Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Síða 5
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992. Messur Arbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þór Hauksson. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Sunnudagaskóli Árbæjarsafn- aðar kl. 11 í Ártúnsskóla, Selásskóla og safn- aðarheimili Árbæjarkirkju. Fyrirbænastund miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Fundur með fermingarbörn- um og foreldrum þeirra eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Org- anisti Daníel Jónasson. Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kl. 16. Af- mælistónleikar kórs Breiöholtskirkju til styrktar orgelsjóði kirkjunnar. Kl. 20.30. Samkoma á vegum „Ungs fólks með hlut- verk". Ræðumaður: Halldóra Ólafsdóttir. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. Bústaöakirkja: Barnamessa kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Ingólfur Guðmundsson messar. Einsöngur Reynir Guðsteinsson og Viktor Guðlaugsson auk hljóðfæraleikara. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Digranesprestakall: Barnasamkoma í Safn- aðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Dómkórinn syng- ur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Barnastarf í safnað- arheimilinu á sama tíma. Kirkjubíllinn fer um vesturbæinn. Síðdegisguðsþjónusta kl. 17.00, Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Kristinn Hóseasson messar. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknar- presta. Eyrarbakkarkirkja: Messa kl. 14. Fella- og Hólakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Sigfúsar og Guðrúnar. Guðsþjón- usta kl. 11. Dómprófastur, sr. Guðmundur Þorsteinsson, vísiterar söfnuðinn og prédik- ar. Sóknarprestar sr. Guðmundur Karl Ág- ústsson og sr. Hreinn Hjartarson þjóna fyrir altari. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Sönghópur- inn Án skilyrða sér um tónlist. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Frikirkjan í Hafnarfiröi: Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson. Fríkirkjusöfnuöurinn í Reykjavík: Laugar- dagur. Flautudeildin kl. 14.00 í Safnaðar- heimilinu. Kl. 15.00. Samverustund eldri barnanna í Safnaðarheimilinu. Sunnudagur kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta. Kl. 14.00. Guðsþjónusta, Fermingarskólinn sérstak- lega boðaður. Grafarvogssókn: Barna- og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Guðfræðinemarnir Elínborg og Guðmunda aðstoða. Guðsþjónusta kl. 14 fellur niður vegna dvalar kirkjukórs og organista í æf- ingabúðum. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Yngri börnin niðri og eldri börnin uppi. Mikill söngur, fræðsla og leikræn tjáning. Messa kl. 14. Tómas Tómasson veitingamaður prédikar. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega boðin til messunnar. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Árni Arinbjarnar- son. Grindavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Heimsókn frá Útskálakirkju. Prestur sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Org- anisti Ester Ólafsdóttir. Kór Útskálakirkju syngur. Sóknarprestur. Hallgrímskirkja: Fræðslusamvera kl. 10. Gunnar J. Gunnarsson: Trúarbrögð mann- kyns. Messa kl. 11.00. Altarisganga. Barna- stund. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Klrkja heyrnarlausra: Messa kl. 14. Barna- kór Hallgrímskirkju kemur í heimsókn. Sr. Miyako Þórðarson. Kl. 17. Tónleikar Mót- ettukór Hallgrímskirkju. Flutt verður ensk kirkjutónlist fjögurra alda. Stjórnandi Bern- harður Wilkinson. Háteigskirkja: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðar og Suðurhlíð- ar á undan og eftir messu. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Hjaliasókn, messusalur Hjallasóknar, Digra- nesskóla: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kór Hjallasóknar syngur. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall: Barnastarf í safnaðar- heimilinu Borgun sunnudag kl. 11. Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Magn- ús Guðjónsson biskupsritari prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Stefán R. Gfsla- son. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Keflavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Kirkjuvogskirkja: Barnastarf laugardag kl. 13 f umsjón Arndísar, Torfhildar og Margrét- ar. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjal- ar Lárusson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Kórskólans syngur. Barnastarf á sama tíma. Kaffisopi eftir messu. Aftansöngur alla virka daga kl. 18.00. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta ki. 11. Fermingarbörn aðstoða. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. Sr. Jón D. Hróbjarts- son. Barnastarf á sama tíma undir stjórn Þórarins Björnssonar. Heitt á könnunni eftir •guðsþjónustu. Messa kl. 14. Bjöllusveitin leikur. Organisti Ronald Turner. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Fimmtudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11.00. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 11.00. Athug- iö breyttan tíma. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur óskar ólafsson. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Halldóra Þor- varðardóttir og kirkjukórinn frá Fellsmúla annast guðsþjónustuna. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráösson prédikar. Kórinn Syngjandi Seljur leiðir söng. Organisti Jakob Hallgrímsson. Mola- sopi eftir guðsþjónustuna. Guðsþjónusta í Seljahlíö laugardag kl. 11. Organisti Reynir Jónasson. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guömundsdóttir. Barnastarf á sama tíma í umsjá Eirnýjar, Báru og Erlu. Stokkseyrarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Afhentir verða bikarar fyrir íslandsmót akstursíþróttamanna á síðastliðnu sumri. Verðlaun veitt fyr- ir akstursíþróttir Landssamband íslenskra aksturs- íþróttafélaga stendur fyrir verð- launaafhendingu íslandsmeistara í greininni í félagsheimili aksturs- íþróttaklúbbanna á laugardaginn. Félagsheimilið er að Bíldshöfða 14 (bakhús) og húsið opnað klukkan 20 en afhendingin hefst klukkan 22. Afhentir verða 25 bikarar fyrir ís- landsmótin á liðnu sumri og látinn verður af hendi 3T bikarinn. Akst- ursíþróttamaður ársins verður krýndur en Karl Gunnlaugsson var handhafi þess titlls síðasta ár. Gerðuberg: Ljóðatónleikar Ingibjargar A laugardag klukkan 17 verða aðr- ir ljóðatónleikar Gerðubergs í vetur. Þá syngur Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran ljóðasöngva meðal annars eftír Hjálmar H. Ragnarsson, J. Tur- ina. L. Bemstein, Ravel og V. Bell- ini. Meðleikari verður Jónas Ingi- mundarson píanóleikari. Tónleik- amir verða endurteknir á mánudag klukkan 20.30. Ingibjörg Guðjónsdóttir lauk burt- fararprófi frá Tónlistarskóla Garða- bæjar 1986. Aðeins 19 ára gömul sigr- aði Ingibjörg í Söngkeppni Sjón- varpsins og tók þátt í alþjóðlegri keppni ungra söngvara í Cardiff í Wales 1985. Framhaldsnám stundaði Ingibjörg í Bandaríkjimum og lauk BM-prófi frá Indiana háskóla. Píanóleikarinn Elena Riu frá Ve- nesuela. Tónleikar í Hafnarborg: Elena Riu frá Venezuela Á sunnudag mun Elena Riu, píanó- leikari frá Venesuela, halda tónleika í Hafnarborg. Að tónleikunum standa sendiráð Venesuela á íslandi, Hafnarborg og Menningarmálastofn- un Venesuela. