Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993. Myndbönd Blindmóðurást HONOUR THY MOTHER Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: David Greene. Aðalhlutverk: Sharon Gless og Brian Wimmer. Bandarisk, 1992 - sýningartími 92 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Honour Thy Mother, sem byggð er á sönnum atburðum, sýnir okk- ur að móðurástin getur leitt hvaða konu sem er í blindgötur. Sharon Gless leikur konu sem er ham- ingjusamlega gift. Nótt eina er ráð- ist inn í svefnherbergi þeirra hjóna, maður hennar myrtur og hún al- varlega særð. Lögregluna grunar fljótt að sonur hennar frá fyrra hjónabandi sé viðriðinn morðið enda hefur sannast á hann eitur- lyfjaneysla, en móðirin ver soninn með klóm og kjafti og segir lögregl- una vera á villigötum og hefur það ekkert að segja þó reynt sé að gera henni grein fyrir að vitnisburður og sannanir bendi aUavega til að hann hafi vitað um árásina... Honour Thy Mother er áhrifa- mikil kvikmynd og sýnir enn einu sinni að sannleikurinn er oft ótrú- legri en skáldskapurinn. Aftur á móti er myndin ekki vel leikin, nema hjá Sharon Gless sem er nán- ast óþekkjanleg í hlutverki mömm- unnar. Sveitarómantík PALOMINO Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Míchaes Miller. Aðalhlutverk: Lindsay Frost, Lee Hors- ley og Eva Marie SainL Bandarísk, 1991 -sýningartími 90min. Leyfð öllum aldurshópum. Danielle Steel er sjálfsagt vinsæl- asti rithöfundur heims, af þeim sem skrifa rómantískar sögur. Hafa nokkrar bækur hennar verið gefnar út hér á landi, þar á meðal er Palomino sem mynd sú sem hér er til umfjöllunar er gerð eftir. Sagan er dæmigerð rómantík þar sem fjallað er um sambandi tveggja persóna. Hún er frægur ljósmynd- ari sem missir fótfestuna þegar eig- inmaðurinn fer frá henni. Hún fer í heimsókn til vinkonu sinnar sem býr á stóru sveitabýli. Þar hittir hún draumaprinsinn í líki kúreka en erfiðlega gengur þeim að ná saman... Það er fullt af fólki sem hefur gaman af myndum sem þessum og veitir hún þessum hóp örugglega góða skemmtun en ég hefði viljað sjá betri vinnubrögð, metnaðurinn er enginn og leikur í flestum tilfell- um afleitur. Örlagasaga úr fortíðinni FRIED GREEN TOMATOES Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Jon AvneL Aðalhlutverk: Kathy Bates, Jessica Tandy, Mary Stuart Masterson og Mary-Louise Parker. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 130 min. Leyfð öllum aldurshópum. Fried Green Tomatoes er einstak- lega ljúf og mannleg kvikmynd. í myndinni eru sagðar tvær ólíkar sögur sem tengjast þótt þær gerist með löngu millibili. Kathy Bates leikur óánægða eig- inkonu sem borðar aUtaf of mikið. Hafa allir megrunarkúrar hennar verið árangurslausir hingaö til og kemur meðal annars óánægja STEiKTIR TÓMATAR Idgie (Mary Stuart Masterson), Sipsey (Cicely Tyson) og Ruth (Mary- Louise Parker) fyrir framan veitingastaðinn Whistle Stop Café. hennar með eiginmanninn fram í ofáti. Dag einn, þegar hún er í heimsókn á dvalarheimih fyrir aldraða, hittir hún gamla konu, Lfty sem byijar að segja henni sögu úr fortíðinni um tvær stúlkur sem tengjast órjúfanlegum böndum þegar bróðir annarrar þeirra deyr. Gamla konan segir síðan söguna í nokkrum hlutum á heimsóknar- DV-myndbandalistinn My Cousin Vinnie er i fimmta saeti þessa vikuna. I myndinni leikur Joe Pesci lögfræðing sem kemurfrá New York til smábæjar í Suður- rikjunum til að verja frænda sinn sem hefur verið ákæröur fyrir morö. 1(3) FarandAway 2(1) Fried Green Tomatoes 3 (2) Stop, or My Mom Will Shoot 4(4) LiveWlre 5(8) My Cousin Vmnie 6(7) The Mambo Kings 7(6) HoiroAlone 8(5) Wayne’s Worid 9 (12) Quicksand: No Escape 10 (10) Batman Returns 11 (-) Grand Canyon 12(-) Unhrersal Sokiier 13 (11) 14(9} 15 (■) Straith Talk ★★ © Veijandi með enga reynslu MY COUSIN VINNIE Útgefandi: