Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Page 8
8 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993. Svipmyndin Af hverri er svipmyndin? Samkeppnin í skemmtanaiönað- inum er hörð. Það var auöveldara að öðlast frægð áður fyrr. Þá nægði stúlkum venjulega að vera ungar og laglegar. Sú sem svipmyndin er af sat og drakk kaffi á veitingahúsi þegar hún var uppgötvuð. Þaö eru mörg ár síðan. En henni heíur tekist að halda frægð sinni. Hún er enn þá þekkt nafn í skemmtanaiðnaðinum. Hún fær mikið af aðdáendabréf- um. Stór hluti þeirra er frá karl- mönnum sem koma með ólíkar til- lögur og tilboð. En flest eru bréfin frá konum sem vilja hitta hana eða skrifast á við hana. Hluti kvennanna sem skrifar henni heldur að hún sé einmana. En þær hafa algerlega á röngu að standa. Sú sem hér er lýst á mikið af vinum. Hún er með mörg jám í eldinum og sífellt á ferðalögum milli höfuðborga. Þeir sem þekkja hana halda því fram að frægð henar hafi ekki stig- ið henni til höfuðs. Hún sé sama stúlkan og hún hafi alltaf verið. Hún reykir ekki og hún drekkur ekki áfengi. En það kemur fyrir að hún borðar of mikið um tíma. Hún er dálítið matglöð og þykir sælgæti gott. Góður matur í of miklum mæli leiðir til þess að fólk fitnar. En sú sem svipmyndin erafþekkir hætt- una. Hún gætir þess því aö fitna ekki um of og gerist þess þörf getur hún tekist á við nýtt hlutverk með nokkurra daga fyrirvara. Hyggst leggja greiðslu- kortið á hilluna Sú sem hér er lýst hefur starfaö í Bandaríkjunum í mörg ár. Hún hefur stundum látið nokkuð hörð orð falla um bandaríska leikara. Hún segir þá oft lítt áhugaverða og heldur leiðinlega í einkalífinu. Þá hugsi þeir ekki nógu vel um líkam- ann. En svo seljist þeir í stólinn hjá foröunarmanninum. Þar eigi sér oft og tföum mikil umbreyting stað. Bandaríkjamen vilji gjaman sjá „tilbúnar brúður". Stíll þeirrar sem svipmyndin er af beinir henni á aðrar brautir. Hún segir að feguröin eigi að koma ixm- an frá, meðal annars með því að fólk gæti þess að fá þá hreyfingu sem líkaminn þarfhast. Nýlega kom hún fram í sjón- varpsþætti um spamað. Þar var þefrri spumingu beint til hennar hve mikið hún hefði í mánaöar- kaup. Því vildi hún ekki svara. En hún skýröi frá því að hún keypti oft geislaspilara, faxtæki, síma og út- varpstæki. Oftast réði sterk löngun til að kaupa eitthvað nýtt. Þegar reiðuféð væri uppuriö gripi hún til greiöslukortanna. Hún sagðist nú vera farin að íhuga að klippa greiðslukortin í tvennt. Það gæti leitt til spamaðar og hagkvæmni. Þeim sem vildu sýna hagkvæmni og skynsemi kvaðst hún geta gefið gott ráð. „Vertu þér úti um pening- ana áður en þú gengur í hjóna- band. Þaö em meiri líkur á aö þaö standist óveðrin ef fólk á eitthvað í handraðanum." Fyrrum fékk hún hundrað þús- und dah fyrir að leika í kvikmynd. Það var á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Nú borga kvikmyndaver- in enn meira. Nú geta ungar stúlk- ur fengið allt aö fimm milljónunm dala fyrir hlutverk á við þau sem hún tók þá að sér. Þríggja bama móðir Nýlega leysti sú sem hér er lýst upp heimili sitt í Los Angeles. Þar átti hún aUt sem hægt var að óska sér. En hún vildi breyta til. Hún sagðist ekki trúa á það lengur að búa við hliðina á ríku og færgu fólki. Ákvörðunin kom manni hennar mjög á óvart. En sú sem svipmynd- in er af er