Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1992, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992.
Fréttir
Að loknu þingi Alþýðusambands íslands:
Alþýðusambandið hef ur
aldrei verið veikara
- Benedikt Davíðsson, nýkjörinn forseti þess, á mikið verk að vinna
Alþýöusamband íslands hefur sennilega aldrei verið veikara en um þessar
mundir. Það var talskur tónn i striðsyfirlýsingum verkalýðsforingja á þingi
ASÍ f síðustu viku. DV-mynd GVA
Á þingi Alþýðusambands íslands,
sem haldið var á Akureyri í síöustu
viku, komu í ljós mikiir veikleikar
þessa fjölmenna og sterka þjóðfélags-
afls sem ASÍ getur verið. Það er ekki
bara að foringjakreppa hafi komið
skýrt í Ijós heldur virðist sá kraftur,
sem eitt sinn var í fulltrúum verka-
fólks, vera horfinn. Það sást best á
fyrsta degi þingsins. Þá um morgun-
inn fréttu menn af efnahagsaögerð-
um ríkisstjómarinnar. Fyrstu viö-
brögðin voru lömun. Allan mánu-
daginn var sem þingfulltrúar mættu
vart mæla. Deyfð og dnmgi hvíldi
yfir öllu. Enginn hinna 500 fulltrúa
virtist hafa þann kraft, eða þá for-
ingjahæfileika til að bera, að rífa
þingheim upp úr drunganum. Næstu
daga einkenndust viöbrögð manna
af reiði. Kraftinn vantaði og enginn
tók af skarið.
„Þetta er daufasta og leiðinlegasta
Alþýðusambandsþing sem ég hef set-
ið,“ sagði Guðmundur J., formaður
Dagsbrúnar, en hann hefur setið öll
Alþýðusambandsþing síðan 1950.
Fleiri af eldri kynslóöinni tóku undir
meö Guðmundi.
Hvað er að?
Sú spuming, sem vaknar eftir að
hafa orðið vitni að þessari deyfð, er
hvað sé að hjá verkalýðsfélögunum.
Hvers vegna þessi deyfð? Svarið er
ef til vill ekki augljóst. Þó er tvennt
sem hggur í augum uppi.
Þaö fer ekkert á milli mála að það
munstur samningageröar, sem verið
hefur ríkjandi síðustu sex til átta
árin, á stærsta sök á þessu. Alveg frá
1986 hafa kjarasamningar snúist um
ahs konar félagsmálapakka og síðan
1990 um þjóðarsáttarsamninga. Örfá-
ir toppmenn Alþýöusambandsins
hafa séö um þetta aht og samið fyrir
öh félögin í landinu. Félögin sjálf
hafa þar hvergi nærri komið. For-
ystumenn þeirra hafa varpað öUu
yfir á Ásmund Stefánsson, fyrrver-
andi forseta, og nokkra forystumenn
sambandsins. Síðan hafa félögin ekki
gert annað en samþykkja aUt sem
að þeim er rétt að loknum samning-
um.
Vegna þessa hefur aUt starf félag-
anna sjálfra legið niðri aö kalla má
þennan tíma. Félagamir hafa ekki
verið virkjaðir til eins eða neins.
Þeir hafa vanist á að toppamir í ASÍ
sjái um aUt, geri aUt fyrir þá. Yngra
fóUdð í stjómum og ráðum verka-
lýðsfélaganna þekkir ekki önnur
vinnubrögð en þessi.
Lítil endurnýjun
Hitt atriðið, sem veldur deyíð inn-
an verkalýðshreyfingarinnar, er UtU
endumýjun í toppforystunni. Þótt
Fréttaljós:
Sigurdór Sigurdórsson
það hafi átt að vera gamanmál var
ákveðinn broddur í því, sem menn
sögðu að^oknu miðstjómarkjöri, að
næsta þiiíg ASÍ yrði haldið að Hrafn-
istu. Vegna þessa hefur ekkert nýtt,
enginn ferskleiki, komið inn í æðstu
forystu hreyfingarinnar. Stjóm-
málaflokkamir ráða öUu innan
hreyfingarinnar þegar tíl kastanna
kemur. Þeir kosta kapps um að halda
gömlu þægUegu foringjunum við
völd.
Yfir þessu kvörtuðu fjölmargir
þingfuUtrúar við undirritaðan á
þinginu. Samt sem áður gerðu menn
ekkert í þessu. Allir kusu eins og
flokkamir sögðu þeim að gera þegar
tíl alvömnnar kom.