SAM-myndbönd. Leikstjóri: Jonathan Lynn. Aðalhlutverk: Joe Pesci, Ralph Macchio og Marisa Tomei. Bandarisk, 1991 -sýningartiml 114 min. Leyfð öllum aldurshópum. Joe Pesci hefur skotist upp á stjömuhimininn á örskömmum tíma, þökk sé snaggaralegum leik hans í nokkrum vel heppnuðum kvikmyndum, sérstaklega er eftir- minnilegur leikur hans í The Good- fellas. My Cousin Vinnie er fyrsta myndin þar sem hann er í aðaihlut- verki og kemur þaö nokkuð á óvart að það skuli vera gamanmynd en Pesci stendur sig samt ágætlega þótt handritið hefði mátt vera betra. Pesci leikur lögfræðinginn Vinny sem varla veit hvernig réttarsalur lítur út. Þegar frændi hans og vinur em teknir og ákærðir fyrir morð í hjarta Suðurríkjanna er hann feng- inn til að veija piltana. Lendir hann strax í útistöðum við dómarann sem er íhaldssamur og hefur engan skilning á hvaða fatnaöur er í tísku í New York. Vinny kemur sér í hvert klandrið á eftir öðru og em hinir ákærðu, sem að sjálfsögðu em saklausir, orðnir vonlausir um að þeir sjái nokkum tímann dags- birtu aftur en Vinny á hauk 1 horni sem er kærasta hans og reynist hún betri en enginn þegar á reynir. My Cousin Vinny rennur ljúflega í gegn en er ekkert stórafrek og þaö verður aö segjast eins og er að Joe Pesci er mun betri í hlutverki skúrksins en hetjunnar. Aðrir leik- ara em í frekar litlausum hlutverk- um fyrir utan Marisu Tomei sem leikur kæmstuna með miklum ágætum. -HK tímum. Sagan hefur mikil áhrif á hina óhamingjusömu húsmóður og gerir það að verkum að hún fer að hugsa meira um sjálfa sig og tekur sig virkilega á í ofáti sínu og sam- skiptum við eiginmann og aðra, oft á kátbroslegan hátt. Sagan inni í sögunni er samt þungamiðja myndarinnar og birt- ast þar afar áhugaverðar persónur. Samband Idgie og Ruthar er mjög náið og er ekki laust við að maður renni grun í að vinskapur stúlkn- anna tveggja hafi verið meira en vinskapur og á einum stað viður- kennir Ruth ást sína til Idgie. Fried Green Tomatoes er mjög vel leikin af þeim íjórum leikkon- um sem fara með aðalhlutverkin, Jessicu Tandy, Kathy Bates, Mary Stuart Masterson og Mary-Louise Parker og erfitt að gera upp á milli þeirra. í heild er Fried Green Tomatoes sérstaklega góð mynd en það sem helst má finna að henni er að sög- umar eru slitróttar í framsetningu. -HK Súperhermenn UNIVERSAL SOLDIER Útgelandi: Skifan. Leikstjóri: Roland Emmerich. Aðalhlutverk: Jean-Claude Van Damme og Dolph Lundgren. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 101 min. Bönnuó börnum innan 16 ára. Jean-Claude Van Damme og Dolph Lundgren eru þekktir af af- rekum í miklum hasarmyndum sem ekki hafa kostað mikið hingað til. Það er aftur á móti mun meira lagt í Universal Soldier en þeir eiga að venjast en sá kostnaður liggur aöallega hjá tæknideildinni sem stendur sig vel. Van Damme og Lundgren eru aftur á móti við sama heygarðshomið, eru bestir þegar þeir opna ekki munninn. í myndinni leika þeir hatursfé- laga úr Víetnam-stríðinu sem eru frystir til geymslu. Rúmum tuttugu árum seinna birtast þeir sem liðs- menn Alþjóðahersveitar. Þá á að vera búið að svipta þá allri hugsun, þeir eru orðnir að vélum sem eng- inn ræður við þegar þeim er beitt. Þrátt fyrir það er ekki búið að drepa niður allt sjálfstæði og smátt og smátt gera þeir gert sér grein fyrir hveijir þeir eru. Van Damme leikur góða töffar- ann sem gerir sér grein fyrir hversu hættulegur hann er en Lundgren þann vonda sem truflast og heldur að hann sé enn í Víetnam og að allir sem verða á vegi hans eru óvinir. Universal Soldier er ágæt spennumynd fyrir þá sem vilja mikið ofbeldi. Það er alltaf eitthvað aö gerast en heldur fmnst mér langt lokaatriði vera í slæmu mót- vægi við það sem á undan er geng- ið. Fyrsti hálftíminn er besti hluti myndarinnar. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.