Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1992, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1992, Page 1
Ný íslensk kvikmynd: Svo á jörðu sem á himni Kvikmynd Kristínar Jóhannes- dóttur, Svo á jöröu sem á himni, verður frumsýnd í Háskólabíói á morgun. Myndin fléttar saman sögu ungrar stúlku og fjölskyldu hennar á íslandi á fjórða áratug aldarinnar og hhðstæðu hennar á fjórtándu öld á sama stað en þá lagði Straumfjarö- ar-Halla bölwm á staöinn eftir að hafa misst syni sína og erlendan ást- mann í hafið. Á þessum stað strand- aði franska vísindaskipið Pourquoi pas? árið 1936 og er atburðurinn sýndur frá sjónarhóli stúlkunnar. Ástarsagan frá fjórtándu öld byggir upp spennu sem stigmagnast og nær hámarki í sjóslysasenu. í helstu hlutverkum eru margir af okkar þekktustu leikurum. Má þar nefna Tinnu Gunnlaugsdóttur, Valdimar Örn Flygenring, Helga Skúlason, Sigríði Hagalín og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, auk frönsku leik- aranna Pierre Vaneck, Christophe Pinon og Christian Charmetant. Stærsta hlutverkið leikur hin unga Álfrún H. Ömólfsdóttir. Kristín Jó- hannesdóttir er leikstjóri og skrifar einnig handritið. Tónhst er eftir Hhmar Öm Hilmarsson, stjórn kvik- myndatöku var í höndum Snorra Þórissonar, khppingu sá Sigurður Snæberg Jónsson um og búninga Helga Stefánsdóttir. Framleiðandi er Sigurður Pálsson. ^ Svo á jörðu sem á himni var kvik- mynduð á tólf vikum á tímabihnu júlí-október 1991. Flest útiatriðin vom tekin á eyðibýlinu Horni í Hornafirði en jafnframt var kvik- myndað í Bláfjöllum, við Breiða- merkurlón, á Vatnajökli, í Reykjavík, Grindavíkurfjöru og Krísuvíkur- bergi, höfninni í Gufunesi og um borð í seglskipinu Kaskelot sem leigt var sérstaklega frá Bretlandi th kvik- myndatökunnar en skipið er þekktur „kvikmyndaleikari" og var meðal annars í sjónvarpsþáttaröðinni um Onedin-skipafélagið. Inniatriðin vom hins vegar tekin í skemmu sem tekin var á leigu í Kópavogi undir innanhússleikmyndir. Daníel Ágúst Haraldsson, söngvari hljómsveitarinnar Ný danskrar, leikur hlutverk í Svo á jörðu sem á himni. Sést hann hér fremst á myndinni. Krislskirkja: Barokk- tónlist Tónhstarkonumar Guðrún Skarphéöinsdóttir blokkflautu- leikari og Nina Haugen orgeheik- ari halda tónleika í Kristskirkju í kvöld kl. 20.30. Efhisskráin tengist öh að ein- hvetju leyti tónhst frá Englandi á 17. og 18. öld. Leikin veröa verk eför ensk tónskáld eins og Henry Purceh, Matthew Locke og Andrew Parcham. Einnig eru á eMsskránni verk eftir önnur tónskáld sem annaöhvort störf- uöu í Englandi eða höfðu mikh áhrif á þróun enskrar tónlistar. Guðrún Skarphéðinsdóttir lauk burtfararprófi frá Tónhstarskól- anum í Reykjavík 1987. Hún stundaði framhaldsnám í þijú ár 1 Sviss í skóla sem sérhæfir sig í túlkun á leik gamahar tónhstar. Síöastliðin tvö ár hefur Guörún verið búsett í Þýskalandi þar sem hún starfar sjálfstætt sem tónlist- armaður og stundar nám í Alex- andertækni. Norski orgeheikarinn Nina Haugen lagði stund á kirkjutón- list í Þrándheimi en hóf nám í Sviss 1987. Hún tók þar lokapróf í vor. Nina Haugen hefur haldiö einleiks- og kammertónleika bæöi i Noregi og annars staöar. í vestursal Kjarvalsstaða sýna Kristján Steingrímur, íris Friðriks- dóttir, Ólafur Gíslason og Ragnar Stefánsson. Myndin er tekin þegar þau unnu aö uppsetningu sýningar- innar. ----- ,i ....- — — L—ý. — ..it _ Tvær starfstúlkur Kjarvalsstaða eru hér með tvær teikningar eftir Alfreð Flóka en sýning á teikningum hans er i austursalnum. DV-myndir BG Kjarvalsstaðir: Fjórar sýningar opnaðar Það verður mikið um að vera á Kjarvalsstöðum um helgina en á laugardaginn verða opnaðar fjórar myndhstarsýningar, auk þess sem þar verður opnaöur nýr veitingasal- ur. í austmsal Kjarvalsstaða verður sýning á teikningum eftir Alfreð Flóka og eru verkin í eigu Listasafns Reykjavíkur. Alfreð Flóki var auk þess að vera snjah og mikhhæfur myndhstarmaður mikih bóhem og hneykslaði gjaman góðborgarana. Fáir myndhstarmenn hafa að jafnaði sýnt viö jafn mikla aðsókn og Alfreð Flóki en hann hélt meðal annars níu einkasýningar í Bogasalnum. Fyrstu sýningu sína hélt hann 1959. Einnig verða sýnd á Kjarvalsstöð- um afstrakthöggmyndir eftir Ás- mund Sveinsson, glerverk eftir fær- eyska myndhstarmanninn Tróndur Patursson og í vestursal er síðan samsýning fjögurra hstamanna. Þeir eru íris Friðriksdóttir, Kristján Steingrímur, Ólafur Gíslason og Ragnar Stefánsson. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá 10-18.. Safnaleiðsögn er á sunnu- dögum. Sýningamar fjórar munu standa th 13. september. Kráarýnir fer á Café Romance -sjábls. 18 Megas, Kuran Swingog Cirkus Babalú á Hressó -sjábls. 19 Hafsteinn Austmann sýnirí Nýhöfn -sjábls. 20 Ibsen og persónur hansí Norræna húsinu - sjá bls 20 Eyðieyjar á Kollafirði -sjá bls. 23 íþrótta- viðburðir helgar- innar -sjábls. 23 Hvemig verður helgar- veðrið? -sjábls. 24

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.