Alþýðublaðið - 22.07.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.07.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐtÐ 3 B. S. R. Sími 716, 880 og 970. Sætaferð austur yflr fjall á hverjum degi. klukknabringingum og konungshyll- ingu, Framsóknin heldur áfram og var Iskischehr tekinn í dag. Upp-Schlesía og England. Símað er frá Lossdon að enska stjónnin hafi neitað að senda fleirl hersveitir til Upp Schlesíu og krefjist þess að gert verði út um iánið. Forvextir lækka enn. Forvextir Englandsbanka orðnir 5V2% Hér eru forvextir 8%. Hvenær lækka þeir? Eíkislánið íslenska. Á morgur. (i dag) verður hald- inn undirbúningsfundur i National- banken milli Andersens ríkisráðs- oddvita og fuiitrúa aðalbankanna, út af iáninu til íslands. Nokkrir andbanningar á Eyr- arbakka, kaupmenn o. fl., með prestinn í broddi fylkingar, boð- uðu tii fundar á Eyrarbakka á þriðjudagskvöld út af Spánarsamn- ingunum, og höfðu þeir haft við- búnað alimikinn fyrir fundinn. Aðalræðumenn voru þar frá and- banninga háifu Jóh. V. Daníeiss- son og séra Gísli Skúlason. Voru þeir í fundarbyrjun með tillögu á prjónunum, sem fór fram á kröfu til stjórnarinnar um afnám bann- laganna, en þegar fram á fundinn kom sáu andbanningar sitt ó- vænna og heyktust á því, að láta bera hana undir atkvæði, af því þeir sáu að þeir mundu hafa bor- ið lægra hlut frá borði i þeirri hólmgöngu. — Templarar voru fjölmennir á þessum fundi. X Umræðnr urðu allmiklar i gær á bæjarstjórnarfundi um ýmislegt það sem aflaga fer við höfnina og víðar þar sem eignir bæjarins eiga i hiut Víttu sumir fuiitrú arnir það hve eignum bæjarins væri illa við haldið, en sumir (J. Ól) gerðu gis að þvf að bæjar stjómin færi að fást um slíkti Var að lokum sarnþykt tillaga um að skora á hafnarnefnd, að iáta fara fram rannsókn á skemdum á höfninni og láta gera við þær sem fyrst. Loknnartími búða. Frá 20. júlí tii ágústloka vetður, samkv. lögregiusamþykt búðum lokað á laugardógum kl. 4 e. h. Nordgulen, einn af eiztu starfs- mönnum við símsnn hér á laadi, veiktist mjög hættulega f gær er hann var að verki sfnu. Hann var fluttur á sjúkrahús. Athygli er vakin á augl. templ- ara á öðrum stað. Sirius fór f morgun norður ura land til Noregs. Farþegar voru afar margir. Atrinnnleysið var til.umræðu í gær í bæjarstjórn og var kosin fimm manna nefnd, þau: Jón Bald vinsson, Jónína Jónatansdóttir, Jón Þorláksson, Ágúst Jósefsson og Þórður Sveinsson. Bæjarreikningarnir árið 1920 eru enn ekki tilbúnir. Bar Þórður Sveinsson fram tillögu á bæjar stjómarf. um að skora á borgar- stjóra að hraða þeim, en hún var feid. Verður að víta þenna drátt mjög ákveðið. Borgarstjóri fékk tveggja mán aða fri í gær á bæjarstjórnarfundi og setti Sigurð Jónsson til þess að gegna embætti sfnu á meðan. I Konungsferðin i utlendum blöðum. Þau eru einkennilega og jafn- framt hlægileg valin skeytin sem send hafa verið út héðan til danskra blaða, í tilefni af för konungsiiðsins hér á landi. Má með sanni segja, að hún sé skrft- in blaðamenskan sumra manna. Sum skeytin segja frá þvi hvað prinsarnir hafi verið .skotnir" í tilteknum stúikum hér og hve mikið þeir hafi verið með þeim, önnur tala um þreytu drotningar, og það að kóngur hafi talað „ágæta ístenzku^U) við bændur sem hann heilsaði með handá- bandi. Eitt segir frá þvf, að kóng- ur hafi heimsótt „jarðholu*, sem ung bændahjón hafi búið íll og að konan hafi orðið hrærð af því, sem sagt var við hana! Þá er það sagt sem frétfir, að prinsarn- ir hafi getað setið hest. En þau fcíðindi I Eítt skeyti er um bannlögin og hefir það ifka verið tekið upp í norsk blöð, til þess auðvitað að vinna með því gegn banni. Segir í skeytinu, að í vefslu sem kon- ungsbjónunum hafi verið haldin í Reykjavík, hafi verið borið fram rauðvfn og madeira, en þó aðeins fyrir útlendu gestina. íslendingar fengu aðeins kaffi með matnum. „En hvott konungshjónin fengu kaffi", segir eitt norskt blað, „vitum vér ekki, en það væri iika firtandi að skoða þau sem útlendinga*. Útyfir tekur þó eitt skeytið frá „Islands Telegrambureau", sem segir frá þv/, að buxur Knúts prins hafi rifnað miili fótanna og „hirðdaman* sem var með drotn- ingu hafi límt rifuna saman með heftiplæstrilll Má með sanni segja, að þess- ar skeytasendingar séu til stór- skammar þeim sem sent hafa. Alþýdubladid er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanp- id það og lesið, þá getið þið aldrei án þess rerið. Alþbl- kostar I kr. á mánuli, Alþbl. er blað allrar alþýðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.