Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1992, Qupperneq 4
20
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992.
Sýningar
Art-Hún
Stangarhyl 7, síml 673577
i sýningarsal og vinnustofum eru til sýnis og
sölu olíumálverk, pastelmyndir, grafík og ýms-
ir leirmunir. Opið alla daga frá kl. 12-18.
Árbæjarsafn
Opiö um helgar kl. 10-18.
Ásgrímssafn
Bergstaðastræti 74, sími 13644
Safn Ásgríms Jónssonar er opið á laugardög-
um og sunnudögum kl. 13.30-16.00.
Ásmundarsafn
Sigtúni, sími 32155
Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina
Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar.
Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný við-
bygging við Ásmundarsafn. Safnið er opið
kl. 10-16 alla daga.
Ásmundarsalur
v/Freyjugötu
Opið alla virka daga frá kl. 10-16.
Café List
Klapparstíg
Ólafur Benedikt Guöbjartsson sýnir verk sín
í nýju kaffihúsi, Café List. Einnig eru til sýnis
myndverk eftir hann í kaffihúsinu Café 22 við
Laugaveg 22.
Café 17
Laugavegi 17
Þar stendur yfir sýning á verkum Hermínu
Benjamínsdóttur og kallar hún sýninguna Frí-
stundagaman Hermlnu. Hún sýnir klippi-
myndir og myndir unnar úr akrýl. Café 17 er
opið á verslunartíma.
Gamla Álafosshúsið
Mosfellsbæ
I gamla verksmiðjuhúsinu fást myndlistar-
menn við myndlist, leirlist og glerlist. Opið
alla laugardaga og aðra daga eftir samkomu-
lagi.
FÍM-salurinn
Garðastræti 6
Bjöm Bimlr sýnir verk sín í FÍM-
salmun og ber sýningin heitið Um-
hverfi sandanna. Þar er að finna verk
unnin með akrýlhtum á striga og
pappír, auk nokkurra teikninga sem
gerðar em með tússi á pappir. Sýn-
ingin er opin alla daga kl. 14-18.
Fold, listmunasala,
Austurstræti 3
Dagana 10.-18. október stendur yfir kynning
á olíu- og pastelmyndum myndlistakonunnar
Söru Jóhönnu Vilbergsdóttur. Opið er í Fold
alla daga frá kl. 11-18, nema sunnudaga kl.
14-18, meðan á kynningunni stendur.
Gallerí Borg
v/Austurvöll, s. 24211
Opið alla virka daga frá kl. 14-18.
Gallerí 15
Skólavörðustíg 15
Sigurður Örlygsson opnar sýningu á morgun
kl. 15. Á sýningunni eru 15 verk, unnin með
blandaöri tækni á pappír. Sýningin er opin
alla virka daga kl. 10-18 og kl. 11 -14 á laugar-
dögum. Sýningunni lýkur 31. október.
Gallerí Ingólfsstræti
Bankastræti 7
Nú stendur yfir sýning á myndum, máluðum
á silki, eftir Guörúnu Arnalds. Einnig eru fjög-
ur myndverk, unnin úr bývaxi og litadufti á
'striga, eftir Jón Sæmundsson. Sýningin er
opin alla daga frá kl. 14-18.
Gallerí List
Skipholti, sími 814020
Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn.
Opið daglega kl. 10.30-18.
Galleri Port
Kolaportinu
Opið laugard. kl. 10-16 og sunnud. kl. 11-17.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9, sfmi 13470
Sæmundur Valdimarsson sýnir verk sín. Hann
sýnir skúlptúra úr rekaviöi. Sýningin stendur
til 6. nóvember.
Gallerí Umbra
Amtmannsstíg 1
Aðalheiöur Valgeirsdóttir sýnir vatnslitamyndir
í Gallerí Úmbru. Sýningin er opin þriðjudaga
til laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl.
14-18. Sýningin stendur til 21. október.
Hafnarborg
Strandgötu 34
Asrún Tryggvadóttir opnar sýningu á
tróristum á morgun kl. 14. Sýningin
verður opin alla daga nema þriðjudaga
kl. 12-18 fram til 25. október.
I Sverrissal stendur yfir myndlistarsýn-
ingin „Cuxhaven í Ijósi listarinnar".
Sýningin kemur frá Cuxhaven sem er
vinabær Hafnarfjarðar i Þýskalandi.
Sýningin stendur til 19. október.
