Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 6
Madonna fær hér útrás fyrir kynlífspælingar sinar og er myndin Losti, sem sýnd er í Bióhöllinni, keimlík Ógnareðli með Sharon Stone. Sýningar á kvikmyndinni Elskhuganum standa nú yfir í Háskólabíói. Afar heitar ástarsenur hafa orðið tilefni deilna en í aðalhlutverkum eru þau Jane March og Tony Leung. Margir hafa farið í Stjörnubíó til þess að sjá mynd Coppola, Dracula. Sadie Frost leikur hér Lucy Westenra, eitt fómarlamba Dracula. Blóðsugubaninn Anthony Hopkins er einnig að störfum. Götumorð Rithöfundur er drepinn úti á götu, morðinginn fremur síðan sjáifsmorð. Þannig byrjar ágæt sakamála- mynd, The Heart of Justice. Alhr frn-ða sig á morð- inu. Blaðamaður- inn David Leader (Eric Stolz) fær þaö verk að upplýsa tildrögin að morðinu. Honum verður töluvert ágengt, sérstaklega með því að hlusta á segulbandsspólur sem morðinginn tók upp, án þess þó að vita að hann flækist um leið í vef sem spunnið er utan um hann. Söguþráð- urinn er kunnuglegur og uppbygging efnisins einnig en allt er hér leyst af hendi eins og best verður á kosið. Það er helst að Eric Stolz sé slakur, að öðru leyti er myndin góð skemmtun. THE HEART OF JUSTICE - Háskólabfó. ★★ Vx Leikstjóri: Bruno Barreto. Aöalhlutverk eric Rómantík í stríði Shining Thro- ugh hefur þannig yfirbragð að orð- iðstórmyndkem- ur fyrst upp í huga manns. Myndin er löng og mikil um sig, gerist á örlaga- tímum og segir sögu um njósnir og ástir., Michael Douglas og Melanie Griffith leika tvo njósnara sem takast á viö nasista hvort á sinn hátt. Þau fella hugi saman en eru aðskilin og hittast síðan í lokin. Klassískur róman. Söguþráðurinn minnir mest á rómantík fyrri ára í kvikmyndum. Gaflinn er bara að tímamir hafa breyst og Shining Thro- ugh er, þrátt fyrir að margt sé vel gert, ekki í takt við tímann. Það er eins og leikaramir geri sér grein fyrir þessu, flestir hefa gert betur áður. Michael Douglas er verstur, minnir helst á freðna ýsu. SHINING THROUGH - SAM-myndbönd. Lelkst|órl: Davld Seltzer. Aóalhlutverk: Mlc- hael Douglas og Melanie Grlffith. í leit að betra lífi Goldie Hawn hefur ávallt tekist best upp í gamanmyndum enda er hún meðal bestu gamanleik- kvenna í bandarískum kvik- myndum. í Criss Cross leikur hún dramatískt hlutverk Tracy Cross, einstæðrar móður sem rembist við að gera líf sitt og son- ar síns bærilegt og sýnir Hawn ágætan leik þótt glaðlegt andlit hennar vinni aðeins gegn henni. Sögusviðið er Key West á Flórída árið 1969 og gerast at- burðimir í skugga þess heimsat- burðar þegar fyrstu geimfararnir stigu fæti á tunglið. Aðalpersóna myndarinnar er sonur Tracy, Chris, sem minnist betri daga þegar faðir þeirra bjó hjá þeim. Allt breyttist með Víetnamstríð- inu. Faðirinn, sem var flugmaö- ur, kom rekald heim, fór að drekka og yfirgaf síðan íjölskyld- una þegar hann frelsaðist og sett- ist aö í klaustri. Chris heldur í þá trú að faðir hans komi aftur og þá batni allt. Á meðan reynir Tracy að ná end- um saman með því að vinna á kvöldin sem nektardansmær. Þegar Chris kemst að þessu strýk- ur hann og leitar uppi föður sinn en finnur litla hjálp hjá honum. Chris er staðráðinn í að fá móður sína til að hætta nektardansinum og þegar hann eygir óvænt tæki- færi til að selja eiturlyf tekur hann áhættima en lendir um leið í lög- regluaðgerð sem beint er gegn eit- urlyflasölum á svæðinu. Þrátt fyrir að atburðimir í Criss Cross séu dramatískir er myndin langt frá að vera þung. Margar persónur eru vel gerðar og skemmtilegar og krakkamir kunna að bregöa á leik. í skemmtilegu umhverfi næst líka tíðarandi hippakynslóöarinnar auk þess sem áhorfandinn er reglulega minntur á þróunina í geimferðum. David Amott heitir pilturinn sem leikur Chris og þótt hlut- verkið sé stundum á mörkum þess að vera raunsætt sýnir hann góðan leik og er samleikur Goldie Hawn og Arnott með miklum ágætum. Criss Cross er hugljúf mynd sem engum ætti að leiðast yfir. CRISS CROSS Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri Chris Menges. Aðalhlutverk: Goldie hawn, Arliss Howard og David Arnott. Bandarisk, 1992 - sýningartími 97 mín. Leyfð öilum aldurshópum. DV-myndbandalistiiin 2 (3) Beethoven Poison ivy 9 (14) My Cousín Vinnie 13 (11) Live Wire Lethal Weapon 3 situr sem fastast á toppnum þessa vikuna. Á myndinnl eru aöalleikaramir Danny Glover, Joe Pesci og Mel Glbson, en þess má geta a6 Joe Pesci leikur i þremur myndum á listanum, Lethal Weapon 3, My Cousln Vlnnle og The Super. Hatur á körlum Fjöldamorð- ingjar eru nánast eingöngu karl- menn. Undan- tekning er til og segir Overkill sögu Aileen Wu- ornos sem var vændiskona og fjöldamoröingi. Hún náði sér í karlmenn á þjóð- vegum og sumir þeirra, sem voru svo ólánssamir að velja hana, sáu ekki dagsbirtuna aftur. I myndinni er bæði fylgst með Aiieen og einnig leit lögregl- unnar aö íjöldamorðingjanum, en það tók lögregluna tíma að átta sig á því að morðinginn var kona. Einnig er í nokkrum atriðum skyggnst inn í ævi Aileen og það verður að segjast eins og er að það er skiljaniegt að hún skyldi fá hatur á karlmönnum. Jean Smart er frábær í hlutverki Aileen og á sinn þátt í að lyfta Overkill vel upp yflr meðalalag. OVERKILL - Útgefandi: Háskólabíó. Aðalhlutverk: Jean Smart. Hættuleg kynni Blind Judge- ment minnir að mörgu leyti á Fatal Attraction en er ekki jafn- sterk mynd. Pet- er Coyote leikur lögfræðinginn Magmere, sem tekur að sér að veija Melanie Evans, sem sver að hún sé saklaus af að hafa myrt eig- inmann sinn og er hún sýknuð. Sam- skiptum þeirra er þó alls ekki lokið af hennar hálfu og hún telur að Maguiere sé henni ætlaður og heimsækir hann í tíma og ótíma, eiginkonu hans til ama. Eftir því sem Magmere verður Melanie meira fráhverfur verður hún hættulegri. Það er fátt sem kemur á óvart en handritið er vel skrifað og Leshe Ann Warren leikur Melanie af miklum sannfæringarkrafti. BLIND JUDGEMENT - Útgefandi: Skifan. Lelkstjóri: George Kaczender. Aóalhlutverk: Leslle Ann Warren og Peter Coyote. Bandarísk, 1991 - sýningartimi 92 mfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.