Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993. Skák Áskorendaeinvígið á Spáni: Byrjendabragur á taflmennsku Shorts - og drottningin varð að láta líf sitt fyrir riddara Áskorendaeinvígi Timmans og Shorts í smábænum San Lorenzo de Escorial nálægt Madrid er nú vel hálfnað, tefldar hafa verið átta skákir af fjórtán. Alit bendir til þess að lokaskákir einvígisins verði afar spennandi. Málsháttur- inn góði: „Sá vinnur sem leikur næstsíðast af sér“ gæti átt vel við ef reynt væri að spá fyrir um úr- sht. Taflmennska kappanna hefur fram til þessa verið í slöku meðal- lagi og ekki þarf að koma á óvart aö heimsmeistarinn Kasparov telji þá auðvelda bráð í fjöltefli. Níunda skákin verður tefld í dag, laugardag, en að loknum átta skák- um er staðan jöfn, 4-4. Timman tókst loks að jafna í sjöundu skák- inni og gerði það á hraustlegan Umsjón Jón L. Árnason hátt. Sömu sögu er þó að segja um þá skák eins og fyrri vinningsskák- ir í einvíginu að sigurinn byggðist frekar á mislukkaðri taflmennsku andstæðingsins en snilldartöktiun sigurvegarans. Short var greinilega vankaður eftir að hafa misst forystuna í ein- víginu og hann tók þann kostinn að fara sér að engu óðslega í átt- undu skákinni sem tefld var á fimmtudag. Timman átti ekki í vandræðum með að jafna taflið og eftir 28 leiki sættust þeir á skiptan hlut. Athyglisvert er að í sjöundu skákinni fór Timman í smiðju til Fischers og beitti svonefndu upp- skiptaafbrigði af spænskum leik. Þetta leiðir óneitanlega hugann að einvigi Fischers og Spasskíjs í Sveti Stefan og Belgrad sl. haust. Eftir því sem Short og Timman tefla fleiri skákir kemur æ betur í Ijós hve Fischer og Spasskíj tefldu í raun og veru vel! Byijendum hættir til að gæta drottningarinnar ekki nægilega vel, stundum þvælast þeir með hana um borðiö en gleyma öðrum mönnum. Þegar áskorandi gerir sig sekan um slík mistök hlýtur eitt- hvað mikið að vera að. En þessi urðu örlög drottningar Shorts í sjö- undu skákinni - hún varð að láta líf sitt fyrir riddara. Sjöunda einvígisskákin Hvítt: Jan Timman Svart: Nigel Short Spænskur leikur 1. e4 eS 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. 0-0 Dd6 Spasskíj hafði annan háttinn á í einvíginu við Fischer, lék 5. - fB, sem er annar viðurkenndur leik- máti. 6. Ra3 Be6 Algengara er 6. — b5 til að hindra í eitt skipti fyrir öll að hvíti riddar- inn komist á c4-reitinn. Leikur Shorts þykir þó einnig standa fyrir sínu, t.d. eftir 7. Rg5 h6 8. Rxe6 Dxe6 9. d3 Bxa310. bxa3 Re7 o.s.frv. Næsti leikur Timmans er nýr af nálinni. 7. De2!? f6 8. Hdl g5? Eftir 40 mínútna umhugsun legg- ur Short á vafasamar brautir - á kostnað liðsskipunar. Short átti ýmissa annarra kosta völ, s.s. 8. - 0-0-0 eða 8. - c5 og treysta stöðuna. 9. d4! „Sókn á væng skal svaraö með sókn á miðborði," segir gamalt lög- mál sem enn er í fullu gildi. 9. - g4 10. Rel 0-0-0 Ef 10. - exd411. c3 og vinnur peð- ið strax aftur. 11. Be3 h5 12. d5! cxd5 13. exd5 Bf7 14. c4 Hvítu peðin eru komin á skrið og myljandi sókn er í uppsiglingu. Ekki gekk áðan 13. - Bxd5? vegna 14. c4 og biskupinn fellur. Nú hótar hvítur 15. c5 og næst 16. c6 og bijóta upp kóngsstöðuna. 14. - Dd7 15. d6!? Baráttan stendur um hvort svart- ur nær að skorða hvitu peðin eða hvort hvítur nær að opna línur að kónginum. Enn er sama stef á ferð- inni - ef 15. - Bxd6? 16. c5 og vinn- ur biskupinn. En 15. - cxd6 hlýtur að vera eini raunhæfi kosturinn. Hvítur gæti þá haldið áfram sókn- inni með 16. b4, eða reynt 16. c5 d5 17. c6 bxc6 18. Hacl með sterku frumkvæði. 15. - Dc6? 16. c5 Rh6 17. b4 Da4 Svartur reynir af veikum mætti að trufla áform hvíts en drottning- in má sín lítils óstudd. 