Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1993
Fréttir
Formaður BSRB vill breytt lög um verkfaUsrétt opinberra starfsmanna:
Fáránleg lög sem færa
þarf í nútímalegt horf
- pólitískar fylkingar innan ASI takast á um stuðning við BSRB
„Það var löngu vitað að þessi lög
væru fráleit og fáránleg en nú þeg-
ar við sjáum þau í reynd verður
öllum sú staðreynd ljósari en áður.
Það er ljóst að fyrr eða síðar þarf
að þreyta þessum lögum og færa
þau í nútímalegt horf. Verkfalls-
rétturinn á að vera fyrir hendi en
það á ekki að setja honum jafn
þröngar og ómöglegar skorður og
gert er í gildandi lögum,“ segir
Ogmundur Jónasson, formaður
BSRB.
Atkvæðagreiðsla fer nú fram í
öllum stærstu aðildarfélögum
BSRB og Kennarasambandi ís-
lands um boðun verkfalls frá og
með 22. mars næstkomandi. Tví-
sýnt er um niðurstöðuna og í for-
ystusveit BSRB gætir ótta um að
félög hafni verkfallsleiðinni.
Skiptar skoöanir í ASÍ
Innan ASÍ eru mjög skiptar skoö-
anir um hvort efna eigi til verk-
fallsaðgeröa með BSRB og er tekist
á um málið. Dagsbrún og Verka-
mannasambandið hafa hvatt
BSRB-félaga til dáöa í atkvæða-
greiðslunni en frá Verslunar-
mannafélaginu og Sókn hafa heyrst
efasemdir um vilja sinna félaga til
verkfalls.
Samkvæmt heimildum DV takast
pólitískar fylkingar á um málið
innan ASÍ. Forystumenn úr röðum
Alþýðuflokks og Sjálfstæðistlokks
vilja semja á rólegu nótunum en
alþýðubandalagsmenn eru með
mun harðari afstöðu. Annars er
allt málið í mikilli biðstöðu innan
ASÍ þar til séð verður hvemig at-
kvæðagreiðsla um verkfall fer hjá
BSRB-félögunum og kennurum.
Afgerandi atkvæðagreiðsla
Verkfallsaðgerðum opinberra
starfsmanna eru settar verulegar
skorður samkæmt lögum. Verk-
fallsrétturinn einskorðast við ein-
stök félög sem kemur í veg fyrir
formlegt samflot. Hvert félag verð-
ur að samþykkja verkfaUsaðgerðir
með minnst 15 daga fyrirvara og
getur sfjórn viðkomandi félags ekki
afboðað aðgerðir þó skriður sé
kominn á samningaviðræður.
■Hafi verkfall veriö samþykkt eru
aðgerðir óumflýjanlegar og þeim
lýkur ekki fyrr en með allsherjar-
atkvæðagreiðslu um nýjan samn-
ing. Innan BSRB hafa menn þó vilj-
að túlka lögin þannig að hægt sé
að fresta aögeröum hafi samningar
verið undirritaðir með fyrirvara.
Til að verkfallsaðgerð teljist lög-
leg verður hvert einstakt félag að
samþykkja verkfaU gagnvart öUum
viðsemjendum sínum en dæmi eru
um að eitt og sama félagið hafi tugi
viðsemjenda. TU að verkfaU geti
hafist hjá einstökum viðsemjanda
þarf meirihluti starfsmanna á við-
komandi staö að samþykkja verk-
faU.
Fuil eindrægni
og samstöðu þörf
Að sögn Ögmundar hefur fuU ein-
drægni verið meðal BSRB-félaga á
þeim fundum sem forysta samtak-
anna hefur haldið víðs vegar um
landið að undanfómu. Á þaö bæði
við kröfugerðina og þá stefnu sem
hefur verið fylgt.
„Við vitum ekki hver niðurstað-
an verður í atkvæðagreiðslunni.
