Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1993, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 22. MARS 1993 Uppboð Uppboð munu byrja á skrífstofu embættisins að Gránugötu 4-6, Siglufirði, 25. mars 1993 kl. 14.00, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Hávegur 21, Siglufirði, þingl. eign Rafhs Sveinssonar og Margrétar Þórðardóttur, eftir kröfii Kreditkorts hf. Lindargata 16, Siglufirði, þingl. eign Birgis Steindórssonar og Ástu M. Gunnarsdóttur, eftir kröfu Innheimtu ríkissjóðs. Aðalgata 26, Siglufirði, þingl. eign Aðalbúðarinnar hf., eftir kröfu Iim- heimtu ríkissjóðs. Þormóðsreitur II, Siglufirði, þingl. eign Hrímnis hf., eftir kröfu Inn- heimtu ríkissjóðs. SÝSLUMAÐIMNN í SIGLUFIRÐI Eyrargata 17, Siglufirði, þingl. eign Valgeirs Halldórssonar og Ingibjargar Ólafedóttur, eftir kröfu íslandsbanka hf. Yiiiiiirr Golf á Madeira EIN VIKA MEÐ ÖLLU! Dæmi um verð á mann í tvíbjli: 64.700 Innifalið: Flug og gisting með morgunverði á hótel Roca Mar í sjö nætur. Vallargjald er innifalið. Sex umferðir á 27 holu golfvelli og afsláttur ef maki spilar líka. Akstur til og frá flug- velli og á golfvöllinn. Lúxusskoðunarferð með hádegisverði í Iok ferðar. [;.kki innifalið: Flugvallarskattur, 1.250 kr. Tvær vikur með öllu! Sama og að ofan með gistingu í 14 nætur og 10 umferðir á golfvellinum. Dami um verð i tvíbjli: 81.500. Flogið er um London til Funchal með Flugleið- um og TAP — möguleiki á að stoppa í London ef óskað er. v&á&i’ ■ Saiiii/iiiiiiilerúir-Líiiiilsi/ii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 -69 10 10 • Innanlandslerðir S. 91 - 69 10 70 • Slmbréf 91 - 2 77 96 / 6910 95 -Telex 2241 Hótel Sógu við Hagajorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Akuroyri: Ráðhúslorgi 1 • S. 96 - 27 200 • Simbrét96 - 1 10 35 Keflavík: Halnargðtu 35 • S. 92 -13 400 • Simbrél 92 -1 34 90 íþróttir Skotnýting leikmanna á HM í Svíþjóð | Mörk Mish. skot Sigurður S. Héðinn Júlíus Valdimar GunnarG. Einar Konráð Patrekur Gústaf DV „Verð ekki áfram nema Einar verði með mér“ - segir Þorbergur Aðalsteinsson Guömundur Hilmaissan, DV, Stokkhólmi: Áttunda sætið varð hlutskipti ís- lenska landsliðsins á HM sem lauk í Svíþjóð á laugardaginn. Fyrir keppn- ina sagði Þorbergur Aðalsteinsson að takmark liðsins í keppninni yrði að lenda í einu af átta efstu sætunum. Þetta gekk eftir en hvað segir Þor- bergur nú þegar keppnin er afstaðin. „Það er ekkert því að leyna að upp- haflega var sett sem markmið að verða á meðal átta efstu þjóða í keppninni. Við gerðum okkur samt vonir um að fá að spila um 5. sætið. Þjóðveijaleikurinn er stóru von- brigðin. Leikurinn gegn Tékkum skipti kannski ekki svo miklu máii en þaö hefði verið skemmtilegra að vinna,“ sagði Þorbergur í samtali við DV. Andstæðingarnir hafa tekið kantana í burtu „Það var margt gott hjá okkur en margt sem kláraðist ekki sem ég hefði viljað fá meira út úr. Það kom okkur í opna skjöldu til dæmis hvað andstæðingarnir hafa tekið kantana okkar í burtu, verulega, og við náð- um ekki nægilega að leysa það. Við erum ekki klárir enhþá á móti þess- um fjórum til fimm bestu í heimin- um. Við erum í næsta hóp fyrir neð- an en við sýnum það að við getum alltaf skotist inn í þennan hóp. Átt- unda sætið er staðfesting á því að ísland er í hópi sex til tíu bestu liða í heiminum. Með heppni hefðum við getað orðið í fimmta sæti,“ sagði Þor- bergur. Geir, Guðmundur og Bjarki á heimsmælikvarða - Hvað varst þú ánægöastur með í leik íslenska Uðsins? „Við sýndum geysigóða kafla. Vamarleikurinn var í heild góður hjá okkur og sýndi að hann gerist vart betri í heiminum í dag. Geir Sveinsson kom mjög sterkur út úr þessu móti og einnig þeir Bjarki og Guðmundur í mark- inu. Þessir þrír eru allir á heims- mælikvarða.“ þjálfari. - Hvað tekur við núna hjá landslið- inu? „Núna setjumst við niður og spáum í hlutina en þaö er 24 mánaða pró- gramm fyrir keppnina sem verður heima. Næstu sex mánuði verður áherslan lögð á 21 árs liðið. Það koma einir fjórir til fimm leikmenn þaðan inn í Á-liðshópinn, ný nöfn og strák- ar sem eiga eftir að koma á óvart. Ég vænti þess að árangur hjá 21 árs liðinu verði góður í HM í Egypta- landi í haust. í sumar verður lítið í gangi hjá landsliðinu vegna þess að það fer af stað næsta haust. Frá sept- ember til apríl 1994 verður samfellt prógramm." „Verð ekki áfram nema Einar verði með mér“ - Munu Þorbergur og Einar stýra landsliðinu áfram? „Við erum ráðnir fram yfir HM1995. Það er starfssamningur sem er upp- segjanlegur af beggja hálfu. Það er fullur vilji hjá okkur að vera áfram. Það gæti hins vegar komiö inn í hjá Einari hans félagsþjálfun en þaö verður bara að skoða það eða hvort hann verður eitthvað minna með. Ég vil ekki vera áfram í þessu nema vera með hann með mér.“ „Handboltinn í framför“ - Hvemig handbolti hefur verið spil- aður á HM. Er hann að þróast? „Mér finnst mikil framfor frá síð- ustu heimsmeistarakeppni. Það eru fleiri lið sem geta komið verulega á óvart. Spánverjar lenda aftur í 5. sæti og eru kannski með eitt besta liðið í heiminum. Frakkar hafa þró- ast geysilega en það sem mér hefur fundist hafa þróast einna mest er línuspilið. Menn leggja minna upp úr því að skjóta utan af velli. Þá hafa hraðaupphlaupin þróast alveg geysi- lega og ég held að það sé stóraukning á mörkum skoruðum úr hraðaupp- hlaupum í þessari keppni og í Tékkó- slóvakíu 1990. í heildina séð þá held ég að handboltinn sé á mikilli upp- leið,“ sagði Þorbergur. Einar Þorvaröarson aðstoðarlands- liðsþjálfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: DV íþróttir (22.03.1993)
https://timarit.is/issue/194615

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

DV íþróttir (22.03.1993)

Aðgerðir: