Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 03 37 00
Frjálst,óháö dagblað
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1993.
Tveirteknir:
Með krókódfla
innan klæða
- og önnur furðudýr
Tveir menn á þrítugsaldri voru
stöðvaðir í tollgæslunni á Keflavík-
urflugvelli í gærdag við komuna frá
Amsterdam. Við leit á mönnunum
fundust 2 krókódílar, 6 tarantúla-
kóngulær, 6 fenjafroskar, einn sporð-
dreki og tvær mýs af sérstöku kyni.
Dýrin uppgötvuðust í hefðbundnu
tollskoðunarúrtaki en mennimir
ætluðu að smygla þeim inn í landið
og voru þeir með sum þeirra innan
klæða og önnur í sérstökum umbúð-
um í farangrinum. Annar mannanna
var með krókódíl í sérstöku belti inni
á sér og hinn hafði stungið krókódíl
í buxnavasa sinn. Þeir sögðust ætla
að eiga dýrin sjálfir.
A Að sögn Gottskálks Ólafssonar,
deildarstjóra í tollgæslunni, höfðu
mennimir ekki reynt að fá leyfi fyrir
dýrunum. „Okkur varð nú ekkert
sérstaklega um þetta. Þetta em kvik-
indi sem við þekkjum ekki en þeir
gátu hins vegar meðhöndlað þetta
eins og hver önnur gæludýr. Við
reyndum að forðast að taka á þeim,
settum þau í kassa og svo beint til
meindýraeyðis," sagöi Gottskálk.
Hann segir að stundum flnnist ein-
hver smákvikindi við tollskoðun en
^ekkert sem jafnist á við þetta. -ból
Ölvaðirbrutust
innáLandspítala
Tveir menn voru handteknir um
íjögurleytiö í nótt eftir að þeir höfðu
brotist inn á Landspítalann.
Tahð er aö mennirnir hafi brotið
rúðu á jarðhæð spítalans og þairnig
komist inn á sjúkrastofu. Einn sjúkl-
ingur var sofandi á stofunni og vakn-
aði hann við umganginn og náði að
hringja á aðstoð. Vaktmaður kom að
vörmu spori og lét lögregluna vita.
Ekki er vitað hvað mönnunum
gekk til en þeir vom mjög ölvaðir.
^•IfcÞeir hvílast nú í fangageymslu lög-
reglu og verða yfirheyrðir þegar
hugsunþeirraskýrist. -ból
Minkarskæðiri
Svarfaðardal
Heimir Kiistmsson, DV, Dalvilc
Sex minkar hafa verið unnir síð-
ustu vikur í Svarfaðardal. Þeir eru
af þremur gerðum - vilhminkur,
búrminkur og blendingur þar á mhh.
Á einni nóttu drápu minkar 15
hænur á einum bæ og var það megn-
ið af hænsnastofninum þar. Ehefu
hænur voru drepnar á öðrum bæ og
' a þeim þriðja urðu 5 hænur og 5 end-
ur minkinum að bráð.
LOKI
Geta krókódílar í
buxnavösum ekki bitið
íviðkvæm líffæri?
1 1 / n i /
Stödd í verslun
■ ■ ■■■ Mt ■
DUUui licfllllU KiUlll
Wr mm
+ S 4 ¥*\
Kona úr Reykjavik, 34 ára göm-
ul, gekkst undir erflða iiirarskipta-
aðgerö á Sahlgrenska-sjúkrahús-
inu í Gautaborg í gærmorgun. Að-
gerðin gekk framar öhum vonum.
Konan var að vakna á gjörgæslu
þegar rætt var við lækni seinni-
partinn í gær. Þá var einnig ráð-
gert að taka hana úr öndunarvél.
Aðgerðina framkvæmdi Hans
Persson sem er einn reyndasti sér-
fræðingur heims á þessu sviði.
Konan er annar íslendingurinn
sem gengst undir lifrarskiptaað-
gerö. Fyrir nokkru fór kona i slíka
aðgerð í London. Gekk hún vel og
er konan á lífi.
Sjúkdómurinn, sem hrjáir kon-
una, er mjög sjaldgæfur og lýsir sé
í skemmdum i hfrarvefnum, lifrin
snýst gegn sjáifri sér. Hann upp-
götvaðist í konunni fyrir þremur
árum en hún hefur verið á biðhsta
eför lifrarskiptaaðgerð í rúmt ár.
Hefur hún boríð símboða á sér ah-
an þann tíma enda þarf snör hand-
tök eigi að nýta þau iíffæri sem
Konan var stödd i verslun seinni
partinn á mánudag þegar símboð-
inn pípti. Hún hringdi og var strax
sagt að fasta og hafa sig til. Þá þeg-
ar var þaulskipulagt ferh komið i
gang í Svíþjóö. Leiguþota, sem
stödd var í Bergen á vegum Scan-
dia Transplant-stofnunarinnar,
flaug beint hingað th lands. Flaug
l>otan héðan áleiðis til Gautaborgar
klukkan átta á mánudagskvöld. Þá
hafði aðgerðartiminn þegar veríð
ákveðinn klukkan 6 morguninn
eftir að íslenskum tíma.
