Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1992, Page 7
FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992.
Kvikmyndir
beitt ogformið vinnurgegn myndinni.
-GE
Tvídrangar *★*
Eflaust óskiljanleg fyrif Þá sem sáu ekki
þættina en þegar Lynch tekur sér frí frá
furðulegheitunum getur hann magnað
upp óhuggulega grípandi drama. Sheryl
Lee sýnir einn besta leik ungs leikara sem
ég man eftir. -IS
Háskaleikir ***
Spennumyndir eins og þær gerast bestar.
Mikill kraftur og mikill hraði, raunsæ þrátt
fyrir ýktan endi. Harrison Ford er góður
Jack Ryan.
-HK
Hefndarþorsti *★
Spennumynd um skotglaða félaga sem
eltast við glæpahyski. Söguþráðurinn of
einfaldur til að myndin nái sér á strik.
-ÍS
Svo á jöröu sem á himni ★★*
Kvikmyndataka, sviðsetning og tónlist er
með þvi besta sem gerist I íslenskum kvik-
myndum. Álfrún H. Örnólfsdóttir er senu-
þjófurinn. -ÍS
Steiktir grænir
tómatar ***'/2
Stórgóð mynd sem fjallar um mannlegar
tilfinningar, vináttu og áhrifamátt frá-
sagna. Toppleikur i öllum hlutverkum.
-ÍS
LAUGARÁSBÍÓ
Sími 32075
Eitraða Ivy ★★ V2
Lítur út fyrir að vera spennumynd en er
í raun vitrænt sálfræðilegt drama sem
verður spennandi af því að persónurnar
eru lifandi. Endirinn er veiki punkturinn
en Barrymore sá Ijósasti. -G E
Lygakvendið ★★
Nokkuð lunkin gamanmynd sem mátti
ekki við því að gugna á endasprettinum.
-GE
Ferðin til Vesturheims ★★,/2
Rómantísk stórmynd um tvö ungmenni
sem leggja land undir fót til að nema land
í Vesturheimi. Vel leikin mynd, kvikmynd-
un og tónlist frábær, en sagan þunn og
margtuggin. -HK
REGNBOGINN
Sími19000
Sódóma Reykjavík *★ /2
Skemmtileg og bráðfyndinn mynd á köfl-
um sem lýsir ferð saklauss pilts í gegnum
spillingu og undirheimalíf borgarinnar.
Vel kvikmynduð og klippt. Einnig sýnd I
Stjörnubíói og Háskólabíói. -HK
Hvítir sandar **
Miðlungsspennumynd sem tekur sig full-
alvarlega. Útlitið er flott og leikhópurinn
í hæsta gæðaflokki en leikstjórinn getur
ekki bætt fyrir flókið og fálmkennt hand-
rit. -GE
Ógnareðli ****
Siðlaus ... spennandi.... æsandi....
óbeisluð .... óklippt.... ógeðsleg ....
óafsökuð .... glæsileg .... tælandi....
spennandi..., frábært... (Nei, ég fæ
ekki prósentur).
-GE
Lostæti ★★ /2
Skemmtileg framtíðarsýn frá tveimur
teiknimyndahöfundum. Myndin er meiri
stílæfing en nokkuð annað.
-GE
Henry ★★*
Gálgahúmor og ofbeldi I bland meltist
misvel en myndin er vissulega óþægilega
raunveruleg og situr eftir lengi.
-GE
SAGA-BÍÓ
Sími 78900
Lygakvendið
★*
Nokkuð lunkin gamanmynd sem mátti
ekki við því að gugna á endasprettinum.
-GE
Hvítir geta ekki troðið -k-k'A
Bráðskemmtileg mynd fyrir þá sem hafa
gaman af körfubolta og hafa áhuga á að
kynna sér menningu svartra i fátækra-
hverfum Los Angeles.
-IS
Tveir á toppnum 3 ★★
Útþynntur sóguþráður og slök hasaratriði
draga úrgóðum leikurum. Lakasta mynd-
inafþremur. -GE
STJÖRNUBÍÓ
Sími 16500
Ofursveitin *★
Etolph og Van Damme eru báðir daufir
en það kemur ekki i veg fyrir hasar og
læti. Sagan er glórulaus en góður leik-
stjóri og slatti af peningum halda uppi
fjöri. -GE
Börn náttúrunnar
Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum
með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur
gert góða kvikmynd þar sem mikilfeng-
legt landslag og góður leikur blandast
mannlegum söguþræði. _j_j ^
Stöðva KR-ingar
sigurgöngu ÍBK?
- sjö leikir í úrvalsdeildinni í körfu um helgina
Mikið fjör verður í úrvalsdeOdinni
í körfuknattleik um helgina en þá
fara fram sjö leikir í deildinni. Á
föstudagskvöld fara fram tveir leikir
í fimmtu umferð, Breiðablik mætir
KR í Kópavogi og Njarðvíkingar taka
á móti sterku liði Snæfells í Njarð-
vík. Báðir leikirnir hefjast kl. átta.
