Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plotugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Forstjóranetið Samband íslenzkra samvinnufélaga bráðvantar pen- inga, sem það á fasta í hermangsfyrirtækinu Sameinuð- um verktökum. Það getur ekki komið þessari eign í verð, af því að það er í minnihlutahópi hluthafa og get- ur ekki fengið meirihlutann á sitt band. Aðalfundur Sameinaðra verktaka er enn eitt dæmið um, að íslenzk hlutafélög eru ekki hhðstæð opnum hlutafélögum í útlöndum og geta því ekki að óbreyttu ástandi orðið homsteinn tilrauna til að gera hlutafjár- eign að marktæku sparnaðarformi fyrir almenning. í útlöndum væm Sameinaðir verktakar sennilega opið hlutafélag með skráningu á hlutabréfamarkaði. Menn keyptu og seldu í því hlutabréf eftir gengi hvers dags. Stjómendur þess heföu að meginmarkmiði að reka fyrirtækið á þann hátt, að arðgreiðslur héldust háar. Hér á landi er algengt, að stofnun og rekstur fyrir- tækja snúist um allt annað en reglubundinn hagnað og góða skráningu á hlutabréfamarkaði. Hér stofna menn fyrirtæki fremur til að fá góða vinnu við þau og síðan til að nota þessa vinnuaðstöðu til annarra áhrifa. Hlutafélagaflóra íslands er eins konar forstjóraveldi. Velgengni fyrirtækja er oft notuð til að bæta kjör for- stjóra, en ekki til að greiða arð. Þegar betur gengur, komast forstjórar yfir meira hlutafé með því að kaupa það fyrir slikk af þeim, sem þurfa að losna við það. Fcrstjórar ákveða verðið, af því að eigendur hluta- bréfa geta ekki fengið eðlilegan arð í samræmi við gengi fyrirtækisins og standa uppi með verðlausa pappíra, þótt fyrirtækið sé efnað. Engir hafa hag af þessum verð- lausu pappírum nema forstjórar í aðstöðu. Fjármagns til kaupa á aukinni aðstöðu sinni afla for- stjórar með innherjaviðskiptum af ýmsu tagi, svo sem með því að skattleggja aðföng fyrirtækisins í formi umboðslauna og með stofnun pappírsfyrirtækja, sem kaupa og selja vörur og þjónustu hvert af öðru. Engin leið er fyrir almenna hluthafa að henda reiður á þessum möguleikum. Stjómarmenn hafa einnig tak- markaða möguleika til afskipta, ef þeir em ekki í náð- inni hjá forstjóranum og meirihluta hans, meðal annars af því að endurskoðendur hlýða forstjórum í bhndni. Þar á ofan fara forstjórar gjama með eigið fé fyrir- tækjanna. Einnig hðka þeir fyrir helztu stjómarmönn- um til að kaupa sér frið fyrir þeim. Þannig myndast skörp skh milli meirihluta og minnihluta 1 stjómum þekktra fyrirtækja, sem fátítt er í útlöndum. Næsta stig er, að fyrirtæki fara að kaupa hluti í öðr- um fyrirtaekjum, ekki vegna arðvonar, heldur til að kaupa stjómarsæti handa forstjórum, auka tekjur þeirra og áhrif. Úr þessu er smám saman ofið hagsmuna- net forstjóra, sem sitja í stjómum hver hjá öðrum. Þessi iðja blómstrar í skjóh ríkisins, sem veitir einka- leyfi og ýmis fríðindi, er gera fyrirtækjum kleift að lifa góðu lífi, þótt annarleg sjónarmið ráði miklu í rekstri þeirra. Bankar koma og til skjalanna og vemda gróin fyrirtæki forstjóranetsins gegn samkeppnisaðilum. Þetta forstjóranet er kahað Kolkrabbinn, þótt ekki sé um eitt dýr að ræða, heldur ýmis tengd og misvoldug hagsmunabandalög. Samband íslenzkra