Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Page 1
Árni Egilsson er kominn til íslands
í tilefni þess að Sinfóníuhljómsveit
íslands frumflutti verk eftir hann
síðastliðinn fimmtudag. í tilefni
heimsóknar Árna efnir RúRek-djass-
hátíðin til tónleika á Ömmu Lú í
kvöld, fóstudag, og hefjast þeir
stundvíslega klukkan 21.
Árni mun strjúka bassann en með
honum leikur kvartett víbrafónleik-
arans Áma Scheving en auk hans
skipa kvartettinn Þórarinn Ólafsson
píanisti, Þórður Högnason, sem
plokkar bassann, og Pétur Grétars-
son trommari.
Fjórar aðrar djassveitir koma fram
á tónleikunum. Það eru Gammar og
Kuran Swing en báðar þær hljóm-
sveitir hafa sent frá sér diska nýlega.
Einnig leikur hljómsveit Guðmund-
ar Steingrímssonar ásamt söngkon-
unni Lindu Walker og Jazzkvartett
Reykjavíkur en hann hefur leikið á
fjölmörgum djasshátíðum í Bretlandi
og á Norðurlöndum síðasthðið sum-
ar. Hann skipa Sigurður Flosason
saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson
píanisti, Tómas R. Einarsson bassa-
leikari og Einar Valur Scheving
trommari.
, \ %
í tilefni heimsóknar Árna Egilssonar bassaleikara til Islands efnir RúRek-
djasshátíðin til tónleika á ömmu Lú.
Frumsýning í Þjóðleikhúsinu:
Dýriní
Hálsaskógi
Leikritið, Dýrin á Hálsaskógi, eftir
Thorbjöm Egner verður frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 8. nóv-
ember klukkan 14. Það era 16 ár síð-
an leikritið var síðast sýnt í Þjóðleik-
húsinu við gífurlegar vinsældir en
þetta er þriðja uppfærsla leikhússins
á verkinu.
Thorbjöm Egner er sem kunnugt
er höfundur fjölskrúðugs barnaefnis
en langsamlega þekktustu verkin
hans em Dýrin í Hálsaskógi, Kardi-
mommubærinn og Karíus og Baktus.
Egner samdi sjálfur alla söngva leik-
rita sinna og hafa lögin úr þessum
verkum fylgt íslenskum börnum í
þijá áratugi.
Sigurður Sigurjónsson leikur
Mikka ref og Öm Amason leikur
Lilla klifurmús. í öðrum helstu hlut-
verkunum em Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Erling-
ur Gíslason, Guðrún Þ. Stephensen,
Flosi Ólafsson og Hjálmar Hjálmars-
son. Tuttugu og fimm leikarar taka
þátt í sýningunni, bæði böm og full-
orðnir.
Hulda Valtýsdóttir þýddi leiktext-
ann en Kristján frá Djúpalæk þýddi
söngvana. Sigrún Valbergsdóttir er
leikstjóri sýningarinnar, Messíana
Tómasdóttir gerir leikmynd og bún-
inga, Sylvia von Kospoth semur
dansa og sviðshreyfingar og lýsingu
annast Asmundur Karlsson. Jóhann
G. Jóhannsson er hljómsveitarstjóri.
Frumsýning hjá Alþýðuleikhúsinu:
Hræðileg
hamingja
Alþýðuleikhúsið frumsýndi leikrit
Lars Norén í nýjum sýningarsal í
Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöld en
önnur sýning verður klukkan 20.30
á laugardagskvöl og sú-þriöja á
sunnudagskvöld. Verkið er í þýðingu
og leikstjóm Hlínar Agnarsdóttur.
Leikurinn gerist í íbúð Teós list-
málara sem naut nokkurrar vel-
gengni um skeið en nú seljast mynd-
ir hans ekki, hann er peningalaus og
drykkjusýki hans hefur ágerst. Leik-
ritið fjallar um erfið samskipti lista-
mannsins við drykkfelda kærustu
sína og aðra kunningja. <
Leikendur á sýningunni eru Ámi
Pétur Guðjónsson, Steinunn Ólafs-
dóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og
Valdimar Öm Flygenring. Búningar,
leikmunir, hönnun rýmis og leik-
myndar er verk Elínar Eddu Áma-
dóttur.
Lars Norén er einn fremsti leikrita-
höfundur Svía í dag. Verk hans hafa
á undanfórnum árum verið sýnd
víða um lönd og eitt þeirra, Bros úr
djúpinu, var sýnt hjá Leikfélagi
Reykjavikur 1984. Norén hefur á síð-
ustu árum verið mjög afkastamikill
við leikritahöfundur.
Eltt atriða leikritsins, Hræðileg hamingja, eftir Lars Norén. DV-mynd GVA
0 *
Duus
sjábls. 18
Greta
- sjá bls. 20
Tónlist
ognu-
tímans
maður-
inn
-sjábls. 22
yiðburð-
arinnar
-sjábls. 23
veðrið?
-sjábls24