með bein í nefinu. Mað- urinn átti ekki annars úrkosti en aö flytjast með henni til London. Hún hefur reynt mikið um ævina. Hún viðurkennir að hún hafi gert margt skrítið sem hún vfiji ekki ræða í viðtölum. Fyrir allmörgum árum gaf hún út bók um ævintýri sín. Af hlaust mikið umtal. Þess vegna hefur hún ekki í hyggju að skrifa fleiri bækur um lífsreynslu sína. Brennt bam forðast eldinn. Hún var gift áður og hefur átt í ástarsamböndum við allmarga menn. Hún hefur eignast þijú böm. Það yngsta er sonur sem henni fæddist fyrir fáum ámm en þá var hún orðin fjörutíu og fimm ára. Þaö er nokkuð hár aldur fyrir móður en fæðingin gekk vel þvf að sú sem hér er lýst var vel á sig komin. Mörgum finnst furðulegt hve vel henni hefur tekist að varðveita unglegt útlit sitt. Hún lítur næstum því eins út í dag og fyrir tuttugu árum. Ein leiö til að halda í heilsu og æskufegurö er að eiga sér yngri mann. Sú sem hér er lýst er gift manni sem er næstum tuttugu árum yngri en hún. En fegurð hennar og frægð valda henni líka vandamálum. Þannig getur hún ekki tekið hvaða hlut- verki sem er. Hún varö heimsfræg sem Bond- stúlka. Og hún hefur haft sinn eig- in sjónvarpsþátt. Þar heftir henni gengið vel. En hún ætti erfitt með að fara með hlutverk í sorgarleik. Hver er hún? Svar á bls. 56 Matgæðingur vikurtnar Sjavarretta- góðgæti - og heimskautalamb „Heimskautalamb einangrað með raspi“ heitir rétturinn sem matgæðingur vikunnar býður upp á að þessu sinni. Uppskriftin er sótt um langan veg, eða allar götur norður til Grímseyjar. Höfundur hennar er Helgi Haraldsson sjó- maður. Þessi réttur er feiknavin- sæll á heimili hans og oft eldaður ef gera á gestum sérlega gott. En fyrst er það forréttur sem Helgi býður gjaman upp á. Þannig lítur uppskriftin að honum út: Sjávarréttagóðgæti 25-30 humarhalar 200 g hörpudiskur 200 g rækjiu: 200 g sneiddir sveppir 1-2 laukar eftir stærð, saxaðir 2 hvítlauksrif, smátt brytjuö 1 msk. karrí Salt og annað krydd eftir smekk Fiskikraftur, soð 1/2 - 3/4 1 ijómi 2 dl hvítvín Smjör og olía tfi steikingar Aðferð Takið frá einn humarhala fyrir hvem disk. Takið hina úr skelinni, brúnið skeljamar létt og sjóðið í vatni ásamt fiskteningi. Síið síðan soðið. Setjið hvítvínið í pott og sjóðið niður um helming, setjið út í soðið ásamt ijómanum. Steikið sveppina, laukinn og hvítlaukinn, athugið að laukurinn má ekki brúnast. Setjið út í soðið og látiö malla. Steikið humarinn og hörpudi- skinn, kryddið ríflega með karrí og setjið út í soöið ásamt rækjun- Helgi Haraldsson. um. Saltið og kryddið eftir smekk. Ausið á disk og setjiö einn hum- arhala í skel ofan á. Berið fram með heitu hvítu eða ristuöu brauði. Athugið að í þennan rétt má nota annan fisk en hér er nefndur. í staðinn fyrir hörpudisk má nota t.d. gellur eða annan fisk sem losn- ar ekki of mikið í sundur. Heimskautalamb einangrað með raspi 1 lambalæri, u.þ.b. 2 kg 8 hvítlauksrif, afhýdd 50-100 g smjör, Unt 11/2 bofii brauprasp, helst úr tví- bökum eða hvítu brauði 4-5 msk. fínt söxuð steinselja eða mynta, estragon eða annað grænt kiydd Salt og nýmalaður svartur pipar Aðferð Setjiö lærið í ofnskúffu, kljúfið tvö hvítlauksrif í fernt, stingið beittum hníf í lærið neðanfrá á tveimn stöðum inn að beini, stingið einum fjórða af rifi í hvort sár. Nuddið afgangnum af rifjum vand- lega á lærið ofanvert. Smyijið síðan smjörinu vandlega á allt Iærið. Meijið hin sex rifin og blandið þeim saman við brauðraspið ásamt steinselju, salti og pipar. Hnoðið þannig að raspið taki í sig raka úr hvítlauknum. Dreifið þessari blöndu síðan yfir lærið. Setjið inn í 200 gráða heitan ofn í 1 1/2 - 2 klst. Lækkið hitann eftir u.