Hótel Lind
Kristrún Pálmadóttir er með sína fyrstu sýn-
ingu á Hótel Lind. Á sýningunni eru 11 verk,
unnin í akrýl og með blandaöri tækni. Verkin
eru öll frá þessu ári.
íslenskur heimilisiðnaður
Hafnarstræti 3
Gler - Ljós er heiti á sýningu sem opnuð
verður I isl. heimilisiðnaði á morgun, kl. 15-17.
Tilefni sýningarinnar er 10 ára samstarf isl.
heimilisiðnaöar og Glers I Bergvík. Þema sýn-
ingarinnar er Ijós og eru Ijósker og kertastjak-
ar aöaluppistaöa sýningarinnar.
Nýhöfn
Hafnarstræti 18
Edda Jónsdóttir sýnir I Nýhöfn. Á sýningunni
eru stór akrýlmálverk og nokkur stór þrykk.
Þema sýningarinnar er varðan. Þetta er 13.
einkasýning Eddu. Undanfarin tólf ár hefur
hún tekiö þátt í alþjóölegum graflksýningum
vlöa um heim. Sýningin, sem er sölusýning,
er opin virka daga kl. 12-18 og kl. 14-18 um
helgar. Lokað er á mánudögum. Henni lýkur
28. október.
Nýlistasafnið
Vatnsstig 3B
Ragna Róbertsdóttir sýnir verk úr grágrýti,
hrauni og gúmmíi, auk teikninga á vegg. Sýn-
ingin er I öllum sölum safnsins og myndar
eina heild. Ragna hefur sýnt víöa, bæði hér á
landi og erlendis. Sýningin er opin frá kl.
14-18 alla daga og lýkur 11. október.
Harpa Björnsdóttir heldur sýningu á vatnslitamyndum í Galleri Allrahanda.
Gallerí Allrahanda, Akureyri:
Vatnslitamyndir
Sunnudaginn 11. október opnar
Harpa Björnsdóttir sýningu á vatns-
litamyndum og grafík í GaUerí Allra-
handa á Akureyri. Harpa Björnsdótt-
ir hefur haldið átta einkasýningar
og tekið þátt í fjölda samsýninga
heima og erlendis.
Gallerí Allrahanda er í Listagili en
Akureyringar vinna að því að koma
á fót allsherjarmiðstöð í Gilinu í fyrr-
um húsnæði kaupfélagsins.
Nýhöfn:
Akrýlmálverk
Edda Jónsdóttir opnaði sýningu í
Nýhöfn, Hafnarstræti 18, í gær. Á
sýningunni eru stór akrýlmálverk
og nokkur stór þrykk, unnin í Svea-
borg og á íslandi á síðastliðnum
tveimur árum. Þetta er þrettánda
einkasýning Eddu en undanfarin 12
ár hefur hún tekið þátt í aiþjóðlegum
graflksýningum víða um heim.
Sýningin, sem er sölusýning, er
opin virka daga frá klukkan 12-18
og frá 14-18 um helgar en lokað á
mánudögum- Sýningunni lýkur 28.
október.
BERGSTAL
Hafn.irhoti*
Mnnntn^hr- og Uittaxiofnun Hafnarfjarðar
10.1« 25.io vm
Trérista, eitt verka Ásrúnar
Tryggvadóttur á sýningunni.
Hafnarborg:
Bergstál
Ásrún Tryggvadóttir opnar sýn-
ingu á tréristum í Hafnarborg, menn-
ingar- og listastofnun Hafnarfjaröar,
laugardaginn 10. október klukkan 14.
Sýning hennar verður opin frá
klukkan 12-18 alla daga nema þriðju-
daga fram til 25. október.
Asrún stundaði nám við Myndlist-
arskólann í Reykjavík, lauk BS-námi
í myndiistarkennslu við Minot State
Universitý í Norður-Dakóta árið 1983
og BA-námi í ensku frá Háskóla ís-
lands árið 1989. Hún var kennari við
Myndlistarskólann í Reykjavík
1983-87 og við Kennaraháskóla ís-
lands frá 1987. Ásrún var í stjóm
Sambands íslenskra listamanna
1989-90 og formaöur félagsins íslensk
grafík frá 1990.
Sæmundur Valdimarsson
verk úr rekaviði.
vlnnur
Gallerí Sævars Karls:
Skúlptúrar
úr rekaviði
Sæmundur Valdimarsson opnar
sýningu í Gallerí Sævars Karls,
Bankastræti 9, á fostudag. Sæmund-
ur er fæddur á Barðaströnd árið 1918
en fluttist til Reykjavíkur árið 1948.
