Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1992. 15 Skinhelgi klerks eða krata Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi. - Vildi veita borgarstjóranum fyrir- gefningu eins og kristnum krata sæmir, segir greinarhöfundur. Það olli nokkurri umræðu fyrir skömmu að einn borgarfulltrú- anna okkar hér í Reykjavík gekk út af fundi í borgarstjóm vegna þess að hann taldi sig hafa verið brigslum borinn án þess að vítur kæmu til. Á dagskrá fundarins var tillaga Ólínu Þorvarðardóttur um vín- og tóbaksveitingar borgaryfirvalda. í umræðunni tók borgarstjóri svo til orða: „Þessi tillaga ber vott um þá skinhelgi sem er svo ríkur þáttur í eðlisfari borgarfulltrúans." Gildir einnig um borgarstjóra Borgarfulltrúanum þótti sér mis- boðið og óskaði þingskapaumræðu um þessi ummæli, en forseti synj- aði henni þar til annar borgarfuU- trúi og einn mestur kunnáttumað- ur um fundarsköp í borgarstjóm, Sigurjón Pétursson, benti forseta á að slíkt stæðist ekki. Ólína Þor- varðardóttir visaði til 17. g. sam- þykktar um sijórn borgarinnar og fundarsköp, en þar segir: „Ef borg- arfulltrúi ber aðra menn brigðum eða víkur verulega frá umræðuefn- inu, skal forseti víta hann.“ Og vitanlega gildir þetta einnig um borgarstjóra, þó að ekki sé hann borgarfulltrúi. Ekki þótti for- seta ástæða til að áminna borgar- sfjóra og því gekk borgarfulltrúinn af fundi. Og borgarfulltrúanum Katrínu Fjeldsted þótti Ólína „hör- undsár". Refsiverðu ummælin En af hveiju skyldi nú þingmað- ur úti í bæ vera að skipta sér af þessu? Að hluta til vegna þess að ég læt ennþá virðingarleysi karla (og sumra kvenna) fyrir konum í stjórnmálum fara í taugarnar á KjáUajinn Guðrún Helgadóttir alþingismaður mér, en þó miklu fremur til þess að rifja upp annað mál af sama toga. Fyrir skömmu féll dómur í Hæstarétti í meiðyrðamáli gegn Halli Magnússyni kennara sem séra Þórir Stephensen, staðarhald- ari í Viðey, höfðaði gegn honum vegna ummæla hans í grein um framkvæmdir í Viðey. Hallur var dæmdur sekur og til refsingar og miskabóta til klerks, og umrædd ummæli dæmd ómerk. Af fjölmörgum ákæruatriðum í greininni voru aðeins þijú talin valda sekt, en í þeim öllum fólst. einmitt áburður um skinhelgi. Þessi refsiverðu ummæh eru til- greind í dómnúm og hljóöa svo: 1) „hafa pólitískar skoðanir hans og ráðríki ætíð komið á undan kristilegum náungakærleik." 2) Reyndar hefur hann sýnt í stól- ræðum sínum, þar sem hann blandar póhtík inn í orð Guðs, og með spjöhum í Viðey, að hann er ahs óhæfur til að gegna þessum embættum. Þess vegna ætti hann að víkja.“ 3) „skinheilagur maður“. Óvisst um umbun „Þessi orð eru alvarleg móðgun og varða refsingu og ómerkingu", segir í dómi Hæstaréttar um þessi tvö orð „skinheilagur maöur", refs- ingu eftir 108. gr. og ómerkingu eft- ir 241. gr. hegningarlaga. Ekkert hefur heyrst um að Viðeyjarklerk- ur sé áUtinn sérlega hörundsár, en Hallur Magnússon varð að greiða nær 800.000 kr. í sektir og miska- bætur hinum ærumeidda klerki. Tæpast á ég von á að Ólína Þor- varðardóttir freistist th að hefja málarekstur á hendur virðulegum borgarstjóra, þó að á hhðstæðuna sé bent og þó að óvissara sé um umbun hennar á himnum en Við- eyjarklerks. En borgarstjórinn í Reykjavík og forseti borgarstjórnar ættu að gæta varkámi ef vera skyldi að van- hugsuð orð féllu um hörundsárari borgarfuhtrúa en Óhna Þorvarðar- dóttir er. Hún bað þó ekki um ann- að en að fá að veita borgarsfjöran- um fyrirgefningu eins og kristnum krata sæmir. Guðrún Helgadóttir „En borgarstjórinn í Reykjavík og for- seti borgarstjórnar ættu að gæta var- kárni ef vera skyldi að vanhugsuð orð féllu um hörundsárari borgarfulltrúa en Ólína Þorvarðardóttir er.