Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Síða 22
30 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992. FLOT- VINNUGALLAR með sjótöskum Seljum nokkurt magn af MULLION/66°N flotvinnugöllum með sjótöskum á tilboðsverði næstu daga. 66°N V E R S LUNIN SKÚLAGÖTU 51 REYKJAVlK SÍMI 91-11520 Menning Grínsögur Ásgeir Hannes getur verið hnyttinn í tilsvör- um og góður sögumaður er hann. í þessa bók hefur hann dregið saman margar sögur úr Reykjayíkurlífinu og fjallar um marga sögu- fræga íslendinga. Bók þessi er mjög í ætt við bækurnar um ís- lenska fyndni og alveg vafalaust með þeim bestu í þeim flokki. Bókinni skiptir Ásgeir í sex kafla, Lagt af stað frá Austurvelli, 4,53 á Örstedkvarða, I Austur- stræti einn ég stóð, Út um borg og bý, Þórs- kaffikynslóðin á hádegisbarnum og Aftur á Austurvöll. Eitt er að safna sögum, muna þær og skrá hjá sér, annað að segja þær svo vel sé. Ásgeir Hann- es hefur flestar sögumar með inngangi þar sem hann kynnir sögupersónur, ættir þeirra og atvik í lífi þeirra. Og Ásgeir hefur hæfileika til að segja frá. Hann kemur fljótt auga á hið skoplega og eins og segir á bókakápu:....umfram allt situr skopið hér í hásæti“. Sögurnar eru úr Reykjavíkurlífinu eins og nafn bókarinnar ber með sér og margar gerast nálægt nútímanum, persónumar era flestar kunnar okkur öllum. Bókina hefur Ásgeir Hannes á „ljóði“, sem hann kallar Sagnfræði: „Það era til margar sögur Ekki eru allar sögur sannar og ekki era allar sögur góðar Langt frá því Ekki eru heldur allar sannar sög- ur góðar og ekki allar góðar sögur sannar Öðru nær Ásgeir Hannes Eiríksson. Hefur safnað saman mörgum sögum um þekkta einstaklinga. En sumar sögur eru það góðar að þær þurfa ekki að vera sannar í því ljósi eru þessar sögur sagðar“ Bókina helgar sögumaður fóstra sínum, Haf- steini Baldvinssyni, „sem þurfti engar sögur til að halda sínu góða skapi". Svona bók verður ekki lýst nema grípa niður í hana. Ein sagan fjallar um Hauk pressara. Hann var kallaður fyrir rannsóknarlögregluna vegna þess að ávísun, sem hann hafði komist yfir á Vífils- stöðum, reyndist ekki í lagi. Þegar Njörður Snæhólm hafði skýrt pressar- anum frá málavöxtum sat hann hljóður undir lestrinum „... en stóð svo skyndilega á fætur. Tók hatt sinn og gekk á dyr en sneri sér við í gættinni og sagði: Þetta er alvarlegt mál. Ég kem ekki nálægt þessu.“ Þegar Westlund lásasmiður átti að sundurliða háan reikning sinn hljóðaði nótan þannig: Gert við vél í klukkustund 10 kr. Akstur 5 kr. Bókmeimtir Guðmundur G. Þórarinsson Að vita hvaða skrúfu átti að skrúfa 9.985 kr. Samtals 10.000 kr. Ásgeir Hannes rak pylsuvagn við Útvegsbank- ann um árabil. Margir reyndu að slá pylsusal- ann en hann vitnaði til samkomulags: „Því miður, sagði Ásgeir. Það er vegna sam- komulags við bankann að ég lána ekki peninga og á meðan selur bankinn ekki pylsur.“ Óli Þ. Guðbjartsson, fyrrum dómsmálaráð- herra, hefur eftir Júlíusi gamla Havsteen: „Þrír minnisbestu menn, sem ég þekki, era ég sjálfur, Jóhann sonur minn og svo man ég ekki, hvað sá þriðji heitir.“ „Skandinavar líta á íslensku þjóðina eins og eina allsheijar hópferð, sem gleymst hefur að sækja í eliefu hundruð ár.“ Þeir sem gaman hafa af grínsögum, munu oft hlæja upp úr þessari bók. Sögur úr Reykjavik. Almenna bókafélagið. Ásgeir Hannes Eiriksson tók saman. 207 blaðsiður. Einstakur ferill Stundum er kyartað undan því að þeir sem setja endurminningar sínar á blað hafi ekki frá nægu aö segja. Það á svo sannarlega ekki við um Þorstein E. Jónsson, flugkappa í síðara stríði og síðar flugstjóra í áratugi. Þorsteinn á að baki feril sem einstakur er meðal íslendinga. Hann var orrustuflugmaður í fremstu víglínu í hinum konunglega breska flugher í seinni heimsstyrjöldinni. Hver dagur var þrunginn spennu og hvert flug var upp á líf og dauða. í gegnum þetta allt komst Þor- steinn. Hann varð þó að horfa á eftir fjölda vina og félaga sem ekki komu til baka. Það er því engin furða að Þorsteinn þakki verndarenglum sínum samfylgdina öll stríðsárin. Það er raunar með ólíkindum að sleppa frá þeim hildarleik sem Þorsteinn tók þátt í og lýsir í bók sinni. Þar hjálpast að dirfska, færni, góð tæki á þeirra tíma mælikvarða og síðast en ekki síst einstök lukka. Bókmenntir Jónas Haraldsson í endurminningum sínum, sem Þorsteinn ritar sjálf- ur, rekur hann uppvaxtarár sín hér og í Bretlandi. Móðir hans var ensk en faðirinn íslenskur. Meginefni bókarinnar er hins vegar þátttaka höfundar í stríðsá- tökunum. Þorsteinn getur þess í formála bókarinnar að nauðsynlegt hafi verið að rekja aðdraganda að þessu „stríðsbrölti" sem hann kallar svo. Flugdagbók höfundar er góð heimild og við hana styðst hann. Lýsingar era því nákvæmar og bókin góð heimild um það líf og þann anda sem skapast milli manna í orrustuflugsveit. Raunar hefur Þorsteinn frá svo mörgu að segja að jafnvel lýsingar á miklum lífs- háska geta orðið stuttaralegar, jafnvel nokkrar línur. Slíkur háski yrði þeim sem lifað heföu ögn hefðbundn- Þorsteinn E. Jónsson. Lífsháskinn var daglegt brauð. ara lífi en Þorsteinn efalaust tilefni til langra útlist- ana. Þess gerist ekki þörf í þessari bók. Þorsteinn segist í upphafi bókar ekki gera sér neinar grillur um að hann sé að bjóða upp á bókmenntir með þessum skrifum sínum. Það er óþarfi fyrir hann að afsaka eitt eða neitt. Endurminningarnar eru fróðlegar í betra lagi og frásögnin þrungin spennu. Allt getur gerst. Margar góðar myndir prýða bókina. Ferill Þorsteins eftir stríðið er líka ævintýraríkur. Hann starfaði sem flugmaður víða um heim og verhd- arenglarnir fylgdu honum einnig þar. í lok formála bókar sinnar boðar Þorsteinn annað bindi endurminn- inga sinna. Það er fagnaðarefni þótt höfundur kvarti undan því að skriftimar taki tíma frá golfi, veiðum og öðru göfugu. Megum viö fá meira að heyra? Þorsteinn E. Jónsson: Dansaó í háloftunum - endurminningar 340 blaósiður Útgefandi Setberg 1992

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.