjohnsen í stöðu aftasta varnar- manns með landsliðinu og fær nú tækifæri til þess. Verð- ur fróðlegt að sjá hvernig Arnór skilar þessu nýja hlut- verki. Segja má að þetta sé eitt sterkasta lið sem íslendingar geta stillt upp í dag ef undan er skilin fjarvera Eyjólfs Sverrissonar hjá Stuttgart. Lið ísraelsmanna er sterkt og hefur undanfarna daga dvalið hér á landi við æfmgar. Ferðafélag íslands: STJÖRNUBÍÓ Sími 16500 Náttfari ★ Ófrumleiki og hnökrar í frásögn jarða allar tilraunir til að skapa sögu, spennu og hrylling, King-húmor, ágætis leikarar og kettir klóra í bakkann. -G E Hnefaleikakappinn ★★ Góð slagsmálaatriði bjarga þessari blöndu af Rocky og Kickboxer fyrir horn. -GE Fimm helgar- ferðir í boði Bugsy ★★★ Ris og hnignun skrautlegs gangsters. Meira persónulýsing en spennumynd og Beatty er stórgóður í langþráðu drauma- hlutverki. -GE Óður til hafsins ★★!4 Vel gerð og efnismikil með stórleik hjá Nick Nolte. Síðasta kortérið klisjukennt og skemmir fyrir heildaráhrifum. Atriði úr fortíðinni geysivel tengd nútímanum. -HK Börn náttúrunnar ★★★ Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur gert góða kvikmynd þar sem mikilfeng- legt landslag og góður leikur blandast mannlegum söguþræði. -HK Ferðafélag íslands býður upp á fimm helgarferðir um þessa helgi þar sem ahir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ferðimar eru þessar: 1. Síðsumarsferð í Þórsmörk: a. Ekið á laugardeginum aö hinum stórkostlegu Markarfljótsgljúfrum og gengið með þeim að Einhymings- flötum. b. Gönguferðir m.a. léttár fjöl- skyldugöngur í Þórsmörkinni. Frá- bær gistiaðstaða í Skagfjörðsskála Langadal. Munið sumardvöhna, t.d. frá fostudegi eða sunnudegi til mið- vikudags. 2. Þverbrekknamúli-Hrútfell. Gist í skálum. 3. Hveravellir-Þjófadalir (grasaferð). Gist í skála F.í. í Hveravöllum. 4. Landmannalaugar-Eldgjá. Gist í Laugum. 5. Á fjallhjóli um Kjöl. Gist í skálum. Rúta flytur hjóhn inn á Kjalveg. Upplýsingar og farmiðasala á skrif- stofunni í Mörkinni 6, s. 682533. Ferðafélagið býður meðal annars upp á ferð í Þórsmörkina um helgina. w Knattspyrna: Fjorir leikir hjá konunum Fjórir leikir fara fram um helgina í 1. deild kvenna á íslandsmótinu I knattspyrnu. Á föstudagskvöldið leika Breiðablik og Þór frá Akureyri á Kópavogsvelli og hefst leikurinn klukkan 19.00. Stúlkurnar í Þór verða síðan aftur á ferðinni á laugardag en þá mæta þær liði Vals á Valsvelli klukkan 14.00. Uð Skagamanna verður á ferð á Austurlandi um helgina. Á laugardaginn mætir fA liðí Hattar á Egilsstaðavelli klukkan 16.00 og daginn eftir, á sunnudag, leik- ur ÍA við Þrótt frá Neskaupstað á Neskaupstaðarvelii klukkan 14.00. Margir leikirí 3. og 4. deild Fjölmargir leikir fara fram um helgina i 3. og 4. deild. Fimm leikir eru á dagskrá í 3. deild og sextán leíkír 14. deild. Þessir leik- ir verða um helgina: 3. deildáföstudag Völsungur-Magni......kl. 19.00 Skallagrímur-Grótta..kl. 19.00 Dalvík—Tíndastóll.kl. 19.00 3. deild á laugardag Haukar-KS..................kl. 14.00 Ægir-Þróttur Nes..kl. 14.00 4. deild á föstudag Afturelding—Njarövík .....kl. 19.00 Leiknir R.-Léttir.kl. 19.00 Austrí E.-Neisti D...kl. 19.00 Leiknir F.-K.S.H..kl. 19.00 Valur Rf.-Huginn.....kl. 19.00 4, deildá laugardag Hafnir-Ernir............kl. 14.00 Víkingur Ól.-Árvakur.kl. 14.00 Hvatberar-Reynir S...kl. 14.00 HK Fjölnir..............kl. 16.00 Ármann-Snæfell....kl. 14.00 Bolungarvík-Víkverji.kl. 14.00 5. M.-Kormákur.......kl. 14.00 Hvöt-H.S.Þ.-b........kl. 14.00 Þrymur-Umf. Neistí...kl. 17.00 Einherjí-Sindri......kl. 14.00 Huginn F.-Höttur.....kl. 14.00 Útivist: Dagsferðir ásunnudag Á sunnudaginn verður gengið upp á Skjaldbreið (1060 m) sem er ellefta fjallíð í fjallasyrpu Útí- vistar, Skjaldbreið er næststærsta hraundyngja á ístandi, með mikl- um og djúpum gíg, 300 m að þvermáli. Sunnan í Skjaldbreið eru tveir móbergsgtgar sem heita Karl og Kerling. Víðkunnugt er kvæði Jónasar Hallgrímssonar um Skjaldbreið. Brottför í ferðina er frá BSÍ kl. 9. Einnig verður boðið upp á láglendisgöngu fyrir þá sem ekki treysta sér á fjallið, genginn verður hluti af Gagn- heiðavegi sem er gömul þjóðleið milli Þingvalla og Borgarfjarðar. Kl. 13 á sunnudag er útivistar- dagur fjolskyldunnar I Grafn- ! ingnum. Gengið verður um Grafninginn, farið í leíkí og grillaðar pylsur. Upplögð ferð fyrtr alla fjölskylduna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.