18. Rc4 Hd7 19. Ra5! c6 Þar með eru örlög drottningar- innar ráðin en hvítur hótaði 20. c6! með skjótum sigri. 20. Rd3 Rf5 21. a3! Kb8 ABCDE FGH 22. Rb2 Db5 23. Del! Svartur á ekki svar við hótuninni 24. a4 sem fangar drottninguna. 23. - Rxe3 24. fxe3 Bh6 25. Khl h4 26. a4 Dxa5 27. bxa5 g3 28. h3 Bg5 29. Rd3 Ka8 30. Habl He8 31. Hb6 Bd5 32. e4 7 Og Short gafst upp. í áttundu skákinni beitti Short sjaldgæfri leið gegn opna afbrigði Timmans af spænskum leik en Hollendingurinn var vel með á nót- unum: Áttunda einvígisskákin: Hvítt: Nigel Short Svart: Jan Timman Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 RfB 5. 0-0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. Rxe5 Sjötta einvígisskákin tefldist þannig: 8. dxe5 Be6 9. De2 Be7 10. Hdl 0-0 11. c3 Rc5 12. Bc2 Bg4 13. b4 Ra4 14. Bf4 Dd7 15. Dd3 g6 16. Dxd5 Dxd5 17. Hxd5 Rb6 18. Hdl Had8 19. Hel Rd5 20. Bh6 Hfe8 21. a4 Bxf3 22. gxf3 Bf8 23. BxfB KxfB 24. e6 f6! og Timman náði von bráð- ar peði sínu aftur og Short mátti taka á öllu sínu til að halda jafn- vægi. Leikur Shorts nú er vel þekktur en þykir ekki sérlega skeinuhættur svörtum. Timman jafnar taflið auð- veldlega. 8. - Rxe5 9. dxe5 c6 10. Rd2 Rxd2 11. Bxd2 Be7 12. Dh5 Be6 13. c3 Dd7 14. Bg5 Bf5 15. Hfel Bg6 16. Dh4 Bxg5 17. Dxg5 0-0 18. Hadl Hfe8 19. He3 Df5 20. Dxf5 Bxf5 21. h3 h5 22. Hdel Had8 23. Bdl g6 24. b4 c5 25. bxc5 Hc8 26. a4 Hxc5 27. axb5 axb5 28. g4 ABCDEFGH - Jafntefli. Tuttugu ára biðskák Þótt skákmenn láti sjaldnast trufla sig við tafliðkan sína verða þeir þó að lúta í lægra haldi fyrir náttúruöflunum. Eldgosið í Heima- ey 1973 setti þannig öllum að óvör- um skákþing Vestmannaeyja úr lagi. Nú er loks fyrirhugað að ráða bót á því. Aö kvöldi 22. janúar 1973 fór skák Helga Ólafssonar, síðar stórmeist- ara, og Andra Hrólfssonar, nú hjá Flugleiðum og stjómarmanns í Skáksambandi íslands, á skákþingi Vestmannaeyja í bið. Tefla átti bið- skákina áfram næsta dag en af því gat af skiljanlegum ástæðum ekki oröið. í tilefni þess að í dag eru tuttugu ár hðin frá upphafi goss ætla þátt- takendur á skákþinginu að halda áfram þar sem frá var horfið og ljúka mótinu. Hvort hugmyndin er komin frá Fischer, sem tók sér tutt- ugu ára hlé eins og alkunna er, skal ósagt látið. En staðan á skák- þinginu er sú að Helgi Ólafsson hefur hlotið 9 v. af 9 mögulegum og á biðskákina frægu við Andra. Honum nægir jafntefli til þess að hljóta nafnbótina „Skákmeistari Vestmannaeyja 1973.“ Össur Krist- insson hefur einnig 9 vinninga en hann hefur lokið skákum sínum á mótinu. Biðstaðan í skák Helga og Andra er þessi: ABCDEFGH Andri, sem hefur hvítt, lék bið- leik í 41. leik. Helgi telur sig eiga unnið tafl en ef náttúruöflin eru á bandi Andra gæti oröið tvísýnt um úrslit. Skákþing Reykjavíkur Guðmundur Gíslason er efstur á Skákþingi Reykjavíkur er tefldar hafa verið fimm umferðir af ellefu. Hann hefur unnið allar skákir sín- ar, síðast vann hann Dan Hansson á miðvikudagskvöld. Þröstur Ámason er í 2. sæti með 4,5 v. en 4 v. hafa Dan Hansson, Þröstur ÞórhaUsson, Páll Agnar Þórarins- son, Ólafur B. Þórsson, Friðrik Egilsson, Sævar Bjamason, Stefán Briem og Hrannar Baldursson. Jón Viktor Gunnarsson hafði 3,5 v. og óteflda skák við Braga Þorfinnsson sem hafði 3 v. Sjöttu umferð móts- ins átti að tefla í gærkvöldi en sjö- unda umferð verður tefld á sunnu- dag og hefst í Faxafeni 12 kl. 14. Alls tefla 69 keppendur í opnum flokki sem er svipuð þátttaka og í fyrra. Flensan, sem heijar á íbúa höfuðborgarsvæðisins, hefur sett nokkurt strik í reikninginn. Fresta þurfti sjö skákum í 3. umferð af hennar völdum. Keppni í unglingaflokki hefst í dag, laugardag, kl. 14. -JLÁ i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.