Það er hvers félaga að vega og
meta þá áhættu sem fylgir annars
vegar verkfaUi og hins vegar þvi
að gera ekki neitt og leggjast undir
valtarann. Að mínu mati er það
miklu meiri áhætta að sætta sig viö
skerðinguna. Því fyrr sem menn
horfast í augu við að fólk þarf að
sameinast, til að snúa þessari öfug-
þróun við, því betra.“
-kaa
Höfii:
Mikil vinna í
loðnunni
Júlía Imsland, DV, Höfn;
Loðnuveiðiskipin Húnaröst og
Þórshamar hafa landað á Höfn um
10.700 tonnum af loðnu í bræðslu. 160
tonn hafa farið í frystingu hjá Borgey
og 30 tonn í frystingu hjá Skinney.
Óvenju fátt aðkomufólk er hjá
Borgey í vetur enda hefur gengið
mjög vel að fá heimafólk í fiskvinnsl-
una og hjá Skinney er eingöngu
heimafólk. „Alltaf sami góði hópur-
inn,“ sagði Kristján Ragnarsson
verkstjóri.
Unnið er frá kl. 6 á morgnana til
kl. 17 á daginn og um síðustu helgi
var unnið aUan sólarhringinn við
loðnufrystinguna.
k.
DV-mynd Ragnar
Húnaröst drekkhlaðin við bryggju á Höfn og Skógey á siglingu inn,
I dag mælir Dagfari
Eyðileggst verkfallið?
Nú er Ult í efni. Sagt er að Alþýðu-
sambandiö og Vjnnuveitendasam-
bandið séu að semja. BSRB-mönn-
um er bölvanlega við þessi tíðindi.
Það þýðir að BSRB kemst ekki í
verkfaU. Eða fer eitt 1 verkfall. Það
má ekki gerast. BSRB hefur boðað
tíl atkvæðagreiðslu meðal félags-
manna og forystumennimir mæla
ákaft með heinúldinni sem gengur
nánast út á það að fara í verkfaU.
Félagsmenn eiga sem sagt að sam-
þykkja að fara í verkfall í þessum
mánuði og ef þeir gegna því sem
forystumennimir segja skellur
þetta verkfaU á, hvort sem félags-
mönnum likar betur eða verr. í
raun og vem skeUur það á þótt við-
ræður standi yfir og þótt líkur séu
á samkomulagi innan fárra daga.
Ef menn hafa samþykkt verkfaU
þá verður verkfaU og tU þess er
leikurinn gerður.
SjúkraUðar hafa aö vísu skorist
úr leik. En þeir em svikarar og
eins þeir allir hinir sem hafa vogað
sér að hafa þá skoðun að verkfaU
geti beðið og verkfaU borgi sig ekki.
Þeir eru allir á móti því að fátæka
fólkiö fái kjarabætur og em svikar-
ar viö málstaðinn. Hver sú rödd
sem heyrist og er á móti verkfaUi
er á móti láglaunafólkinu og á
móti 'BSRB. Það er að minnsta kosti
aö heyra á foringjum BSRB og rík-
isstjómin er verst vegna þess að
hún er veruleikafirrt og veit ekki
hvað BSRB á bágt.
Það er nógu slæmt að ríkisstjóm-
in sé á móti BSRB og fjölmiðlarnir
séu á móti BSRB þótt Alþýðusam-
bandiö verði ekki líka í hópi þeirra
sem em á móti BSRB. Alþýöusam-
bandið er aö svíkjast undan merkj-
um og reynir aö semja við vinnu-
veitendur og það án þess að láta
BSRB vita um hvað er verið að
semja. Samningar miUi ASÍ og VSÍ
koma sér afar Ula og era rothögg
fyrir BSRB sem er að fóma sér fyr-
ir verkalýðinn og efna til verkfalls.
Ef verkalýðurinn hættir síðan við
aö fara í verkfaU en lætur BSRB
eitt fara í verkfall verður lítið sem
ekkert gagn að verkfaUi BSRB.
