Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992.
23
Kvikmyndir
HÁSKÓLABÍÓ
Sími 22140
Boomerang ★★ 'A
Gamanmynd í anda Eddie Murphy sem
ristir ekki djúpt. Fer ágætlega af stað en
missirflugið I síðari hlutanum. -IS
Night on Earth ★★'/2
Jarmusch hefur húmor, góða leikara og
snjallt frásagnarform. Myndin skiptist i
fimm misgóða kafla en heildin er
skemmtileg tilbreyting. -GE
Bob Roberts ★★
Potað aðeins I stjórnmálin vestra I heim-
ildarmyndastil líkum og í „Spinal Tap".
Margt fyndið en ádeilan er ekki nógu
beitt og formið vinnur gegn myndinni.
-GE
Háskaleikir ★★★
Spennumyndir eins og þær gerast bestar.
Mikill kraftur og mikill hraði, raunsæ þrátt
fyrir ýktan endi. Harrison Ford er góður
JackRyan. -HK
Svo á jörðu sem á himni ★★★
Kvikmyndataka, sviðsetning og tónlist er
með því besta sem gerist i íslenskum kvik-
myndum. Álfrún H. Örnólfsdóttirer senu-
þjófurinn. -ÍS
Steiktir grænir
tómatar ★★★ 'A
Stórgóð mynd sem fjallar um mannlegar
tilfinningar, vináttu og áhrifamátt frá-
sagna. Toppleikur I öllum hlutverkum.
-is
LAUGARÁSBÍÓ
Sími 32075
Tálbeitan ★★/2
Svöl löggumynd frá heitum handritshöf-
undi. Sagan er stemningsrík en ekki alltaf
þétt. Goldblum stelur senunni frá annars
ágætum leikhópi. -GE
Eitraða Ivy ★★ /2
Lítur út fyrir að vera spennumynd en er
í raun vitrænt sálfræðilegt drama sem
verður spennandi af því að persónurnar
eru lifandi. Endirinn er veiki punkturinn
en Barrymore sá Ijósasti. -G E
Lygakvendið ★★
Nokkuð lunkin gamanmynd sem mátti
ekki við þvi að gugna á endasprettinum.
-GE
REGNBOGINN
Sími 19000
Leikmaðurinn ★★★'/2
Mikið kvikmyndaverk frá Robert Altman.
Eitrað háð á Hollywood og óvenjulegt
sakamál gerir það að verkum að það er
eitthvað nýtt sem heillar hverja einustu
minútu. -HK
Sódóma Reykjavík ★★ A
Skemmtileg og bráðfyndinn mynd á köfl-
um sem lýsir ferð saklauss pilts I gegnum
spillingu og undirheimalif borgarinnar.
Vel kvikmynduð og klippt. Einnig sýnd í
Háskólabiói. -HK
Ógnareðli ★★★★
Siðlaus ..., spennandi.... æsandi....
óbeisluð.... óklippt.... ógeðsleg ...,
óafsökuð .... glæsileg ... tælandi....
spennandi..., frábært... (Nei, ég fæ
ekki prósentur). -GE
Lostæti ★★ A
Skemmtileg framtíðarsýn frá tveimur
teiknimyndahöfundum. Myndin er meiri
stilæfingennokkuðannað. -GE
Henry ★★★
Gálgahúmor og ofbeldi I bland meltist
misvel en myndin er vissulega óþægilega
raunveruleg og situreftir lengi. -GE
SAGA-BÍÓ
Sími 78900
Blade Runner ★★★★
Besta kvikmynd síðustu tíu ára verður enn
betri. Myndin hefur ekki elst og brottnám
sögumannsins gerir hana grimmari og
enn meira seiðandi. Ómissandi tækifæri
fyrir aðdáendur og þá sem ekki hafa séð
hanaíbíó. -GE
Lygakvendið ★★
Nokkuð lunkin gamanmynd sem mátti
ekki við því að gugna á endasprettinum.
-GE
STJÖRNUBÍÓ
Sími 16500
Bitur máni ★★★
Mikil sálfræðikönnun á tveimur persón-
um hjá Roman Polanski að þessu sinni.
Áleitinn texti um kynferðislega niðurlæg-
ingu verður magnaður I meðförum Peter
Coyote. Minniráfyrstu myndir Polanskis.
