Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1992, Síða 4
20
FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992.
Sýningar
Art-Hún
Stangarhyl 7, sími 673577
I sýningarsal og vinnustofum eru til sýnis og
sölu olíumálverk, pastelmyndir, grafík og ýms-
ir leirmunir. Opið alla daga frá kl. 12-18.
Árbæjarsafn
Opið um nelgar kl. 10-18.
Ásgrímssafn
Bergstaðastræti 74, sími 13644
Safn Ásgríms Jónssonar er opið á laugardög-
um og sunnudögum kl. 13.30-16.00.
Ásmundarsafn
Sigtúni, sími 32155
Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina
Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar.
Jafnframt hefur verið tekin I notkun ný við-
bygging við Ásmundarsafn. Safnið er opið
kl. 10-16 alla daga.
Ásmundarsalur
v/Freyjugötu
Opið alla virka daga frá kl. 10-16.
Borð fyrir tvo
Borgarkringlunni
Nú liður að lokum málverkasýningar Þórdísar
Árnadóttur í versluninni Borð fyrirtvo. Sýning-
unni lýkur mánudaginn 2. nóvember.
Café 17
Laugavegi 17
Þar stendur yfir sýning á verkum Hermínu
Benjamínsdóttur og kallar hún sýninguna Frí-
stundagaman Hermínu. Hún sýnir klippi-
myndir og myndir unnar úr akrýl. Café 17 er
opið á verslunartíma.
Éldsmiðjan
Sesselja Björnsdóttir sýnir olíumálverk á ann-
ari og þriðju hæð Eldsmiðjunnar á horni
Bragagötu og Freyjugötu. Sýningin stendur
til 15. nóvember og er opin kl. 11.30-23.30.
FÍM-salurinn
v/Garðastræti
Guörún Kristjánsdóttir opnar á
morgun sýningu á klippimyndum
unnum úr pappír. Sýningin stendur
til 15. nóvember og er opin daglega
kl. 14-18. .
Gamla Álafosshúsið
Mosfellsbæ
I gamla verksmiðjuhúsinu fást myndlistar-
menn við myndlist, leirlist og glerlist. Opið
alla laugardaga og aðra daga eftir samkomu-
lagi.
Gallerí Borg
v/Austurvöll, s. 24211
Opið alla virka daga frá kl. 14-18.
Gallerí 11
Skólavörðustíg 4a
Hannes Lárusson sýnir verk sín í Gallerí 11.
Sýningin ber yfirskriftina „Aftur Aftur". Öll
verkin, sem eru sýnd, eru gerð á þessu eða
síðasta ári. Sýningunni lýkur 5. nóvember.
Gaíleri 15
Skólavörðustíg 15
Sigurður Örlygsson sýnir 15 verk, unnin með
blandaðri tækni á pappír. Sýningin er opin
alla virka daga kl. 10-18 og kl. 11 -14 á laugar-
dögum. Sýningunni lýkur 31. október.
Gallerí Ingólfsstræti
Bankastræti 7
Nú stendur yfir sýning á myndum, máluðum
á silki, eftir Guðrúnu Arnalds. Einnig eru fjög-
ur myndverk, unnin úr bývaxi og litadufti á
striga, eftir Jón Sæmundsson. Sýningin er
opin alla daga frá kl. 14-18.
Gallerí List
Skipholti, sími 814020
Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn.
Opið daglega kl. 10.30-18.
Gallerí Port
Kolaportinu
Opið laugard. kl. 10-16 og sunnud. kl. 11-17.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9, sími 13470
Sæmundur Valdimarsson sýnir verk sín. Hann
sýnir skúlptúra úr rekaviði. Sýningin stendur
til 6. nóvember.
Hafnarborg
Strandgötu 34
Ásrún Tryggvadóttir sýnir tréristur. Sýningin
er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18
fram til 1. nóvember.
Hótel Lind
Friðrik Róbertsson sýnir olíu- og vatnslita-
myndir. Opið á opnunartíma veitingasalarins
kl. 8-22.
Lóuhreiður
Laugavegi 59
Um þessar mundir heldur Ijósmyndarinn Jón
Páll Vilhelmsson sýningu á svarthvítum lands-
lagsmyndum. Sýningin er opin virka daga kl.
9- 18 og laugardaga kl. 10-16. Hún stendur
til 14. nóvember.
Menningarmiðstöðin
Gerðuberg
Á morgun verður opnuð sýningin „Orðlist
Guðbergs Bergssonar" í Menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi. Á sýningunni verða sýndar
Ljóðmyndir sem eru konkretljóð Guðbergs frá
SÚM-árum, teikningar, Ijósmyndasögur,
blaðagreinar, kvikmyndir, munir og fleira. I
útibúi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi verð-
ur m.a. bókasýning. Sýningin er opin mánu-
daga til fimmtudaga kl. 10-22, föstudaga kl.