Á sunnudag hefst síðan sjötta um-
ferð úrvalsdeildar. Búast má við gíf-
urlega spennandi leikjum og ekki
nokkur leið að spá fyrir um úrsht.
Klukkan fjögur leika Skallagrímur
og Haukar í Borgarnesi en bæði þessi
hð hafa komið mikið á óvart í vetur
og eigá þaö sameiginlegt að leika
mun betur nú en í fyrra.
Harður slagur verður á Suðurnesj-
um en þá mætast Grindavík og
Breiðablik klukkan átta. Breiðablik
er eina hðið í úrvalsdeildinni sem
ekki hefur unnið leik.
Stórleikur verður á Hlíðarenda en
þá mæta Valsmenn Njarðvíkingum.
Valsmenn töpuðu síðasta leik sínum
gegn Keflvíkingum og Njarðvíkingar
mega varla við því að tapa leiknum.
KR leikur á heimavehi sínum gegn
Keflavík. Keflvíkingar hafa ekki enn
tapað leik í úrvalsdeildinni og liðið
hefur sýnt mikinn styrk í síðustu
leikjum.
Loks leika Snæfell og Tindastóll í
Stykkishólmi og má þar búast við
hörkuleik enda hafa bæði lið sótt í
sig veðrið upp á síðkastið.
Sjö blakleikir
um helgina
Fjórir leikir fara,fram um
helgina í 1. deild kírla í blaki.
Á föstudagskvöld ieika KA-
Stjarnan og Þróttur Nes. og
ÍS. Á laugardag leika síðan
Þróttur Nes. og IS á ný eystra
og Þróttur R. og HK.
í kvennaflokki eru þrír leikir
á dagskrá. Þróttur Nes. og ÍS
teika á föstudag og laugardag
og Vfkingur leikur gegn HK á
laugardag.
Körfuleikir
í neðri
deildum
Þrír leikir fara fram i 1. deild
karla I körfu um helgina.
Reynismenn frá Sandgerði
verða á ferð norðan heiða og
teika tvo leiki, gegn UIVIF
Akureyrar á föstudagskvöldið
og Þór á laugardag. Á laugar-
dag leika Höttur og ÍS á Egils-
stöðum.
I 1. deild kvenna eru fjórir
leikir á dagskrá. Á föstudags-
kvöld leika ÍS og Tindastóll
og Njarðvík og Grindavík. Á
laugardag leika Keflavík og
Tíndastóll og á sunnudag
mætast ÍR og KR.
Jafnréttis-
mót TBR í
TBR-húsinu
Jafnréttismót TBR I badmin-
ton fer fram um helgina í
TBR-húsinu. Keppni hefstkl.
14 á laugardag og kl. 10 á
sunnudag. Keppt verður í
einliðaleik, tvíliðaleik og
tvenndarleik í meistaraflokki,
a-flokki og b-flokki.
Tveir leikir
í 2. deild
Breiðablik og HKN mætast í
2. deild karla í handknattleik
um helgina og sömuleiðis
Fylkir og Ögri. Báðir leikirnir
hefjast kl. 14. Þetta eru einu
handboltaleikirnir hérlendis
um helgina.
Jonathan Bow hefur leikið vel með Keflvíkingum í vetur. Á sunnudagskvöld mæta Keflvíkingar KR-ingum á Sel-
tjarnarnesi.
Ferðafélag íslands:
Gengið á Keili
Sunnudagsferðir Ferðafélagsins
verða tvær og hefjast kl. 13. Gengið
verður á Keili. Ekið verður að Hösk-
uldarvöhum og gengið þaðan á fjalhð
sem er með þeim skemmtilegri á
Suðvesturlandi. Fyrir þá sem ekki
kjósa göngu á fjall er láglendisganga
um Tóumar sem eru gróðurvinjar í
Afstapahrauni.
Brottfór í ferðimar er frá BSÍ, aust-
anmegin (stansað er við Mörkina 6).
Afmæhsafsláttur er í boði til félags-
manna FÍ.
Annað myndakvöld vetrarins
verður miðvikudaginn 3. nóvember
í Sóknarsalnum, Skipholti 50B.
Sýndar veröa myndir úr ýmsum
Ferðafélagsferðum. Alhr eru vel-
komnir bæði í ferðimar og á mynda-
kvöldið.
Ferðafélag íslands stendur fyrir göngu á Keili á sunnudaginn.
Ferðir
Útivist:
Stefnt á
Vífilsfell
Á sunnudaginn verður
stefnan tekin á Vífilsfell sem
er móbergsfjall. Gengið verð-
ur á fjallið frá veginum í Jós-
efsdal. Vífilsfell er nefnt eftir
Vífli, leysingja Ingólfs Arnar-
sonar, en Vífill bjó að Vífils-
stöðum norðvestan við Vífils-
staðavatn. 1 Landnámu segir
að þegar Vífill vildi róa hafi
hann gengið á Vífilsfell til að
gá til veðurs en frá bæ hans
var það um 16-18 km leið í
beina loftlínu.
Brottför er kl. 13 frá BSÍ og
má reikna með að gangan
taki um 3 klukkustundir.