samvinnufé- laga var einu sinni annar homsteinn svonefiids helm- ingaskiptafélags, en er nú komið út í kuldann. Stjómmálaöflin, með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar, munu standa vörð um þetta forstjóraveldi, ef einhverjir kynnu að reyna að hrófla við því. Jónas Kristjánsson „Þegar sparað er i heilbrigðismálum, er sagt, aö lifi sjúklinga sé stefnt i hættu,“ segir höfundur m.a. í grein slnni. Undanþágur og Sjálfstæðisflokkurinn Allar ákvarðanir vegna fjárlaga fyrir næsta ár eru erfiðar. í ár bera Qárlög þess glögg merki, að ríkis- stjómin og stuöningsmenn hennar á Alþingi, sem hefur íjárveitingar- valdið, stigu skref til aö draga úr opinberum útgjöldum. Þótt minni manna nái skammt, þegar stjórn- mál eru á döfmni, hafa varla allir gleymt því enn, hve harkalega margir brugðust viö í byrjun þessa árs, þegar fjaliaö var um lækkun ríkisútgjalda og umbætur í ríkis- fjármálum á Aiþingi. Allir sann- gjamir menn viöurkenna þó, að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hafi gert verulegt átak til að ná tökum á ríkisfjármálum. Vonir stóðu til þess, að við ákvarðanir um fjárlög fyrir næsta ár þyrfti ekki að þrengja meira að en gert hefur verið 1 ár. Staða þjóð- arbúsins hefur hins vegar frekar versnað heldur en hitt á undan- fömum mánuöum, þótt ýmsir telji sig að vísu sjá ný Ijós í myrkrinu. Við þessar aðstæður stóðu ríkis- stjómin og stuðningsmenn hennar því enn frammi fyrir sársaukafulf- um ákvörðunum viö afgreiöslu fjárlagafrumvarpsins. Þegar ríkisstjómin fagði tillögur sínar að fjárlagaframvarpi fyrir þingmenn, hafði mörgum og jafn- vel öllum steinum verið velt í leit að leiðum til að draga úr útgjöld- um. Margir eru þó enn þeirrar skoðunar, að unnt sé að spara meira í ríkisrekstrinum. Réttmæti þeirra skoðana skal ekki dregið í efa. Líklega gætir of mikillar tregðu hjá stjómmálamönnum til að leggja hreinlega til, aö einhverri starfsemi á vegum ríkisins sé bein- línis hætt. Aldrei ánægja Þegar dregið er úr ríkisútgjöldum eða gerðar em ráðstafanir til að afla ríkissjóði tekna, rísa alltaf ein- hveijir upp til andmæla. Rökin em misjafnlega sterk hjá þeim, sem telja á sinn hlut gengið. Þegar spar- að er í heilbrigðismálum, er sagt, að lífi sjúklinga sé stefnt í hættu. Þegar dregið er úr útgjöldum til skóla, er sagt, að nemendum sé mismunað eöa þeir fái alls ekki að skrá sig til náms. Þegar rætt er um að fjölmiðlar og bækur sitji við sama borð og aðrir gagnvart skatt- heimtumönnum ríkisins, er fram- tíð íslenskrar tungu sögö í veði. Það er borin von, að unnt sé aö ná víðtækri samstöðu um íþyngj- andi aögerðir í fiármálum ríkisins. í því efni er aldrei unnt að gera alla ánægöa. Hinir óánægðu em í mismunandi góðri aðstöðu til að segja hug sinn. Þeir standa best að vígi 1 þessu efni, sem stjóma fjöl- miðlunum, blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Áhrifamáttm- þeirra KjaUaiinn Björn Bjarnason alþingismaður minnkar ekki við að kalla á hinar „talandi stéttir“ til liðs við sig. Við ákvaröanir vegna fjárlaga fyrir árið 1993 var það niðurstaða að afnema rétt fjölmiöla og bókaút- gefenda til að fá svonefndan inn- skatt í viröisaukaskattskerfinu endurgreiddan. Fjármálaráðherra