Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 2
28 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. Bflar___________________pv Hvað kraumar í pottum hjá bílaframleiðendum? Hér sést vel hvernig þriðji afturglugginn kemur til viðbótar á fernra hurða bílnum, líkt og á Fiat Tipo. í byrjun næsta mánaðar opnar al- þjóðlega bílasýningin í París dyr sín- ar fyrir gestum og verður án efa fróð- legt að sjá hvað einstakir bílafram- leiðendur færa upp úr pottum sínum fyrir þá sem sækja sýninguna heim. Einhverjir velja þá leið að frum- sýna bíla sína á sýningunni nú í Par- ís og aðrir bíða eftir bílasýningunni í Genf í mars til að sýna nýjungar sínar. En lítum nánar á hvað kraumar í pottunum hjá bílaframleiðendunum þessa dagana: Opel Helsta nýjungin þar á bæ er nýr Opel Corsa sem birtast mun almenn- ingi á bílasýningunni í Genf í mars og finnst örugglega mörgum vera kominn tími til eftir ellefu ár. Boðið verður upp á bílinn sem þriggja og fimm hurða og í öllum meginatrið- um, eins og til dæmis öryggi, sækir þessi nýi bíll mikið til Astra. Corsa verður til dæmis fáanleg með ABS, sóllúgu, flögurra þrepa sjálf- skiptingu, rafdrifnum rúðum, svo eitthvað sé tínt til. í byijun verður boðið upp á gerðirnar Eco, Joy og GL en síðar mun birtast GSi með ABS og lúxusinnréttingu og búnaði. Vélar verða íjórar, frá 1,2 lítra 45 héstafla upp í 1,6 lítra, 16 ventla, 115 hestöfl, auk tveggja dísilvéla. Innan tveggja ára mun síðan koma stationgerð, „Combo“, og einnig sportlegur coupé. Astra kemur í blæjugerð og tvær nýjar gerðir, Omega GLT, sem er betur búinn, og 24 v. með 200 hest- afla vél. Þá er einnig að geta Monterey- jeppans og eins mun Opel markaðs- setja Trans Sport, áður Pontiac, sem GM-bíl í Evrópu vw Nýja módelárið hófst hjá Volkswagen 3. ágúst síðastliðinn og þar á bæ er helsta nýjungin Golf VR6 með sex strokka vél og fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Þá er ein stærsta nýjungin fyrir þá sem vilja kaupa sér Golf, Vento eða Passat að nú býður VW upp á loft- púða bæði fyrir ökumann og farþega fyrir aðeins um 1.200 þýsk mörk aukalega. Smáatriði, sem verður staðalbún- aður í bílum VW á næstunni, er sér- stakur filter í loftræstibúnaði sem hreinsar frjókorn úr loftinu og gerir því akstur fyrir þá som hafa ofnæmi fyrir slíku mun léttbærari. í ársbyrjun ’93 kemur Golf GTI16 v. loks fram á sjónarsviðið, búinn fjórventlavél, tveggja lítra, 150 hest- afla. Mercedes Benz Hjá Benz í Stuttgart verður byijaö að framleiða nýja 190-bílinn í febrúar en samt verður haldið áfram að smíða þann „gamla“ samhliða fram í maí. Þessi nýi Benz, sem heitir innan- húss hjá þeim í Stuttgart W202, er rétt um 4,5 metra langur svo að hann er farinn að nálgast miðbílinn, 200- línuna (W124), heilmikið í stærð. Hjólhafiö eykst úr 2665 mm upp í 2690 mm sem sennilegast fmnst best í auknu hnjárými aftursætisfarþega. Þessi nýi 190-bíll á að bjóða upp á miklu meiri þægindi í akstri og boðið verður upp á glæsilegri innréttingar en áöur, þar á meðal leðuráklæði og tréverk í klæðningum. Vélar verða fjölmargar, eða fimm bensínvélar, frá 1,6 lítra, 16 ventla og 109 hestafla í 190E upp í 2,8 lítra, 24 ventla og 197 hestafla og auk þess tjórar dísilvélar og þar er sú aflmesta með turbo og gefur 136 hestöfl. Þá mun 200-línan frá Benz fá minni háttar andlitslyftingu og einnig nýja fjórventlavél. Ford Stærsta nýjungin þar á bæ er arf- taki Ford Sierra sem brátt mun birt- ast og á raunar ekkert sameiginlegt með fyrirrennaranum annað en nafnið sjálft. Breytingin