Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1993 Afmæli Anna S.E. Bjömsdóttir Anna S.E. Björnsdóttir húsmóöir, Karlsrauðatorgi 10, Dalvík, er fimm- tugídag. Starfsferill Anna fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún lauk skyldunámi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar, vann við Netagerð Útgerðarfélags Akur- eyringa og síðan við pijónastofuna Heklu til ársins 1961 er Anna flutti til Dalvíkur. Þá vann Anna í nokkur ár við barnaheimilið Kritakot jafn- hliða húsmóðurstörfum. Fjölskylda Anna giftist 3.6.1962 Snorra Snorrasyni, f. 14.2.1940, útgerðar- manni og skipstjóra. Hann er sonur Snorra Arngrímssonar sem er lát- inn, og Kristínar Júlíusdóttur sem nú er vistmaður á Dvalarheimili aldraðraáDalvík. Börn Önnu og Snorra eru Aðal- björg, f. 7.9.1960, skrifstofustúlka á Dalvík, en maður hennar er Hall- grímur Benediktsson sjómaður og eru synir þeirra Ingvar, f. 22.3.1979 ogBenedikt, f. 2.5.1989; Snorri, f. 20.5.1962, skipstjóri á Dalvík, en kona hans er Valgerður Geirsdóttir skrifstofustúlka og eru synir þeirra Snorri Geir, f. 24.6.1983, og Elvar, f. 30.6.1986; Guðrún, f. 17.6.1963, húsmóðir á Dalvík, en maður henn- ar er Halldór Reimarsson útgerðar- maður og eru þeirra börn Ingibjörg, f. 26.9.1980, ogHalldór, f. 22.5.1988; Bergljót, f. 24.4.1966, þjónn og hús- móðir í Reykjavík, en maður hennar er Rúnar Dagbjartsson bifreiða- stjóri og eru böm þeirra Kristinn, f. 25.5.1981, Sandra, f. 3.5.1990 og Rúnar, f. 29.9.1992; Björn, f. 21.2. 1973, nemi á Dalvík, og er unnusta hans Krista Guttesen verkakona; Baldur, f. 21.2.1973, nemi á Dalvík, og er unnusta hans Heiðbjört Ófeigsdóttir, starfsstúlka hjá Dal- víkurbæ. Systkini Önnu em Árdís, f. 10.4. 1940, húsmóðir í Reykjavík, gift Ingvari Þorvaldssyni málarameist- ara og eiga þau fjögur börn; Birna, f. 4.12.1950, snyrtisérfræðingur á Akureyri, gift Hólmgeiri Valdimars- syni heildsala og eiga þau tvö böm; Smári, f. 11.11.1956, búsettur á Ak- ureyri og á hann þijú börn. Foreldrar Önnu: Björn Friðriks- son, f. 28.9.1920, d. 3.12.1975, bif- reiðastjóri á Akureyri, og Geirþrúð- ur Aðalbjörg Brynjólfsdóttir, f. 29.9. 1918, húsmóðir. Ætt Bjöm var sonur Friðriks Jóhann- esar, b. á Þinghóli, Siguijónssonar Jóhannessonar, b. á Nýjabæ í Flat- ey, Guðmundssonar. Móðir Friðriks var Þóra Friðrika Friðriksdóttir, b. á Lækjarmóti í Þistilfirði, Gunnars- sonar. Móðir Björns var Baldvina Anna Hallgrímsdóttir, vinnumanns í Hörgárdal og víðar, Bjömssonar, b. á Gullbringu, Jóhannessonar. Móð- ir Baldvinu Önnu var Stefanía Kristveig, systir Áma á Auðbrekku, afa Stefáns Valgeirssonar alþingis- manns, Gunnars Hilmarssonar, framkvæmdastjóra Atvinnutrygg- ingasjóðs, og Árna, föður Ólafs Birg- is, hrl. á Akureyri. Annar bróðir Stefaníu var Sigurður, faðir Þóris Laxdal námsstjóra og Jóns í Straumnesi. Stefanía var dóttir Jón- atans, b. á Hömmm og Bergsstöð- um, Eiríkssonar, og Guðrúnar Stef- ánsdóttur frá Kaldbak. Geirþrúður er dóttir Brynjólfs, hreppstjóra í Efstalandskoti og á Steinsstöðum í Öxnadal, Sveinsson- ar, b. á Syðri-Bægisá. Bjömssonar, b. á