þ.b. 40 mínútur í 170 gráður. Sósan 7 msk. rauðvínsedik 3 hvítlauksrif, afhýdd og marin 5 msk. sjóðandi vatn Sósukraftur Rjómi Sósujafnari Setjið edikið og hvítlaukinn í pott og sjóðið niður þar til 1/4 er eftir. Síið og hendið hvítlauknum. Setjið sjóðandi vatn, edik og safann úr ofnskúffunni ásamt öllu hrati í só- supott og kryddið ef vill. Sósuna má auka með sósukrafti. Einnig má jafha hana og setja í hana ijóma en það er alls ekki nauösynlegt. Athugið að skafa þarf allt úr ofnskúffunni út í sósuna. Ekki þarf að sigta hana. Þetta má bera fram með bökuð- um kartöflum, snöggsoðnum gul- rótum með smjöri og/eða agúrku- salati. Uppskriftin er fyrir 6. Helgi skorar á Sæmund Ólafsson sem einnig er sjómaður í Grímsey. Hinhliðin Ætla að spila eins mikið golf og ég get - segir Júlíus Tryggvason, knattspymumaður á Akureyri Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Það var ákaflega ljúft að vinna þennan titil, enda kominn tími til aö við færum að sýna eitthvað af viti í innanhússboltanum," segir Júlíus Tryggvason, einn af nýbök- uðum íslandsmeisturunum Þórs á Akureyri í knattspymu innanhúss. „Þetta er bara byrjunin á árinu en vonandi tekst okkur aö fylgja þessu eftir og gera góða hluti í sumar,“ segir Júlíus sem sýnir lesendum DV hina hhðina að þessu sinni. Fullt nafn: Júlíus Þór Tryggvason. Fæóingardagur og ár: 22. október 1966. Maki: Gyða Jóna Gunnarsdóttir húsmóðir. Bam: Davíð Hólm, 8 ára. Bifreið: Mazda 323, árgerð 1991. Starf: Bakari. Laun: Þokkaleg. Áhugamál: íþróttir og aftur íþrótt- ir. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottóinu? Þijár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila knattspymu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vaska upp. Uppáhaldsmatur: Svínakjöt. Uppáhaldsdrykkur: RC-Ck>la, diet. Júlíus Tryggvason, knaRspymu- maður I Þór á Akureyri. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Michael Jordan. Uppáhaldsblað: DV, ég les ekkert annað. Hver er fallegasta kona sem þú hefiir séð fyrir utan maka? Sigrún Aðalsteinsdóttir. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjóminni? Andvígur auðvitað. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Bjöm S. Bjömsson, mark- vörð KA í handbolta. Uppáhaldsleikari: Laddi. Uppáhaldsleikkona: Sharon Stone. Uppáhaldssöngvari: Láms Sigurðs- son. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng- inn. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Högni hrekkvísi. Uppáhaldssjónvarpsefni: Íþróttir. Ertu hlynntur eða andvigur vem vamarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Sigurður Hlöðversson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bjami Fel. Uppáhaldsskemmtistaður: Hamar, félagsheimili Þórs. Uppáhaldsfélag í iþróttum: Þór Akureyri. Stefnir þú að einhverju sérstöku í íþróttum? Að halda haus og lifa líf- inu. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Spila eins mikið golf og ég get og æfa fótboltann af krafti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.