-HK
Ofursveitin ★★
Dolph og Ván Damme eru báðir daufir
en það kemur ekki í veg fyrir hasar og
læti. Sagan er glórulaus en góður leik-
stjóri og slatti af peningum halda uppi
fjöri. -GE
Börn náttúrunnar ★★★
Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum
með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur
gert góða kvikmynd þar sem mikilfeng-
legt landslag og góður leikur blandast
mannlegum söguþræði. _[_| ^
Valsmenn standa í
ströngu um helgina
- mæta Maistas Klaipeda í tvígang í Evrópukeppni bikarhafa
Handboltamenn Vals standa í
ströngu um helgina en þá etja þeir
kappi við Maistas Klaipeda frá Lithá-
en í Evrópukeppni bikarhafa. Vals-
menn sömdu við htháíska hðið að
báðir leikirnir yrðu leiknir hér á
landi. Fyrri viðureignin verður í
Laugardalshöllinni í kvöld klukkan
20.30 en sú síðari verður á sama stað
á sunnudagskvöldið.
f 1. umferð keppninnar slógu Vals-
menn norska hðið Stavanger út úr
keppni á sannfærandi hátt. Maistas
Klaipeda sigraði finnsku bikarmeist-
arana BK 49. Þegar andstæðingar
Valsmanna eru nánar skoðaðir ættu
möguleikar þeirra að teljast nokkrir.
Þó verður að hafa í huga að almennt
séð er ekki vitað nógu mikið um
styrkleika htháíska hðsins nema það
að hðið leikur hinn dæmigerða bolta
sem loðað hefur við sovéska hand-
boltann í gegnum tíðina.
Maistas Klaipeda hefur tekið þátt
í sovésku deildarkeppninni en aldrei
farið í úrsht, oftast lent í sætum fyr-
ir neðan sex en 12 hð keppa í deild-
inni. Einn leikmaður hðsins hefur
leikið með sovéska landshðinu áður
en það leið undir lok. Meðalaldur
leikmanna hðsins er um 25 ár.
Valsmenn hafa mikla reynslu í
Evrópukeppni og það á örugglega
eftir að reynast hðinu vel í komandi
leikjum. Valsmenn hafa sterku hði á
að skipa um þessar mundir en þó er
skarð fyrir skildi að Jakob Sigurðs-
son getur ekki leikið með en á dögun-
um sleit hann krossbönd.
Það yrði óneitanlega glæsilegur
árangur ef Valsmönnum tækist að
‘ komast í 8-liða úrsht keppninnar en
um síðustu helgi tryggðu FH-ingar
sér sæti í 8-liða úrshtum Evrópu-
keppni meistaraliða. íslenskur hand-
bolti er í sókn og ef hlutirnir ganga
eðliiega eiga Valsmenn að ná tak-
marki sínu.
-JKS
Geir Sveinsson og félagar hans í Valsliðinu mæta Maistas Klaipeda í tvígang um helgina. Geir Sveinsson á að
baki yfir 20 Evrópuleiki með Val og spænska liðinu Avidesa.
íþróttir
Körfubolti:
Stórleikurí
Njarðvík á
sunnudags-
kvöld
Heil umferð verður í Japis-
deildinni í körfuknattleik um
heigina. ( kvöld leika Breiða-
blik og Valur í Digranesi og
Njarðvíkingar mæta Skalla-
grími í Njarðvík. Báðir leikirn-
ir hefjast klukkan 20.
Á morgun, laugardag, leika
Haukar gegn Tindastóli i
íþróttahúsinu við Strandgötu
klukkan 14. Á sunnudag ieíka
Skallagrímur og Grindavík í
Borgarnesi klukkan 16 og um
kvöldið klukkan 20 leika
Njarðvíkingar gegn nágrönn-
um sínum í Keflavík og KR
og Valur leika á Seltjarnar-
nesi. Keflvíkingar hafa unnið
alla leíkin sína til þessa á
mótinu.
Toppsíagur
f blakinu
Toppslagur verður á islands-
mótinu í blaki um helgina.
HK og ÍS mætast í Digranesi
i Kópavogi á sunnudags-
kvöldið og hefst viðureignin
klukkan 19.
Ferðafélag fslands:
Tröllafoss - Stardalur
Á sunnudag verður farið í tvær
dagsferðir á vegum Ferðafélags ís-
lands. Önnur ferðin verður að Star-
dal og Tröhafossi. Ekið verður að
Stardal og gengið þaðan niður með
Leirvogsá að Tröhafossi sem er foss
í Leirvogsá en móts við Haukafjöll
fehur áin niður í djúpt og hrikalegt
klettagljúfur sem myndar einstak-
lega fahega umgjörð um Tröhafoss.
Hin ferðin er ganga á Stardals-
hnjúk. Gengið verður frá Stardal upp
Kinnargil og þaðan á hnjúkiim,
áfram verður haldið um Þríhnúka
og Haukafjöll og komið niður hjá
Hrafnhólum. í báðum þessum ferð-
um er gengið í um 3 klukkustundir.
Ferðalangar eru minntir á að vera í
hlýjum fatnaði, þægilegum skóm og
með nesti. Brottför í ferðimar er frá
Umferðarmiðstöðinni, austanmegin,
og Mörkinni 6.