Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Qupperneq 2
20 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR1993 Ferðir j ■ 7'- .mmmmL, .. , v*r*"íH ' "... ' ' yjj f I J I ■ Frá skíðalandi Siglfirðinga í Skarðsdal. DV-myndir örn Fjölbreytt skíða- land við Siglufjörð Öm Þórarinsson, DV, Fljótunr Skíðaland Sigluíjarðar er nánast alveg við kaupstaðinn. í vetur hafa Siglfirðingar veriö að kynna svæðið sérstaklega fyrir skólunum á Norð- urlandi vestra. Fyrir þá sem koma lengra að hefur verið samið við Norð- urleið hf. og íslandsflug um veruleg- an afslátt á fargjöldum fyrir hópa. Tvær skíðalyftur voru byggðar upp í Skarðsdal fyrir nokkrum árum eftir að lyftan í fjallinu sunnan við Hól eyðilagðist í snjóflóði árið 1988. Lyft- umar eru um tveir kílómetrar að lengd og fallhæðin er um fimm hundruð metrar. Neðri brautin, sem mest er notuð af byrjendum, er upp- lýst. Fjölbreytt skíðaland Segja má að landið í Skarðsdalnum sé svo fjölbreytilegt að þar geti allir fundið brekkur við sitt hæfi. Ef farið er alla leið upp lyftuna er farið að nálgast Sigluíjarðarskarð. Þar eru Það eru ekki allir gamlir þegar þeir byrja að stunda skíðasvæðið en þar eru brekkur við ailra hæfi. góðar gönguleiðir vítt og breitt, m.a. á svokallaðar Súlur. Úr Skarðinu er frábært útsýni yfir kaupstaðinn. Fyrir þá sem kjósa frekar að ganga á skíðum eru göngubrautir við íþróttamiðstöðina að Hóh. Brautim- ar em yfirleitt tvær og sú lengri nokkuð erfiðari en hin, göngusvæðið er upplýst, þannig að þar er hægt að vera þótt bregði birtu. Göngubraut- imar em mikið stundaðar af Siglfirð- ingum þegar líður á vetur og sólar er farið að njóta fram eftir degi. Þá má oft sjá fólk léttklætt í brautunum. Þess má geta að tveir menn vinna alfarið við skíðasvæðið yfir veturinn og sjá m.a. um að troða brautir bæði fyrir göngufólk og meðfram tog- brautinni. Ódýrtgistirými Gistirými er í íþróttamiðstöðinni að Hóli sem er í eigu íþróttabanda- lags Sigluijarðar. Er miðstöðin tals- vert mikið notuð, ekki síst á sumrin, en þá dvelja þar ýmsir hópar nánast um hverja helgi. í húsinu er fullbúið eldhús ásamt borðbúnaði, búnings- klefar, sánabað, sjónvarp og sam- komusalur sem gefur möguleika á að vera með kvöldvökur eða annað ' í þeim dúr. „Hér eru rúm fyrir þijátíu manns og hægt að bæta við dýnum fyrir fleiri ef þarf,“ segir Guðmundur Dav- íðsson sem annast kynningu á svæð- inu fyrir hönd Skíðafélagsins. „Að- staðan í íþróttamiðstöðinni er inni- falin fyrir þá sem panta sér dvöl á skíðasvæðinu. Við bjóðum svokall- aðan helgarpakka fyrir hópa á 1.600 krónur á dag fyrir manninn. Innifal- ið í því er aðgangur að skíðasvæðun- um og afnot af húsinu hér ásamt morgunverði. Þá hefur verið samið við matsölustaðina í bænum um að veita hópum afslátt af mat. Það er ekki nema 20 mínútna gangur frá íþróttamiðstöðinni niður í miðbæ þannig að fólk getur verið mjög frjálst ferða sinna þótt það sé í fjöl- mennum hóp. Ef illa viðrar til skíða- iðkunar má benda á að viö höfum hér í Siglufirði mjög áhugavert síld- arminjasafn og ýmislegt fleira sem við teljum áhugavert fyrir aðkomu- fólk að skoða,“ segir Guðmundur. Áskriftargetraun DV og Flugleiða: Helgarferð til Glasgow Verslunarmiðstöðin Princes Square. Verslunarmiðstöðvarnar í Glasgow eru margar og þar gera íslendingar góð kaup. Helgarferð til Glasgow er einn af ferðavinningunum sem dregið verð- ur um í lok mánaðarins í áskriftar- getraun DV og Flugleiða. Um er að ræða þriggja nátta gistingu fyrir tvo á Hotel Central við Gordonstreet skammt frá jámbrautarstöðinni og Argylestreet. Argylestreet er eitt þeirra þriggja götunafna