Atgervisflótti
Þaö er einnig ljóst að ákveöinn at-
gervisflótti hefur átt sér stað úr
verkalýðshreyfingunni á síðustu
áratugum. Þar er ekki sama mannval
og var. Flestir eiga núorðið kost á
langskólanámi. Þeir sem hafa áhuga
hafa farið í nám og koma ekki inn í
verkalýðshreyfinguna. Eftir situr
þar fólk sem annaðhvort nennir ekki
að læra eða getur það ekki.
Vissulega em nokkrir mjög hæfir
foringjar enn til innan verkalýðs-
samtakanna. Og það er gleðiefni fyr-
ir samtökin að nokkrir mjög hæfir
ungir em að koma upp. Þá skortir
enn reynslu. Eða eins og Benedikt
Davíðsson, forseti ASÍ, sagði í viðtaU
í DV. Það verður enginn skortur á
forsetaefnum á næsta þingi, vandinn
verður að velja úr hópi hæfra manna.
Þetta er rétt. Hins vegar er hér um
fáa menn að ræða. Það er aftur á
móti skortur á foringjum í hinum
almennu verkalýðsfélögum vítt og
breitt um landið.
Blásið í lúðra
Það vantaði ekki að harðorð kjara-
málaályktun væri samþykkt á þing-
inu. Ýmsir foringjar töluðu digur-
barkalega og boðuöu stríð tíl að svara
árásum ríkisstjómarinnar á kjörin.
Menn vom beðnir að nota tímann
vel fram tíl 1. mars að samningar eru
lausir. Hefla þegar í stað undirbún-
ing að fundahöldum um aUt land eft-
ir áramót. Móta kröfur og leggja til
orrustu 1. mars.
Einhvern veginn fannst mér falsk-
ur tónn í þessum hvatningarhrópum.
Eins og blómi Alþýöusambands ís-
lands talaði á þinginu í síðustu viku
hef ég ekki trú á að tíl neinnar orr-
ustu komi. Stríðstónninn var ekki
hreinn. Ég hef þá trú að einhvers
konar sáttaleið veröi farin. Ekki
þjóðarsáttarleið en einhver útfærsla
á henni. Ég hef ekki trú á því, eftir
að hafa setiö síðasta ASÍ-þing, að afli
verkalýðssamtakanna veröi breytt.
Klofningur
Hættan á aö Alþýðusambandið
klofni er fyrir hemU. Það áttu sér
stað mikU mistök við miðstjómar-
kjör. Þau mistök em stjómmála-
flokkunum aö kenna. Þeir þurftu
hver og einn að fá sinn kvóta. Þegar
upp var staöið frá að útfylla kvótann
höfðu nokkrir gamhr fulltrúar neit-
að að hætta í miðstjóm og víkja fyrir
yngra fólki. Útkoman varð sú að stórt
kjördæmi eins og Vestfirðir fékk eng-
an fuUtrúa í miðstjómina og Norður-
land eystra aðeins einn mann. Kosið
var um 18 manns. Auðvitað var megn
óánægja meðal fuUtrúa úr þessum
kjördæmum með niðurstöðuna. Þeir
kalla nú ASÍ Alþýðusamband suð-
vesturhomsins. Menn höfðu orð á
úrsögn, hvort sem nú af þvi verður
eða ekki.
Niðurstaða mín af þessu þingi er
sú að Alþýðusambandið hafi aldrei
verið veikara en nú. Hvort hinni
gömlu kempu, Benedikt Davíðssyni,
tekst að hífa sambandið upp tfi fyrri
vegs og virðingar og virkja það afl,
sem í þessu 75 þúsund manna sam-
bandi býr, skal ósagt látið. Svo mikið
er víst að hann kann þaö og getur,
ef það er ekki bara orðið of seint.
í dag mælir Dagfari____________________
Framsókn lærir af Kvennalistanum
Framsóknarmenn vom í hálfgeröri
tilvistarkreppu á flokksþingi sínu
um helgina. Þeir vissu eiginlega
ekkert hvemig taka ætti á stærsta
póUtíska viðfangsefni dagsins, að-
Ud íslands að Evrópska efnahags-
svæðinu, EES.
Formaður flokksins, Steingrímur
Hermannsson, hefur nýverið skip-
aö sér fremst í fylkingu andstæð-
inga þessa samnings sem var þó
að mestu leyti frágenginn þegar
hann var sjáífur forsætisráðherra
landsins. Hann hafði samiö drög
að ályktun flokksþingsins þar sem
aðUdinni var afdráttarlaust hafnað
þar sem hún bryti í bága við ís-
lensku sflómarskrána.
