Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. 35 DV Bílar eftirtaldir bílar voru notaðir sem fyrirmynd — Vétarorka og gangmýkt* (3,6 títra vétín) Acura Legend Miðstöévar* og toftreastlkerfl þar moð tailn toftkæting BMW 7-línan Stífni I yfirbyggingar i Nissan Maxima E/'n þeirra véla sem í boði eru FJöðrun Grunnur—- Ford Taurus, Chevrolet Lumina Miðlungs — Acura Legend, Nissan Maxima Toppgerð — BMW 5-línan, Audi 100, M-Benz S virði. Hann er líka eina gerðin þess- ara þriggja sem fáanleg er með heil- um bekk að framan. Hina er aðeins hægt aö fá með stólum frammi í. Chrysler Concorde kemur næstur og loks er hátindurinn Eagle Vision. Markaðskannanir liggja að baki Auðvitað liggja markaðskannanir á bak við hverja gerðina fyrir sig. Þannig er Eagle Vision sportlegastur þeirra þriggja og á að keppa við sportlega, innflutta bíla. Kaupenda að honum er vænst úr hópi „ungs fólks á uppleið" og þeirra sem hafa yndi af sportlegum eiginleikum bíla. Concorde á að höíða til kaupenda sem famir eru að reskjast og eiga uppkomin böm. Intrepid á að höfða til víðasta sviös af þessum þremur bílum og geta fullnægt þörfum „með- alfjölskyldunnar" - í amerískum skilningi allt frá því að vera þægileg- ur „skólabíll“ fyrir mömmu upp í að vera viðunandi tryllitæki fyrir pabba. Vélarorka allra þriggja ætti líka að vera viðunandi, hvort sem valin er þrautreynd og gamalkunnug V-6 153 ha. 3,3 Utra Chryslervélin eða nýja 214 ha. 3,5 lítra 24 ventla V-6 vélin. í öllum tilvikum er sama sjálfskipting- in í boði, endurbætt fjögurra gíra Ultradrive, en í ráði er að bjóða síðar meir upp á 5 gíra handskiptan kassa í Vision og Intrepid-bíla handa þeim sem hafa virkilega gaman af að aka, og ekki síst með Evrópumarkaðinn í huga, þar sem handskipting er al- mennt val, sjálfskipting undantekn- ing. Chrysler ætlar að sýna Vision- bílinn á alþjóðlegu bílasýningunni í París í byrjun október en sala á LH- bílunum í Evrópu er ekki á dag- skránni fyrr en 1994. Árekstraprófun í praksís í Flórída Segja má að frumraun LH-bílanna hafi verið þegar þeir voru seldir sem bílaleigubflar til Flórída. Það var allt með ráðum gert. í fyrsta lagi er mik- ið álag á bílum í Flórída, lofthiti mik- ill og rakastig hátt og langar vega- lengdir eknar. Þar við bætist að bíla- leigubíiar í Flórída hafa háa slysa- tíðni og þannig fæst þegar í upphafi mikil og örugg vitneskja um það hvernig þessir bílar koma út í raun hvað öryggisþáttinn áhrærir, svo og hvemig loftpúðamir og kippibeltin pluma sig í praxís, en LH-bílarnir eru með loftpúða fyrir bílstjóra og fram- sætisfarþega sem staðadbúnað. Það hefur valdið Bandaríkjamönn- um dálítilli uppþembu að LH-bílarnir skuli vera framleiddir í Ontario í Kanada. En Lee Iacocca, forstjóri Chrysler fram til næstu áramóta, sem frægur er fyrir að segja mein- ingu sína hvar og hvemig sem á stendur, segir að það eigi einfalda skýringu. „Þegar við keyptum Amer- ican Motors,“ segir hann, „fengum við afbragðs verksmiðju með í kaup- unum. Því miður vildi enginn kaupa á teikniborðinu, byggður á LH-plani, en þá mun hafa verið teygt ögn á öxlabilinu og grunnplaninu sam- kvæmt því. Á nefinu skuluð þér þekkja þá Eins og sést á fjöðrunarmismun eru bílarnii ekki allir eins. Þeir eru heldur ekki eins að innréttingu þó að munurinn sé ekki yfirgengilega mikill. Sama er að segja um útlitið. Þar munar svo litlu að vissara er að gá tvisvar til að vera viss um að maður sé að horfa á þann bíl sem maður heldur. Mismuninn má lítil- lega greina á afturljósunum en fyrst og fremst á frampartinum, sjálfu nefinu. Á ávöxtunum skuluö þér þekkja þá var alkunnugt spakmæli fyrir fáum árum en við verðum að breyta því agnar ögn hvað LH-bílana snertir: Á nefinu skuluð þér þekkja þá. Samt eru þeir ekki allir eins þó úthtið sé næsta svipað. Vélarhlífarn- ar eru ekki eins þegar