10- 16, laugardaga kl. 13-16 og sunnudaga
kl. 14-17. Sýningunni lýkur 24. nóvember.
Klýhöfn
Hafnarstræti 18
Guðmunda Andrésdóttir opnar málverkasýn-
ingu á morgun kl. 16—18. Málverkin á sýn-
ingunni eru öll unnin meö olíu á þessu og
sl. ári. Sýningin, sem er sölusýning, stendur
til 18. nóvember og er opin virka daga nema
mánudaga kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um
helgar.
Nýlistasafnið
Vatnsstíg 3B
Sigurlaug Jóhannesdóttir, Silla, sýnir í Nýlista-
safninu. Á sýningunni eru verk úr hrosshári
og gleri. Sýningin er í neðri sölum safnsins.
Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla daga og
lýkur 1. nóvember nk.
Kjarvalsstaðir
Á morgun kl. 16 verða opnaðar þrjár myndlist-
arsýningar. I austursal er yfirlitssýning á verk-
um Hrólfs Sigurössonar listmálara, í vestursal
er sýning á nýjum verkum eftir Eiiík Smith,
oiíumálverkum og vatnslitamyndum, og í vest-
urforsal opnar ungur myndhöggvari, Thór
Barðdal, sýningu á marmara- og granítskúlpt-
úrum sem allir voru unnir í Portúgal á þessu
ári. Sýningarnar standa til sunnudagsins 15.
nóvember.
Frá æfingu á Innansveitarkroniku Halldórs Laxness hjá Leikfélagi Mosfellsbæjar.
Leikfélag Mosfellsbæjar:
Innansveitarkronika
Leikfélag Mosfellsbæjar frum-
sýndi Innansveitarkroniku Halldórs
Laxness í Hlégarði í gær. Önnur sýn-
ing verksins verður á laugardag
klukkan 21 og þriðja sýning á sunnu-
dag klukkan 21. Alls taka 14 leikarar
þátt í sýningunni.
Leikstjóri verksins er Hörður
Torfason. Innansveitarkronika fjall-
ar um kirkjustríð í Mosfellsveit fyrir
aldamót og ýmsar merkar persónur
sem þá voru uppi.
Ljósmynda-
sýning
Ljósmyndarinn Jón Páll Vilhelms-
son heldur ljósmyndasýningu á
svart-hvítum landslagsmyndum í
kafílhúsinu Lóuhreiðrinu, Lauga-
vegi 59, á annarri hæð.
Myndirnar eru teknar á svart-
hvítar filmur sem eru 9 x 12 cm að
stærð. Þá eru þær stækkaðar á há-
gæðaljósmyndapappír og loks tónað-
ar í Seleníum Toner sem eykur dýpt
myndanna. Allar myndirnar eru
teknar á íslandi á þessu ári.
Jón Páll nam ljósmyndun við
Brooks Institute of Photography í
Kaliforníu um tíma en hefur starfað
sjálfstætt sem ljósmyndari síðastlið-
ið ár. Sýningin er opin virka daga frá
kl. 9-18 og laugardaga frá 10-16. Hún
stendur til 14. nóvember.
Nýhöfn í Hafnarstræti:
Málverkasýning
Guðmundu
Guðmunda Andrésdóttir opnar
málverkasýningu í Nýhöfn, Hafnar-
stræti 18, laugardaginn 31. október
klukkan 16-18. Málverkin á sýning-
unni eru öll unnin með olíu á þessu
og síðasthðnu ári.
Verk eftir Guðmundu eru á öllum
helstu söfnum á íslandi. Auk þess á
hún verk í söfnum í Bandaríkjunum,
Svíþjóð, Englandi, Frakklandi og
Danmörku. Sýningin í Nýhöfn er
sölusýning. Henni lýkur 18. nóvemb-
er og er opin virka daga nema mánu-
daga frá klukkan 12-18 og frá klukk-
an 14-18 um helgar.
M-hátíð
í Garðinum
Samsýning myndhstarmanna úr
Garöinum verður haldin í Sæborgu
á laugardag og sunnudag. Sýningin
verður opin laugardaginn frá 13.00-
20.30 og á sunnudaginn frá 13.00-
20.00. Tónhstaratriði munu verða við
opnun sýningarinnar á laugardag-
inn.