Lifrarskiptaaðgerð er töluvert
flóknari og umfangsraeiri en
hjanaskiptaaðgerð en mikið af erf-
iðum æðum liggur th og frá lifr-
inni Th að forðast stórkostlegar
blæðingar þarf þvi að gera aögerö-
ina mjög skipulega. Helstu vand-
kvæðin tengjast þó ýmsum lyfjrnn
sem notuð eru, til að mynda svefn-
lyfjum, og lifrin sér um að brjóta
niður undir eðlhegum kringum-
um erfiðu aðgerðum er 4-5 timar
en aögerðin á konunni tók hins
vegar ekki nema um þrjár klukku-
stundir. Áður en lifrarskiptaaö-
gerðir komu til sögunnar voru eng-
in úrræði gegn þessum sjúkdómi.
Fólk liíði ekki lengi með hann.
Eftir er að sjá hvort likami kon-
unnar hafnar nýju lifrinni. Það
skýrist þó strax næstu daga þar
sem höfnunareinkenni koma fljótt
fram. Gangi allt að óskum má bú-
ast við að konan verði útskrífuð
eftir tvær vikur. Þá tekur við eftir-
ht og verður hún að fara nokkrum
sinnum utan til þess.
Veðriðámorgun:
Tvær áttir
á landinu
Á morgun verður suövestanátt
um lanchð sunnanvert en norð-
austanátt norðan th. Rigning eða
súld á Suður- og Suðausturlandi,
skúrir eða slydduél suðvestan-
lands en éljagangur á Vestfjörð-
um. Norðanlands verður eiihiver
rigning, einkum vestan th.
Veðrið í dag er á bls. 44
Skákmótið í Lánares:
Karpov kom-
efstu manna
Anatoly Karpov, sem tapaði i
fyrstu umferð á stórmótinu í Linar-
es, er nú kominn í hóp efstu manna.
Hann vann Gelfand glæshega í 6.
umferð í gær. Kramnik vann Ivanc-
huk á svart, Kamsky vann Beljavsky
á svart og Timman vann Ljubojevic.
Jafntefli varð hjá Salov-Kasparov og
Anand-Shirov. Biðskák hjá Jusupov
og Bareev.
Staðan nú. Kasparov, Karpov, An-
and og Kamsky 4 v. Kramnik og
Beljavsky 3 ‘A v. Shirov og Timman
3 v. Salov 2‘/i v. og biðskák, Bareev
og Jusupov -2 v. og biðskák, Gelfand
2 v. Ivanchuk l 'A v og Ljubojevic l
v.ogbiðskák. -hsím
Flugvirkjarsemja
Samkomulag náðist í gær í deilu
flugvirkja og Flugleiða um vinnufyr-
irkomulag í nýja flugskýhnu á Kefla-
víkurflugvehi. Hófu flugvirkjar
vinnustraxígær. -hlh
Guðmundur J.:
Skil ekki hvers
vegna menn
eru að rjúfa
samstöðuna
Brestir eru komnir i samflot verkalýðsfélaganna. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, og ögmund-
ur Jónasson, formaður BSRB, hittust í morgun til að ræða þau mál. DV-mynd GVA
„Viö fórum af stað í þessa kjara-
samninga undir merki samflots og
samstöðu laimþegahreyfingarinnar.
Dagsbrún samþykkti að taka þátt í
því samfloti. Nú virðist þetta vera
að sphttast upp. Mér er óskiljanlegt
hvers vegna það er. Þess vegna er
þessi fundur okkar Ögmundar Jón-
assonar haldinn," sagði Guðmundur
J. Guðmundsson, formaður Dags-
brúnar, í samtali við DV.
Þeir Ögmundur og Guðmundur J.
hittust í morgun th að ræða samflot-
ið í kjarasamningunum, sem þeir
telja báðir að séu að koma brestir í.
„Ég tel Dagsbrún vera sterkasta
aflið í þessum málum hér í Reykja-
vík og þess vegna vh ég ræða þetta
mál viö Guömund J.,“ sagöi Ög-
mundur Jónasson.
Guðmundur J. sagði að sínir um-
bjóðendur hefðu krafist þess að allir
legðust á eitt í þessum samningum.
Nú væri komin upp tortryggni og
henni þyrfti að eyða.
Samningafundur ASÍ og VSÍ hefst
eftirhádegiídag. -S.dór
■
I ^Brook
I Oon,Pton
CESZQOI
RAFMOTORAR
PfittggCil
SuAufiandabraut 10. 8. «6400.
í
I