Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993. Fréttir Skoðanakönnun DV: Fylgismenn f lokka klof nir um niðurstöðu EES-málsins Flestir flokkamir eru talsvert klofnir í EES-málinu. DV kannaði í skoðanakönnim sinni hvemig stuðn- ingsmenn flokkanna skiptast í af- stöðu til spumingarinnar um hvort þeir séu sáttir eða ósáttir við niður- stöðuna í EES-málinu. Þá reynast 70 af hundraði framsóknarkjósenda ósáttir við niðurstöðu málsins. Um 68 prósent stuðningsfólks Sjálfstæð- isflokksins era sátt við niðurstöðu EES-máisins. Fylgismenn flokkanna skiptast á eftirfarandi hátt. 78,4 prósent af kjós- endum Alþýðuflokksins segjast vera sátt við niðurstöðu EES-málsins. Aðeins 8,1 prósent er ósátt við niður- stöðuna og 13,5 prósent óákveðin. 70,5 prósent framsóknarkjósenda em ósátt við niðurstöðu EES-máls- ins. En 17,9 prósent em sátt við nið- urstöðuna og 11,5 prósent óákveðin. 67,9 prósent kjósenda Sjálfstæðis- flokksins era sátt við niðurstöðu EES-málsins. En 16 prósent em ósátt og önnur 16 prósent óákveðin. 70,8 prósent kjósenda Alþýðu- bandalagsins em ósátt við niður- stöðu EES-málsins. En 12,3 prósent em sátt við niðurstöðuna og 16,9 pró- sent óákveðin. 60,5 prósent Kjósenda Kvennalist- ans em ósátt við niðurstöðu EES- málsins. En 23,3 prósent af kjósend- um Kvennalistans era sátt við niöur- stöðu EES-málsins og 16,3 prósent em óákveðin. Loks skiptast þeir, sem segjast vera óákveðnir um hvaða flokk eða lista þeir mundu kjósa, þannig í afstöðu til EES-málsins: 50 prósent þeirra em ósátt við niðurstöðuna um EES. 26,4 prósent þeirra era sátt við niður- stöðu EES-málsins og 23,6 prósent em óákveðin. -HH Björgunarsund æft f Kópavogslaug. Það er nauðsynlegt að kunna að synda og ekkl sföur að bjarga öörum ef þörf krefur. DV-mynd GVA Verð á augndropum meira en þref aldast Regína Thorarenaen, DV, Selfoesi: Ég fór á sunnudagsmorgun, 17. jan- úar, í Selfoss Apótek til að sækja augndropa fyrir manninn minn. Sig- ríöur apótekari fékk mér glasiö og ég rétti henni þúsund krónur. Þá sagði hún. Áttu ekkert smærra, þetta kostar ekki nema 61 krónu. Jú, ég átti það í smáu og þá sagði Sigríð- ur mér að þetta litla glas myndi kosta manninn minn 196 krónur daginn eftir, mánudaginn 18. janúar. Ég varð alveg hissa á þessari veröhækkun og ef öll meðul hækka svona mikið þá getur fólk ekki keypt þau lengur. Afstaða kjósenda til niðurstöðu EES-máisins Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur 11,5% 17,9% 13,5% 8,1 78,4% Alþýðubandalag 16,9% 12,3% | | Sáttir 16,0% 16,0 Kvennalisti 16,3% 23,3% 67,9% Óákveðnir um flokk 23,6% 26,4% Ósáttir Óákveðnir Þetta er ekkert annað en pólitísk misnotkun - segir reglugerðarbreytingu ráðherra pólitískt stórmál „Ég vil ekki una því að vera settur af öðrum stjómarflokknum í nefnd til þess að endurskoða reglugerð til að koma í veg fyrir hugsanlegt slys. Síðan komi félagsmálaráöherra í bakið á mér og láti slysið verða. Það er rétt að ég hef íhugað aö segja mig úr nefndinni. Ég bíð eftir skýringu frá félagsmálaráðherra. Ákvörðun mín um framhaldið fer eftir við- brögðum ráðherra. Ég tel að þarna sé um pólitíska misnotkun meiri- hluta alþýðuflokksmanna í bæjar- stjóm Hafnarfjarðar aö ræða,“ segir Sturla Böðvarsson alþingismaður. Það sem Sturlu mislíkar er að Jó- hanna Siguröardóttir félagsmálaráð- herra breytti reglugerðinni einhliða og án samráðs við nefndina tfl þess að Hafnarfjörður fengi úthlutun úr jöfnunarsjóðnum og um leið varð að úthluta til Mosfellsbæjar. „Það er ekkert launungarmál að hlutverk okkar í nefndinni var að sjá um að stóm sveitarfélögin, Kópavog- ur, Garðabær, Hafnarljörður, Mos- fellsbær, jafnvel Seltjarnames, tækju ekki bróðurpartinn úr jöfnun- arsjóðnum eins og nú hefur gerst. Hafnfirðingarnir