Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 23. JAIý.ÚAfi 1993. , 59 Afmæli Gísli Alfreðsson Gísli Alfreðsson, skólastjóri Leiklist- arskóla íslands, Asparfelii 4, Reykja- vík, verður sextugur á morgun. Starfsferill Gísli fæddist í Reykjavík en ólst upp í Keflavík. Hann lék ííjölda útvarpsleikrita á bemsku- og ungl- ingsárunum, stundaði nám í Leik- listarskóla Ævars Kvaran jafnframt menntaskólanámi, lauk stúdents- prófi frá MR og stundaði nám í raf- magnsverkfræði í tvö ár við Techn- ische Hochschuie í Munchen. Þá stundaði hann leiklistamám við Leiklistarskóla Kammerspieleleik- hússins í Miinchen. Að námi loknu starfaði Gísli við Residenz-Theater í Miinchen í eitt ár auk þess sem hann var aðstoðar- leikstjóri við þáttagerð í sjónvarpi. Hann var ráðinn leikari við Þjóð- leikhúsið 1962 og hefur verið þar leikari og leikstjóri í þrjátíu ár. Þá hefur hann leikstýrtfjölda leikrita í útvarpi og sjónvarpi. Gísli var ritari Félags íslenskra leikara 1967-75, formaður félagsins 1975-63, þjóðleikhússtjóri 1983-91 og er skólastjóri Leiklistarskóla ís- landsfrál992. Gísli hefur þýtt á annan tug leik- rita fyrir leiksvið og útvarp. Hann er heiðurfélagi Félags íslenskra leikarafrál992. Fjölskylda Gísli kvæntist 16.4.1967 Guðnýju Árdal, f. 18.3.1939, ritara. Hún er dóttir Inga Árdal, kaupmanns í Reykjavík, sem er látinn, og Helgu Bjömsdóttur tannsmiös frá Karls- skála. Guðný var áður gift Þórði Úlfarssyni flugmanni sem lést 1963. Gísli var áður kvæntur Juliane Mic- hael leikkonu en þau skildu. Böm Gísla og Guönýjar eru Anna Vigdis Gísladóttir, f. 22.8.1967, full- trúi, en hennar maöur er Sveinbjöm Kristjánsson, nemi við Tækniskóla íslands, og eiga þau eina dóttur, Guðnýju Osk, tveggja ára; Alfreð Gíslason, f. 16.10.1975, nemi í for- eldrahúsum. Stjúpbörn Gísla eru Helga Elísabet Þórðardóttir, f. 30.10.1956, sölumað- ur í Reykjavík, gift Páli Kr. Pálssyni forstjóra en sonur þeirra er Þórður Páll, eins árs; Úlfar Ingi Þórðarson, f. 6.11.1959, veitingamaður í Reykja- vík, kvæntur Anne Katherine Hame verslunarmanni og er dóttir þeirra Sara Ehsabet, tveggja ára; Einar Sveinn Þórðarson, f. 5.11.1961, ball- ettdansari í New York; Þórður Jón Þórðarson, f. 25.7.1963, skógtæknir íMosfellsbæ. Dóttir Gísla frá því áður er Elfa Gísladóttir, f. 24.4.1955, leikkona í Vancouver, var gift Kristjáni Vík- ingssyni lækni sem er látinn og er sonur þeirra Karl Axel, íjórtán ára. Systir Gísla er Anna Jóhanna Al- freðsdóttir, f. 15.6.1948, deildarstjóri í Reykjavík, gift Finni Björgvinssyni arkitekt og eiga þau þijú böm. Foreldrar Gísla: Alfreð Gíslason, f. 7.7.1905, d. 30.5.1976, bæjarfógeti og sýslumaður í Keflavík, og kona hans, Vigdís Jakobsdóttir, f. 14.12. 1906, píanókennari. Ætt Systkini Alfreðs vom Óskar ljós- myndari og Sigrún, móðir Æ vars Kvaran. Alfreð var sonur Gísla, búfræðings og fasteignasala, Þor- bjömssonar, b. á Bjargarsteini, Gíslasonar. Móðir Alfreðs var Jó- hanna, systir Hannesar, ritstjóra, alþingismanns og þjóðskjalavarðar, og Þorsteins hagstofustjóra, föður Geirs, fyrrv. forstjóra Ræsis, og Hannesar, fyrrv. aðalgjaldkera Landsbankans. Jóhanna var dóttir Þorsteins, b. á Brú í Biskupstung- um, Narfasonar, og Sigrúnar Þor- steinsdóttur, systur Steinunnar, móður Tómasar Guðmundssonar skálds. Systir Vigdísar er Guðrún Jakobs- dóttir Watson, í Skotlandi. Vigdís er dóttir Jakobs, útgerðarmanns á Seyðisfirði, Sigurðssonar