Árið 1970 fór hann að setja saman
myndir úr steinum og rekaviði og
verk hans voru fyrst sýnd í Gallerí
SÚM árið 1974. Fyrstu einkasýningu
sína hélt Sæmundur árið 1983 og eru
einkasýningar hans nú orönar 9 tals-
ins, þar af ein í Ósló.
Tónlistarskóli Akraness:
Málverkasýn-
ing Steinþórs
Steinþór Marinó Gunnarsson opn-
ar málverkasýningu í sýningarsal
Tónlistarskólans á Akranesi að Þjóð-
braut 13 laugardaginn 10. október
klukkan 14. Sýningin er haldin í til-
efni 50 ára afmælis Akraneskaup-
staðar.
Steinþór sýnir olíumálverk, pastel
og myndir unnar með blandaðri
tækni. Steinþór hefur haldið fjölda
einkasýninga hér heima og erlendis
og tekið þátt í samsýningum og eru
verk eftir hann i eigu margra lista-
safna, stofnana og einkaaðila. Sýn-
ingin er opin virka daga frá kl. 17-21
og helgidaga frá 14-21.
Skúlptúrverk
í þrívídd
í sýningarsalnum Önnur hæð að
Laugavegi 37 er nýopnuö sýning á
verkum bandarísku listakonunnar
Louise Bourgeois. Hún er ein sér-
stæðasta og að sumra mati fremsta
listakona Bandaríkjanna og verk
hennar hafa notið mikiflar athygh
fyrir afar persónuleg efnistök und-
anfarin 15 ár.
Louise Bourgeois er fædd í Frakk-
landi árið 1911 og því komin á níræð-
isaldur. Hún fluttist til Bandaríkj-
anna árið 1938 og vann að hst sinni
lengst af í kyrrþey. Það var ekki fyrr
en á áttunda áratugnum að skúlptúr-
verk hennar vöktu verulega eftirtekt
en með aldrinum hefur áræði hennar
og afköst stóraukist. Hún vinnur
mest þrívíð verk og á sýningunni
verða teikningar sem spanna feril
hennar og eitt skúlptúrverk.
Gallerí G15:
Sigurður
Örlygsson
Á laugardaginn klukkan 15 verður
opnuð sýning á verkum Sigurðar
Órlygssonar í Gaherí G15 við Skóla-
vörðustíg. Sýningin er opin aha virka
daga klukkan 10-18 og 11-14 á laugar-
dögum og lýkur 31. október.
A sýningunni eru 15 smærri verk,
öh unnin á þessu ári með blandaðri
tækni á pappír. Sigurður sýndi síðast
í Barcelona ásamt Tolla og Jóni Axel
og vakti sú sýning mikla athygh.
Gler - ljós
Gler - ljós er heiti á sýningu sem
opnuð verður í íslenskum heimihs-
iðnaði klukkan 15 laugardaginn 10.
október. Thefni sýningarinnar er 10
ára samstarf íslensks heimilisiönað-
ar og Glers í Bergvík en það sam-
starf hófst 8. október 1982.
Þema sýningarinnar er Ijós og eru
ljósker og kertastjakar aðaluppistaða
sýningarinnar. Sýningin stendur th
24. október og verður opin á venju-
legum verslunartíma.
Sýningar
Kjarvalsstaðir
Þar stendur yfir sýning á verkum eftir sex ís-
lenska myndlistarmenn af yngri kynslóóinni
sem allir hafa valið sér fígúruna sem mynd-
efni. Þeir eru: Brynhildur Þorgeirsdóttir, Helgi
Þorgils Friðjónsson, Kjartan Ólason, Hulda
Hákon, Jón Óskar og Svala Sigurleifsdóttir.
Sýningin stendur til 25. okt. og er opin dag-
lega kl. 10-18.
í austursal Kjarvalsstaða er sýning á teikning-
um eftir Alfreð Flóka. Einnig eru sýndar af-
straktmyndir eftir Ásmund Sveinsson og gler-
verk eftir Trónd Patursson, færeyskan mynd-
listarmann. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga
frá kl. 10-18.
Mokkakaffi
v/Skólavörðustíg
Þar stendur nú yfir sýning á málverkum af
dýrum úr miðbæ Reykjavíkur eftir Huldu Há-
kon. Hulda hefur haldið einkasýningar og tek-
iö þátt í samsýningum á islandi og erlendis.
Sýningin stendur út mánuóinn.