Miðhálsstöðum, Jónassonar. Móðir Brynjólfs var Soffía Björns- dóttir, b. í Ásgerðarstaðaseli, Bene- diktssonar. Móðir Geirþrúðar var Laufey Sumarrós Jóhannesdóttir, en hann Anna S.E. Björnsdóttir. fór til Vesturheims, Magnússonar, b. í Ytri-Hofdölum, Gíslasonar. Móðir Laufeyjar var Guðrún Mar- ía Friðbjömsdóttir, b. í Ytra-Dals- gerði, Björnssonar. Móðir Guðrún- ar Maríu var Sigríður Kristjánsdótt- ir frá Hraunbæjarkoti. SigurðurV. Amþórsson Sigurður Valgeir Amþórsson verkstjóri, Búlandi 2, Djúpavogi, er fimmtugurídag. Starfsferill Sigurður fæddist á Fáskrúðsfirði og ólst þar upp. Hann var til sjós fram- an af og starfaði um tíma hjá Pólar- síld hf. á Fáskrúðsfirði. Árið 1981 útskrifaðist Sigurður frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfiröi og fór þaðan til starfa í fsbiminum þar sem hann gegndi stöðu verk- stjóra næsta árið. Síðastliðin tíu ár hefur Sigurður verið yfirverkstjóri hjá Búlandstindi hf. á Djúpavogi. Fjölskylda Fyrri kona Sigurðar er Margrét Andrésdóttir, f. 2.12.1945, húsmóðir. Sigurður hóf sambúð 1983 með Björgu Ólafsdóttur, f. 20.1.1954, hús- móður. Hún er dóttir Ólafs Hall- dórssonar, starfsmanns hjá ísal, og Margrétar Reimarsdóttur, starfs- manns á Hrafnistu í Hafnarfirði. Böm Sigurðar og Margrétar era: Ólöf Linda, f. 1.7.1962, húsmóðir, í sambúð með Ölveri Jakobssyni og eiga þau þrjúbörn; Sólveig Þórlaug, f. 27.5.1965, húsmóðir, gift Lars Hallsteinssyni og eiga þau tvö böm; Andrea, f. 7.10.1966, húsmóðir, í sambúð með Agnari Sveinssyni og eiga þau tvö börn; og Bragi Fannar, f. 5.11.1976, nemi. Böm Sigurðar og Bjargar em: Eva Dögg, f. 21.5.1986; og Davíð Amar, f. 15.12.1991. Fyrir átti Björg Mar- gréti Rós Jósefsdóttur, f. 28.7.1972. Systkini Sigurðar em: Árný, gift Sigurður Valgeir Arnþórsson. Inga Helgasyni og eignuðust þau fjóra syni, einn þeirra er nú látinn; Guðlaug, gift Jóhannesi Sigurðssyni og eiga þau þrjú börn; Grétar, kvæntur Dagnýju Elísdóttur og eiga þau fjögur böm; og Jóhanna Kristín, gift Benedikt Sverrissyni og eiga þauíjögur böm. Foreldrar Sigurðar eru Arnþór Ámason, f. 17.5.1911, fyrmm sjó- maður, frá Neskaupstað, og Sólveig Sigurðardóttir, f. 29.6.1911, húsmóð- ir. Þau hafa búið á Fáskrúðsfirði allatíð. Amþór er sonur Árna Árnasonar og Signýjar Jóhannsdóttur húsmóð- ur. Foreldrar Sólveigar eru Sigurð- ur Þórðarson, Ámasonar, og Val- gerður Mekkín Eiríksdóttir, Jóns- sonar, Markússonar frá Hlíð í Lóni. Sigurður verður erlendis á afmæl- isdaginn. Lussia Guðmundsdóttir, Viðborðsseli 1, Mýrahreppi. 80 ára SveinnG. Kristjánsson, Fomastekk 12, Reykjavík. Herbert S. Sigurjónsson, bakari, Hvannalundi 5, Garðabæ. EiginkonaHer- bertserBjörg Bergþóra Berg- þórsdóttir hús- móðir. Þauverðaað heimanáaf- mælisdaginn. Guðlaug Pálsdóttir, Klúkkúrima 95, Reykjavik. Valborg Guðrún Eiriksdóttir, Þórufelli 14, Reykjavík. Gilslaug Elíasdóttir, Höföagmnd 9, Akranesi. Björg Þorkelsdóttir, húsmóðir, Nesvegi 57, Reykjavik. Eiginmaður BjargarerSig- urðurÓlafsson trésmiður. Þau verðaaðheim- anáafmælis- daginn. 