og Önnu bamakennara, systur Jósefs, fóður Guðmundar Vignis, fyrrv. gjald- heimtustjóra. Anna var dóttir Magnúsar, snikkara í Reykjavík, bróður Sæmundar, langafa Björg- Gísli Alfreðsson. vins, föður Sighvats heilbrigðisráð- herra. Magnús var sonur Áma, ljós- föður í Stokkhólma, Sigurðssonar, og Margrétar Magnúsdóttur, systur Pálma, langafa Jóns, fóður Pálma í Hagkaupi, en Pálmi var einnig lang- afi Helga Hálfdánarsonar skálds og Péturs, föður Hannesar skálds. Móðir Önnu barnakennara var Vig- dís Ólafsdóttir, prests í Viðvík, bróð- ur Þuríðar, langömmu Vigdísar for- seta. Ólafur var sonur Þorvalds, prófasts og skálds í Holti, Böðvars- sonar, prests í Holtaþingum, Högna- sonar prestafoður Sigurðssonar. Gísli verður flarverandi á afmæl- isdaginn. Jón Guðmundur Bergsson Jón Guðmundur Bergsson vélvirki, Hjallavegi 15, Reykjavík, verður sextugur þann 26. janúar næstkom- andi. Starfsferill Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk prófi í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og lærði fagiö einnig hjá Landssmiðjunni í Reykjavík. Jón hefur starfað víða um ævina, hjá Vegagerð ríkisins, við köfun og járnsmíði í vélsmiðjunni Hamri og við uppbyggingu Búrfellsvirkjunar. Jón var einnig starfsmaður Viðlaga- sjóðs í Vestmannaeyjum og starfaði við kæhngu við eldgosið í Eyjum. Árið 1974 réð hann sig sem viðgerð- armann á vélaverkstæði álversins í Straumsvík og hefur starfað þar síð- an. Fjölskylda Jón kvæntist 16.4.1961 Guðrúnu Bjömsdóttur, f. 28.5.1940, húsmóð- ur. Hún er dóttir Bjöms Guðmunds- sonar, f. 27.12.1910, d. 12.1.1983, fýrrv. stýrimanns og síðar verk- stjóra hjá Eimskip, og Sigríðar Hansdóttur, f. 8.12.1916, d. 12.12. 1983, húsmóður. Börn Jóns og Guðrúnar em: Sig- ríður Ágústa, f. 23.8.1961, meðferð- arfulltrúi, búsett í Sandgerði, gift Marteini Ölafssyni, f. 4.1.1959, sjó- manni og eiga þau Þórdísi, Jón Guð- mund, Hafstein Alexander og Val- geir Elís; Bjöm, f. 25.9.1963, við- skiptafræöingur, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Sigríði Bendsen, f. 13.8.1965, og eiga þau Karl Birgi og Guðrúnu Söndru; Sigrún, f. 14.7. 1965, verkakona, búsett í Reykjavík; og Páll, f. 16.9.1973, verkamaður, búsettur í Reykjavik, í samúð með Rebekku Rós Ellertsdóttur, f. 12.7. 1974. Hálfsystkini Jóns, sammæðra, em: Guðríður Valtýsdóttir, f. 2.3. 1945, skrifstofumaður, gift Sverri Berg Guðjónssyni, f. 20.4.1945, starfsm. álversins í Straumsvík; og Sigurður Rúnar Valtýsson, f. 16.10. 1951, rafvirki, í sambúð með Bimu Jóhannsdóttur, f. 25.4.1952, skrif- stofumanni. Hálfbræður Jóns, samfeðra, em: Sveinn, f. 5.7.1932, kvæntur Randi Bergsson og búsettur í Noregi; og Sigurður, f. 5.12.1944, vélstjóri, kvæntur Jónu M. Sighvatsdóttur, f. Jón Guömundur Bergsson. 13.4.1947, sjúkraliða. Foreldrar Jóns vom Bergur Sveinsson, f. 5.10.1910, d. 5.8.1978, vélstjóri og Ágústa Ragnheiður Pálsdóttir, f. 10.8.1913, d. 21.7.1963, húsmóðir í Reykjavík. Fósturfaðir Jóns var Valtýr Niku- lásson, f. 20.7.1911, d. 17.10.1972, verkamaður. Jón tekur á móti gestum á heimili sínu í kvöld, laugardaginn 23. jan- úar,eftirkl. 