töldu í fyrra að þeir ættu rétt á fé úr jöfnunarsjóönum og gerðu ráð fyrir því í fjárhagsáætl- im sinni. Þeir fengu hins vegar ekki úthlutun og þá fóm þeir að hamast í Jóhönnu Sigurðardóttur til að fá úthlutun nú. Hún gaf eftir og breytti reglugerðinni einhliða, þrátt fyrir þaö að nefndin væri að vinna að málinu. Hún hafði ekkert samband við okkur,“ segir Sturla. Sturla segist líta á þetta sem póli- tískt stórmál. Hann segir að á milli stjómarflokkanna hafi þetta verið grafalvarlegt mál vegna þess að þeg- ar nefndin var stofnuð var verið að fjalla um ýmislegt sem sneri að sveit- arfélögunum. „Þá var mikið rætt um að nýta sér hagkvæmni stærða sveitarfélag- anna. Við trúðum því ýmsir að stóru sveitarfélögin þyrftu ekki jafn háar meðaltekjur og þau litlu. Þess vegna væri óþarfi að jafna úr jöfnunarsjóði þannig að stærstu sveitarfélögin, þar sem hagkvæmnin er mest í rekstri, heíðu sömu meðaltekjur á íbúa og til að mynda þúsund manna sveitarfé- lag,“ sagði Sturla Böðvarsson alþing- ismaður. -S.dór Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjamamesi: Áhætta tekin með fjárhagsáætlun - mbinMutinn vill hraða landakaupum til friðunar „í krónutölu er fjárhagsáætlunin nánast sú sama og í fyrra. Með þessu tökum viö vissa áhættu því tekjumar era ekki tryggar. Við reynum hins vegar eftir bestu getu að halda uppi verklegum fram- kvæmdum. Eina lánið, sem við fyr- irhugum aö taka, er frá Norræna flárfestingarbankanum. Um er að ræða 10 mifljónir króna sem á að nýta tfl að fjármagna holræsafram- kvæmdir meðfram fjömnni," segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjarsljóri á Seltjamamesi. Bæjarsljóm Seltjamamess gekk frá fjárhagsáætlun þessa árs á fundi í vikunni. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir aö skatttekjur bæjarins verði um 402 milljónir á árinu. „Fjárhagsstaðan er ágæt en viö erum komin með skuldamörkin heldur ofarlega. Við höfum fjárfest grimmt í dým landi sem að ein- hveiju leyti átti, og á kannski efdr, að skila sér í kassann aftur. Við erum samt ekki í nokkurri hættu." Siv Friöleifsdóttir og Guðrún Þorbergsdóttir, fiflltrúar minni- hlutans, sátu hjá viö afgreiðslu fj árhagsáætlunarinnar. Þær létu hins vegar bóka að þær teldu brýnt aö þegar á þessu ári verði hafin undirbúningsvinna að fjármögnun þess hluta vestursvæðis Selfjam- amess sem enn er ekki í eigu bæj- arins. Um þetta hafa verið miklar deilur meðal íbúa bæjarins. Af hálfu bæjarstjórans er vflji til að nýta hluta þessa svæðis undir íbúöabyggð en margir íbúar og hluti bæjarstjómar vflja friða það. í bókun minnihlutans em ýmsar hækkanir á þjónustugjöldum bæj- arins sagðar óheppilegar. í því sambandi er bent á að lækka á systkinaafslátt á leikskólum úr 50 prósentum í 25 prósent og hækka sorphiröugjald um 33 prósent. Þá er þátttöku bæjarins í bygg- ingu hjúkrunarheimflisins Eirar í Grafarvogi mótmælt í bókuninni. Æskilegra sé að bærinn reisi heim- fli á Seltjamamesi í æskilegri stærð. Bent er á að undanfarin ár hafi 17 prósent af ráðstöfunartekj- um bæjarins farið í þessar fram- kvæmdir. í ár sé gert ráð fyrir að framlagið verði 23 milljónir og aö hlutfalliðhækkií34prósent. -kaa Selfyssingur 1 Virginíu: 17 ára skipti- nemi lést í bílslysi 17 ára íslenskur skiptinemi, Guð- mundur Árnason frá Selfossi, lést í bílslysi í bænum Waynesboro í Virg- iníufylki í Bandaríkjunum á þriðju- dag. Guðmundur var á leið í skóla með skólasystur sinni þegar slysið varð. Þau vom tvö í bílnum. Stúlkan, sem ók bílnum, slasaðist, þó ekki lífs- hættulega, en Guðmundur, sem sat í framsæti, lést þegar komiö var með hann á sjúkrahús. Guðmundur hafði dvalið sem skiptinemi hjá fjölskyldu í Waynes- borofráþvísnemmaíhaust. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.