sem þeim sem hafa hug á að gera innkaup í Glasgow er ráðlagt að leggja á minnið. Hin eru Sauchie- hall Street og Buchananstreet. Á þessum götum er að finna helstu stórverslanimar og út frá þeim liggja fleiri verslunargötur. Stærsta herrafataverslun í heimi, Slater Menswear, við 165 Howard Street, selur vandaðan karlmanna- fatnað á góðu verði og þar er tekið vel á móti íslendingum. Gólfflötur verslunarinnar er um 4 þúsund fer- metrar Verðlag er 25 til 50 prósent- um lægra en gengur og gerist við aðalgötumar. Viðskiptavinir fá flík- um breytt ókeypis. Mikil menningarstarfsemi er í Glasgow og árið 1990 skartaði borgin heitinu menningarborg Evrópu. Það sama ár var opnuð stór tónlistarhöll í borginni sem tekur 2500 manns í sæti. í Glasgow er aðsetur skosku óperunnar, skoska ballettsins og skosku þjóðarhljómsveitarinnar. Skotar em frægir fyrir viskíverk- smiðjur sínar og þykir heimsókn í eina slíka mörgum ómissandi þáttur í heimsókn til Glasgow. Flestar verk- smiðjanna taka á móti gestum og fara með þá í skipulagða skoðunar- ferð. Viskí geta ferðalangar svo teyg- að á hefðbundnum skoskum krám sem em fjölmargar eins og barirnir og næturklúbbamir. Nýir áaetl- unarstaðir hjáFlug- leiðum Þegar Evrópska efnahagssvæð- ið gengur í gildi opnast allar flug- leiðir í Evrópu, þar á meðal flug- leiðir frá Evrópu til og frá ís- landi. Viðræður standa nú yfir milli Fkigleiöa og evrópskra flug- félaga, þar á meðal SAS, KLM og Lufthansa, um samstarf. „Hagur fyrir okkar farþega verður sá að við munum geta boðiö fleiri áætlunarstaði og aukna tíðni til ákveðinna staða. Við stefnum að þvi í framtíðinni að bjóða tvær flugferðir á dag á að minnsta kosti einn stað,“ segir Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða. Hann segir að Flugleiðir geri ráð fyrir því eins og aðrir aö sú samkeppni.sem myndast þegar Evrópska efnahagssvæðið tekur gildi.muni halda fargjöldum niöri. Barcelona og Mílanó verða nýir áætlunarstaðir í beinu flugi hjá Flugleiðum í vor. Einnig verður tekið upp sumarflug til Orlando. Á slóðir Drakúla Þeir sem hafa séð nýjustu kvik- myndina um Drakúla era komnir með blóðuga tönn og vilja ólmir komast til heimkynna greifans, Transylvaniu í Rúmeníu. Danska ferðaskrifstofan Nyhavn Rejser i Hellemp er aðdáendum Drakúla innan handar. Fyrst er komið við í fæðing- arbæ Drakúla, hinum fallega miðaldarbæ Sighisoara. Þaðan er haldið til kastala greifans í Borgo skarðinu þar sem hann sam- kvæmt þjóðsögunni á að hafa búið á fimmtándu öld. Kunnugir segja að greifinn gangi aftur í kastalanum að næturlagi. Grímuballi veröur slegið upp i kastalanum og sérstök nornarétt- arhöld veröa sett á svið fyrir þátt- takendur í ferðinni. Um er aö ræða tvær tíu daga ferðir, 7. apríl og 4. júlí. Ferðin kostar um 60 þúsund krónur frá Danmörku. Börn undir tólf ára aldri fá 15 þúsund króna afslátt, Fyrir 6 þús- und krónur til viðbótar er hægt að lengja heimferðina meö við- komu í Lamaca á Kýpur, Aþenu eða Istanbul. Ódýrar ferðir til Brasilíu Danska ferðaskrifstofan Hannibal Tours í Árósum hefur sérliæft sig í ferðum til Brasilíu. Ódýrustu ferðirnar kosta um 60 þúsund krónur og er þá innifalin gisting í Ríó i fimm nætur auk gistingar í eina nótt í Madrid á leiðinni frá Ðanmörku til Brasil- íu. Feröaskrifstofan selur einhig pakkaferðir til fleiri borga i Bras- ilu. Hestaferð- holtsdal Á Breiöabólsstað í Reykholts- dal er það Brynjólfur Einarsson sem er með hestaleigu og bænda- gistingu on ekki Reynir Aðal- steinsson eins og sagt var í síð- asta ferðablaöi. Síminn hjá Brynjólfi 93-51132. er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.