Nesstofusafn
Neströð, Seltjarnarnesi
Nýtt lækningaminjasafn sem sýnir áhöld og
tæki sem tengjast sögu læknisfræðinnar á is-
landi. Stofan er opin á sunnud., þriðjud.,
fimmtud. og laugardögum frá kl. 12-16. Að-
gangseyrir er kr. 200.
Norræna húsið
i sýningarsölum Norræna hússins stendur yfir
sýning á verkum 11 álenskra listamanna sem
sýna vatnslitamyndir, graffk og röð Ijósrþynda.
Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og stend-
ur til 25. október. i bókasafni hússins er sýn-
ing á bókum eftir álenska rithöfunda og bæk-
ur um eyjarnar. Þar er einnig sýning á frímerkj-
um frá Álandseyjum.
Katel
Laugavegi 20b, sími 18610
(Klapparstígsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda lista-
menn, málverk, grafík og leirmunir.
Listmunahúsið
Tryggvagötu 17
Magnús Kjartansson sýnir þar 18 verk, öll
unnin á pappír á árunum 1982-1989 með
aðferðum sem urðu til á bernskudögum Ijós-
myndanna. Sýningin er opin virka daga kl.
12-18 og um helgar kl. 14-18. Lokað á mánu-
dögum.
Listasafn Einars Jónssonar
Njarðargötu, sími 13797
Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl.
11-18.
Listasafn íslands
Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Jóhann
Eyfells. Á sýningunni er úrval af verkum Jó-
hanns frá síðasta áratug og hún er sú stærsta
sem haldin hefur verið hér á landi á högg-
myndum hans. Sýningin stendur til 22. nóv-
ember og er opin aíla daga nema mánudaga
kl. 12-18. Kaffistofa safnsins er opin á sama
tíma.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga 70
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma.
Listinn
galleri - innrömmun
Síðumúla 32, sími 679025
Uppsetningar eftir þekkta íslenska málara.
Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18
og sunnudaga kl. 14-18.
Listasafn Háskóla íslands
i Odda. sími 26806
Þar er nú á öilum hæðum sýning á nýjum
verkum í eigu safnsins. Opiö er daglega kl.
14- 18. Aðgangur að safninu er ókeypis.
Listhúsið, Laugardal
Engjateigi 17-19
Sýning á verkum Leifs Breiðfjörös og Jóns
Reykdals ásamt vinnustofum listamanna er
opin almenningi alla daga nema sunnudaga
kl. 14-18.
Sjónminjasafn íslands
Nú stendur yfir sýning Skipaútgerðar ríkisins.
Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18.
Menningarstofnun
Bandaríkjanna
Laugavegi 26
Collaborations in Monotype II nefnist sýning
einþrykksmynda eftir bandaríska grafíklista-
menn sem stendur yfir í Menningarstofnun
Bandaríkjanna. Sýningin er opin alla virka
daga kl. 8.30-17.45 til 1. nóvember.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11, sími 54321
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15- 18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar
Hverfisgötu 59, sími 23218
Þar eru til sýnis og sölu postulínslágmyndir,
málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslun-
artíma þriðjudaga, miövikudaga, fimmtudaga
og föstudaga og á laugardögum kl. 10-16.
Leirverk í Epal
Helga Jóhannesdóttir leirlistakona opnar sýn-
ingu á verkum sínum á morgun, 10. október.
Sýningin verður opin alla virka daga á opnun-
artíma Epal til 6. nóvember.
Þjóðminjasafn Islands
Opið þriðjudaga, laugardaga og sunnudaga
kl. 12-16.
Hraunbúar
efna til sýningar
Skátafélagiö Hraunbúar í Hafnarfirði efnir til
sýningar í húsakynnum Hjálparsveitar skáta
við Hraunvang þar sem stiklað er á stóru í
67 ára sögu félagsins. Sýningin verður opnuð
kl. 15 á morgun og er opin til kl. 22 hvert
kvöld til laugardagsins 17. okt. Virka daga er
sýningin opnuö kl. 16.
Minjasafnið á Akureyri
Aðalstræti 58, sími 24162
Opió daglega kl. 11-17.
Vinnustofa Snorra
Álafossvegi 18a, Mosfellsbæ
16. júlí sl. opnaði Snorri Guðmundsson sýn-
ingu á Listaverki náttúrunnar sem eru högg-
myndir úr hrauni og öðrum náttúrulegum efn-
um. Hrauniö, sem valið er í hvern grip, er allt
út síöasta Heklugosi. Sýningin er opin frá kl.
14-20.