19. Fanný Siguróardóttir Fanný Siguröardóttir húsmóðir, Birkivöllum 1, Selfossi, verður 80 ára á morgun, sunnudag. Fjölskylda Fanný fæddist í Varmahlíð undir Eyjaíjöllum en ólst svo upp í Vest- mannaeyjum. Framan af ævinni vann hún ýmis störf til sjávar og sveita en hefur verið húsmóðir á Selfossi frá árinu 1956 er hún gekk íhjónaband. Samhliða húsmóðurstörfunum hefur Fanný lítillega fengist við rit- störfumævina. Fanný giftist 1956 Halldóri Áma- syni, f. 25.2.1909, d. 5.6.1986, skrif- stofu- og iðnverkamanni. Hann var sonur Ama Tómassonar, hrepp- stjóra á Stokkseyri, og Guðnýjar Ólafsdóttur, vinnukonu á Reyðar- vatni, á Rangárvöllum og víðar. Sonur Fannýjar og Halldórs er Ómar Þór, f. 26.5.1954, rithöfundur á Selfossi, var kvæntur Elísabetu Guðmundsdóttur, þau skildu, og eiga þau Aþenu, f. 1973, sem nú á einn son. Seinni kona Ómars var Margrét Einarsdóttir, þau skildu, og eiga þau Urði, f. 1981, og Höllu, f. 1989. Dætur Halldórs og fyrri konu hans, Ásdísar Árnadóttur, d. 1949, em: Ema, f. 16.1.1946, húsmóðir á Selfossi, gift Viðari Zophaníassyni skipstjóra og eiga þau Halldór Krist- in, f. 1965, sem nú á einn son, Ásdísi Hrönn, f. 1967, sem nú á tvö böm, óg Atla Rafn, f. 1981; og Ásdís Guð- rún, f. 18.7.1948, húsmóðir á Sel- fossi, gift Ágústi Magnússyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau Sonju Freydísi.f. 1968. Hálfbróðir Fannýjar, sammæðra, er Sigþór Sigurðsson, fyrrv. skip- stjóri og útgerðarmaöur í Vest- mannaeyjum. HálfsystkiniFannýjar, samfeðra, em: Sigríður; Gunnbjörg, nú látin; Kristjána; Gunnar; Ámi, nú látinn; Sigurbjörg; Lilja; Alfreð, nú látinn; Haraldur; Sigrún Alda; og Unnur, dóung. Fanný Sigurðardóttir. Foreldrar Fannýjar vom Sigurður Gunnarsson, f. 6.6.1891, d. 19.4.1924, sjómaður á Seyðisfirði, og Svein- björg Sveinsdóttir, f. 11.10.1882, d. 25.1.1976, verkakona í Vestmanna- eyjum. 80 ára Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Laugarbrekku 20, Húsavík. .januar 50ára Jóhannes I. Friðþjófsson, Hraunbæ 22, Reykjavík. Ásbjörn Guðmundsson, Þorgrímsstööum, Kirkjuhvamms- hreppi. Guðiaug Elín Úlfarsdóttir, Gautlandi 13, Reykjavík. Elísabet Sveinsdóttir, Álfalandi 12, Reykjavík. 70ára Sigriður Þorsteinsdóttir, Giljahlíð, Reykholtsdalshreppi. 40 ára 60 ára Sigurgeir Amorson, Bólstaðarhlíð 52, Reykjavik. Valdimar Leifsson, Ægisíðu 72, Reykjavik. Sigurður G. Þórarinsson, Boðaslóð 25, Vestmannaeyjum. Sigrún Hlif Gunnarsdóttir, TjamarJundi lOf, Akureyri. Árni Ragnar Rósantsson, Lyngholti 12, AkureyrL Jón Bjami Jónsson, netagerðar- meistari, Grenigrand24, Akranesi. EiginkonaJóns erSigurlínaE. Kristinsdóttir. Þauverðaaö heimanáaf- mælisdaginn. Aragerði 17, Vogum. Drekagili 3, Akureyri. HrafnkelIS. Gísiason, Fífuhvamroi 19, Kópavogi KrsysztofWoskresinski, Snæfellsási7, Helhssandi. Helgi Hermannsson, Heiðarbraut lc, Keflavík. Gunnar Gunnarsson, Miklubraut46, Reykjavík. Jóhanna Helgadóttir, Stigahlíð22,Reykjavík. Húsafriðunarsjóður Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsafriðunarsjóðs sem starfar samkvæmt lögum nr. 88/1989 og reglugerð nr. 316/1990. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: - undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar - framkvæmda vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og húsum sem hafa menningarsögulegt og listrænt gildi, enda sam- þykki nefndin þær áætlanir sem unnið verður eftir - byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Umsóknir skulu sendar eigi síðar en 1. mars 1993 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Þjóðminjasafni ls- lands, pósthólf 1489, 121 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-622475 milli kl. 10 og 12 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.