Eftirtaldir hstamenn sýna verk sín:
Bragi Einarsson, Þorsteinn Eggerts-
son, Sólveig Björk Gránz, Jóhann
Jónsson, Þórður Kr. Kristjánsson,
Helga Sif Jónsdóttir, Fanney Hauks-
dóttir, Marta Markúsdóttir, Svan-
hildur Eiríksdóttir, Anna Borg Walt-
ersdóttir og Hrafnhildur Sigurðar-
dóttir.
Máiþing um sögu kristni á Islandi verður í Viðeyjarstofu á laugardaginn
Málþing í Viðey:
Saga kristni í 1000 ár
Málþing um sögu kristni á Islandi
verður í Viðeyjarstofu laugardaginn
31. október og hefst klukkan 10. Höf-
undar verksins kynna þar rannsókn-
ir sínar.
Þann 26. mars 1990 samþykkti Al-
þingi að minnast þessara tímamóta
með því að láta semja ritverk um
kristni á íslandi og áhrif hennar á
þjóðhf og menningu í þúsund ár.
Málþinginu stjóma séra Sigurjón
Einarsson, formaður ritstjómar, og
séra Þorir Stephensen, staðarhaldari
í Viðey. Borgaryfirvöldum og stjórn-
endum Viðeyjar er það sérstakt
áhugaefni að efla Viðeyjarstofu sem
ráðstefnustað um sögu íslands og
menningu.
Farið verður til málþingsins með
Viðeyjarferjunni Maríusúð úr
Klettsvör í Sundahöfn klukkan 10
árdegis en þinginu á að ljúka um
klukkan 17.
Landslagsmyndir Guðrúnar
Guðrún Kristjánsdóttir sýnir
landslagsmyndir í Norræna húsinu
og FÍM-salnum á sýningu sem opnuð
verður laugardaginn 31. október. í
kjahara Norræna hússins verða
myndir unnar í ohu á striga og einn-
ig veggmyndir úr stáh. í sýningarsal
Félags íslenskra myndlistarmanna
við Garðastræti verða khppimyndir
unnar úr pappír. Viðfangsefni þess-
ara þriggja myndtegunda á báðum
stöðum er íslenskt landslag - íslensk-
ur sjóndehdarhringur.
Guðrún Kristjánsdóttir er fædd í
Reykjavík 1950 og stundaði nám við
Myndlistarskóla Reykjavíkiu- og síð-
an við École des Beaux Arts í Aix-en
Provence í Frakklandi. Hún hélt síð-
ast einkasýningu í Reykjavík fyrir
íjómm ámm en hefur síöan haldið
einkasýningar í Svíþjóð, Danmörku
og Finnlandi auk samsýninga heima
og erlendis.
Sýning Guðrúnar verður opnuð í
Norræna húsinu klukkan 15 á laug-
ardaginn og stendur til sunnudag-
isns 15. nóvember. Hún verður opin
í Norræna húsinu klukkan 14-19
daglega og í FÍM-salnum 14-18 á
hverjum degi.
Kvikmyndasýning í Norræna húsinu
Sunnudaginn 1. nóvember klukk-
an 14 verður sænska myndin Mio
min Mio sýnd í Norræna húsinu.
Myndin er ætluð eldri börnum og er
hún 100 mínútna löng með sænsku
tali. Aðgangur er ókeypis.
í þessari mynd kynnumst við Bosse
sem er 9 ára og býr í Stokkhólmi hjá
fósturforeldrum sínum. Lífið er ekki
alltaf auðvelt hjá honum og einn dag,
þegar hann situr á bekk í garði, kem-
ur th hans andi. Andinn var sendur
tíl að ná í Bosse og fara með hann
th Landsins í fjarska.
Sýningar
Mokkakaffi
v/Skólavörðustíg
Þar stendur nú yfk sýning á málverkum af
dýrum úr miðbæ Reykjavíkur eftir Huldu Há-
kon. Hulda hefur haldið einkasýningar og tek-
ið þátt í samsýningum á islandi og erlendis.
Sýningin stendur út mánuðinn.
Klesstofusafn
Neströð, Seltjarnarnesi
Nýtt lækningaminjasafn sem sýnir áhöld og
tæki sem tengjast sögu læknisfræðinnar á ís-
landi. Stofan er opin á sunnud., þriðjud.,
fimmtud. og laugardögum frá kl. 12-16. Að-
gangseyrir er kr. 200.
Norræna húsið
Guðrún Kristjánsdóttir opnar sýningu í kjallara
hússins á morgun kl. 15. Á sýningunni verða
myndir unnar í olíu á striga og einnig vegg-
myndir úr stáli. Sýningin stendur til 15. nóv-
ember og er opin daglega kl. 14-19.
Katel
Laugavegi 20b, sími 18610
(Klapparstígsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda lista-
menn, málverk, grafík og leirmunir.