“ Óðul feðranna og Össur Skarp. Þingflokksformaður Alþýðu- flokksins skrifar nýlega grein í DV þar sem hann fjallar um EES- samninginn og hver staða við- skipta með jarðir, hlunnindi og land er eftir gildistöku samnings- ins. Ef málflutningur fylgjenda samn- ingsins er á öUum sviðum eins og kemur fram í þessari grein þá undrar mig ekki að þeir geri allt hvað þeir geta th að forðast þjóðar- atkvæði um máhð heldur reyni að knýja samþykkt hans í gegnum Alþingi með einfóldum meirihluta. Þegar rökstuðningur fyrir samn- ingnum byggist á röngum fuUyrð- ingum og vanþekkingu þá er fyrr- greind afstaða skhjanleg. Girðingarvinna stjórnvalda Þeir fyrirvarar, sem lagt var af stað með af hálfu íslendinga varð- andi viðskipti með jarðir og hlunn- indi í upphafi könnunarviðræðna um EES-svæðið, gufuðu upp eins og dögg fyrir sólu þegar utanríkis- ráðherra fékk fuUt umboð stjórn- valda til samninga, með tilkomu nýrrar stjórnar. Því hefur síðan verið haldið fram af hálfu utanríkisráðherra og fylg- issveina hans að næsta auðvelt sé að reisa alls kyns girðingar tíl að koma í veg fyrir kaup útlendinga á landi hérlendis. Komið hefur í ljós aö þetta er rangt, hvað sem forystu- menn krata segja. Mismunun mUh einstakhnga á samningssvæðinu er bönnuð, því skulu menn átta sig á. Bændasamtökin hafa ætíð varað KjaUaiinn Gunnlaugur Júlíusson við þessum málflutningi. Undir þau vamaðarorð hefur verið tekið af tUkvöddum lögfræðingum sem skUuðu skýrslu um fasteignavið- skipti í tengslum við EES-samning- inn. Þingflokksformaðurinn tekur mið af írum sem hafa sett skUyrði um sjö ára búsetu í landinu til að öðlast leyfi til að eignast jarðir og telur það fordæmi sem hægt sé að taka mið af. Þar er verið að vísa tU laga sem írar settu áriö 1965 eða fyrir 27 árum. Evrópubandalagiö hefur ekki látið þá í friði með þessi lög og hótaði þeim málshöfðun fyr- ir EB-dómstólum. írar vom knúöir tíl að breyta þessum ákvæðum með ofurþunga bandalagsins og felldu því lögin úr gUdi. Því er það með endemum að sjá úr penna þingflokksformanns utanríkisráðherra fuhyrðingu um að íslendingar geti farið að dæmi íra í þessu efni. Hveiju getur mað- ur treyst í umfjöUun um aðrar hhð- ar samningsins þegar hún er eins og raun ber vitni um þetta atriöi? Hvað með sumar- bústaðalönd? Þingflokksformaðurinn gerir lít- ið úr því að vandkvæði geti komið upp varðandi kaup útlendinga á jarðnæði undir sumarbústaði og hagfræðingur Stéttarsambands bænda „Þingflokksformaðurinn gerir lítið úr því að vandkvæði geti komið upp varð- andi kaup útlendinga á jarðnæði undir sumarbústaði og spyr 1 framhaldi af því: „Er ekki verið að markaðssetja landið sem ferðaland?““ „Það er enginn að slá hendinni á móti því að erlent fólk dveljist hér sér til ánægju...,“ segir m.a. í greininni. spyr í framhaldi af því: „Er ekki verið að markaðssetja landið sem ferðaland?" Hann ræðir síðan um möguleika sveitarfélaga í þessu sambandi. Ef sveitarstjórn sam- þykkir ekki sölusamning á jörð þá er hún skyldug tU að kaupa jörðina á sama verði og samningurinn kvað á um. Það er deginum ljósara aö sveit- arfélög hérlendis hafa ekki hingað til haft fjárhagslegt bolmagn í nein- um mæli tíl að ganga inn í jarða- kaup, enda þótt þau hafi haft tU þess vUja, hvað þá ef erlendir aðUar fara að kaupa jarðir í einhverjum mæh hérlendis. Þaö er enginn að slá hendinni á móti því að erlent fólk dveljist hér sér til ánægju, það er hins vegar ekki þar með sagt að aUt sé falt tU sölu. AUa vega hefur stjómvöldum í nálægum löndum þótt ástæða tU aö gera ráðstafanir gagnvart hhð- stæðri þróun. Danir fengu til dæm- is í gegn kröfu um búsetu í landinu þegar sýnt var fram á aö þeir stóðu varnarlausir gagnvart ásókn Þjóð- verja í danskt sumarbústaðaland. Það var komið svo þar í landi að sýnt þótti að ríkið yrði að ganga inn í aUa samninga ef halda ætti Dan- mörku í danskri eigu. Grjót úrglerhúsi Þingflokksformaðurinn segir að hræðslurökum hafi verið beitt í umræðu um EES-samninginn. Mér þykir þar vera kastað gijóti úr gler- húsi þegar rök fyrir samningnum eru byggð upp á röngum fiUlyrð- ingum og vanþekkingu. Það er ekki að undra að almenn- ingur krefjist þjóðaratkvæða- greiðslu um samninginn þegar sýnt er hve vel þeir sem ætla aö sam- þykkja hann á Alþingi íslendinga eru upplýstir um einstök mikUvæg atriði hans. Gunnlaugur Júlíusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.