Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1993, Síða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
3.000 krónur.
Áskrift - Dreífing: Sími 632700
Frjá!st7óháð dagblað
MÁNUDAGUR 22. MARS 1993.
Bjöm Grétar Sveinsson:
VSÍaðslíta
viðræðum
Svo viröist sem kjarasamningavið-
ræðumar séu komnar 1 strand. Jafn-
vel er búist við að VSÍ dragi sig út
úr þeim atvinnumálatillögum sem
ASÍ og VSÍ lögðu sameiginlega fyrir
ríkisstjómina á dögunum.
„Ég get ekki metið það öðmvísi en
svo að Vinnuveitendasambandið sé
að slíta samningaviðræðunum.
Formaður þess talar um að stokka
upp þjóðfélagið og gengisfellingar-
umræðan er á fullri ferð. Þess vegna
tel ég víst að það sé verið að loka á
kjarasamninga. Þetta mun koma í
ljós á næstu tveimur til þremur dög-
um,“ sagði Bjöm Grétar Sveinsson,
Verkamannasambandinu. -S.dór
Náðistviðinnbrot
Lögregla handtók mann sem
reyndi að bijótast inn í verslunina
Japis í Brautarholti eldsnemma á
sunnudagsmorgun. Næturvörður í
DV-húsinu varð mannsins var þegar
hann braut rúðu í versluninni og
gerðilögregluviðvart. -hlh
Óbreytt gengi
Gjaldeyrisdeildir bankanna opn-
uðu eins og venjulega í morgun.
Óverulegar breytingar urðu á
gengisskráningu Seðlabankans. -kaa
ICvoðst QlcBcoit
naia 111 aisoKunar
Ríkissaksóknari hefur stefnt
Finnboga Alexanderssyni héraös-
dómara fyrir Hæstarétt þar sem
þess er krafist aö hann greiði fésekt
vegna vanrækslu í starfl Hér er
um mjög fáheyrða stefnu að ræða
sem ríkissaksóknari leggur frarn i
þessu tilfelli vegna óhóflegs seina-
gangs dómarans í afgreiðslu saka-
máls.Sami dómari fékk áminningu
frá dómsmálaráðherra síðastliðið
sumar.
Finnbogi mætti fyrir Hæstarétti
á fóstudag og viöurkenndi þar þær
ávirðingar sem á hann voru bom-
ar. Hann kvað þær vera réttar,
hann hefði ekkert sér til afsökunar
og baðst jafnframt velvirðingar.
Málið er m.a, sprottið af þ\ú að á
árinu 1986 var ákæra gefin úf í
sakamáli á hendur karimanni
vegna íjárdráttar. í oktöber 1987
tók Finnbogi máiiö fyrir og aftur á
ný árið eftir. Árið 1989 var kveðinn
upp dómur - en án þess að hann
yrði birtur. Ríkissaksóknari, sak-
bomingur og verjandi urðu siðan
að bíða í 3 ár, þar til árið 1992 - þá
var dómurinn loks birtur - 6 ámm
eftir að ákæra var gefin út. V
Finnbogi dæmdi ákærða til að
sætal árs fangeisi, óskilorðsbund-
ið. í málum, þar sem svo mikill
dráttur hefur oröið á sakamálum í
dómskerfmu, hafa dómstólar und-
anfarið teldð tillit til þess og miidað
vemlega refsingaraar eða haft þær
skilorðsbundnar. Hæstiréttur tók
t.a.m. mið af ákvæðum mannrétt-
indasáttmálans í dómi sínum 1 jan-
úar í fíkniefnamáli þar sem 16
mánaða óskilorðsbundnu fangelsi
var breytt aifarið í skiiorðsrefsingu
vegna dráttar.
