Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 5. MARS1993 Messur Árbæjarkirkja: Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Börn og unglingar annast ritningarlestur og bænir. Börn úrTTT-starfi kirkjunnarflytja leikþátt um sögu heimsins. Óskar Ingi Inga- son guðfræðinemi predikar, sr. Þór Hauks- son þjónar fyrir altari. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Askirkja: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta æskulýðsdagsins kl. 11. Börn úr 10-12 ára starfi Askirkju sýna helgileik og syngja und- ir stjórn Hildar Einarsdóttur guðfræðinema og Bryndísar M. Elídóttur guðfræöinema, sem flytur predikum. Árni Bergur Sigur- björnsson. Ðreiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta á æskulýðsdegi kirkjunnar kl. 14. Barnakórinn syngur. Org- anisti Daníel Jónasson. Samkoma „Ungs fólks með hlutverk". Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11. Æsku- lýðs- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.00. Sigurður Grétar Sigurðsson æskulýðsleið- togi predikar. Fermingarbörn aðstoða í messunni. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. Dirgranesprestakail: Barnasamkoma í Safn- aðarheimiiinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta æskulýðsdagsins í Kópa- vogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Herra Jakob Jo- ensen, biskup í Færeyjum, predikar og þjón- ar fyrir altari. Tveir karlakórar syngja við messuna, karlakór frá Þórshöfn í Færeyjum og Karlakór Reykjavíkur. Barnastarf kl. 11 fellur niður. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 14. Þemað Guð gefur lífinu lit. Úlfur Elcjjárn menntaskólanemi flytur hugvekju. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Föstumessa kl. 17 við Gregorslag. Altarisganga. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Eliiheimiiið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Magnús Gunnarsson. Eyrarbakkakirkja: Æskulýðsmessa kl. 11. Fella- og Hólakirkja: Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Sr. Hreinn Hjartarson og sr. Guð- mundur Karl Ágústsson þjóna fyrir altari. Sigfús Ingvason flytur hugleiðingu. Barna- samkoma á sama tíma. Kl. 20.30 guðsþjón- usta með þátttöku ýmissa trúfélaga. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson predikar, sr. Hreinn Hjartarson þjónar fyrir altari. Prest- arnir. Fríkirkjan í Hafnarfiröi: Barnasamkoma kl. 11. Fjölskvlduguðsþjónuta kl. 14. Organisti Kristjana Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson. Fríkirkjusöfnuðurinn i Reykjavik: Laugardag kl. 14.00 flautudeildin í Safnaðarheimilinu. Sunnudag kl. 11.00 barnaguðsþjónusta. Guðsþjónusta kl. 14.00. Fermd verður Hulda Dögg Proppé, Þinghólsbraut 63, Kópavogi. Organisti Pavel Smid. Cecil Har- aldsson. Grafarvogsprestakall: Barnaguðsþjónusta kl. 11 og guðsþjónusta kl. 14 í Félagsmið- stöðinni Fjörgyn. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Barnakór Grensáskirkju syngur, stjórnandi Margrét Pálmadóttir. Æskulýðsmessa kl. 14. Helga Ólafsdóttir talar. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. Haligrímskirkja: Fræðslustund kl. 10.00. Sr. Sigurður Pálsson flytur erindi um Biblíuna. Fjölskyldumessa kl. 11.00. Félagar úr æsku- lýðsfélaginu Örk flytja hugvekju. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Aftansöngur með tónlistar- flutningi kl. 17.00. Æskulýðssamvera kl. 20.30 á vegum ÆSKR. Háteigskirkja: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðar og Suðurhlíð- ar á undan og eftir messu. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Samvera á æsku- lýðsdegi kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja: Guðsþjónusta æsku- lýðsdag kl. 14. Biskupshjónin herra Ólafur Skúlason og frú Ebba Sigurðardóttir heim- sækja söfnuðinn. Biskup predikar. Hvammstangakirkja: Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11, undir yfirskriftinni: Guð gefur lífinu lit. Helgileikur yngri barna. Hjallasókn: Messusalur Hjallasóknar, Digra- nesskóla. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall: Guðsþjónusta æsku- lýðsdagsins í Kópavogskirkju kl. 11. Organ- isti Stefán R. Gíslason. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. Keflavíkurkirkja: Æskulýðsdagurinn. Yfir- skrift: Guð gefur lífinu lit, fjölbreytileiki lífs- ins og handleiðsla Guðs. Æskulýðs- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. árd. Athugið breyttan messutíma. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni á fimmtudögum kl. 17.30. Sókn- arprestur. Landakotsspitali: Messa í kapellunni kl. 13.00. Organisti Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Langholtskirkja, kirkja Guðbrands biskups: guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Flóki Krist- insson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Kór- skólans syngur. Barnastarf á sama tíma. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11 á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Sr. Jón Ragn- arsson predikar. Sr. Jón D. Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Drengjakór Laugarnes- kirkju syngur. Bjöllusveit Laugarneskirkju leikur. Organisti Ronald Turner. Barnastarf á sama tíma. Aðalsafnaðarfundur strax að lokinni guðsþjónustu. Neskirkja: Barnasarnkoma kl. 11.00. Munið kirkjubílinn. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Sigurður Páls- son flytur fjórða og síðasta erindi sitt um Biblíuna að lokinni guðsþjónustu kl. 15.15. Óháöi söfnuðurinn: Barna- og æskulýðs- messa kl. 14. Fermingarbörn sjá um ritning- arlestra og bænir. Safnaóarprestur. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 14. Barnakór undir stjórn Margrétar Gunnarsdóttur syng- ur. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Guðs- þjónusta í Seljahlíð laugardag kl. 11. Sókn- arprestur. Seitjarnarneskirkja: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Organisti Hákon Leifsson. Prest- ur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barna- kórinn syngur. Unglingar úr æskulýðsfélag- inu og börn úr TTT og barnastarfi sýna leik- þáttinn Samtal um Jesú eftir sr. Hrein Há- konarson. Stokkseyrarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Vesturhópshólakirlcja: Barnaguðsþjónusta kl. 14. Sr. Kristján Björnsson. Um 70 manns taka þátt í sýningunni. Fjölbrautaskólinn á Akranesi frumsýnir Láttu ekki deigan síga, Guðmundur: Guðmundur er áhrifa- gjöm karlremba - segir Þröstur Guðbjartsson leikstjóri „Guðmundur er mikil og áhrifa- gjörn karlremba. Ef hann kynnist áhugaverðri konu skilur hann við þá sem hann býr með í það skiptið. Hann dettur inn í lífsmynstur þeirra kvenna sem hann býr með hverju sinni,“ segir Þröstur Guðbjartsson, leikstjóri hstaklúbbs Fjölbrautaskól- ans á Akranesi, um aðalpersónu leik- ritsins Láttu ekki deigan síga, Guð- mundur sem nemendur þar frum- sýna í kvöld. Hlín Agnarsdóttir og Edda Björgvinsdóttir eru höfundar leikritsins. Þetta er að sögn Þrastar gamanleikrit með léttum söngatrið- um. „Það er dúndrandi leikhstará- hugi í Fjölbrautaskólanum. í fyrra settum við t.d. upp Blóðbræður við góðar undirtektir.“ Sýningar hefjast kl. 20.30 í sal Fjölbrautaskólans á Akranesi. -em Stokkseyrarkirkja: Minningar- tónieikar um Pál ísólfsson Ingibjörg Marteinsdóttir sópran, Þorgeir J. Andrésson tenór og Lára S. Rafnsdóttir píanóleikari halda tónleika í Stokkseyrarkirkju á sunnudaginn kl. 16. A efnisskránni verða 22 sönglög og þrjú stutt píanóverk eftir dr. Pál ísólfsson. Tónleikamir eru haldnir í tilefni þess að á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu tónskáldsins. Tónleik- ar þessir eru hinir fyrstu í röð tón- leika sem haldnir verða víðs vegar um land á næstu vikum og mánuð- um. Ingibjörg Marteinsdóttir, Þorgeir J. Andrésson og Lára S. Rafnsdótt- ir halda tónleika í Stokkseyrar- kirkju. Selfoss: Fílamað- urinn frum- fluttur Leikritið Fílamaðurinn eftir Bem- ard Pomerance verður frumsýnt og frumflutt á íslensku leiksviði í kvöld, fóstudagskvöld, kl. 20.30 í Leikhús- inu við Sigtún á Selfossi. AUs koma um 20 leikarar fram í sýningunni en að auki koma ýmsir tæknimenn við sögu og margir velunnarar Leikfé- lagsins hafa lagt hönd á plóginn. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir og hönnuður búninga og leikmyndar er Guðrún Auðunsdóttir. Saga filamannsins hefur gagntekið og heillaö rithöfunda og leikstjóra um allan heim. 21 Þjóðleikhúsið simi 11200 Stóra sviöió Dansað á haustvöku föstudag kl. 20 My Fair Lady laugardag kl. 20 Dýrin í Hálsaskógi sunnudag kl. 14 Hafið sunnudag ki. 20 Litla sviðíð Stund gaupunnar laugardag kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 Borgarleikhúsið sími 680680 Stóra sviðið: Blóðbræður föstudag kl. 20, laugardag kl. 20 Ronja ræningjadóttir laugardag kl. 17 sunnudag kl, 17 Nemendaleikhúsið Lindarbæ Bensínstöðín laugardag kl. 20 sunnudag kl. 20 Brúðuleikhúsið Bannað að hlæja sunnudag kl. 14og 16. fáarsýning- ar eftir íslenska óperan Sardasfurstynjan föstudag kl. 20 laugardag kl. 20 Fjölbraut í Breiðholti: Frumsýning áleikritinu Djöflar Leikfélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Aristófanes, frumsýnir í kvöld, föstudagskvöld, leikritiö Djöfla eftir Wigel Wiilems. Verkið fjallar um sex utangarösunglinga og lifnaðarhætti þeirra. Sýningarnar veröa sjö talsins í húsi skólans. Vínartónleik- ar í íþrótta- skemmu Akureyrar Kammerhljómsveit Akureyrar efn- ir til vínartónleika í íþróttaskemm- unni á Akureyri á sunnudaginn kl. 17. undir stjóm Gerrit Schuil. Hljóm- sveitin verður skipuð 50 hljóðfæra- leikurum en auk hennar syngur 50 manna kór, Kirkjukór Dalvíkur með stuðningi söngfólks úr nágrenni Dal- víkur veröur með á tónleikunum. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópr- an og Jón Þorsteinsson tenór. Kjarvalsstaðir: Nútímatón- skáld kynnt Hilmar Þórðarsson nútímatón- skáld verður kynntur á sunnudagirin að Kjarvalsstöðum. Hilmar er fædd- ur á Akureyri og nam trompetleik, tónfræði og tónsmíðar 1968-1985 við tónlistarskólana í kópavogi og Reykjavík en hélt að því loknu til Bandaríkjanna þar sem hann hefur dvalið síðan. Signin Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir munu frumflytja verkið Samkennd á tónleikunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.