Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 6
 36 Bílar LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. Hvað var vaskbíllinn að gera við tjaldið á Laugarvatni? Þurfa eigendur vaskbíla að greiða háar sektir? - mikil brögð að misnotkun vaskbíla og hlunnindabíla Volkswagen Polo er einn þeirra bíla sem auðvelt er að breyta þannig að þeir uppfylli gerðar kröfur til endurgreiðslu virðisaukaskatts. Þá er aftursæt- ið tekið úr og grlnd sett aftan við ökumannssætið. Hvernig tengist það notkun bíls sem vaskbíls að standa um verslun- armannahelgi fyrir utan tjald í Þórs- mörk, hjá léttklæddri fjölskyldu sem er að grilla í góða veðrinu? - Þetta er spuming sem fjöldi vaskbílakaup- enda verður að svara um þessar mundir. Vaskbílar eru þeir bílar kallaðir sem keyptir eru tU nota í virðisauka- skattskyldum atvinnugreinum. Kaupendur þeirra hafa í þeim tilvik- um fengið virðisaukaskattinn endur- greiddan og bílana þar með um 20% ódýrari en ef bíllinn hefði verið keyptur til almennra nota. Raunar er ekki sjálfgefið að virðisaukaskatt- ur fáist endurgreiddur þó kaupand- inn hafi virðisaukaskattskyldan rekstur. Fyrir kemur að kaupandan- um sé gert að sýna fram á að hann þurfi á bíl að halda við þennan rekst- ur. Reglur um vaskbíla mjög einfaldar Sá böggull fylgir skammrifi að vaskbíla má aðeins nota til þess reksturs sem vaskurinn er endur- greiddur út á. Það samrýmist ekki endurgreiðslureglunum tU dæmis að skreppa í bíó að kvöldi á vaskbílnum eða til rakara í kaffitímanum. Sá kaupandi, sem þannig hagar sér, hefur þar með brotið reglur um notk- un vaskbíla og á yfir höfði sér að þurfa að endurgreiða virðisaukann, að viðbættum háum sektum. Reglan er í sjálfu sér einíold: aðeins má nota bílinn til þeirra verkefna sem endurgreiðslan fékkst út á. Hvert frávik fyrirgerir þessum rétti. Vera má að fyrirtæki með vaskbíl eigi til að mynda löglegt erindi með hann til Kirkjubæjarklausturs frá Reykjavík. En þá er ekki heimilt að bílstjóri hans hafi fjölskylduna með sér og taki sér dagsfrí hjá Gunnu frænku í Þykkvabænum í leiðinni. Þá er komið út fyrir það verkefni sem undanþága frá virðisaukaskatti fékkst út á. Ef til vill hefur eigandinn líka brot- ið reglur um hlunnindabíla. Það telst til hlunninda að hafa afnot af bfl sjálfum sér til þæginda, svo sem að skreppa í bíó að kvöldi, eöa til rakar- ans, svo ekki sé talað um með fjöl- skylduna í Þórsmörk um verslunar- mannahelgina. Og hlunnindi á að telja fram og borga af þeim skatt. Myndaðir við tjöld og bústaði Undanfamar vikur hefur margur vaskbflseigandinn fengið heimsókn frá rannsóknardeild ríkisskattstjóra. Þar hefur hann fengið að sjá myndir af viðkomandi vaskbíl við sumarbú- stað, tjald eða á einhverjum öðrum stað sem langsótt verður að veija að bílarnir hafi verið í tengslum við þann virðisaukaskattskylda rekstur sem þeir hafa fengið niðurfeliingu virðisaukaskatts út á. Ásgeir Heimir Guðmundsson, deildarstjóri eftirlitssviðs rannsókn- ardefldar ríkisskattstjóra, staðfesti í viðtali við DV-bfla að nú stæði yfir víðtæk rannsókn á þessum atriðum. Gerðar hefðu verið skýrslur um fjölda bfleigenda og ekki aðeins um misnotkun á vaskbflum heldur einn- ig um hugsanleg brot á reglum um búnað þeirra. Þeir eru nefnilega sumir komnir með fleiri sæti en heimflt er til að fá niðurfellingu virð- isaukaskattsins. Borið hefur á því aö til aö mynda sendibílar, sem í upp- hafi voru ekki með sæti aftur í, séu nú komnir með það, eða fólksbflar- /jeppar, sem gerðir hafa verið að vaskbílum með því að rífa úr þeim aftursætið, hafi síðar endurheimt þetta sama aftursæti. Eigendur bera því þá gjarnan við að svona hafi nú bíllinn verið af- greiddur frá umboðinu - og þetta er eitt af því sem verið er að rannsaka í þessu samhengi. Sektin allt að tíföld endurgreiösla vsk. Auk þessarar rannsóknar á vask- bflum fer um þessar mundir fram rannsókn á notkun hlunnindabfla þar sem nokkur brögð munu vera að misnotkun þeirra og að ekki komi öll hlunnindi fram sem notið er. Fari svo, sem allnokkrar líkur eru tfl, að mörgum vefjist tunga um tönn að skýra hvemig návist vaskbflsins við tjaldið eða sumarbústaðinn teng- ist notkun hans sem vaskbíls, getur það dregið allmikinn dflk á eftir sér. Það er ekki aðeins að menn þurfi standa skil á virðisaukaskattinum, sem þeir fengu niðurfelldan, heldur er heimilt að sekta þá um allt að tí- falda þá