Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Side 14
14
MIÐVIKUDAGÍJR 3. MARS 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁN'SSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÓMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SÍMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Vakna bændur til lífsins?
Þessa dagana stendur yfir búnaðarþing. Þar kveður
við nýjan og nokkuð óvanalegan tón. Bæði er að land-
búnaðarráðherra hefur kastað upp boltanum og hreyft
ýmsum hugmyndum, sem horfa til bóta fyrir bænda-
stéttina og landbúnaðinri, og svo hitt að bændur sjálfir
og forystumenn þeirra virðast vera opnari fyrir ýmsum
breytingum sem áður máttu ekki heyrast.
Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra vék að stofn-
ana- og stoðkerfi landbúnaðarins og vill endurskoða
það. Hann vill leysa sauðfjárbændur undan kvöðum um
framleiðslukvóta til að gera þeim léttara að snúa sér
að öðrum störfum, svo sem landgræðslu og gróðurvernd
og telur tímabært að Skógrækt ríkisins rifi seglin í þeim
tilgangi að skapa svigrúm fyrir bændur að taka þau
verkefni að sér.
Ráðherrann virtist og meðmæltur því að afnema eða
lækka virðisaukaskatt af matvælum og benti á að tekjur
ríkissjóðs af skattinum jafngiltu nánast þeirri upphæð
sem ríkið þarf að greiða í beina framleiðslustyrki. Aðal-
atriðið í ræðu ráðherrans var þó sá boðskapur að bænd-
ur geri sér grein fyrir þeirri gagnrýni sem opinber
stuðningur við landbúnað mætir og beini umræðunni
þess í stað í þann farveg að bændasamtökin sjálf skil-
greini sig upp á nýtt og skipuleggi sig upp á nýtt. Mark-
miðið er að bændur komi til móts við markaðinn með
sérhæfingu, endurskoðun á innra kerfi, þjónustu,
vinnslu og fækkun milliliða.
Formaður Búnaðarfélagsins sem og formaður Stéttar-
sambandsins gerðu að umtalsefni félagskerfi bænda og
virtust sammála um að það kerfi væri flókið og bændum
til trafala.
Það dylst engum að samband bændasamtaka og hins
opinbera hefur verið afar náið. Þar hefur ekki hnífurinn
gengið á milh og þannig hafa bændur fyrst og frefnst
treyst á opinbera forsjá og verið henni háðir. Kerfið
sjálft hefur verið eins og frumskógur og til efs að nokk-
ur maður hafi haft þar yfirsýn eða skilning á orsökum
og afleiðingum. Stofnana- og stoökerfi landbúnaðarins
er gjörsamlega úr takt við tímann, eða eins og Haukur
Halldórsson, formaður Stéttarsambandsins, orðaði það:
„Það er of dýrt, það er flókið og svifaseint. Boðleiðir
innan þess eru óljósar og í stað þess að vinna saman
finnst mér í vaxandi mæli gæta tilhneigingar til þess
að menn stefni hver í sína áttina, eins og oft gerist þeg-
ar að kreppir."
Þetta er nýr tónn. Sannleikurinn er sá að það er ekki
bændum að kenna hversu mjög hefur mætt á þeim sú
gagnrýni að þeir séu baggi á samfélaginu í krafti úr sér
gengins styrkjakerfis. Bændur hafa verið í íjötrum opin-
berrar hagsmunagæslu og yfirbyggingar sem héfur lifað
sjálfa sig. Umhverfið í þjóðfélaginu hefur breyst, bænd-
ur hafa sjálfir aukið sérþekkingu sína og sérgreinar,
bændur hafa sjálfir verið meðvitaðir um nauðsyn þess
að framleiðslan tæki mið af markaðnum og neyslunni.
En hin opinbera fyrirgreiðsla, stofnanakraðakið og
hin fjölmenna stétt, sem hefur atvinnu af því að halda
bændum í bóndabeygju, hefur komið í veg fyrir eðlilega
þróun og aðlögun. Þess vegna er það góðs viti þegar
bændaforystan sjálf og landbúnaðarráðherra hafa frum-
kvæði að því að gagnrýna aldagamalt og íhaldssamt
fyrirkomulag.
íslenskir bændur eiga, vilja og geta bjargað sér sjálf-
ir. Þeir eiga að fá svigrúm til þess með því að vera leyst-
ir úr álögum forsjárhyggjunnar. Ellert B. Schram
í skrifum hagfræðinga má viða finna umfjöllun um að tiltekið eða verulegt atvinnuleysi sé óhjákvæmilegt,
segir hér m.a.
Er atvinnuleysi
náttúrulögmál?
í kenningum og skrifum hag-
fræðinga má víða finna umijöllun
um atvinnuleysi sem gefur í skyn
eða beinlínis fullyrðir að tiltekið
og verulegt atvinnleysi sé óhjá-
kvæmilegt. Nánast náttúrulögmál.
Sumir hagfræðingar hafa gengið
svo langt að nefna tilteknar pró-
sentutölur í þessu sambandi, t.d.
2-4%.
Viss fótur er fyrir hugmyndum
af þessu tagi. Á hverjum tíma er
tiltekinn fjöldi fólks, sem er að
skipta um vinnu, atvinnulaus ein-
faldlega vegna skiptanna.
Aukið framtak og fyrirhyggja
Þaö sem hér hefur verið nefnt er
ekki sagt til að hafna algerlega
þeim hugmyndum um atvinnuleysi
sem skotið hafa rótum innan hag-
fræöinnar. Viss sannleikskjami er
í þeim. Það sem mestu skiptir á
hinn bóginn er að menn geri sér
grein fyrir því að atvinnustig er
háð mannlegum vilja.