70 ára Olga Kristjánsdóttir, HJíðarendavegi la, Eskifiröi. Pétur Kristjánsson, Búöavegi 48, Fáskrúðsfirði. 60ára BáraDavissen, Hlíðargötu 46, Sandgerði. Auður Vordis Jónsdóttir, Reynihvammi 21, Kópavogi. Brimhólabraut 15, Vestmannaen- um. Sigurður Sigurðsson, Laugarholti 3b, Húsavík. urðarerHQör- dísBjamadótt- ir.Þautakaá mötigestumá heimilisínueft- irkl. 18laugar- dagjnn6.mars. Elín Lára Ingólfsdóttir, Guðrúnargötu 8, Reykjavík. ? 40 ára 50 ára Sigríður Bragadóttir, Sogavegi 122, Reykjavik. Sjöfn Stefánsdóttir, Fossvegi 13, Siglufirði. Bjarni H. Baldursson, Rósa Bachmann, Sigtúni 7, Patreksfirði. Magnús Jónsson, Þóristúnil9,Selfossi. George Jiri Grosman, Búðagerði 1, Reykjavík. Sigurbjöm Júlíus Halisson, Heiðarbakka 7, Keflavik. Margrét Guðmundsdóttir, Baösvöllum 11, Grindavík. Þórdís Friðriksdóttir, Álfheimum 9, Reykjavík. ÞórðurVilhjálmsson NISSAN PATROL TURBO DÍSIL, árg. '87, björgunarsveitaútgáfa, háþekja, skráður 9 manna, með spili o.fl. Einn eigandi. Verð kr. 1.750.000,- stgr. ÞILASALA ^^R£/KJAVÍKUR Skerfunni 11 - simi 678888 Þórður Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri hjá Ryðvöm hf.( Hrís- holti 4, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Starfsferill Þórður fæddist á Akureyri en ólst upp á Hrollaugsstöðum á Langa- nesi. Hann stundaði sjómennsku á sínum yngri ámm en var svo alfariö til sjós á bæði fiski- ogfarskipum á árunum 1958-61. Næstu tólfárinþar á eftir var Þórður vinnuvélastjóri og starfaði við það á hinum ýmsu stöðum, ýmist sjálfstætt eða hjá öðr- um. Árið 1973 réð hann sig svo til Ryð- vamar hf. og gerðist eigandi þess árið 1984 ásamt Jóhanni Oddgeirs- syni. Fjölskylda Þórður kvæntist 21.7.1973 Guð- munduHaraidsdóttur, f. 8.5.1956, húsmóður. Hún er dóttir Haralds Guömundssonar, fyrrv. verkstjóra, i og Höllu Hafliðadóttur húsmóður. I Þau búa í Hafnarfirði. Börn Þórðar og Guðmundu eru: Haraldur, f. 13.2.1978, nemi í gagn- fræðaskóla; Vilhjálmur.f. 19.4.1983, grunnskólanemi; og Halla, f. 31.10. 1986. Systkini Þórðar eru: Hólmfríður, f. 11.9.1944, starfsmaður á Sólvangi, gift Skúla Geirssyni; Magnús, f. 5.11. 1946, b. á Syðra Hvoli í Mýrdal, kvæntur Guönýju Sigurðardóttur; Sæmundur, f. 25.5.1948, útgerðar- maður í Hafnarfirði, kvæntur Þóru Björgvinsdóttur; Kristín, f. 21.9. 1949, húsmóöir í Grindavík, gift Guðlaugi Gústafssyni; Helga, f. 17.1. 1953, húsmóðir og starfsmaður á sjúkrahúsi Húsavíkur; Eva, f. 6.1. 1955, húsmóðir og vinnuvélástjóri í Hafnarfirði, gift Jóni Ámasyni; og Ingólfur, f. 2.9.1958, útgerðarmaður í Hafnarfirði, kvæntur Ástu Jóns- dóttur. Hálfsystkini Þórðar em: Agnar Vilhjálmsson, útgerðarmaður á Þórshöfn, og Hrönn Pétursdóttir, hárgreiðslumaður á Selfossi. Foreldrar Þórðar era Vilhjálmur Magnússon, f. 4.6.1917, fyrrum b. Þórður Vilhjálmsson. » Hrollaugsstöðum og síðar starfs- maður Kaupfélags Húsavíkur, og Guðrún Þórðardóttir, f. 18.8.1915, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af að HroUaugsstöðum á Langanesi en búanúáHúsavík. Þórður tekur á móti gestum á heimiU sínu laugardaginn 6. mars á miUikl. 17 og20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.