Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Síða 1
Hótel f sland: Bubbi Morthens og Sierra Maestra Nýjasta afurð Bubba Morthens, geislaplatan og kassettan Von, er komin út. Þetta verkefni hefur geng- ið undir nafninu Kúbuplatan manna á meðal undanfarna mánuði vegna þess að vinnsla og hljóðritun fór að stórum hluta fram á Kúbu. Bubbi Morthens mun fylgja útgáf- unni eftir með tónleikaferð um land- ið og komu meðlimir Sierra Maestra, alls 10 manns, sérstaklega til lands- ins til að leika með Bubba. Aðrir í hljómsveitinni auk Bubba eru Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur Briem og Tryggvi Hubner. Fyrstu tónleikarnir voru á Hótel íslandi í gær en aðrir verða í kvöld og hefjast þeir klukkan 21. Á laugar- dag verða tónleikar á Hótel Selfossi og hefjast þeir klukkan 20, á sunnu- dag í íþróttahúsi Týs í Vestmanna- eyjum en síðan verður haldið til Pat- reksfjarðar, Akureyrar, Norðfjarðar, Egilsstaða, Akraness og Njarðvíkur. Bubbi og félagar eru á meðal fyrstu vestrænu tónlistarmannanna sem sækja Kúbu heim til að hljóðrita efni á plötu og var þeim tekið með kostum og kynjum. Þegar heim var komið var bætt við upptökurnar, endanleg- ur söngur tekinn upp, sem og ýmis- legt smávægilegt, svo sem gítarleik- ur og sitthvað fleira. Tóniistin er bræðingur af tónlist frá eyjunum í Karíbahafi og íslenskri tónlist en öll lög og textar eru eftir Bubba Mort- hens sem fyrr. Bubbi Morthens og félagar hans í kúbönsku hljómsveitinni Sierra Maestra sem spila munu á Hótel Islandi og Hótel Selfossi um helgina. DV-mynd GVA Blúsleikarinn Billy Boy Arnold, sem hér sést lengst til vinstri, lék um árabil meó Bo Diddley sem er á myndinni til hægri. Blúshátíð á Púlsinum: Billy Boy Amold ogVinirDóra William Amold, frægur blúsleik- ari frá Bandaríkjunum, sem betur er þekktur undir nafninu Billy Boy Arnold, mun halda tónleika á Púls- inum með Vinum Dóra dagana 12., 13., 14. og 15. nóvember. Wilham Amold fæddist áriö 1935 í Chicago. Tólf ára gamall fjárfesti hann í munnhörpu th þess að spila blús og eftir það var ekki aftur snú- ið. Hann þróaði fljótlega sinn eigin stíl þar sem gætti áhrifa frá Little Walter og Junior Wehs og árið 1951 hóf hann samstarf við Bo Diddley. Þeir léku á strætum Chicagoborgar ásamt með þvottabrettis- og maraccasleikurum. Bhly Boy gaf út sína fyrstu hljóm- plötu 17 ára gamah og á þeim tíma var hann aðalsöngvari Earl Hooker band, vann meðal annars með El- mor James, Johnny Shines, Ho- mesick James, Junior Wehs og Otis Rush áður en hann hóf aftur sam- starf við Bo Diddley árið 1954. Bihy Boy Amold er mjög fjölhæf- ur tónhstarmaður, hann er söngv- ari, munnhörpuleikari og tónskáld og hefur samið fjölda frægra laga sem ódauðleg em oröin. Tónleik- amir verða teknir upp fyrir sjón- varp og sendir út bæði á Bylgjunni og á Rás 2. Tjamarsalur Ráðhuss Reykjavikur: Konur á barmi jafnréttis Samstarfshópur kvenna í imghða- hreyfingum íslenskra stjómmála- flokka efna th ráðstefnu um jafnrétti kypjanna undir forskriftinni, „Kon- ur á barmi jafnréttis“. Ráðstefnan verður haldin á laugardag klukkan 13 í Tjamarsal Ráðhúss Reykjavíkur og áætlað er að shta henni um klukk- an 16.45. Fulltrúi samstarfshópsins er Ása Richardsdóttir. „Fyrsta framlag samstarfshópsins th jafnréttisbarátt- imnar er þessi ráðstefna. Þetta er í fyrsta sinn sem konur úr öhum stjómmálaflokkum hefia með sér samstarf af þessu tagi. Við lifum á tímum kreppu og á þannig tímum vhja mál eins og jafnrétti hverfa í hringiðu krepputalsins og þess vegna hefium við máls á þessu. Á ráðstefnuna hefur verið kahað th hóps forystufólks í íslenskum stjómmálum og það fólk verður spurt áleitinna spuminga sem við ætlumst th að fá svör viö. Við von- umst eftir því að það bendi á nýjar leiðir sem færar verði í jafhréttisbar- áttunni. Þaö vita allir hver hin raunveru- lega staða kvenna er. Það er hægt að skoða laun, stöðu þeirra í stjóm- málum, stöðu þeirra í menntakerf- inu eða stöðu þeirra í stjórnun þjóð- félagsins yfirleitt. Konur sifia greini- lega ekki við sama borð og karlar. Ása Richardsdóttir er fulltrúi sam- starfshóps kvenna í ungliðahreyf- ingum islenskra stjórnmálaflokka. DV-mynd Brynjar Gauti Konur búa við lagalegt jafnrétti en telja sig ekki búa við raunverulegt jafnrétti," sagði Ása í samtali við DV. sjábls. 19 Elena sjábls. 20 sjá bls 22 burðir helgar- innar -sjábls.23 verður helgar- veðrið? -sjábls. 24

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.