Varaformaður Steingríms, HaU-
dór Ásgrímsson, hafði hins vegar
samið aðra ályktun fyrir þingið.
Þar vom tíundaðir margir kostir
þess að gerast aðiU að Evrópska
efnahagssvæðinu. Þessum viöhorf-
um fylgdi HaUdór svo eftir með ít-
arlegri ræðu á sjálfu þinginu. Fór
ekki fram hjá neinum að HaUdór
er fylgjandi þeim samningum sem
EFTA-ríkin hafa náö við Evrópu-
bandalagiö.
Varaformaðurinn hefur sem sagt
ekki fylgt formanni sínum í að
skipta um skoðun bara vegna þess
að hann er kominn í sflórnarand-
stöðu, enda er HaUdór sem kunn-
ugt er hinn eini sanni, óbifanlegi
klettur Framsóknarflokksins.
Það var því úr vöndu að ráða fyr-
ir framsóknarmenn á flokksþing-
inu. Formaðurinn á móti, vara-
formaðurinn með og báðir með eit-
ilharða stuðningsmenn á þinginu.
Steingrimur hafði tíl dæmis Bjama
Einarsson Samstöðuforingja og
byggðasflóra í farteskinu.
Almennum fundum á flokksþing-
inu var sjónvarpað beint. Þess
vegna voru aUar deUur færðar aö
flaldabaki. Slegist var á lokuðum
nefndafundum og það svo um mim-
aöi. Þung orð féUu á báða bóga og
ekkert gefiö eftir. Það stefndi því í
meiri háttar uppgjör á sjálfu þing-
inu.
En þá varð reynsluheimur
kvenna framsóknarmönnum tíl
sáluhjálpar.
Skammt er síðan kvennaUsta-
konur stóðu í nákvæmlega sömu
sporum. Þar logaði aUt í deUum um
aöUdina að Evrópska efhahags-
svæðinu eftir að Ingibjörg Sólrún
frelsaðist. Á landsþingi, sem haldið
var á Laugarvatni, ákváðu konum-
ar að hafa enga sameiginlega
stefnu í þessu stórmáU. Hver þing-
kona yrði bara að dansa eftir sínu
höfði.
Framsóknarmenn fengu þessa
sniUdarlausn kvennanna að láni.
Flokksþingið ályktaöi eitthvað í þá
vem að kannski og ef til vUl væri
samningurinn um EES í andstöðu
við sflómarskrá lýöveldisins. Það
væri þó aUs ekki víst.
Eftir flokksþingið segjast þing-
menn Framsóknarflokksins hafa
alveg frjálsar hendur um hvemig
þeir greiði atkvæði á Alþingi um
aðUdina að EES. Sumir hyggjast
vera á móti. Aðrir ætla að sifla hjá.
Og kannski veröa fáeinir með
samningnum. Alveg eins og hjá
Kvennó.
Meginviðfangsefni Framsóknar-
þingsins var þannig að ákveða að
hafa enga sameiginlega stefnu
varðandi Evrópska efnahagssvæö-
ið. Og allir vom ánægðir meö þessa
niðurstöðu, enda er hún í besta já
já og nei nei stU flokksins. Ekki
síst flokksformaðurinn sem taldi
sig hafa unnið mikinn sigur.
Hitt stórmáUð á flokksþinginu
var kosning varagjaldkera. Þing-
fuUtrúar vissu fyrirfram að ekki
mátti hrófla viö neinum í alvöru-
forystu flokksins. Slík ókurteisi er
nánast óþekkt í Framsóknar-
flokknum að skipta um foringja
fyrr en hann hefur sjálfur ákveðiö
að draga sig í hlé og vahð sér erfða-
prins. Margir hvísluðu aö vísu sín
á milU aö Steingrímur ætti nú að
fara aö hætta en af því verður ekki
í bráð. Hann telur sig enn ómiss-
andi fyrir flokkinn og þjóðina.
Þess í stað fengu þingfuUtrúar að
berjast um stöðu varagjaldkera
flokksins. Tekist var á um fram-
bjóðendur til þessa merka embætt-
is af mikiUi grimmd, ekki síst með-
al kvennablóma flokksins. Haldnir
vom margir og strangir fundir og
plottað í hverju horni dag eftir dag.
Það sérkemúlega er að hér vom
blessaðar konumar ekki að beijast
við vondu karlrembusvínin. Nei,
þær tókust á innbyrðis af fullri
hörku. Sem sýnir auðvitað að í
póUtíkinni em konur konum verst-
ar.
Dagfari