Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 23
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993. 23 Einstakur afreksmaóur - DV rifjar upp feril Jóns Páls sem lést aðeins 32 ára að aldri Jón Páll Sigmarsson, kraftlyftinga- og aflraunamaður, var án efa einn mesti og besti íþróttamaður sem ís- lendingar hafa eignast. Jón Páll vann glæsilega sigra á mótum hérlendis og erlendis. Frammistaða hans og öll framkoma á stórmótum erlendis var ómetanleg kynning fyrir land og þjóð. Jón Páll stundaði íþrótt sína af miklu kappi og eljusemi. Dugnaður hans og keppnisharka var einstök og öðrum til efflrbreytni. Hér eru á efflr rakin helstu afrek Jóns Páls Sigmarssonar sem aðeins var 32 ára er hann lést. Af mörgu er að taka þegar slíkur afreksmaður á í hlut en hér er greint frá því helsta. Kraftlyftingar Jón Páll Sigmarsson hóf að keppa í kraftlyftíngum árið 1978. Strax á sínu fyrsta mótí, Jakabólsmótinu, vann hann til gullverðlauna í 110 kg flokki. Þetta mót markaði upphafið að glæstum ferh Jóns Páls á kraft- lyftingamótum næstu árin. Einnig keppti hann á nokkrum mótum í ólympískum lyftíngum (snönm og jafnhöttun) og vann þar fyrst til verð- launa á unglingameistaramóti ís- lands 1978 í 110 kg flokki. Fljótlega sneri hann sér nær alfarið að kraft- lyftingum og hver sigininn rak ann- an á kraftlyftíngamótum hér innan- lands og ljóst að þar fór verðandi afreksmaður. Brátt fór Jón Páll að láta að sér kveða á erlendum vettvangi. Hann vann silfurverðlaun á Evrópumeist- aramótínu í kraftlyftingum 1980 í Sviss, lyfti samanlagt 787,5 kg en árið áður hafði hann hlotið silfurverð- laun á Norðurlandamótinu í Reykja- vík. Nú var komið að gullverðlaun- um en Jón Páh stóð efstur á verð- launapahinum eftir Norðurlanda- mótíð í Drammen í Noregi 1980, lyftí samtals 845 kg. Silfurverðlaun vann Jón Páh á Evrópumótinu í Parma á Ítalíu 1981 og lyfti samtals 852,5 kg. Hann bætti árangur sinn stöðugt og á íslandsmótinu í kraftlyftingum 1981 lyftí Jón Páh í fyrsta sinn yfir 900 kg í samanlögðu, samtals 912,5 kg. Á Norðurlandamótinu í kraftlyft- ingum 1981 vann Jón Páh guhverð- laun og lyftí samtals 890 kg í +125 kg flokki. Árið 1981 hélt Jón Páh ásamt fleiri kraftlyftingamönnum á heimsmeist- aramótíð í Indlandi og vann þar th bronsverðlauna og lyftí samtals 912,5 kg. Silfurverðlaun urðu hlutskiptí Jóns Páls á Evrópumótinu á Álands- eyjum 1983 og þá lyfti hann 925 kg samtals. Á þessum árrnn vann Jón Páh hvem sigurinn af öðrum á íslands- mótum og innanfélagsmótum og virtist ósigrandi í sínum þyngdar- flokki. Árið 1984, á Jötnamóti í Sjónvarps- sal, náði Jón Páh sínum besta ár- angri í kraftlyftingum. Þá lyftí hann 365 kg í hnébeygju, 235 kg í bekk- pressu og 370 kg í réttstöðulyftu. Samtals 970 kg og árangurinn nýtt Evrópumet. Fleiri Evrópumet settí Jón Páh á ferlinum, einnig Norður- landamet og mikinn fjölda íslands- meta. Aflraunamót Upphafið á ferh Jóns Páls á aflrauna- mótum, hérlendis og erlendis, má rekja til ársins 1982. Þá keppti hann á alþjóðlegu móti í Svíþjóð, „Viking- ur ’82“. Jón Páh hafnaði í öðru sætí Jón Páll Sigmarsson í aflraunakeppni. Hann vann í keppninni um sterkasta mann heims fjórum sinnum, árin 1984, 1986, 1988 og 1990. íþróttamaður ársins árið 1981. á mótinu og vakti feikiega athygh. í kjölfarið var honum boðið að taka þátt í keppninni um sterkasta mann heims á Nýja-Sjálandi 1983. Þar hafn- aði hann í öðru sæti, aðeins einu stigi á eftír Bretanum Capes. í hönd fór sérlega glæsheg sigurganga í keppni við sterkustu menn heims. Jón Páh varð sterkasti maður heims 1984, í öðru sæti 1985, sigraði 1986 og 1988, í þriðja sæti 1989 og árið 1990 varð Jón Páh sterkasti maður heims í flórða skipti. Árið 1987 fór fram keppni sem köhuð var „Sterkasti maður allra tíma“. Sigurvegari varð Jón Páh Sigmarsson. Auk þeirra afreka, sem greint hef- ur verið frá hér að framan, vann Jón Páh fjölmörg önnur stór aflrauna- mót. Þar má nefna glæsilega sigra á World Muscle Power Champion árin 1985,1986,1989,1990 og 1991 en þetta mót er eitt af fjórum stærstu afl- raunamótum í heiminum ár hvert. Síðasta afrek sitt á aflraunamóti vann Jón Páh á síðasta ári er hann sigraði glæshega í keppni um sterk- asta mann Finnlands. Jón Páh Sigmarsson var kosinn íþróttamaður ársins á íslandi af Samtökum íþróttafréttamanna árið 1981 eftír að hafa unnið th margra affeka það ár. Hann lét einnig mikið að sér kveða á íslandsmótum í vaxtarrækt og varð tvívegis íslandsmeistari og sigraði þá með yfirburðum. Um Jón Pál Sigmarsson má segja, með fullri virðingu fyrir öðrum af- reksmönnum, að hann hafl skarað fram úr á mörgum sviðum og í raun verið einstakur íþróttamaður. -SK Kíi ei Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika ! GRAFlSK HÖNNUN: MERKISMENN HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.