Það er ekki náttúrulögmál sem
við eigum að umgangast sem veður
og vinda eða óumbreytanlegan
gang himintunglanna. Við getum
staðið okkur langtum betur en við
gerum við að halda öllum vinnu-
fúsum höndum að arðbærri verð-
mætasköpun í þjóöfélaginu. Við
megum ekki láta svæfa okkur með
óljósum hugmyndum um það að
þetta verk sé okkur of erfitt eöa að
atlaga að því sé nánast atlaga að
óhrekjanlegu náttúrulögmáli.
Hugmyndir um „eðlilegt atvinnu-
leysi" og hugmyndir um það að
atvinnuleysi sé eitthvert stórkost-
lega torleyst vandamál eru skað-
valdar sem útrýma þarf úr hngunu
almennings og valdhafa.
Þegar á það er htiö hve máttlítil
tök manna hafa verið á þessum
Kjallariim
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur Upplýsinga-
þjónustu Háskólans
vanda og hve htihar fyrirhyggju
hefur gætt th að fyrirbyggja hann
þá er stutt í aö dregin sé sú ályktun
að við getum náð langtum betri
árangri með auknu framtaki og
fyrirhyggju.
Svipa óttans
í Danmörku hefur verið verulegt
atvinnuleysi um hríð. Danir eru
hægt og bítandi að vinna sig út úr
efnahagsvandamálum sínum.
Sumir hafa hengt þessar tvær stað-
reyndir saman í einhhtt orsaka-
samband og eru nú famir aö tala
um atvinnuleysiö sem nauðsynlega
forsendu batans! Hér er á ferðinni
skelfileg rökviha. Viss sannleiks-
kjami kann að vísu að vera fólginn
í því að þeir sem hafa vinnu fari
að vinna betur á tímum atvinnu-
leysis og sætta sig við lægri laun
vegna þess að þeir verða hræddir
um störf sín. Hehdarafköst þjóðfé-
lagsins og hagnaður fyrirtækjanna
aukist af þessari ástæðu.
Svipa óttans er keyri sem getur
dugað th að auka afköst. Reynsla
fyrirtækja og miklar rannsóknir
sýna á hinn bóginn að th eru fjöl-
margir aörir hvatar sem eru bæði
betri og manneskjulegri en óttinn
við atvinnumissi. Allt eðhlegt fólk
kýs fremur að vinna af áhuga að
jákvæðum og framsæknum
markmiðum en að hrekjast í ótta
undan harðræði.
Meðan th staðar er skipulag sem
sér þeim atvinnulausu fyrir nauð-
þurftum og meðan þjóðfélagið er
yfirfuht af aökallandi verkefnum
sem þörf er á að leysa, þá er óþarfi
að útfæra aöstoðina við hina at-
vinnulausu með því að halda þeim
í niðurlægjandi og mannskemm-
andi einangrun frá vinnumarkað-
inum.
Jón Erlendsson
„... hugmyndir um það að atvinnu-
leysi sé eitthvert stórkostlega torleyst
vandamál eru skaðvaldar sem útrýma
þarf úr huga almennings og valdhafa.“
Skoöanir annarra
Norrænt samstarf og EES
„Það er almennur skhningur að stjómmálaflokk-
ar til hægri og vinstri séu sammála um, að samning-
ininn um Evrópska efnahagssvæðið sé stærsta skref-
ið sem náðst hefur í norrænu samstarfi undanfarin
20 ár. EES-samningurinn býður upp á tækifæri th
aukinnar efnahagslegrar samvinnu meðal Norður-
landanna, sem nálgast mjög þær hugmyndir sem
voru uppi um samnorrænan markað fyrir mörgum
áratugum, en því miður náðu ekki fram ð ganga þá.“
Skúli G. Johnsen, Ósló, í Alþýðubl. 2. mars.
Galdurinn við sparnað
„Listin við að safna aurum á bók er að byrja
ntjög smátt. Það er gert th að þjálfa þolinmæðina.
Síðan er ágætt að færa út kvíamar, hætta einhveij-
um ósóma og leggja andvirði hans inn á aðra bók.
Þegar tölurnar fara að stækka, eykst sjálfstraustið
og öryggið, jafnvel þótt upphæðin sé hlæghega lág í
augum efnamanna. Vextir á sparisjóðsbókum hækk-
uðu um áramótin, th dæmis hækkuðu vextir á Kjör-
bók Landsbankans úr rúmum 3% í 5%. Ef upphæðin
liggur óáreitt um tíma geta þeir farið upp í 7%. Fyr-
ir safnara þýðir það blóm í haga.“
Kristín Marja Baldursdóttir í Mbl. 28. febr.
Fortíðarvandinn
„Fortiðarvandinn var alveg örugglega mikið ýkt-
ur. Það er alveg augljóst að hann er miklu minni en
stjómvöld höíðu áætlað, sem kemur mér á óvart
þegar tekið hefur verið tilht th þess að rekstrar-
grundvöllur atvinnuveganna hefur verið gífurlega
skertur með háum vöxtum og öðrum kostnaði. . . Ef
ekki verður breytt hér um stefnu og rekstrargrund-
vöhur tryggður fyrir sjávarútveginn, þá munu þess-
ar tölur hækka, svipað og er að gerast hjá bönkunum
í dag.“ Steingrimur Hermannsson í Timanum 2. mars.