Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 28
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993. 40 Helgarpopp Málaferli vegna útgáfusamnings Bubba og Steina hf. ? Pyrstu sólóplötu Bjarkar Guð- mundsdóttur er beðið með tals- verðri eftirvæntingu bæöi hér á landi og erlendis. Björk hefur verið að vinna að plötunni meira og minna síðastliöið ár. Uppliaf- lega stóð til að gripurinn kærai á markaö í febrúar eða mars en nú bendir flest til að útgáfunni seinkí fram í maí eða í versta falli fram á haustið. Björk er að klára að hljóðblanda síðustu lögin á plöt- una þessa dagana úti í Bretlandi þangað sem hún er flutt búferl- um. Það er útgáfufyrirtæki Bjarkar sjálfrar sem gefur plötuna út en One Little Indian dreifir henni. Deilur hafa risið milh Bubba Mort- hens og hijómplötuútgáfunnar Steina. Bubbi hefur lýst yfir áhuga á að færa sig um set en Steinar Berg forstjóri segir Bubba eiga eftir að skila einni stúdíóplötu upp í þriggja platna samning sem gerður var árið 1990. „Tónleikaplatan Ég er... var ekki inni í þeim samningi, um hana var samið sérstaklega eins og reynd- ar plötu GCD,“ segir Steinar Berg. Bubbi Morthens segist hins vegar hta svo á að Ég er... platan standi innan þriggja platna samningsins. Bubbi og Rúnar semja í Hollandi En deilumar ná ekki einungis til sólóplatna Bubba Morthens. GCD er gengin í endumýjun lífdaga og kem- ur plata hljómsveitarinnar út hjá Skífunni í sumarbyrjun. Steinar Berg er afar óhress með að samningi við fyrirtæki sitt skuh rift einhliða. Hann segir að vorið 1991 hafi verið gerður samningur við Bubba og Rún- ar um þrjár GCD plötur en aðeins einni hafi verið skilað. í þessu máh lV> greinir Bubba og Steinar einnig á. Bubbi segir það mat sitt, Rúnars Júl- íussonar og Óttars Felixsonar að GCD sé laus alira mála hjá Steinum. í síðustu viku héldu Bubbi og Rún- ar til Hohands þar sem þeir sömdu efni á nýju plötuna en hún verður tekin upp í mars. Eins og fyrr segir hefur Bubbi Morthens hugsaö sér til hreyfings og er útgáfusamningur GCD við Skíf- una fyrsta skrefið í þá átt að hann færi sig um set með sólóplötur sínar. Bubbi gekk til hðs við Steina fyrir tveimur og hálfu ári eftir að hafa verið á samningi hjá Gramminu í tæp fimm ár. Þar áður gerði hann eina plötu hjá Iðunni, eina hjá Skíf- unni og nokkrar hjá Steinum. Sam- ** kvæmt heimildum poppsíðunnar hggur útgáfusamningur milh Bubba og Skífunnar á borðinu og er fátt annað eftir en að skrifa undir. Um stóran samning er aö ræða og tals- verðar fjárhæðir, en viðræður milh Skífunnar og Bubba hafa staðið síðan í október. Bubbi Morthens. Grundvöllur sam- starfsins brostinn Steinar Berg segir að farið verði með þetta mál fyrir dómstóla ef þurfa þykir. „Við getum ekki unað því að samningum sé rift einhliða eins og Bubbi ætlar sér að gera. Ég geri mér grein fyrir að Bubbi kemur ekki til Umsjón Snorri Már Skúlason með að gera fleiri plötur íyrir Steina því grundvöllur samstarfsins er brostinn. Fyrirtækið vih fyrst og fremst leita réttar síns því þó Bubbi sé stór í tónhstinni þá leyfist honum ekki að komast upp með svona sið- leysi“, segir Steinar Berg. Bubbi Morthens segist ekki hafa nema fátt eitt gott um Steinar Berg og hans fyrirtæki að segja. Hann harmar aö samstarfinu skuh ljúka á þennan hátt því hann hafi búið til mikla peninga fyrir Steina og því bundið vonir við að kveðjan yrði öðruvísi. Plata Bjarkar útgefin í maí KK rokkari ársins og Bein leið besta platan Dagskrárgerðamenn á rás 2 fengu á milli 30 og 40 tónlistarmenn, fjölm- iðlamenn og grúskara til að leggja mælistiku á tónhstarárið 1992. Ur niðurstöðunum voru búnir til hstar yfir bestu erlendu og íslensku plötur síðasta árs. íslenskarplötur 1. KK - Bein leið 2. Bubbi Morthens - Von 3. Ný dönsk - Himnasending 4. Megas - Þrír blóðdropar 5. Jet Black Joe - Jet Black Joe 6. Egill Ólafsson - Blátt blátt 7. Júpiters - Tja tja 8. Orghl - Orgih 9. Sykurmolar-Stickaroundfor Joy 10. Kolrassa krókríðandi - Drápa KK var valinn rokkari ársins í könn- uninni, Jet Black Joe bjartasta vonin og hljómleikaferð Sykurmolanna með U2 töldu pælarar merkasta tón- hstarviðburð ársins. Erlendarplötur 1. REM - Automatic for the People 2. Eric Clapton - Unplugged 3. Peter Gabriel - So 4. BobDylan-GoodasIBeentoYou 5. Neh Young - Harvest Moon 6. Lou Reed - Magic and Loss 7. PJ Harvey - Dry 8. Arrested Development - 3 years, 5 months, 2 days in the Live of AD. 9. -10. Leonard Cohen - Future 9.-10. Nick Cave - Henrys Dream Pattiá kreik Maðurinn sem margir vilja kaha fyrsta pönkarann, Iggy Pop, skríður úr fylgsni sínu í aprh og í farteski hans verður ný plata. Iggy er nú í hljóðveri í New Orle- ans sem er í eigu galdramannsins Daniel Lanois. Lanois er frægur fyrir samstarf sitt við U2, Peter Gabriel og Robbie Robertson. Ekki fylgir sögunni hvort tví- mennmgarnir rugla saman reyt- umáplötunni. Annar tónlistarmaður, sem ekki hefur heyrst í lengi, er Patti Smith. Lítið hefur farið fyrir henni síðan platan Dream of Life kom út árið 1988 en nú verður bót á því. Spúsan er i New York þar sem hún vinnur að nýrri plötu en ekki er vitað nákvæm- lega hvenær afraksturinn verður opinberaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.