Þess vegna má BSRB ekki til þess
hugsa að samiö verði. Það má aUs
ekki semja því það er verkfaU sem
BSRB stefnir að en ekki samningar.
Kaupmátturinn hefur lækkað og
krónunum í launaumslögunum hjá
BSRB hefur fækkað. Ogmundur
veit það. Hann hitti eldri mann á
fundi um daginn sem sagði honum
það. Þetta gengur auðvitað ekki og
þess vegna viU Ögmundur fara í
verkfaU. Það er alveg sama hvað
gengur á í þjóðfélaginu og það er
sama þótt þjóðartekjur dragist
saman, BSRB-fólk verður að hafa
sitt á þurm og halda kaupmættin-
um. Jafnvel þótt aUur þorskur
hverfi af miðunum og atvinnuleys-
iö fari hér upp í 20% þá er það for-
senda fyrir því að BSRB fari ekki
í verkfaU að kaupmátturinn verði
bættur hjá BSRB.
Annars fer BSRB í verkfaU. BSRB
verður að komast í verkfaU og þess
vegna má ekki undir neinum
kringumstæðum gerast þaö þjóðar-
slys að samkomulag náist á vinnu-
markaðnum um nýja kjarasamn-
inga. Það eyðUeggur samstöðuna.
Það eyðUeggur verkfaUið sem Ög-
mundur og BSRB vUja komast í tíl
að geta farið í verkfaU.
Samningar geta verið góðir út af
fyrir sig. En þeir verða að koma á
réttum tíma og verkalýðshreyfing-
Vélarvana skip
Danska skipið SkanUth varð vélar-
vana skammt frá Grindavík í fyrra-
dag. Björgunarsveit fór á vettvang til
aðstoðar þar sem hætta var taUn á
að skipið ræki á land. Áhöfnin gerði
sjálf við skipið eftir að það náði ank-
erisfestu. Skipið er um þúsund tonn
ogsiglirmeðsalt.
-kaa
Kennslborinálík
Borin hafa verið kennsl á lík sem
kom í vörpu báts frá ísafirði fyrir
skömmu. Líkið var af Ólafi Ægi Ól-
afssyni skipstjóra sem fórst með
rækjubátnum Dóra þann 14. febrúar,
1989. Áður var búið að bera kennsl á
annað lík sem kom í vörpu báts frá
Bolungarvík. Það var Vagn Hrólfs-
son skipstjóri sem tók út af Hauki
þann 18. desember 1990. -ból
in má ekki misskUja samninga eins
og þeir hafi einhvern tilgang í sjálfu
sér. Það era verkfóUin sem hafa
tílgang og verkfóU em markmið í
sjálfu sér. Þetta ætti ASÍ að skUja
en Alþýðusambandið er hrætt við
verkfaU og fær ekki sitt fólk i verk-
faU eins og BSRB. BSRB hefur
nefnUega svo góð lög um sín mál
að þótt fólk vUji ekki fara í verk-
faU og vUji beita verkfaUsvopninu
tíl að knýja fram samninga þá
skeUur verkfaU á félagsmenn í
BSRB, hvort sem þeir vUja eða
ekki, ef þeir hafa á annað borð sam-
þykkt verkfaU. Þetta er kosturinn
við verkfaUsvopnið hjá BSRB og
það yrðu hroðaleg mistök ef menn
ætluðu ekki að beita þessu vopni
með því að fara aö semja áður en
verkfaU skeUur á.
Við skulum vona tíl Guðs að
samningar klúðrist og samningar
sUtni svo BSRB geti fengið að vera
í friði með sitt verkfaU. Það versta
sem gæti komið’fyrir verkalýðinn
í landinu er aö svo óheppUega vUdi
tíl að menn semdu áður en verk-
faU skeUur á. Þá verður BSRB að
hætta við að fara í verkfaU. Það
eyðUeggur samningsstöðuna.
Dagfari