Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1993 5 Fréttir Hrafn Oddsson, skipstjóri á Sjöfn VE, landaði 10 tonnum af stórum og góð- um þorski á sunnudag. DV-mynd Ómar Eyjabátar í þorski Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Eyjabátar hafa verið að fá þokka- legan afla síðustu daga og vikur og er það mikil breyting til batnaðar frá því sem verið hefur á vertíðinni. Bæði neta- og togbátar hafa landað og þorskur er orðinn meira áberandi. Netabáturinn Gandi VE landaði 85 tonnum fyrir helgi, uppistaðan þorskur. Togbáturinn Bergvík VE landaði 30 tonnum á sunnudag eftir stutta útiveru. Hænsnabú brann til kaldra kola: 1500varphænur brunnu inni „Tengdamóðir mín vaknaði og sá að hænsnahúsið var í ljósum logum. Hún hringdi í okkur og þegar við lit- um út var húsið logandi stafnanna á milli og veggir þess að byija að falla. Það var ekkert sem hægt var að gera,“ segir Kristný Vilmundardóttir á Kambshóli í Svínadal í Hvalfjarðar- strandarhreppi. Hátt í 200 fermetra hænsnahús með um 1500 varphænum brann til kaldra kola snemma í gærmorgun. Ekki tókst að bjarga neinu úr húsinu en það hrundi alveg um 15 mínútum eftir að heimilisfólkið á Kambshóli, sem er tvíbýh, vaknaði. Þegar slökkviliðið kom var ekkert annað að gera en að slökkva í glæðunum. Að sögn Kristnýjar er húsið tryggt en ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið tjónið var. „Þetta er gífurlegt tjón fýrir okkur. Þama inni voru búr og öh áhöld og allt fuðraði þetta upp,“ sagði Kristný. Tahð er að kviknað hafi í út frá rafmagni. -ból Óvenjulegar pantanir 1 hópferð til íslands: Tuttugu og f imm Þjóðverjar bíða eftir Kötlugosi - reiðubúnir að fara með litlum fyrirvara ef gos hefst Tuttugu og fimm Þjóðveijar hafa lagt inn pöntun í hópferð th íslands í gegnum ferðaskrifstofuna Island Tours - en aðeins á þeim forsendum að Katla byiji að gjósa. Hér er um að ræða áhugafólk um eldgos, fólk búsett víða í Þýskalandi. Ef Katla byijar að gjósa mun ferða- skrifstofan koma á ferð th íslands með eins skömmum fyrirvara og hægt er og verður þá hgft samband við þá sem eiga pantað far. Ætlunin er að efna til hópferðar á gosstöðv- arnar. Að sögn Guðmundar Kjartansson- ar, framkvæmdastjóra hjá Island Tours, komu pantanirnar inn hjá söluskrifsfofu fyrirtækisins í Frank- furt. Þar hefur ljósmyndari sýnt ht- skyggnur af eldgosum á íslandi og segir hann að rekja megi áhuga Þjóð- verjanna að miklu leyti til þeirra sýninga. -ÓTT Ökumaður bifhjóls fótbrotnaði Létt biíhjól og bíh rákust saman á Akranesi seint í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bifhjólsins fótbrotnaði. Bifhjólið og bíllinn voru á leiö í sömu átt eftir Kirkjubraut. í þann mund sem ökumaður bifhjólsins ætl- aði að taka vinstri beygju, inn Merki- gerði, reyndi bíllinn að aka fram úr og varð þá áreksturinn. Ökumann bílsins sakaði ekki en hann reyndi að afstýra árekstrinum. Við það ók hann á ljósastaur og þurfti að draga bíhnnafvettvangi. -hlh Okkar vinsæli útsölumarkaður opnaður á morgun kl. 1.00 að Suðurlandsbraut 6. Opið kl. 1.00-6.00 mánud. til föstud., 10.00-1.00 laugard. ÚTSÖLUMARKAÐUR VERÐLISTANS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.