grannt er skoöað. Ytra byrði hurðanna er ekki eins. Felgumar eru ekki éins. Enda er munur á verði og íburði á þessum bílum, líka búnaði og þægindum. Dodge Intrepid er fáanlegur með minnstum aukabúnaði og þar með ódýrastur. Með honum hefst verð- lagning bílanna við 18 þúsund doll- ara, rétt tæpa milljón íslenska á nú- Markaðskannanir leiða í Ijós hverjir eru væntanlegir kaupendur LH-bil- anna. Efst er Eagle Vision. Væntanlegir kaupendur eru „uppar“, fólk sem hefur heilbrigt líf aö leiðarljósi, borðar úti tvisvar í viku, tekur kapalsjón- varp, bækur og tímarit fram yfir fréttasjónvarp. í miðið er Chrysler Con- corde. Kaupendur eru miðaldra til rosknir, börnin komin í framhaldsnám og/eða farin að heiman, hafa yndi af garðrækt og útiveru og fylgjast með vinsælustu þáttunum í sjónvarpinu. Neðst er Dodge Intrepid. Kaupendur: hefðbundnar fjölskyldur sem lifa hefðbundnu lífi. Borða úti tvisvar í mán- uði og gæta þess að missa ekki af vinsælustu þáttunum í sjónvarpinu. það sem framleitt var í henni,“ - en það var Eagle Premier, einnig seldur sem Dodge Monaco. Iacocca vonast til að LH renni betur út en sá bíll. Hann er líka stoltur af því að þetta séu í alvöru amerískir bílar. „LH er 90-92% amerískur bíll,“ segir hann. „Ég segi ekki: kaupið amerískt. Ég segi: prófið amerískt. Tryggið ykkur mestu gæðin. Tryggið ykkur besta verðið. Tryggið ykkur mest fyrir peningana. Þegar þiö hafið prófað LH munuð þið kaupa LH. Og svoleið- is á það að vera.“ Einkum byggt á Automotive News S.H.H. Bandaríski bílamarkaðurinn: Búist við betri stöðu Detroit - Reuter: Vegna veikrar stöðu dollarans og lágra vaxta sem þýðir ódýr lán fyrir kaupendur þá búa þeir „þrír stóru“ í Detroit sig undir það að markaðssetja 1993 módelin og ná aftur tapaðri mark- aðshlutdeild frá Japönum. Á næstu tveimur vikum eiga bandarískir neytendur von á mikill skriðu áuglýsinga í sjónvarpi og blöðum auk þess að fá mikið af auglýsingaefni og bæklingum sent beint heim. Fyrir bílaframleiöendur í Detroit gildir það eitt að ná sölu á eins mörgum fólksbílum og skúffubíl- um og kostur er frá japönsku inn- flytjendunum með því að leggja áherslu á verö, gæði og uppbót - markaðstækni sem felur í sér að kaupandinn á þess kost að fá hluta kaupverðsins aftur til baka. Ford Motor Co hækkar verö 1993 árgerða sinna aðeins um 0,3%, General Motors um 1,6% og Chrysler um 2,6%. Á móti kemur að Toyota hækkar verð sinna bíla um 2,6%, Mazda 2,9% og Acura-deild Honda hækkar verð sinna bíla um 2,9% Ekki liggur enn fyrir hvað Honda ætlar að hækka verð sinna bíla, en sérfræðingar telja að hækkunin verði svipuð og hjá hinum jap- önsku framleiðendunum, sem hafa orðið illa úti vegna lækkandi stöðu dollarans. Þessi staða á markaðnum hefur bætt söluna hjá Ford og Chrysler á þessu ári og sérfræðingar spá betri sölu á árinu 1993. í enda ágúst hafði Ford bætt stöðu sína á bandaríska markaön- um sem nemur tveimur af hundr- aði, en Chrysler hafði á sama tíma bætt við 0,81 prósenti. General Motors tapaði hins vegar markaðs- hlutdeild á þessu ári eða sem nem- ur 0,74 af hundraði. Japönsku framleiðendurnir hafa tapað um tveimur af hundraði markaðshlutdeildar það sem af er þessu ári, einkum í sölu á skúffu- bílum og jeppum. ERT ÞÚ ORUGGLEGA ÁSKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUÐI I ÁSKRIFTARGETRAUN ‘~í . . . OG SIMINN ER 63 27 00 ERT ÞÚ í BÍLAHUG LEIÐINGUM? Toyota Corolla XL Mazda 323 LX Toyota Corolla XL ’91, 5 gíra, 5 dyra, rauö, ek. 15 þús. Verð 850.000. '87, 3ja dyra, ek. 45 þús. Verð 390.000. þús. Verð 870.000. ’85, 5 gíra, blár, ek. 127 þús. Verð 700.000. MMC Pajero MMC Lancer GLX 420.000. HYunam BIFREiÐAR & IANDBÚNAÐARVÉLAR hF ÍOMLl Suðurlandsbraut 14, simi 681200. Bein lína 84060 '87, þús. Verð 430.000. ek. 90 Toyota Corolla DX

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.