frá afturhjóladrifi yfir í framhjóladrif skiptir mestu máli, enda gefur þessi breyting miklu meira rými í káetunni fyrir öku- mann og Jarþega. Vélar verða fiórar bensínvélar frá 1,6 lítra, 16 ventla og 90 hestafla upp í 2,5 lítra, 24 ventla og heil 175 hest- öfl. Þar til viðbótar er 1,8 lítra turbo- dísil, 90 hestafla. BMW Að því er best verður séö verður ekki mikið um stórbreytingar hjá BMW á næsta módelári en hins vegar nokkrar breytingar á vélum og bún- aði. 3-línan fær til viðbótar „súper- sportarann" M3 með 3,0 lítra vél (sex strokkar, 286 hestöfl). Glansnúmerið þar á bæ verða hins vegar nýjar V8-vélar sem fyrst um sinn verða, að því er virðist, í 7- línunni. Bæði er um að ræða 3,0 og 4,0 lítra útgáfur. Sú minni verður fáanleg með bæði handskiptingu og fimm þrepa sjálfskiptingu en sú stærri aðeins með sjálfskiptingu. Þá mun vera von á 8 strokka vél í „fimmunni", og þá helst í stationbíln- um, eða „touring", og þar leysir nýja vélin „gömlu" sex strokka vélina af hólmi. Daihatsu Hér er merkasta nýjungin að á næsta ári mun okkur birtast nýr Daihatsu Charade en lítið hefur farið fyrir fréttum af því hverjar helstu breytingarnar á bílnum eru frá því sem við jiekkjum í dag. Þá er von á endurgerð „sportjepp- ans“ Bertone Freeclimber en sá bíll var byggður á Daihatsu Rocky. Nú hefur verið söðlað um og nýi bíllinn er byggður á Feroza. Áfram verður þessi sportjeppi knúinn vél frá BMW en í stað turbodísilvélar kemur 316i. Mitsubishi Nú þegar nýlokið er markaðssetn- ingu á nýjum Colt og Lancer er stefn- an á næsta ári sett á arftaka Galant en von er á honum í ársbyijun ’93. Líkt og gert var hjá Mazda í 626 kem- ur Galant nú með lítilli sex strokka vél en toppgerðimar verða í boði með 2,0 og 2,5 lítra V-sexum. Þá er von á stationgerð af Sigma sem verður með 3,0 lítra, 177 hestafla vél. Nissan Um næstu áramót munu birtast tveir nýir bílar frá Nissan hér í Evr- ópu. Fyrstan skal telja Serena sem við höfum áður kynnt hér í DV- bílum. Þetta er blanda af „minibus" og fólksbíl, með góðu plássi fyrir sjö farþega. Þessi bíll kemur með sömu tveggja litra vélinni og við þekkjum í dag úr Primera, 117 hestafla, en hún er staðsett í miðjum bílnum sem gef- ur gott innanrými. Hins vegar er beðið með meiri eftir- væntingu eftir nýjum Nissan Micra sem verður í raun „evrópskur" bíll vegna þess að hann verður smíðaður í verksmiðjum Nissan á Englandi. Þessi nýja Micra hefur fengið mun mýkri línur en gamli bíllinn og þrátt fyrir að bíllinn sé 3,7 metrar á lengd er innanrýmiö sagt mjög gott. Vélar verða 1,0 lítra, 55 hestöfl, og 1,3 lítra, 75 hestöfl. Hægt verður að fá ABS- hemlalæsivöm sem aukabúnað. Þá mun vera von á andlitslyftingu á skúffubílunum frá Nissan á þessu módelári, með endurbættri tækni og meiri búnaði. Þá mun vera áð vænta nýs „hálfkassa" éða femra hurða skúffubíls. Terrano-jeppinn hefur líka fengið minni háttar andlitslyftingu en þar er þó merkast að komin er sterk hlið- arárekstursvöm í hurðir. Toyota Margir gætu haldið að nú væri mál að linnti hjá Toyota eftir mjög öra endurnýjun undanfarið en nýr Camry, Carina E og loks Corolla hafa birst með nokkurra mánaða millibili. Peugeot 306 - arftaki 309, en búist er viö þessum nýja bíl á markað vorið 1993. Nissan Micra verður í raun „evrópskur" bíll vegna þess að hann verður smíð- aður í verksmiðjum Nissan á Englandi. Mjúkar linur eru allsráðandi i þess- um nýja bil. Nissan Serena - blanda af „minivan" og fólksbil með sætum fyrir sjö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.