Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1993, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1993, Qupperneq 28
40 MÁNUDAGUR 22. MARS 1993 Sviðsljós Davið Oddsson forsætisriðherra sýndl lipurð og snerpu i morgunleikfiminni með öðrum veislugestum áður en sest var að borðum. Magnús Óskarsson borgariögmaður gaf honum ekkert eftir. DV-myndir GVA \ Veislan hófst á leikfimi Þorvaldur S. Þorvaldsson, for- stöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur, bauð til herlegrar veislu í Perlunni í tilefni af sextugsaf- mæli sínu í gær. Veisluhöld hófust klukkan níu um morgun með leikfimi áður en sest var að morgunverðarborði þar sem boðið var m.a. upp á suðræna ávexti. Davíð Oddsson forsætisráðherra var meðal veislugesta og riijaði upp gömul kynni við afmælisbamiö frá samstarfsárum þeirra hjá Reykja- víkurborg. Borgarmenn voru að sjálfsögðu fjölmennir í veislunni. Þama var Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur og vitaskuld borgarfull- trúar auk ættingja og vina. Herdis ÞorvaldsdótUr laikkona var i afmaeli bróður sins. j morgunverð voru krásimar margar suðrænar þrátt Kært var með þeim systkinum svo sem sjá má. fyrir gaddinn úti. NYKOMN brjóstahöld A og B skálar Útsölustaðir: - Ynja, Sunnuhlíð Akureyri, s. 25977 - Rósaiind, Hafnargötu 24 Keflavík, s. 13255 - Hjá Klöru, Egilsbr. 5 Neskaupstað, s. 71795 - Skóversl. Borg, Brákarbr. 3, Borgamesi, s. 71240 Fréttir Borís Spasskíj: Sé ekki eftir að tefla í Serbíu „Ég veit það ekki, æth ég sé ekki bara kaldastríðsglæpamaður. Ég var bara að tefla, annað gerði ég ekki. Ég sé ekki nokkum skapaðan hlut eftir því að hafa teflt í Serbíu og Svartfjallalandi,“ segir Borís Spasskíj aðspurður hvort hann hafi framið glæp gegn samfélagi þjóðanna með því að tefla í Serbfu og Svart- fjallalandi gegn Bobby Fischer og brotið þannig samskiptabann við Serbíu. Spasskíj sagðist ekki geta sætt sig við hvemig farið væri með Bobby Fischer. Hann hefði aðeins verið að tefla. Nú væri hann taiinn stríðs- glæpamaður sem væri fáránlegt. „Ég er sannfærður um að það var rétt ákvörðun að tefla við Fischer í Júgóslavíu. Ég vissi ekkert um sam- skiptabann þegar ég fór þangað. Þar komst ég hins vegar að ýmsu um þetta stríð og ég held að umfjöllum flölmiðla um ahan heim hafi verið mjög einhhða. Ég held að margir sem em að fjalla um þetta stríð þyrftu að fara th fyrrum Júgóslavíu og kynna sér ástandið af eigin raim. Þaö sem er að gerast þama er harmleikur fyrir alla. Ég held raunar að keppni okkar Fischers hafi verið jákvætt framtak fyrir fóhdð í þessum stríðs- hijáðu löndum sem áður hétu Júgó- slavía og ég vona að hún hafi vakið athygh á því hræðhega á ástandi sem ríkir þar.“ Spasskjj sagðist ekkert geta tjáð sig mn hvort hann hefði fengið aht greitt fyrir keppnina eða hvort Fischer hefði fengið sitt. Máhð væri mjög viðkvæmt vegna stöðu Jugoskandic bankans. . -Ari Sólveig Amarsdóttir eins og hún kom kvikmyndahúsgestum fyrir sjónir í Inguló. Kvikmyndahátíðin í Rúðuborg: Ingaló sló í gegn Ingaló, kvikmynd Ásdísar Thor- oddsen, var valin besta myndin í sín- um flokki á kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg í Frakklandi um helgina. Fyrir sigurinn fær Ásdís á aðra millj- ón íslenskra króna en Sólveig Am- arsdóttir, sem leikur aðalhlutverkið í Inguló, var valin besta leikkonan og hún var aö vonum kát þegar DV sló á þráðinn th hennar í gærkvöldi. „Mig hefur aldrei dreymt um að vinna tíl viðurkenningar á alþjóð- legri kvikmyndahátíð enda öskraði ég hátt þegar ég fékk fréttimar. Ég á nú ekki von á að tilboðum um kvik- myndaleik fari að rigna yfir mig í kjölfar þessa en fyrir myndina hefur þetta auðvitað mjög mikið að segja,“ sagöi Sólveig sem stefnir á leiklist- amám erlendis að afloknu stúdents- prófi frá MR í vor. Hún á ekki langt að sækja leikhæfileikana en foreldr- ar hennar em Amar Jónsson leikari og Þórhhdur Þorleifsdóttir leikstjóri. -GRS Líkur á offramboði á karfa í Þýskalandi: Arviss taugaveikl- un fyrir páskana - segir framkvæmdastj óri Aflamiðlunar „Ákvörðun um hvað hleypa á mörgum skipum að er tekin í lok nóvember. Þær útgerðir sem fengið hafa heimhd th löndunar verða auð- vitað að vega og meta verðið hver fyrir sig þegar á hólminn er komið. Skýrar línur um hvort hátt eða lágt verð fæst fást einfaldlega ekki fyrr en selt er, það fer eftir framboði annarra landa. Það er ahtaf árviss taugaveikl- un vegna þessa í vikunni fyrir páska,“ segir Vilþjálmur Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Aflamiðlunar. Nokkrar áhyggjur em meðal út- gerðarmanna um að framboð á karfa frá íslandi á Þýskalandsmarkaði í dymbhvikunni verði aht of mikið og muni leiða th verðhruns. í fyrra varð mikið verðhrun síðustu daga sölunn- ar í dymbilvikunni. Færeyingar bafa nyög aukið útflutning sinn á ferskum karfaflökum th Þýskalands að und- anfömu og hefur það leitt th verð- fahs á íslenska karfanum. Vilhjálmur sagði að einu fiskiskipi færra væri bókað th löndunar 1 Bre- merhaven í ár heldur en á sama tíma undanfarin ár og því hefði aðeins dregið úr framboðinu. Hann sagði magnið nú samt nokkuð svipað og undanfarin ár. Síðustu tíu dagana fyrir páska er ráðgert að flylja út um 2.500 tonn af karfa, bæði í skipum og gámum. -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.