Hæstiréttur ákvað vegna ffarn-
angreinds fiárdráttarmáis, sem
dróst svo mjög hjá Finnboga, að
fjalla eingöngu um formhiið þess
en ekki efnislega vegna þess hvem-
ig málið er vaxið. Þess hefur veriö
krafist í fyrsta lagi að málið veröi
ómerkt en tii vara að því verði vís-
að aftur heim í hérað tii löglegrar
meðferðar. Þannig yrði héraðs-
dómur að taka máhö fyrir að nýju.
Þegar Finnbogi mætti fyrir
Hæstarétti á föstudag kom fram hjá
dómsfióra Héraðsdóms Reykja-
ness, þar sem hann starfar nú, að
Finnbogi hefði tekiö sig á í starfi
eftir að hann hlaut áminningu í
sumar.
-ÓTT
Sjö hundruð jeppar tóku þátt í jeppadegi fjölskyldunnar sem Ferðaklúbburinn 4X4 og Bílabúð Benna héldu i gær.
C Ekið var um Mosfellsheiði undir leiðsögn félaga úr 4X4 og farið um Þingvelli að Nesjavöllum þar sem menn þáðu
kaffi og kökur. Myndin er tekin á Mosfellsheiði. Sjá nánar frétt á bls. 2 DV-mynd JR
Betlari réðst að íslendingum 1 Þýskalandi:
Dró upp byssu og
hótaði að skjóta
- segir Heiðar Eiríksson
„Við vorum á lestarstöðinni í
Hannover þegar tveir betlarar báðu
okkur um smápeninga. Við neituð-
um og þá kom til orðaskipta. Við
spurðum af hverju þeir væru ekki
að vinna í stað þess að betla. Þá
reiddist annar þeirra rosalega, reif
upp byssu og hótaði aö skjóta okkur
ef við létum hann ekki fá seðla,“ seg-
ir Heiðar Eiríksson, einn þriggja ís-
lendinga sem lentu í þessari reynslu
í Þýskalandi aðfaranótt föstudags.
íslendingarnir þrír, Heiðar, Jón
Jóhannesson og Jón Ólafsson, eru
búsettir í Þýskalandi.
„Við náðum einhvem veginn að
komast í burtu. Við töluðum mikið
og rólega við betlarann, sögðum að
það þýddi ekki að vera með æsing
og skjóta okkur fyrir einhverja smá-
aura. Svo löbbuðum við hægt aftur
á bak. Ef við hefðum hlaupið í burtu
þá værum við örugglega dauðir
núna,“ segir Heiðar.
Hann segir að betlararnir hafi ver-
ið um tvítugt, Ola til fara og greini-
lega uppdópaðir. íslendingarnir
hringdu á lögreglu en þá vom betlar-
arnir farnir. Skömmu síðar kom kall
í lögreglutalstöðina um bardaga í
lestargöngunum. Það kom í ljós að
þar höfðu tveir vegfarendur verið
lamdir illa af sömu mönnum. Þegar
lögreglan náði mönnunum voru þeir
hvor með sína Colt skambyssuna.
Heiðar og félagar sátu á lögreglu-
stöðinni alla nóttina við að gefa
skýrslu og þeir mega eiga von á þvi
að verða kallaðir fyrir rétt.
„Við lærðum mikiö á þessu og héö-
an í frá á maður eftir að passa sig
meira og forðast að tala við svona
fólk. Viö héldum fyrst að þetta væm
táragasbyssur en lögreglan sagði
okkur síðar að þetta væm ekta byss-
ur með skotum í og við væmm
heppnir að vera lifandi."
-ból
LOKI
Ekki ég, segja þeir allir: er
virkilega engin iítilgul
hæna í Landsbankanum?
Veðriðámorgun:
Frostum
allt landi
Á morgun verður norðan- og
norðvestanátt um allt land. É1 um
norðanvert landið. Þurrt og víða
léttskýjað syðra. Frost um allt
land.
Veðrið í dag er á bls. 44.
NSK
kúlulegur
Pwulneii
SuAurlandsbraut 10. S. 686499.