Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 1
Áeiginvegumí austurrísku Ölpuniun Þeir eru margir sem kjósa aö feröast á eigin vegum til austur- rísku Alpanna. Sumir kjósa að sameina slíka ferð verslunarferö til Þýskalands og taka þá gjarnan bíl á leigu í Lúxemborg. Þeir sem ekki vilja eyða tíma í akstur geta flogið til Innsbruck eða Salzburg þaðan sem stutt er á mörg skíðasvæði. Skíðasvæðin í Austurríki skipta hundruðum svo úr nógu er að velja. Stutt er á milli margra þeirra þann- ig að séu ferðalangar á bílaleigubíl er tilvalið að skoða fleiri en eitt áður en ákvörðun er tekin um dvalarstað. Það er að minnsta kosti hægt að gera í upphafi og lok skíðatímabils- ins þegar ferðamenn eru fáir. Oft er að finna ágætis brekkur á litlum og óþekktum stöðum. Þar er verð á gist- ingu og lyftukortum lægra en á stærri og þekktari stöðum. Snjóöruggur staður Eitt af snjóöruggustu svæðunum í Austurríki er Obertauem sem er fremur óþekktur staður utan Aust- urríkis þótt hann sé nokkuð stór. Svæðið er um 90 kílómetra sunnan við Salzburg. Rútuferð frá þessari fallegu borg til skíðasvæðisins tek- ur um tvær klukkustundir. Obertauern hggur í fjallaskarði og snúa brekkurnar á skíðasvæð- inu bæði í suður og norður. Sjálfur bærinn, sem er í um 1700 metra hæð, er á miðju skíðasvæðinu og tekur það því skamman tíma að komast í brekkumar. Burðargeta skiðalyftanna er 30 þúsund manns á klukkustund. Frábært göngu- skíðasvæði er í Obertauem. Ódýr bændagisting Sjö daga gisting með morgun- verði og sex daga lyftukorti kostar frá 18 þúsund krónum á ódýrasta tímabilinu í Obertauem. Vilji menn vera í bændagistingu í ná- ééB S>ilSí8gs&fe»v. Oft er að finna ágætis brekkur á litlum og óþekktum stöðum í Austurríki. grenninu má gera ráö fyrir mjög ódýrri gistingu en þá er lyftukort ekki innifalið. Sjö daga lyftukort á vinsælasta tímabilinu kostar um 8 þúsund en um 6 þúsund á ódýrasta tímabilinu. Böm fá afslátt. Leiga á skíðum, stöfum og skóm í sjö daga kostar frá rúmum 5 þúsund krón- um fyrir fullorðna. Taki maður bíl á leigu er mikil- vægt að taka það fram í pöntun að skíðagrind þurfi aö vera á bílnum. Hafi gleymst að panta skíðagrind getur reynst erfitt að fá hana sé til dæmis komið til Lúxemborgar um helgi. Akstur að vetrarlagi Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, bendir á að hjólbarðar á bílum í Lúxemborg séu ekki grófmunstr- aðir og því þurfi að sýna ýtmstu varkámi við akstur. Hentugast er að fá leigðar keðjur hjá bílaleigunni því að þó hægt sé að fá leigðar keðj- ur á bensínstöðvum þarf að skila þeim aftur á sömu stöð. Það hentar ekki alltaf ferðaglöðum íslending- um sem vilja fara aðra leið heim. Þegar ekið er um Þýskaland þarf að hafa í huga að lífsnauðsynlegt er að halda góðu bih á milh farar- tækja þar sem hraði er mikih á hraðbrautum. Á þröngum fjallvegum í Austur- ríki á sá sem er á niðurleið að víkja. Mismimandi reglur ghda um keðju- notkun og geta menn átt á hættu að fá ekki að aka síðasta spölinn til ákvörðunarstaðar hafi þeir ekki keðjur. Það getur komið sér iha ef menn em á ferð að kvöldi til og ekki hægt að nálgast keðjur. Vega- toUar em almennt ekki á vegum í Austurríki. í lengri jarðgöngum og fjaUaskörðum em þeir þó algengir. Heimihsfang ferðamálaráðs í Obertauem er Fremdenverke- hrsverband Obertauem, A-5562 Obertauem, Austurríki. -IBS — — — — VIÐ BJOÐUM HANDHÖFUM FARKORTA EÐA GULLKORTA VISA-ISLANDS ■ :í - . W1: li ------ GARFERÐ TIL LONDON frá fimmtudegi til sunnudags Innifalið: flug, gisting á White House hóteli, skoöunarferð, íslensk fararstjórn og akstur til og frá flugvöllum erlendis. (Flugvallarskattur, kr. 1.200, er ekki innifalinn.) Kr. 22.900,- Neðangreindir taka við pöntunum: Atlantik, Ferðabær, Feróamiðstöð Austurlands, Ferðaskrifstofan Alís, Ferðaskrif- stofa stúdenta, Guðmundur Jónasson hf., Land og Saga, Ratvís, Samvinnuferðir- Landsýn, Úrval-Útsýn, söluskrifstofur Flugleiða, Ferðaskrifstofa Reykjavíkur, Ferða- skrifstofa íslands og Ráðstefnur og fundir. Greiðslukort með fríðindi BROTTFÖR11. FEBRÚAR. TAKM ARKAÐUR SÆTAFJÖLDI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.