lítur á þetta sem viöleitni til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs; þeim fækkar, sem fá innskattinn endurgreiddan. Þeir, sem notið hafa endurgreiðslunnar, telja hins vegar, að afnám hennar jafngildi skattlagningu á fyrirtæki sín. Innan fyrirtækja hafa uppsagnir starfsfólks eða annars konar spamaður yfirleitt ekki annan aö- draganda en þann, að birtar era tölur, er sýna afkomu fyrirtækis- ins. Þaö er hlutverk stjómenda þess aö taka ákvarðanir í samræmi við þær. Hið sama gildir um ríkis- sjóð. Hjá ríkinu eru hins vegar all- ar hugmyndir um spamað eða tekjuöflun ræddar fyrir opnum tjöldum. Með því er hagsmunaaðil- um og þrýstihópum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Undanþágum fækkaö Þegar rætt var um þá hugmynd aö taka upp tvö þrep í virðisauka- skatti og setja alls kyns menningar- starfsemi undir lægra skattþrepið, birtist stór auglýsing í Morgun- blaðinu, þar sem minnt var á álykt- un á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins frá 1989 um, að öll útgáfu- og menningarstarfsemi skuli undan- þegin virðisaukaskatti. Undir texta auglýsingarinnar rituðu forystu- menn í lista- og menningarlífi landsins nöfn sín. Töldu þeir sig greinilega eiga hönk upp í bakið á flokknum og treystu þingmönnum hans best til að standa vörð um hagsmuni sína. Er ástæða til aö þakka það traust og vona, að það verði látið sem oftast í ljós. Fleiri hafa orðið til þess að vitna í þessa ályktun frá 1989 og með því látið eins og ekkert hafi verið álykt- að um þessi mál á vettvangi Sjálf- stæðisflokksins síðan. Um þetta er eins og endranær nauðsynlegt að hafa það, sem sannara reynist. í ályktun landsfundar sjálfstæðis- manna frá 1991 er hvatt til þess, aö undirbúin verði umtalsverð lækk- un á hlutfalli virðisaukaskatts. Síð- an segir: „Þessu markmiði þarf að ná með breikkun skattstofnsins (afnámi undanþága), minni ríkis- umsvifum og óbreyttri heildar- skattlagningu á áfengi, tóbak og bensín." í starfsáætlun ríkisstjómarinn- ar, sem gefin var út haustið 1991, er rætt um hátt skatthlutfall virðis- aukaskattsins og þar segir meðal annars: „Hátt skatthlutfall hefur ennfremur kallað á undanþágur. Eins og viö mátti búast hefur hver ný undanþága síöan réttlætt enn fleiri undanþágur sem æ erfiðara veröur aö standa gegn. Á kjörtíma- bilinu er stefnt að lækkun skatt- hlutfallsins með því að fækka eða afnema undanþágur." Er sanngjamt, að þessar tvær stefnumótandi ályktanir séu hafð- ar í huga, þegar menn taka sér fyr- ir hendur að núa sjálfstæðismönn- um því sérstaklega um nasir, að þeir fækki undanþágum í virðis- aukaskattskerfinu um leiö og skatthlutfalhð er lækkaö. Ekki er með neinum rökum unnt að segja, að ákvarðanir um það brjóti í bága við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þetta verða þeir, sem notiö hafa undanþáganna, aö hafa í huga, þeg- ar þeir leitast viö að veija sérrétt- indi sín. Sú sjálfsbjargarviðleitni er síöur en svo ámælisverð og á að ræða hana fyrir opnum tjöldum. Bjöm Bjamason „Vonir stóöu til þess, að við ákvarðan- ir um fjárlög fyrir næsta ár þyrfti ekki að þrengja meira að en gert hefur verið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.