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir suður-amerísk og spænsk tón- skáld. Elena Riu stímdaði nám í píanóleik hjá Niel Immelman og síð- an hjá Joseph Weingarten í Trinity College of Music. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna og haldið tónleika víða um heim, meðal annars í Suð- ur-Ameríku, Frakklandi, á Spáni og Bretlandi og nú er komið að íslandi. Chalumeauxklarínettutríóiö og Margrét Bóasdóttir sópransöng- kona. Tónleikar í Rangár- þingi Margrét Bóasdóttir sópransöng- kona og Chalumeauxtríóið halda tvenna tónleika í Rangárþingi. Þeir fyrri verða á sunnudag klukkan 15 í Oddakirkju og þeir síðari miðviku- dagskvöldið 18. nóvember klukkan 21 á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Chalumeauxtríóið er skipað klar- ínettuleikurunum Kjartani Óskars- syni, Óskari Ingólfssyni og Sigurði Ingva Snorrasyni. Á efnisskrá tón- leikanna eru verk eför Graupner, Bach, Jón Leifs og Mozart. Málþing um siðferði, menntun og þroska Á sunnudag gengst Siðfræðistofn- un Háskóla Islands fyrir málþingi sem ber yfirskriftina Siðferði, menntun, þroski. Málþingið, sem hefst stundvíslega klukkan 13 og stendur til 17.15, verður haldið 1 Há- skóla íslands, stofu 101 í Odda. Á þinginu mun Kristján Kristjáns- son, lektor við Háskólann á Akm:- eyri, fjalla um það hvort hægt sé að kenna dygð. Helga Siguijónsdóttir námsrágjafi mun fjalla um frelsi og sjálfstæði unglinga, Hreinn Pálsson, skólastjóri Heimspekiskólans, og Ól- afur Proppé, aðstoðarrektor Kenn- araháskóla Islands, flytja erindi og Sigurður Júlíus Grétarsson, dósent í sálfræði, leitar svara við spuming- unni hvort sálfræði skipti máli fyrir menntun og þroska. Loks mun Ing- ólfur Á. Jóhannesson, uppeldis- og sagnfræðingur, flytja erindi um framfarir og þroska. \ 21 Þjóðleikhúsið Sfmi 11200 Smídaverkstæöiö: Stræti laugardag klukkan 20 Stóra sviðið: Dýrin í Hálsaskógi laugardag kl. 14. sunnudag ki. 14. Hafíð laugardag kl. 20 Kæra Jelena föstudag kl. 20 Litla sviðið: Ríta gengur menntaveginn föstudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 sunnudag ki. 20.30 Borgarleikhúsið Sími 680680 Stóra sviðið: Dunganon föstudag kl. 20 Heima hjá ömmu laugardag kl. 20 Litla sviðið Platanov laugardag kl. 17 sunnudag kl. 17 Vanja frændi föstudag kl. 20 laugardag kl. 20 sunnudag kl. 20 íslenska óperan Sími 21971 Lucia Di Lammermoor föstúdag kl. 20 sunnudag kl. 20 Alþýðuleikhúsið Hræðileg hamingja laugardag kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 Nemendaleikhúsið Ciara S föstudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 Leikbrúðuland Sími 622920 Bannað að hlæja sunnudag kl. 15.00 Sjóminjasafn- ið opnað á ný Sjóminjasafn íslands við Vest- urgötu 8 í Hafnarfirði verður opnað á ný um helgina eftir skipulagsbreytingar. Sjóminja- safhið er nú deild í Þjóðminja- safni íslands og nýir starfsmenn hafa tekið við daglegum rekstri þess. Þeir eru Bjöm G. Bjömsson, sem annast rekstur safnsins, og Jón Allansson, fomleifafræðing- ur og safnvörður. Sjóminjasafn íslands tók til starfa árið 1986 í Brydepakkhúsi, stóm 130 ára gömlu timburhúsi í hjarta Hafnarfjarðar, við hliðina á húsi Bjama riddara og veitinga- húsinu A. Hansen. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga í vetur klukkan 14-18 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Spoex 20 ára Samtök psoriasis- og exem- sjúklinga verða 20 ára um miðjan þennan mánuð. Af því tilefni efna samtökin ttí afmælis- og fræðslu- fundar í Höfða, Hótel Loftleiðum, laugardaginn 14. nóvemþer klukkan 13-18. Fjöldamargt verður á dagskrá fundarins sem Níels Ámi Lund stjómar. Kynning verður á starf- semi Spoex, flutt verður erindi um Bláa lónið, erindi um lyfiagjöf og margt fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.