upphæð sem þeir fengu end- urgreidda. Þar að auki kann að þurfa að meta tekjuskatt þeirra upp á nýtt með tflliti tíl þeirra hlunninda sem þeir hafa haft af notkun bílsins. Elstu vaskbflarnir em nú orðnir tveggja og hálfs árs þannig að í sumum tfl- vikum era þetta dæmi upp á töluvert stórar fjárhæðir. S.H.H. Þrjú bílanmboð selja notuðu bílana á sama stað: Notaðir bílar Jötuns í Bílahöllinni Býður hálfan hektara af bilum: Jón Ragnarsson I Bílahöllinni - bílasölu, bilaleigu og bílaryðvörn. Ljósmynd DV-bilar, RaSi Um síðustu mánaðamót gekk Jöt- unn hf. tfl samstarfs við Bílahöllina hf. með sölu á notuðum bflum. Þetta er þriðja bílaumboðið sem lætur bíla- höilina um að selja notuðu bflana. Hin tvö em Ræsir hf. og Glóbus hf. Jafnframt eiga þessi þrjú umboð dá- lítinn hlut í Bflahöllinni hf. Þegar tilvonandi bflkaupandi kem- ur tfl Glóbusar, Jötuns eða Ræsis og vill láta gamla bflinn sinn upp í kaup á nýjum bíl er hann beðinn að fara í Bílahöllina og láta meta gamla bíl- inn. Þar fer fagmaður yfir gamla bíl- inn, gerir lista yfir það sem lagfæra þarf, ef eitthvað er, og verðmetur bflinn út frá því. Gangi kaupin upp fer bfllinn síðan í Bílahöllina aftur þar sem gert er við það sem gera þarf samkvæmt skoðunarlistanum en síðan fer bíllinn á sýningarsvæðið og báður nýs eiganda. Bílarfrá brekku- rótum upp á brún Um þessar mundir er liðið vel á annað ár síöan Ræsir og Glóbus fluttu sölu notaðra bfla, svokallaðra uppítökubfla af því þeir em teknir upp í sölu á nýjum bílum, í Bflahöll- ina. Þegar þriðja umboöið bætíst nu við sem tekur upp þetta fyrirkomu- lag má ætla að það hafi gengið nokk- uð vel. Að sögn Jóns Ragnarssonar, forstjóra Bílahallarinnar, em um 200 bílar á sýningarsvæði Bflahallarinn- ar núna. Svæðið hefur verið stækkaö um næstu lóð neðar á Bfldshöfðan- um, niður í Ártúnsbrekkuna, þannig að minnstu munar aö sýningarsvæði Bílahallarinnar liggi orðið að sýning- arsvæði Bílahússins sem selur not- aða bfla Ingvars Helgasonar hf. Þannig hefur sá sem er að spá í not- aðan bfl margt að skoða uppi á Ár- túnsbrekkubrún, í Ártúnsbrekkunni og undir henni. Samaiflagt er sýningarsvæði Bíla- hallarinnar um hálfur hektari, þar af 600 fermetrar undir þaki. Vísir að sameiginleg- um bílamarkaði? DV-bílar lögðu þá spumingu fyrir Jón hvort þetta væri það sem koma skyldi: sameiginlegur markaður flestra eða allra umboðanna fyrir notaða bfla. Jón kvað það ekki útflok- að og sagði að nú þegar væri nokkur vísir að því fyrir hendi. Umboðin hringdu mikið til fyrirtækis hans og ráðfærðu sig um verðlagningu uppí- tökubfla, á sama hátt og Bflahöflin hefði samband við umboðin í sama skyni. Jón sagði sölu notaðra bíla þokka- lega um þessar mundir og hafa auk- ist með haustinu. Á hinn bóginn sagði hann að viss kreppa myndi verða á þessum markaði næstu tvö eða þrjú árin því vegna lítils inn- flutnings um þessar mundir yrði óþægilegur skortur á vissum árgerð- um þannig að erfitt væri fyrir fólk að yngja upp bíla sína með því að skipta upp í nýlega bíla. Það aftur á móti leiðir tfl óeðlilega mikils fram- boðs bfla af þeim árgerðum þegar innflutningur var mikill og vissrar tregðu í sölu þeirra árgerða. En þá hlýtur markaðslögmáflð að ráða: meira framboð, lægra verð - og þá gengur allt upp! S.H.H. Bamið er lítið - bíllinn er stór Þessa dagana era skólamir að hefja vetrarstarfið. Hátt í 40 þús- und böm em nú að koma af fullum kraftí út í umferðina, þar af 30 þús- und 12 ára og yngri. Á sama tíma má búast við því að bflaumferð aukist verulega ef marka má reynslu undanfarinna ára. Við upphaf skólaársins hvetur Umferðarráð foreldra tfl að und- irbúa böm sín vel undir ferðimar úr og í skóla og gildir þá að vanda valið á leiðinni í skólann og ekki endilega þá stystu og um leið aö benda á þær hættur sem fyrir hendi em í umhverfmu. Þá er ekki síður ástæða til að hvetja ökumenn tfl að hafa þá stað- reynd í huga að bömin em nú mik- ið á ferð og ber að sýna þeim sér- staka tfllitssemi. Lögreglan mun leggja aukna áherslu á eftirflt með umferð í nágrenni við skólanna og þá sérstaklega með hraðakstri. Rétt er að hafa í huga að viðbrögö bama í umferðinni em ekki alltaf rökrétt og í samræmi við það sem búast má við. Allir em án efa reiðubúnir til að leggja sitt af mörkum til að tryggja að böm njóti öryggis í umferðinni. Ábyrgðin er okkar allra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.