Listasafn ASÍ
Erla B. Axelsdóttir sýnir þar málverk. Þetta er
sjöunda einkasýning Erlu en hún hefur einnig
tekið þátt í nokkrum samsýningum hér heima
og erlendis. Árið 1989 stofnaði hún ásamt
fjórum öðrum listakonum Art-Hún, gallerí og
vinnustofur, að Stangarhyl 7. Á sýningunni
eru um 40 málverk, öll unnin á sl. 2-3 árum.
Sýningin stendur til 1. nóvember nk. og verð-
ur opin alla daga frá kl. 14-18.
Listasafn Einars Jónssonar
Njarðargötu, sími 13797
Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl.
11-18.
Listasafn íslands
Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Jóhann
Eyfells. Á sýningunni er úrval af verkum Jó-
hanns frá síðasta áratug og hún er sú stærsta
sem haldin hefur verið hér á landi á högg-
myndum hans. Sýningin stendur til 22. nóv-
ember og er opin alla daga nema mánudaga
kl. 12-18. Kaffistofa safnsins er opin á sama
tíma.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga 70
Lokað í októbermánuði.
Listinn
gallerí - innrömmun
Síðumúla 32, sími 679025
Uppsetningar eftir þekkta íslenska málara.
Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18
og sunnudaga kl. 14-18.
Listasafn Háskóla íslands
í Odda, sími 26806
Þar er nú á öllum haaðum sýning á nýjum
verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl.
14- 18. Aðgangur að safninu er ókeypis.
Listmunahúsið, Hafnar-
húsinu
V/Tryggvagötu
Steinunn Þórarinsdóttir sýnir verk sín sem eru
flest veggmyndir úr járni, blýi og gleri. Sýning-
in er opin kl. 12-18 virka daga, nema mánu-
daga og um helgar kl. 14-18. Sýningunni
lýkur 8. nóvember.
Listhúsið
Laugardal
Sýningin Fyrsti vetrardagur, sem er samsýning
5 þekktra myndlistarmanna, stendur yfir í sýn-
ingarsal Listgallerísins og í aðalanddyri húss-
ins. Þeir sem sýna verk sín eru Sverrir Ólafs-
son, Þórður Hall, Magdalena Margrét, Val-
gerður Hauksdóttir og Þorbjörg Þórðardóttir.
Sýningin stendur til 15. nóvember. Verkstæði
hússins eru einnig opin á laugardögum.
Sjónminjasafn íslands
Nú stendur yfir sýning Skipaútgerðar ríkisins.
Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18.
Menningarstofnun
Bandaríkjanna
Laugavegi 26
Collaborations in Monotype II nefnist sýning
einþrykksmynda eftir bandaríska grafíklista-
menn sem stendur yfir í Menningarstofnun
Bandaríkjanna. Sýningin er opin alla virka
daga kl. 8.30-17.45 til 1. nóvember.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11. sími 54321
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15- 18. Aðgangur ókeypis.
Safn Ásgrims Jónssonar
Bergstaðastræti 74
Sýning á þjóðsagna- og ævintýramyndum
eftir Ásgrím í eigu safnsins og Listasafns is-
lands. Sýningin stendur til nóvemberloka.
Opið um helgar kl. 13.30-16 en einnig er
tekið á móti gestum á öðrum tíma sé þess
óskað.
Stöðlakot
Bókhlöðustíg 6
Katrín Didriksen gullsmiður sýnir í Stöðlakoti.
Opið daglega kl. 14-18 alla daga nema mánu-
daga. Sýningunni lýkur 1. nóvember.
Vinnustofa Ríkeyjar
Hverfisgötu 59, sími 23218
Þar eru til sýnis og sölu postulínslágmyndir,
málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslun-
artíma þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga
og föstudaga og á laugardögum kl. 10-16.
Leirverk í Epal
Helga Jóhannesdóttir leirlistarkona sýnir leir-
verk í Epal. Sýningin er opin alla virka daga
á opnunartíma Epal til 6. nóvember.
Þjóðminjasafn íslands
Opið þriðjudaga, laugardaga og sunnudaga
kl. 12-16.
Minjasafnið á Akureyri
Aðalstræti 58, sími 24162
Opið daglega kl. 11-17.
Vinnustofa Snorra
Álafossvegi 18a, Mosfellsbæ
16. júlí sl. opnaði Snorri Guðmundsson sýn-
ingu á Listaverki náttúrunnar sem eru högg-
myndir úr hrauni og öðrum náttúrulegum efn-
um. Hrauniö, sem valið er í hvern grip, er allt
út slðasta Heklugosi. Sýningin er opin frá kl.
14-20.